Morgunblaðið - 30.12.2011, Síða 30
Margrét Áskelsdóttir
White for Decay
Höfundur Sigríður Soffía Níelsdóttir
í samvinnu við dansarana; Ásgeir
Helga Magnússon, Cameron Corbett
og Hannes Þór Egilsson.
„Í verkinu er unnið með ólíkar
aðstæður, sambönd fólks, örvænt-
ingu og hvernig manneskjan getur
breyst eftir að hafa gengið í gegn-
um erfiðar aðstæður. Notast er
við ólík hreyfiform, m.a. sirkuslist,
nútímadans og stepp. Umgjörð
verksins; hljóðheimur, sviðsmynd,
búningar og lýsing, er mjög vel
útfærð. Verkið er því mjög sjón-
rænt og býr yfir sterkri heild. Sig-
ríður Soffía starfar nú í fyrsta
sinn með Íslenska dansflokknum
og kemur hún inn með ferska
strauma, sem er frábært að sjá
flokkinn vinna með. White for
Decay er án efa hápunktur dans-
veislunnar Sinnum þrír.“
Við sáum skrímsli
Höfundur Erna Ómarsdóttir. Verkið
er unnið í samstarfi við dansarana
Ásgeir Helga Magnússon, Sigríði
Soffíu Níelsdóttur, Lovísu Ósk
Gunnarsdóttur, Sigtrygg Berg Sig-
marsson og Valdimar Ómarsson.
„Erna Ómarsdóttir hefur lengi
fjallað um dýrslegt eðli og furðu-
verur. Í verkinu Við sáum skrímsli
er þessu dýrslega eðli gefin ný
staðsetning þar sem hryllingur
raunveruleikans og dökkar hliðar
mannsins eru teknar fyrir á súr-
realískan og martraðarkenndan
hátt. Andstæður og viðbjóðslegar
hvatir mannsins eru meg-
inefniviður verksins. Fjallað er um
sterka fýsn mannsins til þess að
búa til eitthvað „fallegt“ með ann-
ars viðbjóðslegum gjörðum. Illsk-
an, greddan og viðbjóðurinn sem
við breiðum sífellt yfir er tekið
upp á yfirborðið.
Í verkinu er gengið alla leið í að
beita stefjum úr kvikmyndum,
trúarbrögðum og þjóðsögum.
Verkið skiptist í jafna þætti, vel er
unnið úr hreyfiformum og öll um-
gjörð fallega samtvinnuð, svo að
stefin öðlast nýtt líf.“
Fullkominn dagur til drauma
Höfundur Anton Lachky frá Slóveníu
„Lachky vill skapa draum-
kenndar aðstæður í þessu verki
sem líkjast súrrealískum myndum
með mismunandi sögum í ólíkum
litum innan sama ramma sem
hangir á sama vegg. Þessi skír-
skotun hans í ramma og vegg er
skemmtileg vegna þess að sviðs-
myndin er hvítur dansdúkur og
hvítur veggur. Veggurinn líktist
hvítum renningi sem hangir frá
lofti og leggst niður á allt dans-
gólfið og minnir þetta dálítið á
dæmigert gallerírými. Lýsingin
var mjög vel heppnuð, hún var
nokkuð gulleit og þrátt fyrir lit-
ríka búninga olli hún því að dans-
ararnir virtust draumkenndir eða
óraunverulegir. Í lokakaflanum
minntu þeir jafnvel á styttur frá
endurreisnartímabilinu sem vökn-
uðu til lífsins. Tónlistin var úr
sálumessu Giuseppe Verdi og
sálumessu í d-moll eftir Luigi
Cherubini og var hún mjög áhrifa-
mikill þáttur sýningarinnar.“
Danssýningar
ársins
Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Skírskotun Í Full-
komnum degi til
drauma vill
Lachky skapa
draumkenndar
aðstæður sem
líktust súrreal-
ískum myndum.
Sjónrænt Í White for
Decay var unnið með
ólíkar aðstæður,
sambönd fólks og ör-
væntingu.
Tilfinningaskali Í Við sáum
skrímsli döðruðu dansararnir við
að ofbjóða áhorfendunum.
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011
Staða orðlistarinnar, stjórn-mála- og athafnamanna ogjafnvel fátæklinga er svobreytt frá sögu- og rit-
unartíma Heimsljóss að erfitt er að
færa innihaldið upp á samtímann,
jafnvel þó að það séu erfiðir tímar og
atvinnuþref. Það því er að mínu mati
best að ganga inn í leikverkið og
njóta þess á þess eigin forsendum.
Það er álag að gera leikgerð eftir
jafn stórri og frægri skáldsögu sem
margir áhorfenda hafa lesið og koma
jafnvel til að sjá sitt uppáhaldsatriði
í. Allir verða þó að geta notið sýning-
arinnar undirbúningslaust og án
þess að hafa bókina í hendinni. Þetta
gengur nokkuð vel upp í leikgerð
Kjartans. Sæmilega leiklæs áhorf-
andi á hér að fá áhugaverða sögu.
Þeir sem þekkja verkið njóta þess þó
sennilega betur því hér er að finna
sambönd, samtöl og ræður sem gott
er að hafa kynnst fyrirfram.
Heimsljós segir frá lífi og upp-
vexti niðursetningsins Ólafs Kára-
sonar Ljósvíkings sem þráir að
verða skáld. Fyrst býr hann á bæn-
um Fæti undir Fótafæti en síðan
flytur hann til Sviðinsvíkur þar sem
hann fær sinn skerf af fátækt,
stéttaátökum, kynnist óhefluðum at-
hafnamanni og konum. Kjartan hef-
ur sagt að hann hafi valið leitina að
fegurðinni sem þráðinn til að gera
leikgerð úr. Það virðist skynsamlegt
val og þarft á okkar kaldhæðnu tím-
um.
