Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 23
✝ Jónína Ás-mundsdóttir
fæddist í Kópavogi
12. desember 1965.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 6. des-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar eru Kristín Ög-
mundsdóttir frá
Heiðartúni í Garði,
f. 6.3. 1945, gift
Sigurjóni Kristinssyni frá Lóns-
húsum í Garði, f. 20.6. 1944, og
Ásmundur Leifsson frá Ásbúð-
um á Skaga, f. 15.12. 1942,
giftur Petru Stefánsdóttur úr
Reykjavík, f. 27.1. 1943. Systk-
ini hennar eru Pálína S. Ás-
mundsdóttir, f. 4.3. 1964, gift
Jóni Ásmundi Pálmasyni, f.
28.2. 1963, og eiga þau fjóra
syni. Bára Inga Ásmundsdóttir,
f. 18.11. 1971, gift Jóni Sveini
Björgvinssyni, f. 9.1. 1973, og
eiga þau tvær dætur. Kristinn
Þór Sigurjónsson, f. 1.9. 1985,
unnusta er Jóhanna Sigurjóns-
dóttir, f. 4.7. 1990. Ásmundur
faðir hennar átti þrjár fóst-
urdætur, Freyju Kjart-
ansdóttur, Petru Stefánsdóttur
og Rakel Petrudóttur.
Jónína giftist Jon Thomas
Sims, f. 25.1. 1963, í Útskálak-
rikju 19.10. 1989. Þau skildu
árið 1997 en eignuðust eina
dóttur, Maríönnu
Sif Jónsdóttur, f.
3.11. 1993, sem býr
í Alexandríu í
Virginíuríki og
stundar nám við
Vestur-Virginíu-
háskóla, WVU.
Jónína ólst upp í
Garðinum og gekk
í Gerðaskóla á ár-
unum 1971-1980.
Var í Héraðsskól-
anum á Laugum 1981 og 1982
og lauk stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja árið
1986. Jónína vann við fisk-
vinnslustörf á unglingsárunum
og eftir stúdentspróf starfaði
hún við Gerðaskóla, Íslenskan
markað og Varnarliðið. Jónína
fluttist búferlum með Joni árið
1989 og starfaði innan Army
Lodgin allt til dauðadags og á
vegum þeirra stundaði hún ým-
is námskeið tengdum störfum
hennar og var hún gæðaeft-
irlitsstjóri og sá um fjármál
Army Lodgin vítt og breitt um
heiminn. Jónína háði harða
baráttu við illvígan sjúkdóm
frá því í september 2010 en
varð að leggja aftur augun og
kveðja 6. desember 2011
Útför Jónínu verður gerð frá
Útskálakirkju í dag, 19.desem-
ber 2011, og hefst athöfnin kl
11.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Jóna okkar, við kveðjum þig
með þessu ljóði eða bæn sem ég fór
alltaf með fyrir ykkur systur, litlar í
Bogguhúsi og Efri Gerðum.
Guð veri með þér og varðveiti minn-
ingar okkar um þig elsku dóttir.
Þín,
Mamma og Sigurjón.
Elskulega systir mín, það er
víst komið að kveðjustund þótt ég
sé nú ekki alveg tilbúinn til að
sleppa þér.
En mikið svakalega er ég glað-
ur að hafa fengið að sjá þig og
vera með þér síðustu stundina,
halda í höndina á þér á meðan þú
sveifst á braut englanna.
Ég á svo margar minningar
um þig sem eiga eftir að fylgja
mér um ókomna tíð og á ég eftir
að ná í perlurnar með minning-
unum og verða glaður yfir að eiga
þær.
Ein virkilega góð perla er með
minningunni um heimsókn mína
til þín 10 ára gamall aleinn til
Ítalíu! Þú gerðir allt til þess að
mér leiddist ekki og varst dugleg
að fara með mig á rúntinn,
Gardaland, Feneyjar og Mílanó.
Seinna vantaði þig barnapíu
fyrir Maríönnu á meðan hún var
hjá pabba sínum eitt sumarið og
þú treystir mér fyrir að fara til
þeirra, það fannst mér stórt.
