Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Qupperneq 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Qupperneq 20
Fréttir Sveitarfélagið Hornafjörður: Hjalti Þór hættir sem bæjarstjóri Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri. Hjalti Þór Vignisson mun láta af starfi bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Hornafirði í byrj- un nóvember. Hjalti Þór hefur starfað sem bæjarstjóri sveitarfélagsins í sjö ár en mun hefja störf hjá lcelandic Pelagic ehf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hjalti sendi frá sér og birst hefur á heimasíðu sveitarfélags- ins. í yfirlýsingunni kveðst Hjalti hafa gegnt ábyrgðarstarfi hjá Sveitarfélaginu Hornafirði í níu ár og þar af síðustu sjö árin sem bæjar- stjóri. Sá tími hafi verið skemmtilegur og við- burðaríkur og öli árin hafi hann notið þess að starfa með góðu fólki, bæði kjörnum full- trúum og starfsfólki sveitarfélagsins. „Eftir umhugsun síðustu vikur og mánuði komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sækjast ekki eftir að gegna starfi bæjarstjóra að loknu yfirstandandi kjörtfmabili. Það er mitt mat að ekki sé farsælt fyrir samfélagið að sami einstaklingur gegni starfi bæjarstjóra of lengi," segir Hjalti í yfirlýsingunni. Er stórfelld fækkun sveitar- félaga framundan í Noregi? Er stórfelld fækkun sveitarfélaga framund- an í Noregi? Verði ríkisstjórn hægri flokk- anna svokölluðu; Hægriflokksins, Framfara- flokksins, Kristilega þjóðarflokksins og „Venstre" sem er skilgreindur hægri flokk- ur, að veruleika eru áform um að fækka sveitarfélögunum um allt að þrjá fjórðu. Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, sem leiðir stjórnarmyndunarviðræðurnar og verður að líkum næsti forsætisráðherra Noregs takist stjórnarmyndunin, hefur haft róttæka sameiningu sveitarfélaga á stefnuskrá sinni. Ekki er ákveðið hvernig staðið verður að þessari róttæku sameiningu ef af henni verð- ur en norska þingið mun þá ræða málið og kortleggja hvernig staðið verður að fram- kvæmdinni en gert er ráð fyrir að breytingin verði afstaðin árið 2017 eða fyrir lok kjör- tímabils nýkjörins þings. Þeir flokkar sem standa að stjórnarmyndunarviðræðunum eru þó ekki alfarið samstíga í málinu og mun mestu andstöðuna að finna innan Kristilega þjóðarflokksins. Ferðamenn í Reykjavik i september 2013. Alltað 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 Að mati Boston Consulting Group mun erlend- um ferðamönnum sem hingað koma fjölga úr um 700 þúsund í allt 1,5 milljónir fyrir árið 2023 eða að ríflega tvöfaldast á 10 ára tíma- bili. Þetta kom fram hjá talsmönnum þess á fundi sem haldinn var ( Hörpu fyrir skömmu. „Gangi þetta eftir hefur það umtalsverð áhrif á rekstur þjóðarbúsins og Ijóst að sveit- arfélög munu einnig njóta góðs af," segir í skýrslu Boston Consulting Group. I skýrslunni kemur fram að á liðnu ári hafi erlendir ferðamenn greitt um 15 milljarða króna í beina skatta sem svarar til um 120 þúsund króna framlags til hvers heimilis í landinu. Ef óbeinir skattar eru reiknaðir með telst heildarfjárhæðin um 27 milljarðar króna á árinu 2012. Vöxturinn í útflutningstekjum af ferðaþjónustu á fyrsta áratug þessarar aldar er talinn nema um 136%. Frá Dröbak á austurströnd Óslófjaröarins, skammt sunnan Óslóar. Mögulega veröur allt Óslóarsvæðið gert að einu sveitarfélagi.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.