Morgunblaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
Matarsendingar
til útlanda
Láttu okkur sjá um
alla fyrirhöfnina –
útvega vottorð,
pakka og senda.
Evrópa: 19. desember
USA og Kanada: 19. desember
Önnur lönd: 19. desember
Síðustu dagar til að senda
jólamat til útlanda fyrir jól
KL
AS
SÍS
KT Á JÓLUNUM
B
R
E
G
ST
A L D R E I M E Ð
N Ó
AT
Ú
N
I
www.noatun.is
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Áætlaður kostnaður við dýpkun
Landeyjahafnar frá því að höfnin var
tekin í notkun á miðju síðasta ári er
345 milljónir króna, samkvæmt upp-
lýsingum Siglingastofnunar. Þar af
er áætlaður kostnaður 266 milljónir
á þessu ári. Í drögum að samgöngu-
áætlun er gert ráð fyrir að kostnað-
urinn við dýpkunina verði 214 millj-
ónir á næsta ári, þannig að
samanlagður dýpkunarkostnaður til
loka næsta árs verður kominn í um
560 milljónir króna.
Tvö dýpkunarskip, Skandia og
Perlan, voru um tíma í vetur að störf-
um við Landeyjahöfn þegar mikið
þurfti að dýpka en að undanförnu
hefur aðeins þurft Skandia. Að sögn
Þórhildar E. Elínardóttur, upplýs-
ingafulltrúa Siglingastofnunar, verð-
ur eftir föngum reynt að halda nægi-
legu dýpi fyrir Herjólf og tiltæk skip
notuð eins og hægt er. Samningur sé
í gildi við Íslenska gámafélagið, sem
hefur gert skipið Skandia út, en Perl-
an verði að líkindum kölluð til þegar
aðstæður leyfa og þörf krefur.
Ný ferja í undirbúningi
Samráðshópur um siglingar til
Vestmannaeyja hefur sem kunnugt
er ákveðið að hefja athugun og und-
irbúning að smíði nýrrar ferju, þar
sem Herjólfur ristir of djúpt og þykir
óhentugt skip til siglinga í Landeyja-
höfn. Voru samningar við skipa-
smíðastöð nánast frágengnir þegar
bankahrunið varð haustið 2008 og
framkvæmdum við Landeyjahöfn
því hleypt í uppnám, en Þórhildur
segir mikilvæga hönnunarforsendu
hafnarinnar hafa verið mun grunn-
ristari ferju en Herjólfur sé.
Sem fyrr greinir hefur kostnaður
við viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar
verið mikill en Siglingastofnun segir
gríðarmikinn framburð gosefna nið-
ur Markarfljót frá Eyjafjallajökli
hafa átt stóran þátt í því. Dýpka hafi
þurft margfalt meira í höfninni en
áætlanir gerðu ráð fyrir og djúprista
Herjólfs hafi einnig komið sér illa.
Vegna hennar hafi þurfti að dýpka
þrefalt meira magn en ella.
Áhugamenn um smíði Landeyja-
hafnar hafa gagnrýnt hönnun varn-
argarðanna og m.a. sagt hana ekki
taka nægt tillit til ríkjandi vindátta,
sem er suðaustanátt. Byggja hafi átt
austari varnargarðinn lengra út til
suðvesturs og höfnin hefði þá verið
opin lengur yfir árið. Um þessa
gagnrýni segir Þórhildur að það séu
ölduáttir en ekki vindáttir sem stýri
efnisburði í sjó. Þó að ríkjandi vind-
átt við suðurströndina sé úr suð-
austri þá sé ríkjandi ölduátt úr suð-
vestri. Þess megi víða sjá glögg
dæmi og við hönnun hafnarinnar hafi
verið stuðst við gögn um ölduáttir frá
ölduduflum áratugi aftur í tímann.
