Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Tónleikum Kristjáns aflýst
2. Fannst meðvitundarlaus
3. Drengurinn fannst í Grafarholti
4. Með enga hönd á stýri
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Matthías Johannessen sendir nú
frá sér ljóðabókina Söknuð. Þar glím-
ir hann við sáran missi, en konu sína
missti hann fyrir tveimur árum. Bók-
ina segir hann hafa sprottið upp af
góðum minningum. »34
Morgunblaðið/Golli
Óður til gleðinnar
og ástarinnar
Valdimar Guð-
mundsson söngv-
ari, Leifur Gunn-
arsson kontra-
bassaleikari og
Kristján Tryggvi
Martinsson píanó-
leikari verða með
tónleika í Gerðu-
bergi í kvöld og
annað kvöld kl. 20. Þeir ætla að fylla
húsið af jóladjasstónum úr ýmsum
áttum en Valdimar var tilnefndur til
Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Korter fyrir jól
í Gerðubergi
Miðasala á tónleika James Taylor
og hljómsveitar sem haldnir verða í
Hörpu 18. maí nk. hefst í dag kl. 12 á
Harpa.is. Mikil eftir-
vænting er á meðal
aðdáenda hans fyr-
ir tónleikunum og
fjöldi fyrirspurna
eftir miðum hefur
komið erlendis frá.
Taylor hefur snerti-
fleti í poppi, þjóð-
lagarokki, kántríi
og soul-tónlist.
Miðasala hefst á tón-
leika James Taylor
Á þriðjudag Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, léttskýjað á aust-
urhelmingi landsins. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-til.
Á miðvikudag Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 með S-
ströndinni framan af degi. Snjókoma víða um land og slydda syðst.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 og éljagangur V-til, en léttir
til eystra síðdegis. Frost víða 0 til 6 stig.
VEÐUR
Heil umferð var í IE-deild
karla í körfuknattleik í gær-
kvöldi. Tvíframlengja þurfti
í Stykkishólmi til að knýja
fram úrslit en Grindavík
hafði betur. Það þurfti líka
að framlengja í DHL-höllinni
þar sem Valur varð að sætta
sig við eins stigs tap. Fjölnir
vann í Njarðvík, Tindastóll
vann í Þorlákshöfn og ÍR
vann Hauka í Hafnarfirði. Þá
lagði Stjarnan lið Keflavíkur
í Garðabænum. »8
Tvíframlengja
þurfti í Hólminum
„Breytingin hjá Njarðvík er að nú er
kominn stór leikmannahópur og
metnaðurinn er mjög mikill. Yngri
stelpurnar æfa miklu meira en gert
var áður fyrr og það er fullt af ungum
stelpum sem eru að koma sterkar
upp á næstu árum,“ segir Sverrir
Þór Sverrisson, þjálfari
kvennaliðs Njarðvíkur í körfu-
knattleik, en liðið er í öðru
sæti þegar
keppni í
úrvals-
deild
kvenna
er hálfnuð.
»2
„Yngri stelpurnar
æfa miklu meira“
„Ég get ekki sagt neitt um þetta núna
en ef allt gengur upp er svo sem ekki
ólíklegt að ég fari í ensku úrvalsdeild-
ina,“ sagði Eggert Gunnþór Jónsson,
knattspyrnumaður hjá Hearts í Skot-
landi, um þrálátan orðróm þess efnis
að hann verði næsti Íslendingurinn til
þess að leika í ensku úrvalsdeildinni,
jafnvel strax í næsta mánuði. „Ég veit
af áhuga,“ segir Eggert. »1
Fer Eggert í ensku úr-
valsdeildina?
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Undanfarin ár hafa gestir Kringl-
unnar og Smáralindar verið hvatt-
ir til að gefa eina gjöf í viðbót og
setja hana undir jólatré verslana-
miðstöðvanna. Pakkana fá svo
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
og Fjölskylduhjálp Íslands og
kemur starfsfólkið pökkunum
áfram til þeirra sem þurfa á að-
stoð að halda fyrir jólin.
