Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
✝ Soffía Guð-mundsdóttir
tónlistarkennari
fæddist í Reykja-
vík 25. janúar
1927. Hún lést 8.
desember 2011.
Foreldrar Soffíu
voru Lára Jóhann-
esdóttir, f. 25.5.
1899, d. 18.8. 1968,
og Guðmundur
Siggeir Guðmunds-
son, f. 10.11. 1895, d. 20.5.
1942. Systkini Soffíu eru Karl
Jóhann, f. 28.8. 1924, og Sig-
ríður Lára, f. 26.5. 1939.
Eiginmaður Soffíu er Jón
Hafsteinn Jónsson stærðfræð-
ingur, f. 22.3. 1928. Foreldrar
Jóns voru Jón Jónsson, f. 21.5.
1888, d. 5.11. 1972, og Olga
Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 2.5.
1903, d. 4.5. 1997. Soffía og
Jón Hafsteinn gengu í hjóna-
band 30.8. 1951. Þeirra börn
eru Guðmundur Karl, f. 12.12.
1951, Olga Björg, f. 20.3. 1954,
Nanna Ingibjörg, f. 7.10. 1955,
og Jón Ingvar, f. 4.2. 1957.
Eiginmaður Olgu Bjargar
var Ragnar Hreinn Ormsson, f.
12.11. 1952, d. 23.7. 2010. Börn
þeirra eru: a) Helga Björg, f.
1973. Hennar börn eru Ragnar
Steinn, Þorsteinn Elvar og
er hún stundaði framhaldsnám
í píanóleik og tónlistarsögu í
Leipzig.
Jón Hafsteinn og Soffía
bjuggu á Akureyri frá 1954 til
1986, en þá fluttu þau til
Reykjavíkur. Hún bætti við
tónlistarmenntun sína rétt-
indanámi í Suzukikennslu. Frá
1986 til starfsloka kenndi
Soffía við Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar, Söngskólann
í Reykjavík, Tónlistarskóla ís-
lenska Suzukisambandsins og
Tónmenntaskóla Reykjavíkur.
Soffía tók virkan þátt í fé-
lagsmálum og gegndi þar ýms-
um trúnaðarstörfum. Hún var
meðal annars í ritnefnd 19.
júní, stjórn KRFÍ og úthlut-
unarnefnd listamannalauna.
Soffía skrifaði greinar í blöð
og tímarit um kvenréttinda-
mál, stjórnmál, félagsmál og
önnur menningarmál. Soffía
flutti einnig erindi í útvarpi,
frumsamin og þýdd. Meðal
þess eru erindi sem hún vann
upp úr bókinni Feminine
mystique eftir Betty Friedan
og nefndi „Þjóðsagan um kon-
una“ sem hún flutti í útvarpi
árið 1969.
Soffía sat fyrir Alþýðu-
bandalagið í Bæjarstjórn Ak-
ureyrar 1970-1982 og var vara-
alþingismaður í
Norðurlandskjördæmi eystra
fyrir sama flokk 1974-1982.
Útför Soffíu fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, mánudaginn 19. desember
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Guðrún Soffía. b)
Jón Hafsteinn, f.
1975. Eiginkona
hans er Elísabet
Dröfn Erlings-
dóttir, f. 1974.
Börn þeirra eru
Hafsteinn Eyvar,
Ragnheiður Olga
og Ísabella Eir. c)
Kjartan Orri, f.
1984. Eiginmaður
Nönnu Ingibjargar
var Stefán Sigtryggsson, f.
19.6. 1952. Þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Þorbjörn Ingi, f.
1977. b) Hulda Katrín, f. 1981.
Hennar barn er Jón Ingvar.
Eiginmaður hennar er Snorri
Jónsson, f. 1980. Þeirra barn
er Nanna Katrín. Eiginkona
Jóns Ingvars er Brigitte M.
Jónsson, f. 12.2. 1959. Börn
þeirra eru a) Jón Stefán, f.
1981. Sambýliskona hans er
Eva Sólan, f. 1972. b) Chris-
tiane, f. 1981, d. 1981.
