Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
„Þetta er algert met og hefur aldrei
gerst í Víkingalottóinu áður,“ segir
Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
Ofurtalan kom síðast upp um miðj-
an maí, fyrir 33 vikum, en Stefán
segir að samkvæmt tölfræðinni eigi
ofurpotturinn að ganga út 6-8 sinn-
um á ári.
Íslendingar unnið oftar en
tölfræðin segir til um
Þrír skiptu með sér fyrsta vinn-
ingi á miðvikudaginn en það voru
tveir Danir og einn Svíi sem hver
um sig fékk tæpar 300 milljónir
króna. Komi ofurtalan upp í næsta
útdrætti Víkingalottósins nemur
vinningurinn 3,6
milljörðum.
„Ofurpotturinn
hefur ekki hagg-
ast ansi lengi og
við vonum að
hann fari að
ganga út,“ segir
Stefán. „Við vilj-
um gjarnan fá
peninginn til Ís-
lands,“ bætir
hann við en líkurnar á að fá sex
réttar aðaltölur eru 1 á móti
12.271.512.
„Tölfræðilegar líkur eru hins-
vegar eitt og raunveruleikinn annað
og Íslendingar hafa unnið ansi mik-
ið í Víkingalottóinu, umfram töl-
fræðilegar líkur,“ segir hann. „Við
höfum því verið mjög heppin með
að fá vinninga til Íslands og erum
auðvitað mjög ánægð með það.“
Víkingalottó hófst hér á landi ár-
ið 1993 og er samstarf átta landa:
Íslands, Noregs, Danmerkur, Sví-
þjóðar, Finnlands, Eistlands, Lett-
lands og Litháens. 1. vinningur hef-
ur 18 sinnum komið í hlut
Íslendinga, sá hæsti 107,4 milljónir
í nóvember 2010.
Á nýju ári hefur EuroJackpot göngu sína en í því taka 13 þjóðir þátt. „Ís-
land er í hópi þjóðanna sem hafa verið í mörg ár að undirbúa EuroJack-
pot. Það mun líklega hefjast í vor en við erum ekki í fyrstu bylgjunni sem
er með heldur annarri, sem hefur þátttöku í lok árs 2012. EuroJackpot er
mjög spennandi verkefni,“ segir Stefán en þar geta stærstu vinningarnir
orðið allt að 14 milljarðar króna. „Þarna er um gríðarlegar upphæðir að
ræða sem gætu skipt miklu máli hvað varðar það góða starf sem við
styðjum við.“
1. vinningur allt að 14 milljarðar
ÍSLAND Í EUROJACKPOT
Aldrei áður liðið jafnlangur tími
á milli ofurpotta í Víkingalottóinu
33 vikur síðan ofurtalan kom síðast upp Á að gerast 6-8 sinnum á ári
Stefán
Konráðsson
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
Opið virka daga 11:00 - 18:00
Laugardag 10:00 - 13:00
www.tk.is
ERUM EINGÖNGU
Á LAUGAVEGI 178
6 glös í kassa verð frá 4.179 kr.
KAMPAVÍNSGLÖS
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
KAMPAVÍNSGLÖSUM (12 teg)
Eddufelli 2, sími 557 1730 • Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið í dag kl. 10-18 • Opið í Bæjarlind gamlársdag kl. 10-12
www.rita.is
ÚTSALAN
ER HAFIN
50% afsláttur
af allri útsöluvöru
10% afsláttur
af annarri vöru
Gleðilegt nýtt ár
Óskar Maríusson efna-
verkfræðingur lést á
heimili sínu aðfaranótt
28. desember, 77 ára að
aldri. Óskar fæddist 23.
júní 1934 á Akranesi,
sonur Maríu Kristínar
Pálsdóttur húsfreyju og
Maríusar Jónssonar,
vélstjóra í Reykjavík.
Óskar lauk stúdents-
prófi árið 1954 og dipl.
chem.-prófi í efnafræði
frá Technische Hoch-
schule í Darmstadt í
Þýskalandi 1961.
Hann starfaði hjá
Málningu hf í Kópavogi
1962-1992, síðustu 15 árin sem
tæknilegur framkvæmdastjóri.
Hann var einnig stundakennari við
Menntaskólann í Reykjavík, við öld-
ungadeild MH, forstöðumaður um-
hverfisdeildar Vinnuveitendasam-
bands Íslands og verkefnisstjóri
umhverfismála hjá Samtökum at-
vinnulífsins.
Óskar átti sæti í nefnd um þróun
iðnaðar á vegum Rannsóknaráðs rík-
isins, var í stjórn
Iðnþróunarfélags
Kópavogs, sat í Staðla-
ráði Íslands og var í
stjórn Landverndar.
Hann var fulltrúi at-
vinnurekenda í fjölda
nefnda og stjórna.
Hann var í stjórn
Vinnueftirlits ríkisins,
sat fyrir hönd um-
hverfisráðuneytisins í
spilliefnanefnd, sat í
hollustuháttaráði og
umhverfisfræðsluráði,
auk fjölda nefnda á
vegum umhverfisráðu-
neytisins. Óskar var
formaður efnaverkfræðideildar
Verkfræðingafélags Íslands, EVFÍ,
og sat um tíma í stjórn VFÍ. Óskar
skrifaði m.a. kennslubækurnar
Efnafasar 1 og 2 og Efnafræði.
