Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 20
Undirritaður var
samningur milli
Reykjanesbæjar og
ríkisins um byggingu
hjúkrunarheimilis á
Nesvöllum 11. nóv-
ember 2011.
Merkur áfangi og
baráttumál okkar eldri
borgara er komið í
höfn og vonum við að
framkvæmdir við
Hjúkrunarheimilið við Nesvelli
gangi fljótt og vel.
Félag eldri borgara á Suð-
urnesjum hefur látið sig sérstaklega
varða málefni þeirra sem eru sjúkir
í heimahúsum en ættu að vera á
hjúkrunarheimilum. Það má sjá á
fundargerðum frá fyrri árum að við
höfum ítrekað ályktað í þessum
málaflokki. Samkvæmt nýjum upp-
lýsingum eru nú 35 sjúkir aldnir í
brýnni þörf, þar af 10 sem eru í
mjög brýnni þörf fyrir vistun á
hjúkrunarheimilum.
Áherslur á þjónustu við eldri
borgara hafa breyst á síðustu árum.
þetta á bæði við um þá sem búa á
heimilum sínum og þá sem búa á
hjúkrunarheimilum. Áhersla er m.a.
á aukin gæði, bætta aðstöðu, og
sjálfræði eldri borgara í eigin mál-
um og forgang þeirra sem eru veik-
astir í dvöl á hjúkrunarheimilum.
Þetta endurspeglast m.a. í áherslum
á að aldraðir hafi fjölbreytt val á
búsetuformum og breyttum reglum
um vistunarmat á hjúkrunarheimili,
en einnig nýjum hugmyndum og
viðmiðunum í þjónustu hjúkr-
unarheimila, uppbyggingu og end-
urbótum á aðstöðu.
Á málþingi um hjúkrunarheimili
framtíðarinnar sem haldið var á
Grand Hóteli nú fyrir skömmu voru
meðal annars kynntar
nýjungar í rekstri
heimila fyrir aldraða.
Húsnæði Hrafnistu í
Kópavogi er hannað
og teiknað með hlið-
sjón af dönsku hug-
myndafræðinni Lev og
bo sem leggur áherslu
á litlar heimilislegar
einingar með átta til
ellefu íbúum á einingu.
Markmiðið er m.a. að
búa íbúunum eins
heimilislegt umhverfi og frekast er
kostur og virða sjálfsákvörð-
unarrétt þeirra með sama hætti og
væru þeir enn á sínu fyrra heimili.
Þannig er markvisst leitast við að
viðhalda frumkvæði heimilismanna
með því t.d. að viðhalda eða virkja
þátttöku þeirra í hinu daglega lífi á
heimilinu í samræmi við getu hvers
og eins. Rúmgóð herbergi íbúanna
eru þannig búin þeirra eigin hús-
gögnum og gluggatjöldum. Þar er
lögð áhersla á að íbúar hafi áhrif á
daglegt líf og ákvarðanir. Fólk hef-
ur svigrúm til að vera ólíkt, með
ólíkar þarfir, gangur dagsins er
sveigjanlegur. Íbúar hafa frelsi til
að skera sig úr, lausnir eru sveigj-
anlegar og breytingum vel tekið.
Verkefni starfsfólks ræðst af óskum
og þörfum íbúanna. Rammi er skap-
aður um líf íbúanna sem einkennist
af heimili, ekki vinnustað. Hvers-
dagslíf íbúanna er með rætur í fyrri
lífsháttum og aðstæðum. Sama
mönnun er alla daga vikunnar.
Aldraðir á hjúkrunarheimilum hafa
flestir mikla þörf fyrir að upplifa til-
gang og að vera þátttakendur í líf-
inu.
Stjórn Félags eldri borgara á
Suðurnesjum telur að við hönnun
heimilis á Nesvöllum verði höfð
hliðsjón af hugmyndafræði Lev og
bo og með því yrði íbúum skapað
umhverfi sem væri líkast heimilum
þeirra og skapaði þeim svigrúm til
þess að viðhalda virkni þeirra og
frumkvæði.
Eftir Eyjólf
Eysteinsson
»Merkur áfangi og
baráttumál okkar
eldri borgara er komið í
höfn og vonum við að
framkvæmdir við Hjúkr-
unarheimilið við Nesvelli
gangi fljótt og vel.
