Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2004, Blaðsíða 25
Kjaradeila kennara setti óneitanlega svip á fjármálaráðstefnuna og fjallaði Vilhjálmur ítarlega um hana í setningarræbu sinni. Hér má sjá tvo menn sem báru hitann og þungann af kennaravibræðunum, þá Gunn- ar Rafn Sigurbjörnsson, formann launanefndar sveitarfélaga, og Birgi Björn Sigurjónsson, aðal samninga- mann sveitarfélaganna, ræðast við á ráðstefnunni. efna. Það hafi hins vegar ekki reynst rétt og stjórn sambandsins hafi nú metið það svo að þýðingarlaust væri að halda þessu mikilvæga verkefni áfram nema að fá fram mjög skýra viðurkenning á því að tekju- stofnanefndin fjalli um horfur í fjármálum sveitarfélaganna. Viljayfirlýsing trygging viðraeðna Vilhjálmur skýrði frá nýlegri viljayfirlýs- ingu félagsmálaráðherra og fjármálaráð- herra um málið og sagði að hún ætti að tryggja að eðlileg umræða fari fram og hvort tekin verði afstaða til ákveðinna at- riða. Þau eru; hvort rýmka beri heimildir sveitarfélaganna til nýtingar núverandi tekjustofna, hvort til álita komi að marka sveitarfélögum nýja tekjustofna, hvort ójafnræðis gæti í tekjumöguleikum sveit- arfélaga og hugsanlegra breytinga á jöfn- unarkerfi í því sambandi og hvort Jöfnun- arsjóði verði markaðir nýir tekjustofnar, meðal annars í tengslum við fækkun und- anþága frá fasteignaskatti. Ekki í felum Eftir að hafa fjallað ítarlega um verkfall grunnskólakennara og lýst alvarleika slíkra verkfallsaðgerða ræddi Vilhjálmur um þá gagnrýni, sem komið hefur fram á sveitar- stjórnarmenn um að þeir hafi verið í fel- um í verkfallinu. „Það hefur verið sagt að sveitarstjórnarmenn séu f felum. Ég tel það afar ósanngjarna gagnrýni. Þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélag- anna var það krafa af hálfu kennara að við skipuðum eina miðlæga launanefnd. Hún er kosin, ekki af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga heldur af landsþingi þess og hefur þannig umboð frá landsþinginu. Þetta var krafa ákveðins hóps kennara og þeir eru líka með miðlæga samninga- nefnd. Við höfum treyst launanefndinni. Hún hefur að minni hyggju staðið sig frá- bærlega vel í þessari erfiðu stöðu. Nefndin hefur verið í sambandi við sveitarstjórnar- menn um allt land. Hún hefur haldið fundi í öllum lands- hlutum og þannig verið í mjög góðu sam- bandi við sitt bakland eins og það heitir. Sveitarstjórnarmenn hafa einnig verið að tjá sig um þessi mál þannig að við höfum ekki verið í felum í þessu verkfalli." Skylda okkar að fara ítarlega yfir málin Vilhjálmur fjallaði síðan meira um það verkefni, sem nú stendur yfir og er í dag- legu tali nefnt „efling sveitarstjórnarstigs- ins". Hann sagði að sveitarstjórnarmenn ættu að hafa forystu um það að vinna að því máli. Hann kvaðst hins vegar gera sér grein fyrir því að ekki séu allir sammála um hvernig eigi að vinna eða hvort sam- eina eigi sveitarfélög að því marki sem til- laga sameiningarnefndar gerir ráð fyrir. „Ég hef fullan skilning á því og það eru gild rök sem margir færa fram," sagði Vil- hjálmur en benti á að sveitarstjórnar- mönnum beri skylda til að fara ítarlega yfir þessi mál og kanna alla möguleika. Samkomulag í tónlistarskóladeilunni Vilhjálmur sagði ríkisvaldið nú hafa sam- þykkt að veita 400 milljóna króna viðbót- arframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á þessu ári, er komi til viðbótar þeim 150 milljónum króna auknum tekjum sjóðsins umfram áætlanir og eiga þessar greiðslur að fara fram nú í desember. Einnig hafi náðst samkomulag um að ríkið taki að sér greiðslur vegna nemenda í framhaldsskól- um sem stunda þar tónlistarnám og gildi það frá og með haustönn 2004. Þá hafi náðst samkomulag um að fjallað verði sérstaklega um kostnaðaruppgjör í tengsl- um við endurskoðun á lögum um fjár- hagslegan stuðning við tónlistarnám er skuli lokið fyrir árslok 2006. Losna við viðbótarlánin Vilhjálmur ræddi því næst um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um íbúðalánasjóð en samkvæmt því verða greiðslur sveitarfélaga vegna viðbótarlána felldar niður um næstu áramót en áætlað var að þessar greiðslur yrðu 250 milljónir króna á næsta ári. Hann sagði að sveitar- félögin myndi aldrei samþykkja að þessar 250 milljónir yrðu teknar til baka með einhverjum hætti. Slíkt komi ekki til greina því benda megi á gríðarlegan kostnað sem sveitarfélögin hafa af rekstri affélagslegu íbúðakerfi. Hallinn hverfur ekki sjálfkrafa Vilhjálmur sagði að nú hafi verið óskað eftir því að fjárhagslegum samskiptum rík- is og sveitarfélaga verði komið í skipulagt horf. Að myndaður verði hópur sem hittist með reglubundnum hætti á meðan farið verði yfir þróun fjármála sveit- arfélaganna og kannaðar ástæður fyrir því hvers vegna þau voru rekin með tæplega þriggja milljarða króna halla á síðasta ári. „Slíkur hallarekstur gengur ekki til lengdar vegna þess að einhvern tímann þarf að borga þann halla. Hann hverfur ekki sjálfkrafa og það er ótækt að sveitarfélögin séu að safna verulegum skuldum vegna þess. Það er ekki nóg að við sjáum þetta. Ríkisvald- ið verður líka að sjá þetta, þingmenn og „Það er ekki nóg að við sjáum þetta. Ríkisvaldið verður líka að sjá þetta, þingmenn og aðrir sem ráða löggjafarvaldinu." SFS TÖLVUMIÐLUN vvww.tm.is 25

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.