Morgunblaðið - 19.12.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.12.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011 Munið að slökkva á kertunum Eldtefjandi efni er sprautað er á kertaskreytingar koma aldrei í veg fyrir bruna Slökkvilið höfuborgasvæðisins BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vaclav Havel, einn merkasti andófs- maður Austur-Evrópu á Sovéttíman- um er fallinn frá á 76. aldursári. Havel var leikskáld og var látinn líða fyrir að vera sonur efnaðra hjóna þegar samyrkjubúskapur var tekinn upp í Tékkóslóvakíu. Með baráttu sinni veitti Havel milljónum manna innblástur og kem- ur fram í eftirmælum að hann var í huga margra landa sinna einskonar siðferðislegur áttaviti. Havel hafði lengi verið heilsuveill og skildi við að eiginkonu sinni, Dag- mar, viðstaddri. Hæddist að kerfinu Rifjum upp nokkur ár í lífi hans. Árið er 1963. Nikita Khrústsjov er leiðtogi Sovétríkjanna og John F. Kennedy á nokkra mánuði ólifaða sem forseti Bandaríkjanna. Kúbudeil- an er nýafstaðin en kjarnorkuógnin er ekki farin úr huga fólks. Járntjald klýfur Evrópu milli austurs og vest- urs. Heimsveldið Sovétríkin nær frá Kyrrahafi til Evrópu. Svona var í fáum orðum umhorfs í veröldinni þegar leikrit eftir ungan Tékka að nafni Vaclav Havel var frumsýnt í Prag. Leikritið, Garðveisl- an, segir sögu millistéttarpiltsins Hugo Pludek og hvernig hann kemst til metorða sem skriffinnur hjá skrif- ræðisbákni í ímynduðu ríki. Skrifræð- ið kæfir niður einstaklingsvitund og elur af sér tungumál sem er í senn fráleitt og merkingarlaust. Svo vel tekst Pludek að tileinka sér tungutak- ið að foreldrar hans bera ekki kennsl á hann. Einstaklingurinn er horfinn. Kerfið hefur tekið sér bólfestu í hon- um. Hér er auðvelt að geta í eyðurnar. Hið ímyndaða ríki er skrípamynd af kommúnismanum og Pludek enn eitt tannhjólið í stóru gangverki. Havel hélt háðinu áfram í leikrit- unum Minnisblaðið og Einbeiting gerð erfiðari og var það síðara frum- sýnt uppreisnarárið 1968. Er síðast- nefndi titillinn hér lauslega þýddur. Kerfið snýst til varnar Þessi stílbrögð voru kommúnista- stjórninni í Tékkóslóvakíu þyrnir í augum og fór svo að þau bönnuðu verkin. Var Havel jafnframt meinað að ferðast til útlanda. Það átti að þagga niður í andófsmanninum. Havel var haldið utan við menning- arlífið og gerðist hann verkamaður til að framfleyta sér. Árið 1977 var hann meðhöfundur að skjalinu Skrá 77 þar sem krafist var aukinna mannrétt- inda í Tékkóslóvakíu. Havel var orð- inn leiðtogi andófsins gegn kommún- ismanum og galt fyrir þá forystu með fangelsisvist. Árið 1989 var miðstýrður ríkis- búskapur kommúnismans að hruni kominn. Sovétríkin byrjuðu að liðast í sundur. Síðla hausts leiddi Havel frið- söm mótmæli, svonefnda flauelsbylt- ingu, er hann var í forsvari hundraða þúsunda sem kröfðust endaloka ein- ræðisins í Tékkóslóvakíu. Kommún- istar hrökkluðust frá völdum og var Havel í kjölfarið kjörinn forseti lands- ins. Nokkrum misserum síðar klofnaði landið í Tékkland og Slóvakíu, það var klofningur sem Havel lagðist gegn. Tékkar horfðu til vesturs og varð landið aðili að NATO og ESB. Havel fékk fjölda friðarverðlauna auk heiðursdoktorsnafnbóta. Frelsishetja fellur frá Reuters Á sigurstund Havel veifar til stuðningsmanna sinna í Prag 19. desember 1989. Hann lést í gær, 18. desember.  Leikskáldið og stjórnmálaleiðtoginn Vaclav Havel er látinn eftir langvinn og erfið veikindi  Hæddist að skrifræði kommúnismans í Tékkóslóvakíu og leiddi landið á braut til lýðræðis „Vaclav Havel var einn merkasti Evrópumaður okkar tíma,“ skrifaði Carl Bildt, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, á vefinn er hann hafði spurnir af andlátinu. Fjöldi þjóðarleiðtoga vottaði Havel virðingu sína, þar á meðal Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sem sagði Þjóðverja standa í þakkarskuld við bar- áttumann fyrir frelsi og lýðræði sem hefði rutt brautina fyrir sameiningu Evrópu. En Merkel var hálffertug og búsett í A- Þýskalandi þegar andóf Havels varð þar mörgum að innblæstri. Lýst sem stórmenni LEIÐTOGA MINNST Baldur Sigurðsson, dósent í ís- lensku við Háskóla Íslands, hefur mikið álit á Havel sem leikskáldi. „Havel var geysilega merkilegur heimspekingur og listamaður og án efa í fremstu röð evrópskra leikskálda. Hann starfaði mikið fyrir leikhúsið Við grindverkið (Na zábradlí) í Prag, lítið framúr- stefnuleikhús á stærð við Iðnó í okkar samhengi. Töluvert var af litlum leikhúsum í borginni sem fóru ótroðnar slóðir. Havel var í hópi fremstu höfunda sem skrifuðu leikverk og settu upp sýningar. Verk hans voru mörg undir áhrif- um höfunda eins og Ionesco. Samræður leikpersóna hafa óræða merkingu og að því leyti var dálítið erfitt að negla verk Ha- vels fyrir þá sem vildu hanka fólk á pólitískum boðskap. Persónurnar töluðu í gátum, ef svo mætti segja. En eftir 1968 voru flest eða öll verk hans frumflutt erlendis og varla sýnd í heimalandinu fyrr en eftir byltingu, til dæmis Largo Desolato (1985) sem við Olga María Franzdótt- ir þýddum og var sýnt hér 1996.“ – Hefði Havels verið minnst sem listamanns ef það hefði komið í hlut einhvers annars að leiða flauelsbyltinguna? „Já. Vissulega. En hann var ekki maður fjöldans. Þetta voru engin skemmtiverk heldur margslungin ádeiluverk, oft grótesk. Leikhúsið við grindverkið var framúrstefnu- leikhús og höfðaði ekki sér- staklega til almennings. Ákveðinn hópur meðvitaðs fólks fylgdist vel með og vissi hvaða þýðingu verk Havels höfðu, en orðsporið gerði hann frægan,“ segir Baldur Sig- urðsson. Reuters Þjóðfáninn Þúsundir manna minntust Havels í miðborg Prag í gærkvöldi. „Geysilega merki- legur listamaður“  Verk Havels voru ekki við alþýðuskap Baldur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.