Soffía lauk stúdentsprófi frá
MR 1946, stundaði nám við
HÍog lauk brottfararprófi með
aðalgrein í píanóleik frá Det
Kongelige Danske Musikkons-
ervatorium 1954. Soffía kenndi
við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri frá 1954-1986 að und-
anskildum vetrinum 1965-1966
Prúð var Soffía Guðmunds-
dóttir, rómurinn hófstilltur og af
yfirbragði hennar lýsti hæversk-
ur borgaralegur sjarmi eins og
vinstrisinnaðir Svíar kalla það.
Rómnum beitti hún hins vegar
alla sína löngu ævi í baráttu fyrir
réttindum kvenna og grundvall-
arbreytingum á því þjóðskipulagi
sem borgararnir hafa byggt upp.
Það gerði hún auðvitað auk starfs
sem tónlistarkennari og uppeldis
fjögurra barna; dagskrárgerðar í
útvarpi og skrifa í dagblöð og
tímarit um allt það sem henni lá
stöðugt á hjarta. Hún sat lengi í
bæjarstjórn á Akureyri og nokkr-
um sinnum á alþingi. „Það er svo
gaman að starfa í nefnd,“ sagði
hún og hló.
Rómurinn naut sín líka ákaf-
lega vel í þeirri list að halda uppi
samræðum sem hefja menn yfir
stund og stað. Glettin var hún þá,
hnyttin, greinandi, og gat vitnað
máli sínu til stuðnings í ærið
mörg stórskáld og vitringa. En
nærveran var öll samt á þann veg
að samtalið lyfti fremur og
stækkaði þann sem við var talað
en hana sjálfa. Gengu því menn
oftast léttari í spori og eilítið upp-
réttari af hennar fundi.
Soffía og móðir mín voru
systkinabörn og umgangur ætíð
góður milli fjölskyldnanna. Ég
kynntist henni þó ekki í reynd
fyrr en á sjöunda áratugnum í
borginni Leipzig af öllum stöðum.
Ég var þar í fyrsta skipti í fram-
andi landi að hefja nám. Hún,
heimsborgarinn, sótti framhalds-
námskeið í tónlistinni. Reyndar
má segja að nám mitt hafi byrjað
hjá henni. Hún leiddi mig, óvit-
ann, á þann helga stað Tómasar-
kirkju til fundar við mótettur
Johans Sebastians Bachs síðdeg-
is á fimmtudögum og sónötur og
kantötur hans á sunnudögum; á
aðskiljanlega kammertónleika í
Gewandhaus og loks á fund Wag-
ners í óperunni þar sem ég reynd-
ar sofnaði í öðrum þætti. Aldrei
var á það minnst. Enda var Soffía
sömu skoðunar og Tjekof sem við
lásum mikið um þær mundir sem
sagði eitthvað á þessa leið:
„Mannasiðir eru ekki bara að láta
vera að hella niður sósunni heldur
að sjá það ekki ef aðrir gera það.“
Margt reyndi Soffía að kenna
mér og gefa þennan vetrarpart
sem við áttum saman fyrir hart-
nær hálfri öld. Síðan lifa í hug-
anum ótal myndir frá þessum
tíma og tilsvör sem kvikna við
ýmsar aðstæður til styrktar eða
kátínu. Og hefur þó töluvert bæst
við það safn vegna ræktarsemi
þessarar einstöku konu og manns
hennar Jóns Hafsteins við mig og
mína.
Það hæfir Soffíu lítt að detta í
væmni á þessari kveðjustundu.
En mikið þætti mér nú gott, þvert
á alla vissu, að einhvers staðar
væri astralplan þar sem við hitt-
umst brátt aftur til að hlæja sam-
an og hjala yfir kaffi og púrtvíni
og svo sem einni sígarettu.
María Kristjánsdóttir.
Heiðurskonan Soffía Guð-
mundsdóttir er fallin frá. Kynni
okkar komu til í gegn um stjórn-
málin á Akureyri og í Norður-
landskjördæmi eystra, eins og
það hét þá. Soffía var bæjar-
fulltrúi á Akureyri fyrir Alþýðu-
bandalagið um árabil og jafn-
framt varaþingmaður flokksins í
kjördæminu þann tíma sem Stef-
án Jónsson var þingmaður. Sem
slík tók hún margoft sæti á Al-
þingi og var þar sem og í bæj-
arstjórn ötul málafylgjumann-
eskja. Menning og listir,
jafnréttismál og réttindabarátta
kvenna almennt, velferðar-, frið-
ar- og afvopnunarmál koma strax
upp í hugann þegar Soffíu er
minnst.
