Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
Vax Dorrit Moussaieff valdi jólatré sem Tinna Ottesen skreytti, sem best skreytta jólatréð í samkeppni sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir. Tinna notaði m.a. heitt vax til að skreyta tréð.
Árni Sæberg
Rúmu ári eftir
hrun birti Aðalsteinn
Hákonarson, yfirmað-
ur eftirlitssviðs Rík-
isskattstjóra, grein
um skuldsettar yf-
irtökur á eyjan.is. Þar
segir: „Það er nánast
með ólíkindum að
þrátt fyrir að búið sé
að eyðileggja mörg af
glæsilegustu fyr-
irtækjum þjóðarinnar með því að
skuldsetja þau upp fyrir haus, til
þess eins að borga út gamla hlut-
hafa og skrá inn nýja eigendur að
hlutabréfunum, þá hefur varla
nokkur ráðamaður þessarar þjóð-
ar svo mikið sem lyft litla fingri í
þeim tilgangi að stemma stigu við
svona ráðstöfunum.“ Þá segir
hann að „þótt tekist hafi að bjarga
sumum fyrirtækjum misjafnlega
löskuðum út úr svona ógöngum þá
eru þau mörg sem hafa lent í
fanginu á bönkunum og bíða þess
að einhverjir reyni að koma þeim
á lappirnar. Þótt hvarvetna blasi
við eyðilegging af völdum skuld-
settrar yfirtöku hefur hvorki lög-
gjafarvaldið né framkvæmdavaldið
sé ástæðu til að skoða af alvöru
hvort ástæða sé til að breyta
ákvæðum laga um hlutafélög í
þessu sambandi.“ Síðan þetta var
skrifað eru liðin nær tvö ár og
hafa stjórnvöld ekkert gert enn.
Niðurrifsafl
í atvinnulífi
Menn hafa eignast
fyrirtæki án þess að
borga sjálfir eða taka
ábyrgð, segir Að-
alsteinn. Menn stofna
eignarhaldsfélag sem
látið er kaupa at-
vinnufyrirtæki með
lánsfé að mestu. Fé-
lögin eru svo sam-
einuð inn í atvinnu-
fyrirtækið. Við það
færast skuldir vegna kaupanna á
atvinnufyrirtækið án þess að
nokkur eign komi á móti. Eina
eign eignarhaldsfélagsins eru hlut-
ir í atvinnufyrirtækinu og þeir
eyðast út við samrunann og eigið
fé þess á móti. Skuldir hafa aukist
og eigið fé rýrnað. Fyrri hluthafar
fóru með kaupverðið en hinir nýju
lögðu bara fram það litla eigið fé
sem var lagt í eignarhaldsfélagið.
Restin fór inn í atvinnufyrirtækið
í formi skulda, oft ¾ eða 2⁄3 af
kaupverðinu. Ólögmætt er að fyr-
irtæki eigi sig sjálf svo menn
leyndu þessu með því að færa við-
skiptavild til eignar. Sú eign
reyndist verðlaus þegar greiða
þurfti af lánum. Atvinnufyrirtækið
varð að borga sjálft sig. Ef þessi
aðferð hefði verið takmörkunum
háð hér, eins og í Evrópu, væri
ástandið betra en nú. Atvinnulífið
hefði getu til sóknar. Ef samruni
eignarhaldsfélags við atvinnufyr-
irtæki væri óheimill yrðu kaup-
endur að reiða sig á að arður úr
því stæði undir afborgunum og
vöxtum af þeim lánum sem eign-
arhaldsfélagið tók. Þeir yrðu sjálf-
ir að taka ábyrgð. Þeir yrðu að
vanda sig og gæta þess að kaup-
verðið sé raunhæft miðað við arð-
semi. Lýkur hér upprifjun úr
grein Aðalsteins.
Skýlaus lögbrot
Samkvæmt 23. gr. tilskipunar
framkvæmdastjórnar ESB nr. 77/
91 má fyrirtæki ekki aðstoða við
(lána til eða ábyrgjast) yfirtöku á
sjálfu sér. Öllum aðildarríkjum
ESB og EES bar og ber að fram-
kvæma þessa reglu. Þótt ákvæði
íslenskra hlutafélagalaga mættu
vera skýrari eru þau til staðar.
