Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Qupperneq 12
12
G E S T U R
HJÁ MANNÆTUM Á NÝJU-GUINEU
Eftir ANDRÉ DUPEYRAT.
Framhald.
Þessi háttur, að kvenfólkið hyggi af sér fingur til þess að
sýna sorg sína eða gleði, er afar almennur meðal papúanna.
■Sérstaklega er hann notaður til þess að sýna sorg. Við hjarta-
skerandi kveinstafi og örvæntingu, sem átti sér stað umhverfis
látinn eiginmann eða son, kom fyrir, að móðir eða systir hins
látna gerði um stund hlé á harmkvælunum, stóð upp af hækjum
sínum og færði sig afsíðis, þannig, að allir gætu séð til hennar.
Síðan hjó hún fingurlið af sér og sneri að því búnu aftur að
grátinum. En blóðið ataði alla nærstadda.
Ég hef hitt margar konur um fimmtugt — sem er mjög virtur
aldur í þessu landi, — og vantaði þær tvo eða þrjá fingur á
hvora hendi. Stubbarnir báru vitni um margar sorgir þeirra
aumkvunarverðu ævi.
Heimkoma Zavai.
Tryllingurinn, sem kemur konunum til þess að höggva af sér
fingur eða sýna sorg sína á annan villimannlegan hátt, getur
jafnvel gengið svo langt, að konan ráði sér bana.
Það sá ég einu sinni, þegar ég dvaldi nokkra daga í (þorpi
skammt frá þorpi Golopui. Ungur maður, Zavai að nafni, gáf-
aður og sterkur, en afar skapmikill, hafði lent í ótrúlegu ævin-
týri. Nokkrum mánuðum áður hafði fulltrúi áströlsku stjórn-
arinnar lagt leið sína um þessar slóðir í landkönnun. Zavai hafði
fregnir af för hvíta mánnsins. Þar sem hann hafði samband við
flesta nálæga kynþætti vegna flókinna fjölskyldutengsla, gat hann
ferðast um all-víða án þess að eiga misþyrmingar á hættu. Hann
hafði því gengið á fund hvíta mannsins og ráðið sig í þjónustu
hans sem burðarmaður.
Hann vakti brátt athygli á sér fyrir gáfur og hreysti, svo að
liann varð við þeim tilmælum fulltrúans að gerast leiðsögu-
maður hópsins. Ferðaðist hann með hópnum alla leið niður til
strandarinnar — og var að heiman í þrjá—fjóra mánuði.
Honum var heilsað sem hetju, þegar hann kom heim aftur.
Áður en hann lagði í ferðalag sitt, hafði hann tekið sér konu,
unga og fríða, sem þegar gekk með sitt fyrsta barn. Við heim-
komu hans hafði enginn sýnt honum innilegri móttökur en unga
konan, ausið yfir hann hrifningarópum og faðmlögum, snökti
og hvers konar tilfinningum, sem yfirleitt geta brotizt út hjá
þessu frumstæða fólki.
En daginn eftir skipaðist veður í lofti.
Á fjölmennum fundi í ráðhúsinu kvöldið áður hafði hann
skýrt frá öllum þeim undrum, sem borið hafði fyrir augu hans
í „landinu-handan-endamarka-veraldar“. í fyrsta lagi hafði hann
sér svín, sem voru jafnstór og fjallið ,Jþarna“ og höfðu tvö
spjót skagandi út úr hausnum (kýr), svo hafði liann séð húsveggi,
sem voru sléttir eins og lófi manns, og sem náðu eins langt og
frá þorpinu og lengst fram í dal. Þessi hús voru þakin himin-
bláu efni, sem þeir hvítu höfðu áreiðanlega skorið niður úr
himninum. Og svo stór voru húsin, að maður stóð á öndinni
eftir að hafa gengið frá einu horni þess til annars.
Þannig verða þá þjóðsögurnar til!
Zavai hafði séð fjölmargt, hvað öðru furðulegra. Óendanlegt
vatn, sem nötraði, þrumaði, sletti og var salt á bragðið. Hann
viðurkenndi, að það hefði vakið ótta sinn. Á vatninu hafði 'hann
séð lítil hús á hraðri hreyfingu, og gaf það frá sér hávaða ekki
ósvipaðan því, þegar trumbur voru barðar, en miklu hærri.
Hann hafði heyrt í öndum, sem lokaðir voru inni í litlum kassa
og sungu og léku furðulega tónlist.
Meðan á frásögninni stóð, létu áheyrendur undrun sína og
aðdáun f Ijós með því að smella tungunni í góm með furðu-
légasta hávaða.
Blygðunartilfinning innfæddra.
Þegar Zavai hafði að lokum sagt frá öllu, sem honum fannst
markvert, spurði hann fregna úr þorpinu. Því miður fyrirfinn-
ast alls staðar einhverjir, sem með óljósri frásögn sinni, þótt
sannorð eigi að vera, vekja efa og reiði, með dylgjum og ill-
girnislegum athugasemdum. En svo fór, að Zavai fékk illan
grun um það, að kona hans hefði verið honum ótrú með ungum
manni úr nágrannaþorpi.
Zavai sagði ekki eitt einasta orð. Hann fór ekki heim í kofa
sinn, heldur svaf í ráðhúsinu. Og þar sem mér hafði einnig
verið búinn þar næturstaður, átti ég auðvelt með að sjá, í hvaða
ham hann var.
Snæmma næsta morgun vaknaði ég við hávær reiðiöskur. Það
var Zavai, sem hellti óbótaskömmum yfir konu sína frá svölum
ráðhússins. '
Lætin virtust í byrjun falla í sama jarðveginn og áður er hér
lýst. Ég hallaði mér á hina hliðina og hugðist sofna á ný. En
það var vonlaust. Hávaðinn í Zavai og kliðurinn í þorpsbúum,
sem safnazt höfðu saman til þess að hlusta á hann, varnaði mér
algerlega svefns.
Zavai var kominn að öðrum þætti harmleiksins. Hann skamm-
aðist enn af öllum kröftum, en var nú korninn að kofa sínum
og hoppaði af reiði. Hann steytti hnefana í áttina til lokaðra
dyranna, unz liann skyndilega þaut að þeim, reif þær upp á
gátt og hvarf inn. Skömmu seinna barst til eyrna okkar vein
konunnar.
Skömmu seinna birtist Zavai aftur og dró konu sína á eftir
sér, meðan hann lamdi hana miskunnarlaust. Hann dró hana
þannig út á mitt torgið, en allir þorpsbúar slóu hring utan um
þau hjónin. Þessi deila var einstaklega alvarlegs eðlis og það
var þess virði að fylgjast vel með henni.
Konan lá samanhnipruð á jörðinni og varði höfuð sitt fyrir
höggunum. Skömmum mannsins svaraði hún ekki einu einasta
orði, eða hreyfði sig vitund. Það var ógerningur að segja um,
hvort hún var saklaus eða sek. Þögn hennar gat borið vott um
hvort, sem var.
Ég var í þann veginn að grípa fram í rás viðburðanna, þegar
ég sá fram á, að Zavai myndi berja hana til bana. En skyndilega
hætti hann barsmíðinni. Hann dró hana á fætur. Og skyndilega
kom nokkuð óvænt fyrir. Með snöggum rykk svifti hann eina
klæði hennar af henni, svo að hún stóð allsnakin í allra augsýn!