Morgunblaðið - 30.12.2011, Síða 14
Ófærð í Reykjavík14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011
Björn Jóhann Björnsson
Kjartan Kjartansson
Mikil snjókoma setti daglegt líf á
höfuðborgarsvæðinu úr skorðum í
fyrrinótt og í gærmorgun. Fjöldi
ökumanna sat fastur í bílum sínum
sem hafði fennt inni yfir nóttina og
heilu íbúðargöturnar voru stíflaðar
með bílum sem komust ekki lengra í
þungri færðinni.
Fyrstu beiðnirnar frá ökumönn-
um um aðstoð bárust lögreglu þegar
á öðrum tímanum í fyrrinótt og voru
björgunarsveitir þá kallaðar út. Að
sögn Ólafar S. Baldursdóttur, upp-
lýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, bárust alls á annað
hundrað beiðnir um aðstoð frá því
um nóttina og fram til hádegis í gær.
Oft voru tveir til þrír ökumenn að
baki hverri beiðni og því hægt að
fullyrða að í það minnsta tvö hundr-
uð ökumenn hafi leitað á náðir
björgunarsveitarmanna. Tókst þeim
að bjarga öllum ökumönnunum úr
snjósköflunum áður en yfir lauk.
Þreyttir ruslakarlar
Starfsmenn við sorphirðu fengu
ekki síður en ökumenn að kenna á
snjófarganinu sem lagðist yfir höf-
uðborgina en að sögn Sigríðar Ólafs-
dóttur, rekstrarstjóra Sorphirðu
Reykjavíkurborgar, voru þeir þegar
farnir að dragast á eftir áætlun fyrir
gærdaginn. Um miðjan dag í gær
var ljóst að ekki næðist að klára
áætlunina fyrir daginn.
„Það fór allt í steik í [gær]morg-
un. Það eru bílar fyrir í götunum,
plön full og ruðningar út um allt.
Það er allt á móti okkur þessa dag-
ana. Fólk verður bara að sýna okkur
örlitla þolinmæði. Við reynum að
taka allt ef við komumst ef fólk set-
ur sorpið í poka,“ segir hún.
Miðað við veðurspána segir Sig-
ríður að líklega þurfi að hirða sorp á
gamlársdag til hádegis í versta falli.
Í dag verði líklega lögð áhersla á að
komast í stærri fjölbýlishús því
betra sé fyrir fólk í einbýli að geyma
poka af sorpi við tunnurnar. Sorp-
hirðufólk er skiljanlega orðið þreytt
eftir færðina undanfarið.
„Ég er alveg hissa á hvað þau eru
brosandi í þessu öllu saman en það
er auðvitað farin að síga þreyta á
mannskapinn. Þetta reynir rosalega
á,“ segir Sigríður.
Annríki hjá Vegagerðinni
Mikið annríki hefur verið hjá upp-
lýsingaþjónustu Vegagerðarinnar
um hátíðirnar, þar sem fjöldi fólks
er á ferðinni á milli landshluta. Jón
Hálfdán Jónason segir mikið hringt
í upplýsingasímann 1777 um færð á
vegum þó að öflugum vef sé haldið
úti á netinu, þar sem upplýsingar
um færð og veður eru uppfærðar
reglulega. „Þetta er búin að vera
mikil vetrarfærð og meiri en oft áð-
ur, ekki síst á suðvesturhorni lands-
ins. Snjórinn hefur verið töluverður,
eins og á Vestfjörðum, og þetta er
farið að minna mann á gamla tíma.
Heil kynslóð þekkir varla svona snjó
og færð sem honum fylgir,“ segir
Jón.
Fastur Bíleigendur þurftu margir að byrja daginn á að moka bíla sína út úr stæðum. Veðurstofan spáir meiri snjó í dag og ja
Morgunblaðið/Kristinn
Mokað Lögregla hvatti ökumenn til að fara ekki af stað nema á bílum sem
réðu við færðina. Það var helst á færi jeppa að komast leiðar sinnar í gær.
Morgunblaðið/RAX
Torfært Pósturinn og sorphirðufólk átti erfitt með að komast að húsum í
snjónum og var fólk beðið að moka gangstéttir og tröppur sínar.
Hundruðum ökumanna
bjargað úr snjósköflum
Fannfergi raskaði umferð í höfuðborginni Sorphirða á eftir áætlun
Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
Hjálp Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu hundruð ökumanna við að komast
leiðar sinnar í ófærðinni á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt og í gærmorgun.
Snjóamet í Reykjavík
» Snjódýptin í Reykjavík
mældist 33 cm kl. 9 í gær-
morgun og hefur ekki verið
meiri í desember frá því að
mælingar hófust hjá Veð-
urstofunni árið 1921.
» Til að finna meiri snjó í
Reykjavík en mældist í gær
þarf að fara allt aftur til árs-
ins 1983 þegar dýptin var 43
cm hinn 5. febrúar.
» Mesta snjódýpt sem
mælst hefur í Reykjavík frá
upphafi mælinga var 48 cm í
febrúarbyrjun árið 1952. Al-
hvítir dagar í desember
höfðu verið 27 í gær af 29,
sem er met.
Engar meiriháttar truflanir urðu á
akstri strætisvagna á höfuðborg-
inni þrátt fyrir þunga færð í gær.
„Þetta hefur gengið alveg ótrúlega
vel miðað við færð og aðstæður.
Það hafa auðvitað verið einhverjar
tafir en ekkert miðað við það sem
maður bjóst við eftir snjóinn í
[fyrri]nótt,“ segir Þórarinn Söe-
bech, varðstjóri hjá Strætó. Þegar
var byrjað að ryðja götur í borginni
þegar fyrstu leiðir strætisvagnanna
fóru af stað í gærmorgun. „Þetta
rétt slapp,“ segir Þórarinn.
Strætó komst leiðar
sinnar í fannferginu
Morgunblaðið/hag
Það var í nógu að snúast hjá leigu-
bílstjórum í höfuðborginni í gær en
margir tóku þann kost að panta
leigubíl frekar en að reyna að kom-
ast út úr snjósköflunum sjálfir.
„Eins og stelpurnar [á símanum]
sögðu þá var þetta bara eins og á
laugardagskvöldi. Það áttu greini-
lega margir í erfiðleikum með að
komast í vinnu,“ segir Vignir Þröst-
ur Hjálmarsson, deildarstjóri hjá
Hreyfli. Þegar mest var að gera í
gærmorgun voru allt að tuttugu lín-
ur á bið eftir að panta bíl.
Hjá BSR var einnig allt á fullu
fram yfir hádegi. „Við önnum þessu
ekki, það er allt á öðrum end-
anum,“ segir Sævar Hallgrímsson
hjá BSR sem man ekki eftir öðrum
eins degi lengi.
Eins og á laugar-
dagskvöldi hjá
leigubílastöðvum
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið um ófærðina