Hafi félög verið sameinuð, sem
var ekki í öllum tilvikum, voru
greiðslur hins sameinaða félags af
lánum sem tekin voru til kaup-
anna í raun ólögmæt einkaúttekt.
Líta verður á eðli máls í þessum
efnum. Reglur íslenskra hluta-
félagalaga um útborgun arðs voru
sniðgengnar og neikvæður höfuð-
stóll falinn með falskri við-
skiptavild. Skv. reglum um reikn-
ingsskil má ekki hækka bókfært
eigið fé með uppfærslu við-
skiptavildar innan frá. Starfsfólk
og kröfuhafar hinna féflettu félaga
voru með þessu skilin eftir á köld-
um klaka, þrátt fyrir skýr ákvæði
laga um að stjórn hlutafélags skuli
gæta hags félagsins sjálfs og þar
með allra þeirra sem eiga hags-
muni í því. Íslensk stjórnvöld
horfðu aðgerðalaus á stórfelld lög-
brot og það olli þjóðinni hrikalegu
tjóni. Aðgerðaleysið varir enn.
Niðurrifsafl í þjóðlífi
Íslendingar vita nú að „pening-
arnir vaxa ekki á trjánum“. Það er
alltaf einhver sem borgar. Ef illa
fer lendir tapið á bankanum. Oft-
ast tekst honum að vinna fyrir
tapinu með því að auka vaxtamun-
inn og það eru þá viðskiptavinir
hans sem borga, stór hópur sem
útilokað er að rekja hverjir eru. Í
verstu tilvikum fer bankinn á
hausinn og kröfuhafar borga og
jafnvel ríkissjóður, sem þarf að
hlaupa undir bagga með nýju
hlutafé. Tapið dreifist á aðila sem
útilokað er að rekja hverjir eru.
Ef vel tekst til nær atvinnufyr-
irtækið að rétta úr kútnum og þá
finnst „kjölfestufjárfestunum“ tími
kominn til að setja félagið á mark-
að. Farið er í útboð „til að gefa al-
menningi og lífeyrissjóðum kost á
að fjárfesta í atvinnulífinu“ o.s.frv.
Verðið er margfalt það sem kaup-
endurnir fengu það á. Þeir fara út
með milljarðagróða sem tekinn er
af almenningi og sjóðum hans.
Niðurstaðan verður sú að fjöldi
fólks hefur verið féflettur og
margir að auki misst vinnuna.
Kaupmáttur neytenda hefur rýrn-
að, eftirspurn dregst saman,
kreppa sverfur að. Féflettar hafa
látið sér velferð og farsæld í léttu
rúmi liggja, græðgi þeirra er
hömlulaus.
Fer allt í sama farið?
Sérstök hætta steðjar að ein-
mitt nú þar sem lífeyrissjóðir eiga
fáa ávöxtunarkosti, þátttaka
þeirra í útboði á Högum sýnir það.
Brýn þörf er fyrir uppbyggilegar
reglur sem geta beint skuldsettum
yfirtökum í jákvæðan farveg. Nú
fer í hönd sala margra fyrirtækja
sem féllu í afskriftarpotta banka.
Arion banki hefur nú á ný fært
sömu aðilum óhemjuleg verðmæti
í Högum á silfurfati sem hann
færði milljarða fyrir nokkrum ár-
um undir öðru nafni. Lífeyr-
issjóðir hafa keypt sig inn í Haga
og þar með lagt blessun sína yfir
siðleysið. Meira en þrjú ár eru lið-
in frá hruni og engin merki um að
tekið verði á vandanum. Nú er
spurt: Fer allt í sama farið? Höf-
um við ekkert lært?
Eftir Ragnar
Önundarson » Samkvæmt 23. gr.
tilskipunar fram-
kvæmdastjórnar ESB
nr. 77/91 má fyrirtæki
ekki aðstoða við (lána til
eða ábyrgjast) yfirtöku
á sjálfu sér.
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fv. bankamaður.
Mesta eyðileggingaraflið leikur enn lausum hala