Vilja rétta fram hjálparhönd
„Reynsla okkar er ljómandi
góð,“ segir Ragnhildur G. Guð-
mundsdóttir, formaður Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur. „Hún
sýnir að fólk vill gefa og rétta
fram hjálparhönd. Auðvitað er
misjafn sauður í mörgu fé, eins og
gengur, en yfirleitt er gefið af góð-
um hug,“ segir hún og útskýrir að
komið hafi fyrir að fólk hafi sett
óheppilega hluti í jólapakkana en
slíkt sé sjaldgæft.
Fjöldi pakka sé svipaður frá ári
til árs. „Við biðjum fyrir mikið
þakklæti til allra sem hugsa til
þessa verkefnis. Það segir sig
sjálft að þegar svona margir koma
að þessu gengur allt miklu betur.
Þá fá fleiri að njóta og þar með er
tilganginum náð.“
Mikil vinna og ástúð
í fallegan prjónaskap
Ragnhildur segir mörg hundruð
pakka safnast fyrir hver jól og er
þeim pökkum, sem nefndin fær út-
deilt, stillt upp í sérstakri gjafa-
deild á Fiskislóð 14. Pökkum Fjöl-
skylduhjálpar
er dreift í
þremur jóla-
úthlutunum
en yfir tvö
þúsund
fjölskyldur
sem vantar
jólaaðstoð
eru skráð-
ar. „Á Fiskislóð eru allar gjafirnar
settar upp og fólk getur valið sér
pakka. Það er tekið utan af sum-
um pökkunum svo fólk sjái hvað er
í þeim en við reynum að stilla
þessu upp þannig að fólk geti
gengið að gjöfunum og valið þær
sem það telur henta.“
Færst hefur í aukana að skólar,
íþróttafélög, fyrirtæki og félaga-
samtök sendi hjálparsamtökum
jólapakka. „Það virðist vera mikil
stemning fyrir þessu í þjóðfélag-
inu sem er mjög gott,“ segir
Ragnhildur. „Margt af því sem
okkur berst er óskaplega fallega
unnið í höndunum. Fallegur
prjónaskapur, svo sem peysur,
vettlingar og húfur, sem maður
sér að virkilega mikil vinna og ást-
úð er lögð í.“
Fjöldi lætur gott af sér leiða
Mörg hundruð pakkar safnast fyrir jólin undir jólatrén í Kringlunni og
Smáralind en þeir eru ætlaðir þeim sem þurfa á aðstoð að halda fyrir hátíðarnar
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Góðgerðarstöð Krakkarnir í Sæmundarskóla létu gott af sér leiða og pökkuðu inn leikföngum og fötum sem þeir
eru hættir að nota. Pakkarnir fara til Fjölskylduhjálparinnar en annað til Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins.
Síðustu dagana fyrir jólafrí er
krökkum í 2.-10. bekk Sæmundar-
skóla skipt niður á nokkrar jóla-
stöðvar, t.a.m. býr ein
stöðin til jólaskraut og
önnur fer út í skóg og
ristar möndlur, en í ár
var í fyrsta sinn boð-
ið upp á góðgerðar-
stöð. „Þessi hug-
mynd kom upp í
fyrra að láta gott af
okkur leiða og það
heppnaðist óskaplega vel,“ segir
Eygló Friðriksdóttir skólastjóri.
„Foreldrarnir sendu leikföng og
fatnað sem börnin eru vaxin upp
úr og krakkarnir flokkuðu þetta.
Því sem var heillegast og fallegast
var pakkað inn í pappír sem þau
skreyttu sjálf og merktu og fara
þeir í Fjölskylduhjálpina. Annað fer
í Rauða krossinn og til Mæðra-
styrksnefndar. Við fengum mjög
mikið, miklu meira en við bjugg-
umst við.“
Gömul föt og leikföng
GÓÐGERÐARSTÖÐ Í SÆMUNDARSKÓLA