Á fundum jafnt sem á ferðalög-
um og í kosningabaráttu var allt-
af sama reisnin yfir Soffíu. Hún
var glæsileg manneskja og hrein
og bein í samskiptum. Því kynnt-
ist ég sérstaklega þegar svo skip-
aðist að ég tæki fyrsta sæti á lista
Alþýðubandalagsins við kosning-
arnar 1983, en Soffía hafði þá ver-
ið varaþingmaður um árabil eins
og áður sagði. Þau mál ræddum
við, bæði í aðdragandanum og
þegar úrslit lágu fyrir, og féllu
engin óvildarorð. Þannig voru
mannkostir Soffíu.
Ég minnist Soffíu Guðmunds-
dóttur með þakklæti og virðingu
og votta aðstandendum samúð.
Steingrímur J. Sigfússon.
Ætli séu ekki rétt 45 ár síðan
ung stúlka lenti á Akureyrarflug-
velli með upptökutæki og það
verkefni í farteskinu að skrifa
heilt blað um Akureyrarkaupstað
fyrir Þjóðviljann. Nákvæm fyrir-
mæli fylgdu ekki önnur en þau að
blaðið ætti að vekja áhuga bæj-
arbúa á þessu málgagni vinstri-
manna og afla því jafnframt
drjúgra auglýsingatekna.
Ekki er ég nú viss um hvort
þessi leiðangur bar tilætlaðan ár-
angur en hann leiddi til innilegra
kynna við hjónin Soffíu Guð-
mundsdóttur og Jón Hafstein
Jónsson sem hýstu mig meðan á
verkinu stóð og veittu mér bæði
gagnlegar og skemmtilegar leið-
beiningar. Hjá þeim í Þórunnar-
strætinu var heimilisbragur ann-
ar en ég átti að venjast enda
bjarmaði þar fyrir þeirri verka-
skiptingu sem nú er talin sjálf-
sögð. Jón sá um innkaup og sýsl-
aði um innanstokksmuni á meðan
Soffía sinnti tónlistarkennslu og
félagsstörfum og taldi það síst
fyrir neðan virðingu sína þótt
hann væri rómaður stærðfræð-
ingur og hefði haslað sér völl á
fleiri fræðasviðum. Hún var borg-
arbarn og heimsdama en hann al-
inn upp í sveit og bar þess ýmis
merki en lífsskoðanir þeirra fóru
saman og samhljómurinn ósvik-
inn. Með þessum heiðurshjónum
var svo mikið jafnræði, þótt ólík
væru, að þarna þótti mér komin
uppskriftin að farsælli sambúð.
Þótt samvinna okkar þarna um
árið yrði ekki löng gafst mér kost-
ur á að endurnýja kynnin mörg-
um árum síðar þegar við Jón
kenndum saman við Verzlunar-
skóla Íslands. Þá hafði ýmislegt
breyst í lífi þeirra en samt voru
þau gallharðir sósíalistar sem
fyrr og virðingin gagnkvæm. Á
góðri stundu hvíslaði Soffía því að
mér að hún myndi giftast sama
manninum tvisvar ef þess væri
kostur. Og þessi sami maður bar
sömu virðingu fyrir konunni sinni
þótt andlega krafta hennar þryti
á síðustu árum og sá til þess
ásamt börnunum þeirra að hún
hefði óhikað gengið inn í hvaða
veislusal sem var og borið sig vel.
Með þessum ljúfu minningum
kveð ég merka konu sem átti
drjúgan þátt í að varða leiðina að
auknu jafnrétti karla og kvenna á
Íslandi án þess að fórna þeim
gildum sem skiptu hana mestu.
Blessuð sé minning Soffíu
Guðmundsdóttur.
Guðrún Egilson.
Soffía Guðmundsdóttir varði
lengstum hluta starfsævi sinnar,
sem kennari við Tónlistarskólann
á Akureyri, eða yfir 30 ára bil.
