Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011 „Það sem var kannski einna erfiðast var hversu Hanna fór snöggt. Hún greindist með sjúkdóm sinn í sömu vikunni og hún dó. Það var högg sem tók langan tíma að komast yfir og auðvitað hef ég ekki jafnað mig enn í dag en mér líður allt öðruvísi. Ég ætla ekki að líkja mér við einn né neinn en mér finnst ég skilja Egil Skallagrímsson betur nú en áður. Þegar hann var búinn að yrkja Sonatorrek var hon- um örugglega hugarhægra á eftir. Mér finnst að mér sé hugarhægra eftir að ég orti þessa bók og hef komið þessum minningum á fram- færi. Það er í slíkum skáldskap sem skáldið finnur sér hugsvölun og sættir sig við það sem ekki getur orðið öðruvísi. Að því leyti hefur þessi bók hjálpað mér. Ég er nýkominn frá Edinborg þar sem yngri sonur minn starfar sem læknir og vísinda- maður. Í Edinborg fann ég í bókasafni nýlega bók um Neruda, svo ég nefni annað skáld sem ég hef mætur á. Ég sá að miðkona hans las yfir það sem hann var að yrkja, og birt er mynd af handriti sem hún fór yfir þar sem hún hafði strikað út orðið rætur. Hún hélt því fram að hann ofnotaði orðið rætur. Svo fór ég að lesa kvæði eftir Neruda þarna í bókasafninu og í þremur kvæðum sem ég las rakst ég á orðið rætur. Ég hef áreiðanlega átt mínar „rætur“ en bakhjarl minn var Hanna. Hún var svo örugg í tungunni, talaði fínt íslenskt sveitamál og kunni það betur en ég. Hún var afar gott aðhald fyrir mig. Hún hjálpaði mér örugglega að losna við ýmsar „rætur“ sem annars hefðu lent á markaði. Hún var mér mikill bakhjarl og eins og Auden segir í einu af sínum frægustu kvæðum, þá var hún mér „norðrið, suðrið, austrið og vestrið“.“ Lífin þrjú Hvernig kynntust þið Hanna? „Við kynntumst þegar við vorum 19 ára. Þá var ég nýkomin frá Bretlandi, hafði unnið þar við landbúnaðarstörf. Stúlkurnar þar voru allt- af að bjóða mér í hringdans sem ég var orðinn hundleiður á og ég hafði auk þess tekið þá ákvörðun að ég ætlaði aldrei að giftast. Ég hafði bara verið hér heima í nokkra daga þegar ég hitti þessa fallegu stúlku. Þegar ég var að dansa við hana spurði ég hvaðan hún væri. Frá Hólsfjöllum, svaraði hún. Ég veit ekki hvar það er, sagði ég. Hún spurði: Hefurðu aldrei heyrt talað um Hólsfjallahangikjöt? Ég hafði ekki heyrt talað um Hólsfjallahangikjöt og þar við sat. Hanna fæddist á Grímsstöðum og ólst þar upp til tíu ára aldurs, þá fluttu foreldrar henn- ar lengra upp á heiðina. Þaðan kom hún þegar ég kynntist henni. Tengdamóðir mín sagði mér að Herðubreið væri fegurst út um eldhús- gluggann sinn og hún þyrfti ekki annað mál- verk. Ég fagnaði því mjög þegar Ögmundur Jónasson ákvað að banna að selja allt þetta landsvæði og tel að hann hafi staðið sig með ágætum í þeim efnum. Því hvað sem segja má og hvað sem vígorðum líður úr kalda stríðinu þá hef ég aldrei haft neinn áhuga á því sem kallað var landsala. Og hef ekki enn. Við Hanna vorum saman í 60 ár, áttum gott líf og tvo góða drengi sem veittu okkur mikla ánægju í lífinu. Við þurftum ekki að kvarta undan neinu. En auðvitað gekk á ýmsu og það var margt sem Hanna þurfti að axla með mér. Bæði var það ritstjórnin á Morgunblaðinu því hún náði auðvitað inn á heimilið sem var hálf- gerð ritstjórnarskrifstofa. Svo þegar ég var formaður þjóðhátíðarnefndar í sjö ár þá voru eilífir fundir og veislur og það mæddi mikið á Hönnu. En það var auðvelt að fara í gegnum þetta allt með hana sem bakhjarl.