Höfundur er formaður Félags eldri
borgara á Suðurnesjum.
Eyjólfur Eysteinsson
Hjúkrunarheimili fram-
tíðarinnar á Nesvöllum
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
Pakki á pakka
Fallegt pakkaskraut hannað af Arca
Design Island. Aðrir sem standa að
þessu eru Lógóflex og Markó- Merki.
Jólatréð verður selt á 500 kr.
hjá Arca design, Grímsbæ við
Bústaðaveg og fer öll upphæðin
óskipt til stuðnings
Fjölskylduhjálpar Íslands.
Fríðindak
ort
Golfarans
Golfkortið
JÓLAGJÖF GOLFARANS
Kortið fæst á völdum
stöðvum
Golfkortið 2012
Spilað um allt Ísland - 31 golfvellir
Einstaklingskort 9.000 kr,
Fjölskyldukort 14.000 kr
Upplýsingar á golfkortid.is
Kíkið inn á leikinn
Undirritaður minnist
þess að hafa lesið í bók
eftir guðspekinginn
Alice Ann Baily f. 1880,
d. 1949 að skært ljós
komi frá Íslandi og má
skilja að um endurkomu
sé að ræða. Visku þessa
kveður hún að hafa feng-
ið frá innvígðum stjörnu-
spekingi frá Tibet, að
nafni Djwhal Khul.
Taka ber fram að á tuttugustu öld
blómstraði guðspeki, sem afleiðing af
tveimur heimsstyrjöldum sem lögðu
allt í rúst og það á illskiljanlegan hátt.
Fleira í þessum dúr má lesa á net-
inu í texta eftir Guðmund Sigurfrey
Jónasson (sigurfreyr.com).
Titill „Spádómar um Ísland“. Í text-
anum er getið um spádóma Píramíd-
ans mikla, Jesajabók og Nostradamus,
sem eiga það sameiginlegt að spá því
að Íslendingar verði boðberar nýrrar
og gjörbreyttrar heimsmyndar.
Seinna í textanum getur GSJ um
bók sem dr. Adam Rutherford gaf út
1937 og ber titilinn
„Hin mikla arfleifð Ís-
lands“ Á forsíðu GSJ er
mynd af friðarsúlu
Yoko Ono, sem mætti
tákna undanfarann.
Undirritaður er ekki
einn af þeim sem hugsa
um dulspeki, eða bíða
eftir annarri end-
urkomu, en oft er gam-
an að reyna að setja
viðburði í samhengi við
forna spádóma.
Þessa dagana riðar
fjármálakerfi Vesturlanda til falls,
einskonar ragnarök fyrir víxlarana.
Heimsfrægir álitsgjafar hafa á al-
þjóðavettvangi mært aðferð Íslands
við fall bankanna, en þá velti forsætis-
ráðherra okkar, Geir H. Haarde, borð-
um víxlaranna, með neyðarlögunum
og forðaði Íslendingum frá því að
verða til eilífðar þrælar alþjóðafjár-
magnsins. Gamla 2000 ára sagan end-
urtók sig, því Farísearnir á Alþingi
ákváðu að stefna Geir fyrir Landsdóm,
handvöldu dómara og veittu ríflegt fé
til verksins, ekker bólar samt á því að
tveir fjármálaverkfræðingar verði
krossfestir samtímis, til að fullkomna
myndina.
Það versta við núverandi fjár-
málakreppu er að menn eru tregir til
að skilja hvernig allt fór aflaga í fjár-
málum banka og þjóðríkja.
Verst af öllu var predikun um Pen-
ingahyggjuna (monetarism) sem
kenndi að peningar yxu á markaðnum
og jafnvægi væri stýrt af ósýnilegri
hönd. Höndin birtist aldrei, enda hug-
takinu stolið frá Adam Smith, sem
skrifaði um framleiðsluhagfræði, en
ekki bréfabrasks-hagfræði.
Græðgi peningahyggju manna óx
og óx, þar til mjög stór hópur manna
féll inn í Goðheima, Fyrst er fjallað
um þessa Goðheima fyrir 4200 árum
og heitir það hedonism þ.e.a.s. þegar
sjálfgræði mannsins er komin á það
stig að sjálfið er orðið að Goði, sem
veit allt, getur allt og má allt. Persónu
sem hefur fallið fyrir hedonism, er
ekki lengur sjálfrátt eins og sjá má af
strákunum okkar í útrásinni, að sum-
ir voru að kaupa lúxussnekkjur og
einkaþotur, þótt komið væri fram yfir
bjargbrún.
