Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Page 10
Fjármál sveitarfélaga
sveitarfélaganna. Langtímaskuldir sveitarfélaganna hafa lækkað um-
talsvert frá árinu 2010 eða um nær 20 ma.kr."
Gunnlaugur segir að skuldbindingar sem færðar voru utan efna-
hags hafi m.a. verið til komnar vegna sölu og endurleigu fasteigna svo
og vegna samninga um einkaframkvæmd. „Áður voru það einungis fá
sveitarfélög sem færðu slíkar skuldbindingar inn í efnahagsreikning
sveitarfélagsins. Þannig hafa orðið svo miklar breytingar á þessu um-
hverfi á liðnum árum að það er tæplega sambærilegt að öllu leyti milli
ára en heildarþróunin sést þó glöggt."
Hann segir að í þróun efnahagsreiknings sveitarfélaganna komi
einnig fram hin gríðarlegu áhrif efnahagshrunsins og gengishruns
krónunnar á árunum 2008 og 2009 í formi mikillar hækkunar langtí-
maskulda. „Skammtímaskuldir hækkuðu nokkuð stöðugt fram til árs-
ins 2008 en hafa heldur lækkað síðustu árin. Árið 2012 er þó undan-
tekning þar á en þá hækka skammtímaskuldir um 6,0 ma.kr."
Mynd 4. Veltufé frá rekstri á árunum 2002-2012.
Veltufé frá rekstri
Á mynd 4 kemur fram hvernig veltufé frá rekstri hefur þróast á ár-
unum 2002-2012. Upplýsingar eru settarfram á verðlagi ársins 2012,
uppreiknaðar með vísitölu neysluverðs. Gunnlaugur bendir á að veltu-
fé frá rekstri hafi lækkað heldur á árinu 2003 miðað við árið 2002 en
hafi síðan aukist jafnt og þétt á árunum 2004 til 2007.
„Mikil aukning á árinu 2007 vekur sérstaka athygli. Veltufé frá
rekstri lækkar síðan verulega á árinu 2008 en er þó hærra en það var
á árunum 2004 og 2005. Á árinu 2009 lækkar það síðan enn meir og
er rétt fyrir ofan það sem lægst hefur verið á tímabilinu. Síðan hefur
það hækkað jafnt og þétt á hverju ári og er nú orðið með því hærra á
tímabilinu."
Hann leggur áherslu á að hér er um að ræða niðurstöðu fyrir landið
í heild sinni. „Staða þessara mála getur síðan verið afar mismunandi
milli einstakra sveitarfélaga."
Mynd 5. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum 2012 eftir sveitarfélögum.
Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum
Mikill munur er á milli sveitarfélaga hve miklu fjármagni rekstur sveit-
arfélagsins skilar til greiðslu afborgana og til að standa undir fjárfest-
ingum, að sögn Gunnlaugs. „Hafa ber í huga að ýmis önnur atriði
skipta máli í þessu sambandi. Þegar vextir voru hærri þá skipti máli hve
miklar fjármagnstekjur sveitarfélagið hafði ef það átti eignir sem skil-
uðu góðri ávöxtun. Nú hafa innlánsvextir lækkað það mikið að mögu-
leikar á miklum vaxtatekjum hafa minnkað verulega. Því skiptir meira
máli en áður að reksturinn sé sjálfbær frá ári til árs."
Hann segir að sveitarfélag sem skili óviðunandi veltufé frá rekstri ár
eftir ár lendi fyrr eða síðar í rekstrarlegum vandræðum. „Þessi mikli
munur sem er milli einstakra sveitarfélaga kemur vel fram á mynd 5
þar sem veltufé frá rekstri er sett sem hlutfall af heildartekjum.
Þeim sveitarfélögum sem hafa neikvætt veltufé frá rekstri á árinu
2012 hefur fækkað nokkuð frá fyrra ári. Það bendir til að afkoma
sveitarfélaganna hafi batnað."
Að lokum
Hér að framan hefur verið farið yfir nokkur helstu atriðin er varðar af-
komu sveitarfélaganna á árunum 2002-2012. Gunnlaugur segir að af-
koma sveitarfélaganna hafi batnað í heildina tekið á árinu 2012 og
þannig orðið framhald á þróun síðustu ára. „Staðreynd er þó að af-
koma sveitarfélaganna er vitanlega nokkuð misjöfn þegar afkoma
einstakra sveitarfélaga er skoðuð nánar. Skuldsetning er í nokkrum til-
vikum það mikil að viðkomandi sveitarfélög eiga fyrir höndum vanda-
sama vegferð. Hjá öðrum skilar reksturinn of litlum afgangi svo erfitt
er að standa undir afborgunum og vöxtum enda þótt skuldir séu ekki
óhóflega miklar sem hlutfall af tekjum. Hjá enn öðrum er afkoman
góð og skuldir hóflegar," segir Gunnlaugur Júlíusson.
GrantThornton