Löngum var Soffía okkar sam-
starfsmaður og minnumst við
hennar sem einstaklega duglegs
og framsækins tónlistarkennara.
Soffía var glæsileg kona; rögg-
semi og skoðanafestu hennar var
viðbrugðið. Soffía var aristókrat í
orðsins bestu merkingu og sam-
einaði í einni og sömu manneskju
heimsborgara og alþýðumann.
Hún reyndist Tónlistarskólanum
trúr starfsmaður í hvívetna og
fylgin honum og sínum nemend-
um. Yfir þessu sameiginlega sviði
okkar ríkir birta. Soffía var mikill
ljóðaunnandi og því finnst okkur,
að birtan og jákvæðnin í 3ja er-
indi upphafsljóðs Snorra Hjart-
arsonar, úr ljóðabókinni Kvæði,
vera sú þakkarkveðja, sem við
kjósum að megi fylgja minning-
unni um sómakonu. Við vottum
aðstandendum hennar einlæg-
ustu samúð.
Og tónaseiður
og svanaflug
úr suðri logana
glæddu;
í heiðri vordýrð
skein veröld mín,
hver vegur opinn
og greiður.
Blessuð sé minning Soffíu
Guðmundsdóttur.
F.h. fyrrverandi samstarfs-
manna hennar við Tónlistarskól-
ann á Akureyri,
Dýrleif Bjarnadóttir,
Jón Hlöðver Áskelsson,
Lilja Hallgrímsdóttir,
Þórgunnur Ingimund-
ardóttir og Þuríður Bald-
ursdóttir.
Vorið 1971 kom ég til Akureyr-
ar til að taka við starfi kosninga-
stjóra Alþýðubandalagsins vegna
þingkosninga sem í hönd fóru.
Meðal þeirra fyrstu sem ég hitti
og kynntist voru hjónin Jón Haf-
steinn Jónsson menntaskóla-
kennari og Soffía Guðmundsdótt-
ir tónlistarkennari, sem nú er
látin.
Fáum árum fyrr hafði Alþýðu-
bandalagið klofnað og sennilega
hvergi jafn alvarlega og á Akur-
eyri. Þorri félagsmanna í Alþýðu-
bandalagsfélaginu hafði gengið í
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna, þar á meðal helsti for-
ystumaður flokksins og áður
Sósíalistaflokksins, Björn Jóns-
son, seinna forseti Alþýðusam-
bandsins. Í Alþýðubandalaginu
voru samt nokkrir tugir félaga,
þar á meðal þau hjón. Félagatal
og eignir, þar með talið málgagn-
ið, Verkamaðurinn, fylgdi meiri-
hlutanum. Þrátt fyrir þetta gáf-
ust félagarnir ekki upp, buðu
fram í bæjarstjórnarkosningum
1970 með Soffíu í efsta sæti og
náði hún kjöri. Fyrir hennar til-
verknað og annarra dugmikilla
félaga var því komin nokkur við-
spyrna og starf mitt því léttara en
ella hefði orðið.
Kjörtímabil bæjarstjórnar
1970 – 1974 var enginn formlega
starfandi meirihluti og hafði svo
verið lengi. Í næstu kosningum,
vorið 1974, var Soffía aftur efst á
lista flokksins og komst ein inn af
G-listanum. Eftir kosningarnar
var myndaður vinstri meirihluti í
bæjarstjórninni og varð Soffía
ábyrg fyrir félagsþjónustunni í
bænum. Hún hófst þegar handa
um að byggja upp nútímalega
þjónustu, fékk ráðinn menntaðan
félagsmálafulltrúa í stað fátækra-
fulltrúa áður.
Okkur félögum hennar varð
fljótt ljóst að verk hennar var
enginn leikur og mikið þolinmæð-
isverk að sannfæra alla í meiri-
hlutanum um að taka yrði mála-
flokkinn nýjum tökum. Hún sýndi
undraverða seiglu og þolinmæði
við að þoka þessu áhugamáli okk-
ar áfram, ekki síst vegna þess að
auka varð fjárveitingar til mála-
flokksins svo um munaði. Að
sjálfsögðu lét hún ekki eingöngu
félagsmál til sín taka. Hún var
m.a. vakin og sofin í jafnréttis-
málum karla og kvenna, skrifaði
mikið um þau mál og flutti erindi í
útvarp. Eins og fyrri daginn var
við ramman reip að draga, svo
sem menn vita enn í dag.