Bankamenn eignfærðu sér bank-
ana, þótt þeir væru skráðir á markað,
með því að greiða sér ofurbónusa fyr-
ir oft málamynda-fjármálagjörninga
og gerðu bankana ógjaldfæra, þannig
að þjóðríkin þurftu að stoppa upp í
götin með trilljónum. Eina aðferðin
til að lækna sjálfgræði-mennina er að
fara íslensku leiðina og skipta um
menn. Það er kínverskur málsháttur
sem segir „Sá sem ríður tigrisdýri
kemst ekki af baki“.
Fjármálavandi vestrænna þjóðríkja
er af öðrum toga, en sá vandi hófst
þegar staðallinn um verga þjóð-
arframleiðslu (GDP) var tekinn upp.
Hagfræðingarnir sem skrifuðu stað-
alinn skrifuðu sjálfan sig inn og alla
mögulega og ómögulega þjónustu rík-
isins. Þega vel áraði gátu pólitíkusar
aukið útgjöld ríkisins, en þegar illa ár-
aði var erfiðara að draga saman.
Stóra áfall vestræna þjóðríkisins
var þegar alheimsvæðingin var kom-
in á fulla ferð. Stórir alþjóða-
auðhringir spruttu upp og drápu
minni innlend fyrirtæki, sem skiluðu
skatttekjum. Miklu af framleiðslu
auðhringanna var komið fyrir í lág-
launa-þróunarlöndum.
Alþjóða-auðhringarnir hafa ekki
áhuga á að skipta með öðrum ávöxt-
um sínum, en flytja þá í einhvern
Paradísargarð, þar sem þeir geta not-
ið þeirra að mestu einir. Innfæddir fá
mest 4 ávexti fyrir hverja 100.
Vesturlönd vildu sem minnst vita
af þessu, enda höfðu auðhringirnir
lækna á sínum snærum, sem bólu-
settu stjórnmálamenn við óþægileg-
um sannleika. Þegar skatttekjur
minnkuðu voru bara gefin út skulda-
bréf sem að sögn báru 0% áhættu.
Allt gaman tekur enda og nú eru
evruþjóðir í rammaslag til að ná end-
um saman, sem ekki sér fyrir endann
á. Akademískir dómsdagsspámenn
smjatta á ástandinu, sem bara gerir
illt verra.
Þingheimur í BNA er nokkuð
rogginn með sig, nýlega er búið að
hækka skuldaþak þjóðarinnar og
smátími í ný vandræði.
Það er engin góð lausn á þessum
vandræðum sjáanleg, eflaust þarf
nýja siðvæðingu, sem ekki er sjáan-
leg nú, en gæti verið fyrir handan við
mannlegan reynsluheim, það skulum
við vona.
Eftir Elías
Kristjánsson »Það versta við núver-
andi fjármálakreppu,
er að menn eru tregir til
að skilja hvernig allt fór
aflaga í fjármálum banka
og þjóðríkja.
Elías Kristjánsson
Höfundur er forstjóri.
Skært ljós yfir Íslandi
Nokkuð er rætt um
landsmót hestamanna í
Reykjavík 2012 um
þessar mundir og hefur
það mætt andstöðu víða
af óskiljanlegum ástæð-
um. Bæði ef horft er fé-
lagslega og fjárhags-
lega á málið. Fákur er
stærsta hestamanna-
félagið og stærsti hóp-
urinn sem stundar
hestamennsku og býr innan 100 km
frá Reykjavík. Aðstæður í heild eru
afar góðar. Ljóst er að stjórn Lands-
sambands hestamannafélaga á erfitt
verk fyrir höndum að velja mótstaði
fyrir landsmót 2014 og 2016. Hesta-
mannafélagið Fákur hefur sótt um að
halda aftur landsmót 2016 í Reykja-
vík með stuðningi Reykjavík-
urborgar.