Eftirlifandi eiginkona Óskars er
Kristbjörg Þórhallsdóttir leiðsögu-
maður. Börn þeirra eru Maríus,
kerfis- og rekstrarfræðingur, Ragn-
ar, grafískur hönnuður, og Þórhall-
ur, tæknifræðingur.
Andlát
Óskar Maríusson
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Árið 2011 var í heildina litið hlýtt þrátt fyrir
tvenn stór kuldaköst sem settu svip á árið. Þetta
kemur fram í bráðabirgðayfirliti Trausta Jóns-
sonar á vef Veðurstofunnar
Meðalhiti í Reykjavík á árinu var einu stigi
fyrir ofan meðallag á árunum 1961 til 1990 og 0,4
stigum hærri en meðallag áranna 1931 til 1960.
Er þetta átjánda hlýjasta ár sem mælst hefur í
Reykjavík síðan samfelldar mælingar hófust ár-
ið 1871. Svipaða sögu er að segja af Stykkishólmi
og Akureyri. Meðalhiti í Stykkishólmi í ár var
0,9 stigum yfir meðallagi en á Akureyri mældist
hann 0,8 stigum ofan við meðallag. Um síðustu
mánaðamót skall á töluvert kuldakast á lands-
vísu sem stóð yfir fram í desember, annað stórt
kuldakast skall á fyrr á árinu á Norðausturlandi
í lok maí en það stóð yfir fram í júní.
Mikil úrkoma á árinu
Nokkuð mikil úrkoma einkenndi árið. Þann-
ig mældist úrkoma í Reykjavík 10% yfir meðal-
lagi og í aprílmánuði mældist einungis einn þurr
dagur í borginni. Líkt og á síðustu árum mældist
óvenjumikil úrkoma á Akureyri, þá sérstaklega í
maí og október, en úrkoman mældist þar 30% yf-
ir meðallagi.
Mikið var um snjó í höfuðborginni á árinu.
Alhvítir dagar í Reykjavík voru 10 fleiri en að
meðaltali á árunum 1961 til 1990. Ekki hafa
mælst jafnmargir alhvítir dagar í Reykjavík í
desember síðan samfelldar snjóathuganir hófust
í borginni árið 1921. Alhvítt var alla daga desem-
bermánaðar á Akureyri en þrátt fyrir það voru
30 færri alhvítir dagar þar á árinu en á meðalári.
Þrátt fyrir kuldaköst var hlýtt í ár
Hiti var yfir meðallagi í Reykjavík, á Akureyri og í Stykkishólmi Mikil úrkoma um land allt
Aldrei hafa jafnmargir alhvítir dagar verið í desember í Reykjavík síðan mælingar hófust
Morgunblaðið/Eggert
Hlýindi Þrátt fyrir tvö stór kuldaköst var nokkuð hlýtt veður á landinu á árinu sem er að líða.
Veðrið
» Þetta er tíunda árið í röð
þar sem úrkoma mælist um-
fram meðallag á Akureyri.
» Meðalvindhraði á landinu
var sá mesti sem mælst hefur
síðan árið 1993.
» Apríl og nóvember voru
óvenjuhlýir mánuðir á lands-
vísu.
» Júnímánuður á Akureyri
var sá kaldasti sem mælst
hefur frá því árið 1952.
» Óvenjumikil snjókoma
mældist í Reykjavík í desem-
bermánuði.
» Í Reykjavík mældist snjó-
dýpt í desember 33 cm en
aldrei áður hefur mælst þar
jafnmikil snjódýpt í desember.
Lögregla höfuðborgarsvæðisins
hafði á miðvikudagskvöld afskipti af
karli og konu í árabát í Reykjavík-
urhöfn. Báturinn var enn við bryggj-
una þegar laganna verðir komu á
vettvang en fólkið sagðist hafa íhug-
að að fara á bátnum út í Viðey.
Fólkið var ekki undir áhrifum
vímuefna en ekki í björgunarvestum
og ekki með þau meðferðis. Því var
bent á augljósar hættur og gert að
ganga frá bátnum.
Ætluðu vanbúin á
árabát út í Viðey
Samtök ungra
bænda lýsa ein-
dreginni ánægju
með þá vilja-
yfirlýsingu sem
nú hefur verið
gerð milli
Bændasamtaka
Íslands, Lands-
sambands kúa-
bænda og sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, þess efnis að
komið verði á nýliðunarstuðningi í
mjólkurframleiðslu á Íslandi.
Í tilkynningu frá samtökunum er
einnig lýst sérstöku þakklæti til
Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra fyrir störf
hans.
Ungir bændur fagna
nýliðunarstuðningi
Breytingar verða á akstri Strætó
bs. um áramót, eins og jafnan á
stórhátíðum.
Samkvæmt upplýsingum frá
byggðasamlaginu verður á morg-
un, gamlársdag, ekið eins og á
laugardegi til um klukkan 14, en þá
hætta vagnarnir akstri. Hvenær
akstri verður nákvæmlega hætt fer
eftir staðsetningu endastöðva.
Á nýársdag, sunnudaginn 1. jan-
úar, verður enginn akstur, en frá
og með 2. janúar verður akstur
strætisvagna með hefðbundnum
hætti.
Allar nánari upplýsingar má
finna í leiðabók og á leiðarvísi á
vefslóðinni strætó.is.
Strætó hættir akstri kl. 14 á morgun