Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Page 14
14
G E S T U R_
HJÁ MANNÆTUM A NYJU-GUINEU
Eftir ANDRÉ DUPEYRAT.
Aldrei of þreyttir til að dansa!
Villimennirnir eru líkastir stórum börnum — og verður það
bezt séð af því smá-atviki, sem nú skal greint frá.
Á íerðalagi kom ég ásamt íylgdarmönnum mínum að Wafo-
kos, sem er lítið þorp — kofarnir álíka margir og stafirnir í
nafninu.
Það stóð fremst frammi á klettanöf, og manni til hægri handar
breiddi Dilava-dalurinn úr sér. Burðarmenn mínir skeyttu yndis-
lögru útsýninu engu. Þeir skunduðu beina leið til ráðhússins,
sem húkti hrörlegt á háskalegum staurunum. Net sín strengdu
þeir úr loftinu og niður á gólf, þangað til húsið lí'ktist einna
helzt gamalli hlöðu alþakinni köngulóarvefum. Eldarnir höfðu
þegar verið kveiktir, og bláar reyksúlurnar teygðu sig letilega
upp um laufþakið í áttina til himins.
Ég haíði tekið mér bólfestu í kofa, sem mér hafði litizt vel
á, þótt hann væri enn í byggingu. Höfðinginn sjálfur átti hann,
og hafði ég greitt honum tóbaksskífu í leigu.
Við glampann frá vasaljósi mínu settist ég við að lesa vasa-.
Itók mína, þegar ég heyrði ógreinilegan söng úr nærliggjandi
kofum. Þetta var góðs viti. „Aperi Domino ..
Nokkrir helztu virðingarmennirnir úr hópi manna minna komu
til híbýlis míns, og komu sér makindalega fyrir, eins og apar,
á hækjum sínum umhverfis bjálkastoðirnar.
Djúp þögn. Þeir skiptust á augnagotum, meðan þeir kepptust
við að þegja, þangað til sá hugrakkasti stóð á fætur.
„Faðir, mig langar til að biðja þig smábónar; mennirnir
sendu okkur til að spyrja þig, hvort þeir mættu stíga dans,
fólkinu í' þessu héraði til heiðurs“.
Hvað þá? Hvort þeir mættu dansa? Hvað var sjálfsagðara?
Það var ánægjuleg sönnun þess, að þeir væru mettir og ánægðir
— auk þess, sem það veitti mér öflugan stuðning í deilum við
þá daginn eftir. Ég var néfnilega viss um, að einhver þeirra
myndi koma stynjandi til mín og segja örvæntingarfullur í
lraman:
„Ó, mig verkjar svo hræðilega í allan skrokkinn — ég get
ekki gengið lengral"
Og þá gæti ég sett upp minn hörkulegasta svip:
„Þú segir ósatt — þú dansaðir í gær — þá 'varstu ekki jþreyttur!"
„Það er alveg satt“, myndi hann segja og hlaupa af stað eins
og kanína, laus við alla þreytu eftir röksemdafærslu mlna.
En nú tóku söngvararnir að bergmála um hæðirnar. Tvö
hundruð manna danshópur kom syngjandi fullurn hálsi, baðandi
út öllum öngum, inn á torgið, hljóp það á enda, sneri aftur við
í hendingskasti, án þess hljómfallið breyttist og þeyttist aftur
til baka á ótrúlegum hraða, og endurtók hlaupin að nýju. Eld-
urinn varpaði bjarma á bronslita vöðvana, sjáöldrin voru gal-
opin af hrifningu, það skein í hvítar, glampandi tennurnar.
Munnarnir voru opnir, og barkakýlin skulfu eins og orgel-
pípur . . .
Nú var áliðið kvölds. Lengst uppi yfir okkur skein rauður
máninn á mjólkurlitum himni, sem titraði af stjarnamergð.
Þrátt fyrir allt sigraði kyrrðin þá smám saman. Og í stað
ntannaradda, heyrðist innan skamms einungis gjallandi, til-
breytingarlaust jarm lambanna — og ég féll í væran svefn.
„Go-go-gooooo ...“.
Það lá við, að ég félli út úr hengirúminu. Var þegar risinn
nýr dagur?
Þegar ég hafði kveikt á eldspýtu, komst ég að raun um, að
þorpshaninn — afkomandi einhverra trúboðahænsna í fyrndinni
— myndi vera bannsettur hrekkjalómur, því að klukkan var að-
eins eitt eftir miðnætti.
Ég lokaði augunum aftur.
En, því miður! Ég var ekki sá eini, sem hafði vaknað . . .
hafði ég ekki sagt daginn áður, að við legðum af stað við fyrsta
hanagal? Og þeir rnenn mínir, sem rumskað höfðu við galið
í hrekkjadýrinu, fóru strax á stjá. Það hafði ekkert að segja,
Lágu margir þungt haldnir
dögum saman, þótt veikin
legðist misjafnlega á fólk.
Á Draflastöðum lögðust
flestir eða allir. Lá taðan
óhreyfð á túninu. Á Ánastöð-
um hafði veikin hins vegar
gert lítið vart við sig.
Stefán bóndi gerir sér hægt
um hönd, er hann liafði lokið
við að hirða sitt tún, fer ásamt
öllu heimafólki sínu yfir að
Draflastöðum'og hirðir allt hey
fyrir fón. Ekki vildi hann
neina borgun þiggja fyrir
greiðann.
Báðir eru bæirnir i Möðru-
vallasókn. Nokkru síðar voru
þeir Stefán og Jón báðir við
niessu á Möðruvöllum. Er svo
sagt, að Jón hafi verið eitt-
livað hreifur af víni, eins og
hann var oft á mannamótum.
Þennan sunnudag lagði
prestur út af sögunni um misk-
tinnsama Samverjann. Þegar
liann hafði lokið við að lesa
ræðutexta sinn, sagði Jón
sterki svo hátt, að heyra mátti
um alla kirkjuna:
„Stefán minn á Ánastöðum
var nú sá, sem miskunnverkið
gerði á mér“.
Át.tu ýmsir bágt með að
verjast brosi, þótt engar trufl-
anir yrðu á messunni, því að
allir fundu, að þakklætiskennd
Jóns var innileg, og brauzt
fram á hátíðlegri stund. Ekki
sagði Jón fleira meðan á mess-
unni stóð.
Fyrirbæn.
Um tíma bjuggu í nágrenni
Jóns u ng hjón, sem höfðu
misst nokkur börn sín nýfædd.
Eitt sinn fæddist þeirn sonur,
og var prestur þegar sóttur til
þess að skíra barnið, þar eð
hjónin óttuðust, að eins myndi
fara og í önnur skipti.
Viðstaddir skírnina voru
nokkrir nágrannar, þar á með-'
al Jón á Draflastöðum. Þegar
skírninni var lokið, bað Jón
konuna, sem hélt á barninu,
að lofa sér að halda á því um
stund. Varð konan við þeim
tilmælum.
Byrgði Jón þá andlit sitt
yfir höfði barnsins nokkra
stund, rétti konunni það síð-
an og sagði stundarhátt með
alvöruþunga:
„Það skal verða úrsuða úr
því milli guðs míns og mín ef
þetta barn deyr“.
Drengur þessi lifði á full-
orðinsár, en ekkert annað af
börnum þeirra hjóna.
* * *