En besta perlan í safninu er sú
sem inniheldur minninguna um
ferðina mína til þín til Virginíu
sumarið 2010. Það var drauma-
ferð, æðislegt að vera með þér og
njóta samveru þinnar og Marí-
önnu áður en þú veiktist. Fórum
á heljarinnar túristastaði og þú
naust þín við að segja mér hvað
þeir voru þekktir fyrir, þú vissir
sko hvað þú varst að segja.
Síðan kom ég í október sl. til
þín og þá varstu mikið veik og ég
eiginlega trúði því ekki … var
dofinn þar til ég kom heim og átt-
aði mig á því hvað var að gerast
og mikið hrikalega var það vont.
Ég grét og grét og vonaðist til að
þessi draumur yrði bráðum bú-
inn. En hann tók aldrei enda og
raunin varð sú að ég varð að
kveðja þig í Keflavík stuttu síð-
ar … ósanngjarnt. En ég er bara
svo glaður í hjarta mínu að þú
náðir að koma heim til okkar og
kveðja, þakka Guði fyrir það.
Elsku Jóna, takk fyrir allt og
vertu dugleg að vaka yfir okkur
og leiðbeina frá himnum, ekki
veitir af annað slagið því ég er
svo ráðvilltur stundum.
Elska þig að eilífu!
Þinn bróðir,
Kristinn Þór.
Það er ótrúlegt að ég sé hér að
skrifa þessi kveðjuorð. Heima hjá
mömmu og ég læt hugann reika
aftur um 40 ár, 35 árum of stutt.
Ég skil ekki af hverju þér var fal-
ið þetta verkefni að berjast við
svona ljótan sjúkdóm og tapa. Þú
sem varst svo baráttuglöð og já-
kvæð. Það hlýtur að vera stórt
verkefnið sem Guð ætlar þér og
það er eins gott að hann sé þakk-
látur fyrir að hafa þig, ég hefði
alla vega verið mikið þakklát fyr-
ir að hafa þig lengur hjá mér.
Flottu, duglegu, sjálfstæðu syst-
ur mína, sem ég var svo stolt af.
Það eru hrikalega mörg ár síð-
an mér hefur fundist ég vera litla
systir þín, þú leist alltaf á mig
sem jafningja og leitaðir til mín
með mörg af þínum vandamálum
og við ræddum ýmislegt í gegn-
um árin. Stundum hlógum við að
því eftir á; „það er spurning hvor
okkar er eldri“ – stóra að leita
ráða hjá litlu, yfirleitt öfugt, en
það fannst mér bara yndislegt.
Að þú treystir mér svona vel að
þú leitaðir ráða hjá mér. Og þeg-
ar þú fólst mér það hlutverk að
vera guðmóðir yndislegu dóttur
þinnar var það mér mikil-
vægt.Þvílíkt traust og þú hefur
alltaf verið dugleg að minna okk-
ur á að „ef eitthvað kemur fyrir
mig þá er það Bára sem tekur
við“ og það hjálpar Maríönnu
held ég í dag, að vita til þess að þú
fólst mér þetta og að hún viti að
hún geti alltaf leitað til mín, þú
treystir mér – þá getur hún
treyst mér líka og Jónsa mínum,
sem þú varst svo ánægð með.
„Vildi að ég fyndi svona Jónsa-
eintak líka,“ sagðir þú oft.
Við vorum ótrúlega góðar og
nánar systur, eiginlega nokkuð
góðar vinkonur líka, höfum gert
ýmislegt sem við látum ósagt hér
og það er bara okkar á milli, vor-
um dálítið villtar og hlógum enn
að því í sumar þótt áratugir séu
liðnir, jú og jafnvel styttra –
pabbi myndi líklegast segja „þið
eruð nú meiri trippin“.
Ég hef svo mikið að segja að
líklegast myndi ég fylla heilt
Morgunblað og einhvern veginn
hef ég það á tilfinningunni að öll
familían brosi núna sem les, en ég
ætla að hlífa henni, reyni að vera
stuttorð svona einu sinni.
