Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Síða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Síða 5
Forystugrein Bætt vinnubrögð krefjast aukins aga Um nokkurt skeið hefur verið unnið að frumvarpi til laga um opinber fjármál. Vænta má að fljótlega verði það lagt fram á Alþingi. í því eru lagðar nýjar línur um hvernig staðið verði að fjárlagagerð ríkisins. Aukin formfesta og skilvirkari vinnubrögð eru grunntónninn í þessu laga- frumvarpi. Fjárhagsleg stefnumörkun til langs tíma er sá grunnur sem svokallaðar rammafjár- veitingar eiga að byggjast á. Aukið er frelsi ráðherra til að vinna innan þess fjárhagsramma sem þeim er úthlutaður í fjárlögum. Jafnframt er gengið út frá því að ramminn verði ávallt virtur. Þessi vinnubrögð þekkja sveitarstjórnarmenn vel og hafa í flestum tilfellum sýnt að þeim tekst að stunda slíka fjármálastjórn með góðum árangri. Nú mun reyna á alþingismenn, hvort þeir verði tilbúnir að hverfa frá vinnubrögðum sem byggjast á ítarlega sundurliðuðum smáfjár- veitingum og taka í staðinn upp stefnumótandi fjárlagagerð að hætti nútímalegra stjórnunar- aðferða. Einnig er fjallað um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir vel skipulögðum og formfastari samskiptum en áður í samvinnu þessara tveggja aðila sem mynda hið opinbera. Markmiðið er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn á fjármálum hins opinbera. Mótuð verður sameiginleg og heildstæð stefnumörkun um opinber fjármál. Stefnt er að því að auka skilning á tekjuþörf og útgjaldaáformum beggja stjórnsýslu- stiganna m.t.t. þjónustuábyrgðar þeirra skv. lögum. Einnig skal fjallað á formlegan hátt um hvernig fjármagna megi opinbera þjónustu í sátt milli ríkis og sveitarfélaga. Sambandið hefur lengi reynt að stuðla að vinnubrögðum sem þessum. Það er því mikið fagnaðarefni að stefnt skuli að því að lögfesta þessa starfshætti. Hvað mikilvægast í þessum áformum er að sameiginlega eigi að meta útgjaldaþörfina vegna þjónustuábyrgðar hins opin- bera. í raun á ekki að skipta meginmáli hvort ríki eða sveitarfélög annist tiltekna þjónustu við landsmenn. Það sem máli skiptir er að landsmenn fái þjónustuna og að hún sé fjármögnuð á þann hátt að tekjur standi undir útgjöldum. Með þessu verður því væntanleg horfið frá þeirri leiðu venju sem skýtur reglulega upp kollinum að Alþingi samþykki lög sem leggja þjónustu- skyldur á sveitarfélögin án þess að þær séu fjármagnaðar. Ný lög um opinber fjármál gefa því fögur fyrirheit. Þau búa til farveg fyrir skynsamleg vinnu- brögð. Flestir sem hafa kynnt sér málið eru sammála um að þetta eigi að vera með þeim hætti sem hér er fjallað um. En það er ekki nóg að hafa skýran farveg fyrir hlutlæg og góð vinnu- brögð. Hugur þarf að fylgja máli. Menn þurfa að tileinka sér nýja hugsun og ný viðhorf. Menn þurfa að taka upp skipulögð og öguð vinnubrögð og hverfa frá þeim tilviljanakenndu stjórnun- arháttum sem tíðkast hafa hér á landi á of mörgum sviðum hagkerfisins allt of lengi. Breytt vinnubrögð krefjast því aukins aga. Eftir höfðinu dansa limirnir. Því er mikilvægt að Alþingi, ríkisstjórn og allar sveitarstjórnir sýni öguð vinnubrögð sem verði svo öllum öðrum til eftir- breytni. Einungis þannig munum við ná árangri. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Danfosshf • Skútuvogió • 104Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is Vantar þig dælu? Við höfum úrvalið Stórar dælur - Litlar dælur Góðardælur - Öruggar dælur Gæði - Öryggi - Þjónusta m LOWARA Mono ú Irorjmimp ^JQOULDSPUMPS ^ VOGEL PUMPEN

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.