“ Trúirðu því að þið eigið eftir að hittast aft- ur? „Ég hugsa mikið um það og hef ýmsa reynslu fyrir því að svo gæti verið. En ósk- hyggja mín í þeim efnum ræður engu um það. Ég veit ekki hvernig slíkir endurfundir fara fram, en lífið er flókið og eftir því sem ég hef elst þá hefur mér dottið í hug að dauðinn sé ekki bara tortíming heldur eigi hann einhvers konar framhald. Ég hef talað við svo margt fólk sem hefur alls kyns reynslu fyrir þessu. Í aðra röndina trúi ég því en í hina röndina er Tómas í fullu fjöri og vill þreifa á, en það myndi kosta lífið. Ég hef sagt við sjálfan mig að ég hafi átt þrjú líf. Það fyrsta fram að því að við Hanna kynntumst. Líf númer tvö frá því við kynnt- umst og þar til hún hvarf af sviðinu. Og svo núna, þessi misseri sem nú standa yfir og eftir eru, og eru minn leyndardómur og ég hef bara fyrir mig.“ Morgunblaðið/Golli Matthías Johannessen Þetta er bók sem sprettur úr minningum og þá einungis góðum minningum. Eins konar fögnuður  Matthías Johannessen segir að ný ljóðabók sín sé óður til gleðinnar og ástarinnar  Í bókinni, sem nefnist Söknuður, glímir hann við sáran missi en rúm tvö ár eru síðan eiginkona hans lést » Það sem var kannski einnaerfiðast var hversu Hanna fór snöggt. Hún greindist með sjúkdóm sinn í sömu vikunni og hún dó. Það var högg sem tók langan tíma að komast yfir og auðvitað hef ég ekki jafnað mig enn í dag en mér líður allt öðruvísi. Ég ætla ekki að líkja mér við einn né neinn en mér finnst ég skilja Egil Skalla- grímsson betur nú en áður. Þegar hann var búinn að yrkja Sonatorrek var honum örugg- lega hugarhægra á eftir. VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Söknuður er ný ljóðabók eftir Matthías Jo- hannessen. Í bókinni glímir hann við sáran missi en tvö og hálft ár eru síðan eiginkona hans, Hanna, lést, en þau Matthías höfðu þá verið saman í 60 ár. „Það var erfitt að yrkja þessa bók vegna þess að hún sækir efnivið sinn í söknuð. Á hinn bóginn var það ekki erfitt vegna þess að hún kom,“ segir Matthías. „Ég hef tekið líkingu áður af því að það að yrkja ljóð sé eins og þeg- ar fuglar koma í tré og byrja að syngja þar. Þannig var þessi bók ort, ég hafði hana ekki á áætlun. Hún kom og það var alveg sama hvar ég var, hvort ég var í útlöndum eða hér heima, hún sótti alltaf á mig og ný upplifun varð til. Annars er þetta ekki bók sem fjallar ein- göngu um harm. Í raun og veru er þetta bók sem er eins konar óður til gleðinnar, þakklæt- isins og ástarinnar. Þetta er bók sem sprettur úr minningum og þá einungis góðum minn- ingum. Þess vegna er þessi bók eins konar fögnuður. Ég orti eitt sinn ljóð sem heitir Fögnuður og það fjallar um þakklæti yfir til- verunni og er um okkur Hönnu og sambúð okk- ar með skírskotun í náttúruna. Þannig hefur mér alltaf fundist eðlilegast og best að túlka til- veru okkar og sálarlíf. Þegar ég lít til baka þá býr fögnuður í hjarta mínu því ég get þakkað fyrir svo margt. Við Hanna áttum gott líf og það kemur við sögu í þessari bók. Ég vona samt sem áður að þessi bók fjalli um reynslu annars fólks ekki síður en okkar og menn geti fundið sjálfa sig í því sem ort er um í þessum ljóðum.“ Mikill bakhjarl Það hlýtur að hafa verið þér afar erfitt að missa Hönnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.