1978 var Soffía enn í efsta sæti
G-listans og nú kom í ljós að starf
hennar og allra þeirra nýju félaga
sem komu til liðs við okkur hafði
borið árangur. Ég hrökk inní
bæjarstjórn með henni. Hún var
afar fegin að fá mann með sér, því
nú varð G-listinn hvergi útundan
þegar kom að kjöri í fimm manna
nefndir, sem létti starfið gríðar-
lega.
Við urðum góðir vinir og fé-
lagar þótt við værum runnin úr
gerólíku umhverfi. Fyrir mig
voru skoðanir hennar hreinn og
klár lærdómur, enda vaxinn upp í
karlasamfélagi og á karlavinnu-
stöðum frá blautu barnsbeini.
Hún kenndi mér að veita athygli
fleiri viðhorfum en ég hafði áður
hugsað um og taka tillit til þeirra.
Að vinna með henni öll þessi ár
var því verðmætur skóli fyrir
mig, sem ég hef búið að síðan og
er þakklátur fyrir.
Ég sendi Jóni Hafsteini, börn-
um þeirra, öllum afkomendum og
vandamönnum mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Helgi Guðmundsson.
Það var reisn yfir Soffíu Guð-
mundsdóttur, hún var falleg og
það kom blik í augu hennar þegar
hún hló, þá hreif hún alla með sér.
Ég kynntist henni fyrst haustið
1966, þegar ég var nemandi
manns hennar, Jóns Hafsteins
Jónssonar stærðfræðings, í MA.
Yfir heimili þeirra hvíldi sérstök
birta, sennilega komin frá tónlist
Soffíu sem hún kenndi lengi og
stærðfræði manns hennar. Ég
var aufúsugestur á heimili þeirra
upp frá þessu, oftast þegar ég
kom norður hitti ég þau. Það voru
góðar stundir. Síðar fluttu þau til
Reykjavíkur og urðum við þá ná-
grannar í Stangarholti.
Soffía og Jón kynntust í Kaup-
mannahöfn þegar bæði voru þar
við nám í greinum sínum, eftir
stríð. Byrjuðu smátt, bjuggu um
tíma saman í einu herbergi. Eftir
að hafa lokið námi réðust þau til
starfa norður á Akureyri 1953 og
má telja það mikið happ fyrir lítið
bæjarfélag og menntaskólann að
fá slíka liðveislu. Soffía var
löngum bæjarfulltrúi fyrir Al-
þýðubandalagið og sat á Alþingi
sem varaþingmaður nokkrum
sinnum.
Hún beitti sér mjög í jafnrétt-
ismálum og hagsmunamálum
verkafólks, ritaði greinar í blöð
og talaði á fundum. Hún var
kommúnisti í þeirri merkingu að
hún taldi ekki affarasælt að þró-
un mannlegs félags byggðist á
græðgi, misrétti og rangsleitni.
Hún trúði á það góða í manninum
og að við ættum okkur fyrirheit í
réttlátu samfélagi, þar sem menn
ynnu eftir getu en neyttu eftir
þörfum. Hún var kommúnisti í
þeirri merkingu að hún taldi að
menn ættu að ráða örlögum sín-
um sjálfir, hver maður ætti að
hafa rétt til að þróa sína hæfi-
leika.
Á heimili þeirra Jóns kynntist
ég andlegum straumum sem áttu
eftir að setja mark sitt á mig til
frambúðar. Þó var annað sem
meira var um vert í mínum huga.
Fimm árum áður en ég kynntist
þeim hjónum tók húsbóndi minn í
Borgarfirði mig með sér á ráð-
stefnu Hernámsandstæðinga
vorið 1961 sem haldin var á Bif-
röst, en þá var ég 14 ára drengur.
Þar sá ég og heyrði marga af
helstu forystumönnum Íslend-
inga á þessu sviði.
Þá gerðist það sem ég gleymi
aldrei: Hjón komu gangandi inn í
forstofuna á Bifröst, leiddust og
af þeim skein hamingja og ástúð.