En mig langar samt að fá að
þakka fyrir þennan tíma sem ég
hef átt með þér síðustu 14 mán-
uði, minning sem ég á eftir að sjá
í speglaformi um ókomna tíð læð-
ast um augnlok mín. Vera með
þér um síðustu jól og allri familí-
unni í Virginíunni, í sumar við út-
skrift Maríönnu þegar veikindin
voru að taka sig upp aftur, í sept-
ember þegar við Pála og Sigur-
björg komum til þín til að styðja
þig við aðgerð númer tvö og feng-
um margar yndislegar minning-
ar, sérstaklega sem innihalda
Sigurbjörgu sem fékk þig til að
geisla af gleði. Þið voruð yndis-
legar saman. Og svo fékk ég þann
heiður að standa með þér í síð-
ustu baráttunni og hlúa að þér
með pabba, Pálu og Öldu, fylgja
þér í ferðina heim til Íslands sem
þú óskaðir þér og halda svo í
höndina á þér og syngja fyrir þig
við dánarbeðinn. Ég myndi gera
þetta allt saman aftur ef ég
þyrfti. Ég elska þig svo mikið og
á eftir að sakna þín svo mikið að
mig verkjar í hjartað.
Ég lofaði að passa Maríönnu
fyrir þig og stend við það og Jónsi
með mér. Guð varðveiti minningu
þína, engillinn minn.
Þín lilla syss,
Bára.
Elsku frænka
Við verðum að kveðja þig
núna, það er erfitt að skilja hver
meiningin er með þessu öllu sam-
an þegar svona góð frænka er
tekin frá okkur. Guð ætlar þér
greinilega eitthvað annað núna,
okkur þykir það of snemmt, en
hann tekur alltaf á móti þeim
sterku til að leiðbeina þeim sem á
þurfa að halda. Svo nú ert þú á
himnum og leiðbeinir okkur í
gegnum lífið og passar vel uppá
okkur systurnar, Maríönnu þína
og frændurnar fjóra.
Guð veri með þér og englar
hans fylgi þér í faðm langömmu,
langafa og Mæju frænku.
Þínar frænkur,
Katrín María og Sigurbjörg.
Elsku Jóna.
Frá því að ég var lítil stelpa
hef ég allaf litið upp til þín. Þú
varst alltaf svo glöð og fallega
brosið þitt gerði lífið svo
skemmtilegt. Þú varst alltaf
tilbúin að hlusta á mig og ráð-
leggja mér.
Á sama tíma og ég var sem au-
pair í Salzburg bjóst þú á Ítalíu.
Ég kom nokkrum sinnum til þín í
heimsókn og þá dekraðir þú við
mig, elsku frænka. Þú sýndir mér
alla fallegustu staðina í kringum
þig, eldaðir ítalskan mat og sýnd-
ir mér hvar væri hægt að kaupa
fallega hluti. Þú varst alltaf með
allt á hreinu.
Síðast þegar við hittumst átt-
um við yndislega stund saman.
Við borðuðum íslenskar möndlur
og rifjuðum upp gamlar minning-
ar, allt frá því þegar við hittumst
hjá ömmu og afa í Heiðartúninu.
Við vorum sammála um að Ve-
rona væri ein af okkar uppá-
haldsborgum, en þangað fórum
við einmitt saman á jólamarkað
sem okkur fannst svo frábær.
Stelpuferðin okkar til Rich-
mond er ein af þeim minningum
sem mér þykir afar vænt um, þar
sem þú og Maríanna hittuð okkur
frænkurnar sem komu frá Ís-
landi. Það var mikil gleði yfir
hópnum og við vorum allar svo
stór glæsilegar frænkurnar.
Þegar ég kom til þín fyrir um
mánuði síðan fannst mér þú vera
svo hress og lífsglöð. Ég hafði því
fulla trú á að þú myndir vera hjá
okkur lengur en raunin varð. Ég
er þakklát fyrir þær góðu stundir
sem við áttum saman og kveð ég
þig með miklum söknuði, elsku
Jóna.
Þín frænka,
Ellen.