Hvers vegna sækist Fákur nú eftir
því að halda landsmót 2016 í Reykja-
vík? Mikilvægt er að skoða vel hags-
muni allra hestamanna og láta ekki
hreppapólitík ráða för. Ljóst er að
töluverð uppbygging þarf að eiga sér
stað á þeim stöðum sem landsmót er
haldið á hverju sinni og hefur sú upp-
bygging átt sér stað í Reykjavík sem
undirbúningur fyrir landsmót 2012.
Gríðarlegur áhugi er fyrir heims-
meistaramóti íslenska hestsins í Berl-
ín 2013, og verður það væntanlega
stærsti hestatengdi atburður hingað
til með hátt í 20.000 gesti. Mikið er
búið að auglýsa mótið
og er áhugi mikill fyrir
því og reikna mótshald-
arar með að á mótið
verði uppselt löngu fyr-
ir tímann. Hagnaður
fyrir borgarsamfélagið
sem heldur slíkan við-
burð er einnig mikill og
er óhætt að reikna með
að hann gæti numið allt
að einum til einum og
hálfum milljarði króna
fyrir afleidda þjónustu.
Ef allt fer að óskum,
sem ég vona að verði á landsmóti í
Reykjavík 2012 þá má reikna með um
15-18.000 manns komi og heimsæki
slíkt mót í Reykjavík. Af þessum
fjölda má reikna með að 5-7.000 séu
erlendir ferðamenn og komi til þess
að kaupa hesta, njóta landsmóts og
hestatengdrar starfsemi um land allt.
Samkvæmt könnunum stoppa er-
lendir ferðamenn er koma í hesta-
tengdar ferðir mun lengur en al-
mennt gerist um þá ferðamenn er
hingað sækja.
Fjárhagsleg staða Landssambands
hestamannafélaga (LH) er ekki sterk
um þessar mundir eftir hestapestina
og fámennt landsmót 2011. Ef vel
tekst til í Reykjavík 2012 mun fjár-
hagsstaða landsmóts styrkjast veru-
lega. Hagnaður varð af mótinu sem
haldið var í Reykjavík árið 2000,
þveröfugt við það sem margir hafa
haldið. Enginn veit hvenær nátt-
úröflin láta á sér kræla eða ný hesta-
pest blossar upp. Við skulum vona að
Landsmót hestamanna 2016
Eftir Rúnar Sig-
urðsson » Ljóst er að töluverð
uppbygging þarf að
eiga sér stað á þeim
stöðum sem landsmót er
haldið hverju sinni og
hefur sú uppbygging átt
sér stað í Reykjavík sem
undirbúningur fyrir
landsmót 2012.
Rúnar Sigurðsson
Höfundur er formaður Fáks og fram-
kvæmdastjóri hjá Svar tækni ehf. í
Reykjavík.
afkoman verði góð fyrir LH og það
geti í framhaldinu gegnt hlutverki
sínu og eflt og stutt fjárhagslega við
hestamannafélögin og einnig stutt
myndarlega við landslið okkar í
hestaíþróttum.
Það þarf ekki að fara í grafgötur
með að langbesta aðstaðan á landinu
er í Reykjavík til þess að halda lands-
mót. Nægir þar að nefna öflugan
stuðning Reykjavíkurborgar, öflugar
samgöngur, marga gistimöguleika,
tjaldstæði, sundlaugar, söfn, veit-
ingastaði og fallegan og skjólgóðan
Víðidal í hjarta höfuðborgarinnar er
getur tekið vel á móti öllum þeim
fjölda sem óskar eftir að sækja lands-
mót heim. Við skulum ekki gleyma því
líka að við erum í harðri samkeppni við
heimsmeistaramót íslenska hestsins
sem er haldið annað hvert ár og verð-
ur samanburðurinn erfiður ef við
vöndum okkur ekki og hugsum um
heildarhagsmuni íslenska hestsins og
þeirra er hafa atvinnu og ánægju af
honum. Við verðum að líta upp og
horfa fram á veginn og líta á þetta í
nýju ljósi, það eru breyttir tímar og
auknar kröfur um að vel sé að verki
staðið. Ég vil að lokum fyrir hönd
Hestamannafélagsins Fáks bjóða alla
landsmenn velkomna á landsmót
hestamanna í Reykjavík 2012 sem
haldið verður dagana 25. júní-1. júlí.