Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Side 12

Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Side 12
12 G E S T U R BRÚÐKAUP FYRIR JÓL. Framh. af bls. 7. ADAM VAR ÞAÐ mikill léttir, að jóla- veizla fyrirtækisins skyldi hrífa svo hugi manna, að engum kom einkamál hans til hugar. Veizlan var haldin um rniðjan desember. Veizlan var haldin í glæsilegum salar- kynnum, en þar senr karlmenn voru fáir á skrifstofunni, neyddust þeir Glenn og Adam til þess að taka að sér hlutverk í einþáttungi, sem leikinn var á undan dansinum. Leikurinn gerðist á miðöldum, og fóru þær Binnie og fegurðardísin Helen Mason í bókhaldinu með kvenhlutverkin. Adarn og skrifstofustjórinn bjuggu sig í rykugum klefa að tjaldabaki, og reyndu að láta sem minnst á því bera, hversu gagnrýnum augum þeir litu hvorn annan. — Furðulegt, að jafn yndisleg stúlka og Binnie skuli sjá nokkuð við þennan renglulega pjakk, hugsaði Cochrane og leit á Adam. Kvöldið sem uppistandið hafði orðið inni á skrifstofu hans, hafði hann nefni- lega ákveðið að bjóða Binnie sjálfur út. Adant til hróss verður að segja það, að honum leið illa i búningnum, og hann átti þá ósk heitasta að geta skriðið niður í músarholu, þegar bjalla leikstjórans kvaddi þau inn á sviðið. Binnie var í glæsilcgri krínólínu, en hvað var nu þetta.'' Hin stúlkan var alls ekki Helen Mason! Þetta var "yndisleg hefðarmey, sem Adarn þekkti ekki, þótt honum fyndist hann hafa séð hana áður. „Á hvað ertu að glápa, Adam? Þekkirðu mig ekki í þessum búningi?" spurði stúlk- an hlæjandi, og þá sá hann, að þetta var Peggy! Hún flýtti sér að segja honum, að Helen hefði meiðzt, og hún hefði orðið að taka að sér hlutverkið á síðustu stundu. „Já, en hárið á þér?“ spurði Adam. „Það — jjað er dökkt!“ „Já, ég varð að láta lita það. Helen er dökkhærð, svo að ekki hafði verið fengin nein hárkolla". En nú hófst músikin — sviðljósin voru tendruð og leikurinn hófst. I>EGAR TJALDIÐ FÉLL við mikið lófatak og fagnaðarlæti, flýttu karlmenn- irnir sér að hafa fataskipti, en stúlkurnar voru áfrarn í Irúningum sínum, þeim féll vel við þá, og auk þess kepptust allir við að fá að dansa við þær. Adam reyndi að liaga sér eins og nýtrúlofuðum og ást- löngnum manni ber, en Binnie var alltaf önnum kafin við að hjálpa Cochrane við jólabögglana. Þá leitaði hann huggunar hjá Peggy, sem undanfarið hafði verið ísköld í fram- komu sinni við harin, en var |þetta kvöld einstaklega elskuleg. Það var heitt inni í danssalnum, og þegar Adam stakk upp á því, að þau fengju sér göngu niður að vatninu, féllst hún fúslega á það. Þegar þau komu að stórum vatnspolli, tók hann hana í fang sér og bar hana yfir. Þeim dvaldist niðri við vatnið, og þau töluðu um allt milli himins og jarðar, þangað til Binnie birtist skyndilega og sagði þeim, að klukkan væri að verða tólf, og þau yrðu að korna inn. Þegar þau kornu aftur að pollinum, kastaði strákhnokki nokkrum kínverjum að þeim, um leið og Adam lyfti Peggy. Þeir hvæstu og gneistuðu í allar áttir, og Peggy æpti og lyfti pilsunum meðan Adarn trampaði á sprengjunum. „Það rnunaði minnstu, að það kviknaði í mér!