Í dag kveðjum við þig elsku
frænka og það er mjög þungbært
að þú skulir vera burtu kölluð
svona í blóma lífsins. Þrátt fyrir
hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm varðstu að lokum að lúta
í lægra haldi, en þú gafst aldrei
upp og varst bjartsýn alveg til
loka. Ég skil núna hvað þú áttir
við þegar þú sagðir við mig í okk-
ar hinsta samtali í tölvunni:
„Þetta reddast Nonni, þetta
reddast.“ Þegar þetta var leit
ekki út fyrir að þú kæmist heim
til Íslands, en það gerðir þú og
við náðum að kveðja þig, það var
okkur mjög mikils virði. Þetta
var fyrst og fremst þrautseigju
þinni og dugnaði systra þinna að
þakka.
Mér finnst í sjálfu sér ekki svo
langt síðan við áttum heima sitt-
hvorumegin við Garðbrautina.
Þið Pála voruð að skottast yfir að
kíkja á ömmu og afa. Það er
margs að minnast frá þeim tíma,
nú líður senn að jólum og hvarfl-
ar hugurinn til jólanna í Heiðar-
túni. Hversu oft höfum við ekki
rifjað það upp þegar ég ungling-
urinn brá mér í jólasveinabúning
og ætlaði heldur betur að gleðja
ykkur systur, þá vildi nú ekki
betur til en svo að þið voruð báð-
ar í baði og urðuð svo hræddar að
jólasveinninn hrökklaðist öfugur
út.
Elsku Jóna, þú varst ótrúlega
dugleg og drífandi við allt sem þú
tókst þér fyrir hendur, sama
hvort það var í leik eða starfi. Því
kynntist ég af eigin raun þegar
við vorum í tvígang starsfélagar í
Gerðaskóla þar sem þú starfaðir
við kennslu, nú síðast á vorönn
2004. Þá um vorið ákvaðstu að
flytja til Bandaríkjanna og þar
bjóst þú og starfaðir til æviloka.
Elsku frænka, ég kveð þig með
sorg í hjarta og þín mun verða
sárt saknað í okkar stóru fjöl-
skyldu. Minning þín lifir.
Ég og fjölskylda mín biðjum
góðan Guð að gefa Maríönnu Sif,
Stínu, Ása, Pálu, Báru, Kristni og
þeirra fjölskyldum styrk til að
takast á við sorgina, því þeirra
missir er mikill.
Hvíl í friði elsku frænka.
Jón Jóel Ögmundsson.
Okkur finnst lífið ekki alltaf
sanngjarnt. Í dag kveð ég syst-
urdóttur mína hana Jónu. Hún
lést langt um aldur fram eftir
stutta sjúkralegu. Ég veit að hún
hefur fengið góðar móttökur á
nýjum stað, þar sem hún Maja
mín hefur verið í fararbroddi.
Margar góðar minningar
hrannast upp um samverustund-
ir okkar sem ég geymi í hjarta
mínu. Hvort sem er frá barnæsku
hennar í Garðinum eða heim-
sóknir sem ég fór til hennar til
Ítalíu og Ameríku. Elli talar enn
um þær góðu móttökur sem við
fengum hjá þér í Ameríku og ekki
síst hve góður bílstjóri þú varst.
Jóna var ákveðin og hörku-
dugleg kona, var þó dálítið leit-
andi. Hún lét eftir sig yndislega
dóttur, Maríönnu Sif, sem var
ekki bara dóttir heldur mikil vin-
kona hennar. Sárt er að hugsa til
þess að þær fengu ekki lengri
tíma saman. Í dag er ég þakklát
fyrir að hafa farið út til þín og að-
stoðað þig í veikindum þínum,
þótt mér hafi ekki tekist ætlunar-
verkið að koma þér heim með
mér, en þú sagðir alltaf að þetta
myndi reddast. Það voru orð að
sönnu því það tókst að lokum þótt
þú værir orðin fársjúk. Systur
þínar, Bára og Pála, eru í mínum
augum algjörar hetjur, þær stóðu
þétt við hliðina á þér í veikindum
þínum og komu þér heim til Ís-
lands með góðri aðstoð föður
ykkar og erum við öll þakklát fyr-
ir það.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Maríanna Sif, missir
þinn er mikill ég bið algóðan Guð
að vera með þér og fjölskyldunni
á þessari erfiðu stund í lífi ykkar.
Hvíl í friði elsku frænka og
Guð blessi minningu þína.
