Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Page 13

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Page 13
Sömu vandamálin í Evrópu og hér Undir lok setningarræðu sinnar á XXVI. landsþingi Sambands íslenskra sveitar- félaga ræddi Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, um för sína á sveitarstjórnar- þing Evrópuráðsins, sem haldið var nýlega í Strassbourg en þar hafa íslendingar átt þrjá fulltrúa um langt skeið. Halldór sagði að heyra hefði mátt á þinginu að sveitarstjórnar- menn í Evrópu stæðu flestir í sambærilegum sporum og (slendingar og væru að fást við sömu vandamálin og hér á landi. „Nánast alls staðar virðast vera mikil vandamál til að takast á við; vandamál sem að mati margra kalla á endurskilgreiningu opinberrar þjónustu. Nær allir töluðu um gríðarlega lækkun skatttekna vegna lækkun- ar á skattagrunninum. Margir lögðu áherslu á að sveitarstjórnarstigið í löndum Evrópu hefði ekki skapað efnahagshrunið en sæti uppi með vandamálið. Grikkir leggja áherslu á samstöðu innan Evrópu því þetta séu of stór mál fyrir einstakar þjóðir. Velferðarkerfi heilu þjóðanna séu í hættu og það skapi mikla hættu innan Evrópu, ekki bara meðal einstakra þjóða." Halldór sagði að mikil áhersla hefði verið lögð á slæma stöðu yngra fólksins vegna atvinnuleysis og Bretar hafi m.a. talað um týndu kynslóðina. Halldór sagði að margir hafi talað um alvöru samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga, því miður sé ekki alltaf svo. Traust sé því miður ekki að finna í öllum til- fellum. „Ef ríkisstjórnir myndu nýta sér þekk- ingu sveitarstjórnarstigsins og hlusta á full- trúa þess væri niðurstaðan miklu betri en hún er í dag," sagði Halldór og tók þar með undir sjónarmið starfsbræðra sinna og systra á meginlandi Evrópu. AFLANN I ÖRUGGA HÖFN! Aflinn og áhöfnin eru í öruggum höndum hjá FMIS í Reykjavík og á Akranesi, kynntu þér kostina á www.fmis.is Fiskmarkaðir FMIS í Reykjavík og á Akranesi eru afar álitlegir kostir fyrir alla sem stunda sjósókn, hvort sem um ræðir smærri báta eða togara. Aðstaðan er nýupp- gerð og öll hin glæsilegasta. Stutt í alla þjónustu Varahlutir í skip Slippur Veiðarfærasala Höfuðstöðvar helstu viðskiptafyrirtækja Heilsugæsla / Landsspítali Afþreying Góð viðlega, löndunarkranar, rafmagn og vatn Faxaflóahafnir sf Associated lcelandic Ports

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.