Einn meginkostur þessarar upp-
færslu er bráðskemmtileg, hröð og
hugvitssamleg framsetning. Þetta
kemur ekki síst fram í einfaldri leik-
mynd með snjöllum lausnum. Lúgur
á gólfi kalla í upphafi fram stemn-
ingu baðstofu þar sem komið er upp
stigann. Hvít hrúga aftast fyrir
miðju sviði getur eftir atvikum þjón-
að sem jökull og saltbingur. Kassi
fremst á miðju sviðinu getur jafnt
verið heimili Ólafs Kárasonar sem
pallur til að halda af barátturæðu,
auk þess sem hægt er að lyfta hon-
um af sviðinu. Í sviðsjöðrum vinstra
og hægra megin eru svo bárujárns-
veggir með stórum dyrum. Mér
fannst þetta ásamt búningum gefa
stað og tíma verksins vel til kynna.
Leikritið er þrír og hálfur tími í
flutningi þegar hléin eru meðtalin.
Tveir leikarar leika Ólaf Kárason
samtímis en þá leið hefur Kjartan
meðal annars valið til að geta skilað
innra samtali Ólafs við sjálfan sig.
Ekki er sjálfgefið að slík framsetn-
ing gangi upp. Það er hins vegar
reyndur og flinkur leikhúsmaður
sem hér heldur um tauma. Björn
Thors er yngri Ólafur og Hilmir
Snær leikur hann eldri. Báðir skila
þeir sínu nokkuð vel og samspil og
afskipti þeirra hvor af öðrum koma
vel út. Þeir eru hins vegar ekki líkir
og aldursmunur þeirra er ekki áber-
andi þannig að áhorfandinn hefur
engan stuðning af því. Mér finnst
Björn hreinni og beinni í túlkun
sinni en þó heldur bernskur á köfl-
um. Hilmir Snær er, að minnsta
kosti framan af, með einhvers konar
skáldlega bjögun á röddinni sem
mér fannst ekki til bóta.
Samskiptum Ólafs Kárasonar við
hið fagra kyn eru gerð nokkuð góð
skil í verkinu. Innan ramma leik-
verksins fannst mér kvenhylli hans
ekki vel skiljanleg. Ef til vill er orðið
erfiðara fyrir nútímamanninn að
meðtaka að hægt sé að hrífa konur
með skáldskaparorðum. Kannski
komast orðkynngi og töfrar skálds-
ins ekki nógu vel yfir í verkinu.
Mögulega er auðveldara að fá mann
til að trúa þessu í skáldsögu en leik-
riti.
Þó að texti Halldórs Laxness sé
almennt magnaður finnst mér sam-
töl í skáldsögum hans oftast betur
fallin til að vera lesin sem hluti af
skáldverki en mælt fram (nema
kannski af honum sjálfum). Orðið
duggunarlítið mun til dæmis seint
hljóma eðlilega á nútímasviði.
Leikarar sýningarinnar skila hlut-
verkum sínum vel. Pálmi Gestsson
er kostulegur sem Pétur þríhross
sem og Jóhannes Haukur Jóhann-
esson sem Jens Færeyingur. Ólafur
Egill Egilsson leikur hinn berkla-
veika baráttumann Örn Úlfar þann-
ig að manni varð ósjálfrátt þungt
fyrir brjósti. Stefán Hallur Stef-
ánsson var bæði góður sem Just og
oddvitinn og þá ekki síður Þorsteinn
Bachmann sem Nasi og presturinn.
Þær Vigdís Hrefna, Þórunn Arna og
Svandís Dóra eru hver á sinn hátt
þekkilegar sem Þórunn í Kömbum,
Vegmey og Jóa í Veghúsum. Ólafía
Hrönn skilaði Jarþrúði með eft-
irminnilegum hætti. Það var líka
skemmtileg hugmynd að láta Sigurð
Breiðfjörð, hetju Ólafs Kárasonar,
birtast ljóshvítan.
Kjartan Ragnarson hefur hér
reitt fram áhugaverða sýningu.
Framvinda er hröð og áhugaverð,
möguleikar (og stundum jafnvel
stælar) leikhússins eru skemmtilega
nýttir. Ekki hreyfðu þó mörg atriði
beinlínis við tilfinningunum, ekki
einu sinni dauði litlu dóttur skálds-
ins.
Þegar ég horfi til baka til þessarar
uppfærslu er túlkun Ólafíu Hrannar
á Jarþrúði, staða persónu hennar og
samspil við persónu Ólafs Kárasonar
og viðbrögð hans kannski það sem
helst mun lifa í minningunni.
Heimsljós bbbmn
Heimsljós eftir Halldór Laxness í leik-
gerð Kjartans Ragnarssonar. Leikarar:
Arnar Jónsson, Björn Thors, Guðrún
Snæfríður Gísladóttir, Hilmir Snær
Guðnason, Jóhannes Haukur Jóhann-
esson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson,
Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra
Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir,
Þorsteinn Bachmann, Þórunn Arna
Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson.
Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar:
Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist: Kjartan
Sveinsson. Lýsing: Halldór Örn Ósk-
arsson. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson.
Stóra svið Þjóðleikhússins, 26. desem-
ber.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Áhugaverð Einn meginkostur uppfærslu Þjóðleikhússins á Heimsljósi er
bráðskemmtileg, hröð og hugvitsamleg framsetning.
Möguleikar leikhússins vel nýttir
Topplistar ársins 2011
Gagnrýnendur og blaðamenn Morgunblaðsins velja
það besta í listum á árinu
[Sjá einnig lista á næstu dögum]