Alda Ögmundsdóttir.
Jóna vinkona mín var sjálf-
stæð, hugrökk, falleg kona og
umfram allt bráðskemmtileg.
Það var gott og gaman að vera í
kringum hana og ég er stolt af því
að hafa átt hana fyrir vinkonu.
Margt höfum við brallað saman í
gegnum árin, upp úr standa öll
skemmtilegu ferðalögin, Grikk-
land, Skotland, Ítalía og Amer-
íka. Fyrir átján árum eignuðumst
við okkar fyrstu börn og vináttu-
böndin styrktust enn frekar.
Jóna bjó þá ásamt Jon fyrrver-
andi manni sínum á Íslandi. Þeg-
ar Maríanna Sif dóttir þeirra var
eins árs fluttu þau til Ítalíu. Ekki
var þess langt að bíða að við litla
fjölskyldan skunduðum af stað til
að heimsækja okkar kæru vini.
Jóna beið á flugvellinum bros-
mild og kát, skellti okkur upp í
rauða Volvoinn og brunaði af
stað. Við dvöldum í góðu yfirlæti í
sól og sumaryl. Jóna naut þess að
sýna okkur alla merkustu staði í
nágrenni við sig, Gardavatnið,
Feneyjar, Flórens, Verona. Jóna
búin að kynna sér það markverð-
asta á hverjum stað, besti farar-
stjóri sem við höfum kynnst.
Gleði og hlátur, notalegar kvöld-
stundir yfir góðum mat og spjalli.
Minningarnar eru dýrmætur
fjársjóður sem aldrei verða tekn-
ar frá okkur. Ferðirnar til Jónu
og Maríönnu urðu fleiri, bæði til
Ítalíu og til Virginíu eftir að þær
fluttu þangað. Jóna beið á flug-
vellinum og fjörið hófst, hún að
segja frá og sýna, kynna okkur
siði og venjur heimamanna, jafn-
framt umhugað um að börnin
nytu sín og hefðu gaman. Börnin
mín elskuðu Jónu og syrgja sárt
eins og við öll sem hana þekktum.
Jóna var mikill dugnaðarfork-
ur sem lét marga drauma sína
rætast. Hún skellti sér með Marí-
önnu Sif til Hawaii fyrir tveimur
árum, hafði alltaf langað til að
synda um með höfrungum. Ef
Jóna svaraði ekki í síma var hún í
ferðalagi, fjallgöngu, salsadansi,
skútusiglinum, alltaf til í að reyna
eitthvað nýtt og spennandi, lét
ekkert stoppa sig. Eitt sinn sagði
hún við mig „Þegar ég verð göm-
ul ætla ég að ferðast um heiminn í
strigaskóm og rósóttum sumar-
kjól með bakpoka og ekkert ann-
að“. Þannig ætla ég að minnast
hennar, skvísunnar sem alltaf var
á ferð og flugi. Við áttum eftir að
skoða Róm, þangað ætluðum við
saman og héldum að við hefðum
allan heimsins tíma. Eftir að hún
veiktist sendi hún mér tölvupóst
sem í stóð: Ekki hafa áhyggur,
þetta reddast og við förum saman
til Rómar. Sá dagur kemur að ég
skelli mér í blómakjól, reima á
mig skóna og held af stað. Vin-
kona mín verður með í huga mér
og hjarta.
Elsku Maríönnu Sif, foreldr-
um, systkinum, ættingjum og
vinum votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Þín,
Árdís og fjölskylda.
Jónína
Ásmundsdóttir
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
unda. Til dæmis um sveitunga
hans og nafna Gunnar Gunnars-
son sem ég var þá og alltaf síðan
forvitinn um. „Í fornbókaverslun-
inni Bókinni var Gunnar á réttri
hillu í lífinu“, sagði Þorsteinn
Gunnarsson sonur Gunnars Valdi-
marssonar í inngangi að bók
Gunnars sem kom út í hitteðfyrra.
Bókin heitir Geislaþytur og við
Guðrún vorum svo heppin að fá að
vera með á lista yfir áskrifendur.