Þetta voru þau Soffía og Jón Haf-
steinn. Mörgum árum síðar var
ég staddur á Akureyri og þau
buðu mér í mat. Jón þurfti að fara
til Reykjavíkur og varð úr að
hann kom með mér. Ég náði í Jón
daginn eftir. Þótt aðskilnaðurinn
yrði ekki nema tveir til þrír dagar
kvöddust þau hjón með tárum,
svo unnu þau hvort öðru.
Við kveðjum Soffíu með sökn-
uði og votta ég öllum afkomend-
um og venslafólki mína samúð.
Hér kveður kona sem trúði á
manneskjuna, ástina og líf fyrir
dauðann.
Guðmundur Ólafsson.
„Jæja, Örn minn. Nú verður
afleysingakennari í næstu tímum,
því ég þarf að fara til New York
og setjast á allsherjarþingið.“
Það er eitt það besta sem mig
hefur hent á lífsleiðinni þegar ég
varð nemandi Soffíu Guðmunds-
dóttur árið 1976 nýkominn í höf-
uðstað Norðurlands. Þar átti ég
eftir að dvelja í fjögur ár við nám í
Mennta- og Tónlistarskólanum.
Soffía var þá, auk þess að vera pí-
anókennari, varaþingmaður og
fulltrúi í bæjarstjórn Akureyrar.
Þessi smekklega klædda kona
tók mér alveg eins og ég var. Þó
átti ég aðeins fjórar flíkur, tvenn-
ar gallabuxur og rauðu og grænu
peysuna en henni fannst ég samt
alveg til fyrirmyndar, eða eins og
ég átti að vera. Jákvæðni, húmor
og stuðningur, jafnhliða varfær-
inni leiðsögn voru hennar aðals-
merki í kennslunni. Húmorinn já.
Þegar hún hafði sagt eitthvað
sem vakti spriklandi léttleika
innra með manni leit hún upp
þessum glettnislegu augum og
sagði „Nei, í alvöru talað“. Gleði
og kæti, jafnframt alvöru, kær-
leika og umburðarlyndi voru eðl-
iskostir hennar.
Soffía kveikti í mér löngunina
til þess að leggja tónlistina fyrir
mig. Hún sýndi mér fram á hve
einfaldar lausnir eru varasamar
þegar listin er annars vegar og
hve nauðsynlegt það er að opna
út á víðáttur andans. Þó svo að
trú eða trúarvissa væru ekki of-
arlega í hennar karakter þá var
tónlist Bachs það sem hún mat
mest af öllu. Hún kynnti mig
fljótlega fyrir svítum, invention-
um og síðar praelúdíum og fúg-
um. Áhugi sem hefur vaxið með
mér fram á þennan dag. Eftir pí-
anótímana var ég svo fullur af
krafti og bjartsýni að ég gat ekki
beðið eftir að komast að hljóðfær-
inu á ný.
Þýsku ljóðin voru líka eitt aðal-
áhugasvið Soffíu. Mér er minnis-
stæð kennslustund þar sem þær
vinkonurnar Soffía og Lilja Hall-
grímsdóttir tóku mig í gegn í und-
irleik við ljóðasöng. Það var
Veilchen Mozarts og Ich liebe
dich Beethovens og þá var nú
ekki verið að líta á klukkuna.
Í kringum Soffíu ilmaði allt af
menningu Evrópu. Heimili þeirra
Jóns Hafsteins í Þórunnarstræt-
inu stóð mér opið og þar áttum
við margar frjóar samverustund-
ir þegar ófært var út í Ólafsfjörð-
inn á vetrum. Fyrir nákvæmlega
30 árum, 19. desember 1981, gisti
ég þar kvöldið fyrir mína fyrstu
einleikstónleika.
Nú að leiðarlokum þakka ég
alla gleðina og stuðninginn sem
þó verður aldrei fullgoldinn og
votta Jóni Hafsteini, börnum og
aðstandendum samúð mína.
Örn Magnússon.
Soffía
Guðmundsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar
ástkæru
AUÐAR STEFÁNSDÓTTUR.
Inga Helgadóttir, Sverrir Þórhallsson,
Stefán Ó. Helgason, Elín Vilhelmsdóttir,
og aðrir aðstandendur.