Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 6
Stjórnsýsla
Samskipti sveitarfélaga við
eftirlitsstofnanir
Cuðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga, skrifar.
Undanfarin misseri hafa allmörg sveitarfélög kvart-
að yfir stirðum samskiptum við opinberar stofn-
anir sem fara lögum samkvæmt með eftirlit með starf-
semi sveitarfélaga. Oftast varða þessar kvartanir sam-
skipti við Umhverfisstofnun vegna eftirlits stofnunar-
innar á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs.
Mál sem varða aðrar eftirlitsstofnanir, t.d. Fjármála-
eftirlitið, hafa þó einnig komið inn á borð Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Hafa starfsmenn sambandsins
reynt að aðstoða sveitarfélögin eftir því sem aðstæður
leyfa. Að áliti undirritaðs hefur þessi aðkoma sam-
bandsins oft leitt til þess að tónninn í viðkomandi
stofnunum hefur breyst til batnaðar og gjarnan orðið
til þess að skerpa á því hvaða atriði það eru sem
nauðsynlegt er að ráða þót á af hálfu viðkomandi sveit-
arfélags. Þessi aðstoð hefur verið mismunandi umfangsmikil, eftir eðli
hvers máls, en m.a. hafa starfsmenn sambandsins sótt fundi með
viðkomandi eftirlitsstofnunum ásamt fulltrúum sveitarfélaga ef þess
hefur verið óskað og veitt leiðbeiningar um svör við erindum eftirlits-
aðila eftir því sem tilefni hefur verið til.
Breytt verklag eftirlitsstofnana
Ljóst er að opinberir eftirlitsaðilar hafa í mörgum tilvikum talið nauð-
synlegt að breyta vinnubrögðum sínum ( kjölfar hruns íslensku bank-
anna og gagnrýni á þær stofnanir sem áttu að tryggja að lögaðilar
störfuðu samkvæmt ákvæðum laga í starfsemi sinni. Má nefna að
Fjármálaeftirlitið hefur fengið stórauknar fjárheimildir til þess að rækja
eftirlitshlutverk sitt betur og hefur fjölgun starfsmanna stofnunarinnar
m.a. leitt til þess að málefnum sveitarfélaga er gefinn aukinn gaumur
við framkvæmd eftirlits. Sveitarfélög sem hafa gefið út skuldabréfa-
flokka sem eru skráðir í Kauphöll hafa t.d. mörg brennt sig á því að
uppfylla ekki skyldu um að uppfæra skrá um innherja á 6 mánaða
fresti, sem gera má rafrænt á heimasíðu FME.
Af hálfu sambandsins var ákvörðunum FME um beitingu stjórn-
valdssekta gagnvart sveitarfélögum í þessum málum harðlega mót-
mælt og aðstoðuðu lögfræðingar sambandsins nokkur sveitarfélög
við að koma að andmælum. Eitt þessara sveitarfélaga naut einnig að-
stoðar sambandsins við að senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
vegna óvandaðrar stjórnsýslu FME. Niðurstaða umboðsmanns í málinu
lá fyrir í mars á þessu ári og komst hann að þeirri
niðurstöðu að FME hefði ekki tekið nægilegt tillit til
andmæla sveitarfélagsins við ákvörðun sektarfjárhæð-
ar og verulegir annmarkar því verið á stjórnsýslu stofn-
unarinnar. Af hálfu sveitarfélagsins var m.a. bent á að
engin viðskipti hefðu átt sér stað með skuldabréfin og
að þau væru öll í eigu sama aðilans. Ekkert benti því til
þess að brotið hefði valdið hættu á tjóni og bæri því
að veita áminningu eða Ijúka málinu með lágmarks-
sekt. Beindi umboðsmaður þeim tilmælum til FME að
stofnunin taki málið upp að nýju. Önnur sveitarfélög
ákváðu að greiða sektina frekar en leita réttar síns
frekar en einhver þeirra kunna mögulega að geta sótt
um endurupptöku sinna mála á grundvelli álits
umboðsmanns.
Umhverfisstofnun breytir um áherslur
Umhverfisstofnun (UST) hefur einnig þurft að bregðast við harðri
gagnrýni á störf stofnunarinnar í nokkrum málum, þ.á m. vegna
díoxín-mengunar frá eldri brennslustöðvum, sem hafa verið starfandi
á grundvelli undanþága í lögum um meðhöndlun úrgangs og reglu-
gerðar um brennslu úrgangs. Að áliti sambandsins var fullt tilefni
til þess að UST endurskoðaði ýmis atriði í stjórnsýslu sinni, til dæmis
skorti í einhverjum tilvikum á það að stofnunin lyki formlega meðferð
mála á þann hátt sem lög gera ráð fyrir. Má nefna að fljótlega eftir
gildistöku laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs krafði Umhverfis-
stofnun rekstraraðila urðunarstaða á landinu, þ.e. sveitarfélög, um
aðlögunaráætlanir til að bregðast við tæknikröfum sem áttu að taka
gildi 16. júlí 2009. Flest sveitarfélög sendu inn slíka áætlun skv. út-
sendu eyðublaði Umhverfisstofnunar en fengu síðan aldrei svör frá
stofnuninni um hvort áætlunin teldist fullnægjandi eða ekki. Annað
dæmi af svipuðum toga er að eftirfylgd með gerð hávaðakorta og að-
gerðaáætlana samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 1000/2005 hefur
verið mjög Ktil af hálfu UST.
Allmörg dæmi eru einnig um að athugasemdum sem fram höfðu
komið við eftirlit með starfsleyfisskyldri starfsemi á vettvangi var ekki
fylgt nægilega eftir af hálfu UST með kröfu um úrbætur, formlegri
áminningu eða eftir atvikum dagsektum eða sviptingu starfsleyfis og
lokun viðkomandi starfsemi. Einnig hefur stundum skort á að stofn-
Guðjón Bragason.
6