Gunnar hóf störf í fornbóka-
versluninni Bókinni 1977 og allt til
1991, þegar Þjóðviljinn var lagður
niður, lagði Bókin fram fjármuni
til að hjálpa blaðinu. Það munaði
heilmikið um þá peninga þegar
best lét; dugði jafnvel fyrir einum
launum starfsmanns eða svo. Ekki
er mér grunlaust um að Gunnar og
Snær hafi fremur gengið á eigin
hlut en að skerða það sem blaðinu
var afhent. Gunnar vann við forn-
bókasölu allt til ársins 1998.
Gunnar átti þá björtu hugsjón
sósíalismans um stéttlaust þjóð-
félag þar sem manneskjan stend-
ur upprétt. Sú hugsjón er enn á
sínum stað. Sósíalisminn er hug-
sjón, kapítalisminn verkfæri. Það
er eins gott að muna. Nú eftir
hrun ofsakapítalismans er allt
reynt til þess að koma óorði á sósí-
alismann eins og í hefndarskyni.
Það mun engu breyta. Það er af
því að fólk eins og Gunnar Valdi-
marsson verður alltaf til og því á
eftir að fjölga. Það verður safnað
liði á nýjan leik þegar það verður
ratljóst aftur.
Gunnar var einn af þessum liðs-
mönnum hreyfingarinnar sem allt-
af spurði fyrst hvað get ég gert fyr-
ir málstaðinn en spurði aldrei hvað
getur málstaðurinn gert fyrir mig.
Þessum góða félaga þökkum
við Guðrún samfylgd og vináttu.
Sendum Sólveigu og niðjum
þeirra samúðarkveðjur; það er
fólk sem enn stendur sína vakt.
Svavar Gestsson.
Það er bjart yfir minningunni
um Gunnar Valdimarsson. Í hon-
um sameinaðist bóndi, veiðiáhuga-
maður, bókaáhugamaður og bók-
sali, rammíslenskur sveitamaður
og alþjóðlega sinnaður sósíalisti.
En fyrst og síðast var hann hlýr
og skemmtilegur og þannig að það
geislaði af honum. Fyrst vissi ég
að Gunnar þessi í Bókinni væri
bróðir hins elskaða skálds, Þor-
steins Valdimarssonar. Seinna, að
hann væri faðir Þorsteins, sem
gerðist rektor Háskólans á Akur-
eyri og þar með enn seinna, að
hann væri afi Hugins Freys, nú-
verandi aðstoðarmanns míns.
Persónulegu kynnin urðu fyrst
gegnum Bókina, en þangað fór ég
að líta inn af og til, ekki síst eftir að
Alþýðubandalagið flutti skrifstofur
sínar á Laugaveg 3. Í Bókinni var
manni umsvifalaust tekið eins og
glötuðum syni. Þar innst í búðinni,
við kaffiborðið, var alltaf tími til að
spjalla, oftast um pólitík og bók-
menntir í bland. Þeir Gunnar og
Snær komu því einhvern veginn og
áreynslulaust þannig fyrir, að
manni fannst maður hafa þekkt þá
frá blautu barnsbeini og lifað væri í
tímalausri veröld þar sem engin
ástæða væri til hlaupa og alltaf
nokkrar mínútur til í viðbót til að
spjalla og fá sér meira kaffi.
Hin seinni árin lágu leiðir okkar
af og til saman gegnum fjölskyldu
hans og alltaf var jafngaman að
hitta Gunnar eða hressandi að fá
frá honum kveðju. Iðulega var það
brýning um að taka fastar á
ónefndum andstæðingum og fyrir
kom að ég fékk sérstakt hrós úr
þeirri átt þegar ég hafði tekið
stórt upp í mig, en kveðju á móti
frá móður minni, sem bað mig að
gæta nú orða minna.
Fastagestur á náttborði mínu
er bókin Geislaþytur, úrval sagna
og ljóða Gunnars. Þar fer mann-
bætandi lesning sem er gott að
grípa til og hugsa um leið til heið-
ursmannsins Gunnars Valdimars-
sonar með þakklæti. Hann er
kvaddur með virðingu og söknuði
og Sólveigu og aðstandendum
hans öllum vottuð samúð.
Steingrímur J. Sigfússon.