Straummælir við höfnina
Straummælir hefur verið í Herj-
ólfi til að mæla strauma í og við
Landeyjahöfn og að sögn Þórhildar
er stefnt að því að koma upp straum-
mæli fyrir mynni hafnarinnar til að-
stoðar við siglingar. Þá er unnið að
endurskoðun útreikninga á efnis-
burði og að þeirri vinnu koma inn-
lendir og erlendir sérfræðingar.
„Jafnframt er unnið að lausn á því
hvernig standa á að dýpkun við
Landeyjahöfn og hvernig á að hjálpa
náttúrunni við að komast í eðlilegt
horf,“ segir Þórhildur.
Varðandi hugmyndir um lengingu
annars varnargarðsins bendir hún á
að sandburðurinn sé bæði til vesturs
og austurs. Ef annar garðurinn sé
lengdur muni sandurinn setjast við
þann garð og loka innsiglingunni.
Magnið sem þyrfti að fjarlægja
myndi margfaldast og þar með
kostnaðurinn.
345 milljónir króna í dýpkun
Morgunblaðið/Óli Már Aronssson
Landeyjahöfn Dýpkunarskipið Skandia hefur verið að störfum meira og minna síðan Landeyjahöfn var tekin í
notkun. Um tíma var skipið bilað og nú í vetur hefur Perlan einnig aðstoðað við dýpkun í og við höfnina.
Heildarkostnaður við dýpkun kominn yfir hálfan milljarð króna eftir ár, að mati Siglingastofnunar
Kostnaður þessa árs áætlaður 266 milljónir Útreikningar á efnisburði við höfnina endurskoðaðir
Landeyjahöfn
» Herjólfur náði að fara þrjár
ferðir í Landeyjahöfn í gær og
fjórar á laugardag.
» Skipið siglir hins vegar til
Þorlákshafnar í dag og næstu
daga, eða a.m.k. til fimmtu-
dags, vegna mjög óhag-
stæðrar ölduspár.
» Umframkostnaður Herjólfs
við að sigla í Þorlákshöfn í
stað Landeyjahafnar er allt að
1,5 milljónum kr. á dag.
» Frá því að Landeyjahöfn
var tekin í gagnið í lok júlí
2010 til síðustu áramóta náði
Herjólfur að fara þangað 429
ferðir af 572 áætluðum, eða
75%.
» Til Þorlákshafnar voru þá
farnar 119 ferðir (20,8%) og
24 áætlaðar ferðir voru felld-
ar niður, eða 4,2% allra ferða.
Eyjólfur Martinsson,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri, andaðist á
Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja laugardaginn
17. desember, 74 ára að
aldri.
Eyjólfur fæddist í
Vestmannaeyjum 23.
maí 1937 og var sonur
hjónanna Martins Tóm-
assonar útgerðarmanns
og konu hans, Berthu
Gísladóttur húsmóður.
Eyjólfur lauk versl-
unarprófi frá Verzlunarskóla Íslands
árið 1959. Eftir verslunarpróf starf-
aði hann hjá fjölskyldufyrirtækinu,
Tómasi M. Guðjónssyni hf., en árið
1961 hóf hann störf hjá Ísfélagi Vest-
mannaeyja þar sem hann starfaði til
dauðadags, m.a. sem framkvæmda-
stjóri en nú síðast sem bókari.
Eyjólfur gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum um ævina. Hann var um
30 ára skeið ræðismaður Dana í Vest-
mannaeyjum. Hann sat um árabil í
stjórn Ísfélags Vest-
mannaeyja, Lífeyrissjóðs
Vestmannaeyja, Lifrar-
samlags Vestmannaeyja
og Bátaábyrgðarfélags
Vestmannaeyja, þar sem
hann var formaður um
nokkurt skeið. Þá sat
hann m.a. í stjórn Skelj-
ungs, Samfrost, ÍSNÓ
auk þess sem hann sat í
varastjórn Sölu-
miðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og Verðlagsráði
sjávarútvegsins um ára-
bil.
Eyjólfur lét einnig til sín taka í fé-
lagsstörfum í Vestmannaeyjum.