“ sagði Peggy angistarfull og sneri sér að Binnie. „Þetta var einkennilegt. Alveg eins og spákonan sagði. Við vorum á stuttu ferðalagi yfir vatn, og væri ég ekki dökkhærð, heldur ljóshærð, skyldi maður ætla, að það væri ég, sem Adam var spáð, að myndi verða eiginkonan hans“. Peggy hló hjartanlega, en Binnie starði á hana. „Og nú ertu meira að segja dökk- hærð — óvenjulega brúnhærð, alveg eins og spákerlingin sagði“. Peggy opnaði munninn, en Binnie hélt áfram: „Það er líklegt, þegar allt kemur til alls, að þetta sé misskilningur hjá okkur, Adam. Mér þykir vænt um þig — reglu- lega — en ég fór líka i kaffihúsið og lét spá fyrir mér. Og ég var vöruð við því að gera ekki ungan mann óhamingju- saman, því að hann væri ekki rétti mað- urinn fyrir mig. Ég ætti að giftast eldri manni — það væri öllum fyrir beztu“. ADAM TÓK ÞESSU eins og hetja. „}a, ef við erurn ekki ætluð hvort öðru, Binnie, þá er bezt að við skiljum strax“, sagði hann göfugmannlega. „Það var fallegt af þér að taka þessu svona“, sagði Binnie og hljóp inn til eldri mannsins — Glenn Cochran, — sem hún áleit forlögin og teblöðin hafa ætlað sér. Adam dró djúpt andarin. „Þú sagðir einu sinni, að þú værir ekki hjátrúarfull. Það er ég heldur ekki, en spádómurinn vill ekki hverfa mér úr huga — sérstaklega ekki, þar sem mér hefur lengi fundizt, að það séunr einmitt við, senr séunr ætluð lrvort öðru“. Svo lyfti hann henni upp, þótt þau væru löngu komin framhjá pollinunr, og gerði dálítið, sem hann hafði aldrei áður gert. Hann kyssti Peggy! Henni fannst lrarla lítið göfugnrannsbragð að þeim kossi, eins og Binnie hafði fundizt. Koss- inn var yndislegur, og allra peninganna, senr hann hafði kostað, virði, þ. e. a. s. 10 dollara til Helen Mason til að eftirláta hemri hlutverkið, 5 dollara til andlits- farðamannsins fyrir að lita hárið á henni. Og loks dollarinn, sem strákurinn fékk til þess að sprengja kínverja við fæturna á henni — til þess að spádómurinn rættist að fullu — „gneistar, sem rjúka“ — og þá mátti hún ekki heldur gleyma 10 dollur- ununr, senr hún hafði borgað spákonunni í „Teblóminu" fyrir að segja Binnie það, að hún ætti að halda sig að „eldri manni“! VISSULEGA hafði allt þetta kostað stórfé, en nú var hún líka hamingjusöm, og þegar Adanr þrýsti henni að sér, lá henni við yfirliði. Ekki stafaði það ein- göngu af kossinunr, heldur miklu fremur af því, að henni var svo heitt — óskaplega lreitt. Innan undir krínólínunni bar hún nefnilega hamingju-kjólinn sinn! Auðvitað var Peggy ekki vitund hjá- trúarfull — en allur var varinn góður. Og nú var sigurinn tryggður! Það vissi hún, þegar Adam lrvíslaði f eyra hennar — eitt- lrvað unr brúðkaup fyrir jól! * * * „Þú ert þó ekki enn að hugsa unr tc- blöðin?“ „Stundum get ég blátt áfram ekki var- izt því. Það var búið að spá því, að lrann yrði að brjóta vilja eldri nranns á bak aftur, og það gerði hann einmitt í kvöld — nei, forlögin eru bersýnilega búin að ákveða að lrafa þetta svona, og við getum ekkért gert .. .“. — Binnie elskar þá Adanr ekki í raun og veru, hugsaði P.eggy vonglöð. Henni geðjast að lronunr, hún er lrrædd við slúðrið á skrifstofunni, og vill gjarnan giftast — en gráturinn á nóttunni á ekk- ert sanran við spádóminn að sælda. Peggy minntist þess h'ka, að Adanr hafði orðið um og ó, þegar lrún sagði lronunr, að Binnie hefði grátið, -- ef til vill var það hún sjálf, sem hafði komið lronunr til þess að biðja Binnie. Bannsett hjarta- gæzkan — ó, þessi andstyggilegu teblöð!

x

Vikublaðið Gestur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.