Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Page 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Page 30
Ný vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan Akureyrar ann 24. september sl. undirrituðu bæjar- stjórinn á Akureyri og framkvæmdastjóri Fallorku ehf. samning um að Fallorka reisi og reki 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan bæjarins. Meginmarkmið með framkvæmd- inni er að nýta endurnýjanlega náttúru- auðlind til að framleiða raforku á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini Fallorku sem eru að stórum hluta Akureyringar. Um 5-6 metra há stífla og um 10.000 m2 lón verða í rúmlega 300 m hæð yfir sjávar- máli skammt innan við vatnslindir Norðurorku á Glerárdal. Frá stíflunni verður um 5.800 metra löng fallpípa grafin niður norðan við ána og liggur niður í Réttarhvamm. Þar verður um 50 m2 stöðvarhús. Raforka verður send inn á dreifikerfi Norðurorku um jarð- streng. Akureyrarbær breytir aðalskipulagi og deiliskipulagi eins og þörf krefur vegna fram- kvæmdarinnar. Sá fyrirvari er settur að sam- þykki Skipulagsstofnunar fáist fyrir skipulags- breytingum og að mögulega þurfi að laga áætlanir um fyrirkomulag og frágang að kröfum Skipulagsstofnunar. Náin samvinna um útlit og staðsetningu Fallorka og Akureyrarbær vinna náið saman við að ákvarða endanlega staðsetningu og hönnun mannvirkja, svo sem staðsetningu og útlit á stöðvarhúsi, leið þrýstipípu, stað- Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, og Erikur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, glaðir á svip að lokinni undirritun samningsins. Mynd: Ragnar Hólm. Verkfræðiráðgjöf um land allt VERKÍS er öflugt og framsækió ráögjafarfyrirtæki sem býöur þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Áratuga reynsla og þekking skilar sér til viðskiptavina í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum. Verkis Verkfræðistofa I Ármúla 4 I 108 Reykjavík I 422 8000 I www.verkis.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.