Hann sat í stjórn knattspyrnufélags-
ins Týs og Þjóðhátíðarnefnd, Akóges,
Rótarý, auk þess sem hann gegndi
trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Eftirlifandi eiginkona Eyjólfs er
Sigríður Sylvía Jakobsdóttir. Þau
eignuðust tvö börn; Jóhönnu Maríu
og Martin.
Eyjólfur Martinsson
Andlát
Frá áramótum hafa Herjólfur og
Baldur siglt 1.102 ferðir milli
lands og Eyja, samkvæmt upp-
lýsingum frá Eimskip, og 43
áætlaðar ferðir hafa verið felldar
niður vegna veðurs eða bilunar.
Nær yfirlitið til dagsins í gær,
18. desember, en Herjólfur hóf
siglingar í Landeyjahöfn að nýju
í síðustu viku, eftir nokkurt hlé.
Frá áramótum til sl. laug-
ardags hafa skipin farið 774
ferðir í Landeyjahöfn, eða
67,6% allra áætlaðra ferða.
Sambærilegt hlutfall síðasta
árs, eða frá júlí til síðustu ára-
móta, var 75% í Landeyjahöfn.
Frá áramótum hefur Herjólfur
farið 328 ferðir í Þorlákshöfn,
eða í 28,6% tilvika.
Hafa ber í huga að ferðatíðni
Herjólfs er mun meiri yfir sum-
armánuðina og þá hefur langoft-
ast verið siglt í Landeyjahöfn.
Frá miðjum janúar sl. og fram í
maí var nær eingöngu siglt í
Þorlákshöfn. Vel gekk að sigla í
Landeyjahöfn í sumar og í byrjun
september leysti Breiðafjarð-
arferjan Baldur Herjólf af hólmi á
meðan síðarnefnda skipið fór í
viðgerð. Þar til í byrjun október,
þegar Herjólfur sneri til baka,
náði Baldur að fara 128 ferðir í
Landeyjahöfn en 15 ferðir voru
felldar niður vegna veðurs. Frá
byrjun október hefur Herjólfur
náð 69 ferðum í Landeyjahöfn en
ferðir í Þorlákshöfn hafa verið
um 110 talsins.
Siglingar í Landeyjahöfn í 67,6% tilvika
HERJÓLFUR OG BALDUR HAFA SIGLT UM 1.100 FERÐIR MILLI LANDS OG EYJA Á ÁRINU
Ferðir Herjólfs frá áramótum
160
140
120
100
80
60
40
20
0
Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept.1) Okt. 1) Nóv. Des.2)
1) Baldur sigldi fyrir Herjólf 5. sept. - 2. okt. 2) 1.-18. desember Heimild: Eimskip-Herjólfur
Landeyjahöfn (alls 774) Þorlákshöfn (alls 328) Felldar niður (alls 43)
82
56 58
63
109
136
159 156
135
83
67
41
„Að óbreyttu er
búið að sam-
þykkja hér lög
sem munu leiða
til þess að rétt-
indi okkar félags-
manna munu
skerðast og það
erum við mjög
ósátt við,“ segir
Gylfi Arnbjörns-
son, forseti ASÍ, um fyrirhugaða
skattlagningu lífeyrissjóða vegna
fjármögnunar sérstakra vaxtaniður-
greiðslna. Forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra hafi sent ASÍ og SA
bréf þar sem gefin voru fyrirheit um
að það verði sett fram frumvarp á
fyrri hluta næsta árs sem efnislega
feli í sér að ekki komi til skerðingar
réttinda. Gylfi segir að farið verði í
að skoða hvort hægt sé að hnekkja
skattlagningunni þar sem hún brjóti
gegn jafnræðisreglu. Afleiðing
skattsins leggist mjög einhliða á fólk
á almennum vinnumarkaði.
sigrunrosa@mbl.is
Lofað að ekki kæmi
til skerðingar
lífeyrisréttinda
Gylfi Arnbjörnsson