Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 12

Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Verð á búvörum hækkaði um 11% á þessu ári og hefur lambakjöt t.d. hækkað um 20% á sama tíma og neysluverðsvísitala hækkaði um 5,3%. Búvörur hækkuðu hins vegar mun minna en aðrar vörur á árunum 2008-2010. Frá ársbyrjun 2008 hafa innfluttar matar- og drykkjarvörur hækkað um 71%, en búvörur hafa hækkað um 36%. Eftir að gengi krónunnar hrundi árið 2008 hækkuðu innfluttar vörur. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður vísitöludeildar Hagstofu Íslands, seg- ir hins vegar að hækkunin hafi komið inn á löngum tíma og sé raunar ekki öll komin fram ennþá. Hún segir að í sumum tilvikum hafi kaupmenn ekki treyst sér til að velta allri hækkuninni út í verðlagið og því tekið hluta henn- ar á sig. Eins sé hugsanlegt að versl- unin hafi náð hagstæðum samningum erlendis eða að Ísland hafi verið flutt niður um verðflokk, en þekkt er að er- lendir birgjar verðleggja vörur með tilliti til þess hvað markaður í hverju landi þolir. Lambakjötið hækkaði um 20% Á þessu ári hefur nautakjöt, svína- kjöt og lambakjöt hækkað um 19-20% og kjúklingar hafa hækkað um 9,5%. Mjólkurvörur hafa hækkað um 9% og egg um 16%. Á sama tíma hafa inn- fluttar matar- og drykkjarvörur hækkað um 4%. Þetta er allt önnur þróun en 2009 og 2010 þegar búvörur hækkuðu lítið og jafnvel lækkuðu á meðan innfluttar vörur hækkuðu mikið. Kostnaður við framleiðslu á búvör- um hér á landi ræðst að nokkru leyti af gengi krónunnar því aðföng eins og olía, áburður og kjarnfóður eru er- lendar vörur sem landbúnaðurinn þarf á að halda. Guðrún segir að þess- ar kostnaðarhækkanir hafi verið að skila sér inn í verð á búvörum á lengri tíma. Fleira kann að skýra hækkandi verð á búvörum. Verð til bænda hefur verið að hækka. Framboð á kjöti var talsvert minna í ár en verið hefur. Of- framboð var á svínakjöti í fyrra og hitteðfyrra og eins var mikið flutt út af lambakjöti í ár þar sem verð þar hefur hækkað. Segja má að hækkun heimsmarkaðsverðs á lambakjöti hafi skilað sér til Íslands þótt ekkert sé flutt inn af lambakjöti. Eins má velta fyrir sér hvort ákvörðun Samkeppnisstofnunar um að banna formerkingar á kjöti, sem tók gildi um mitt ár, hafi stuðlað að hækkun á verði til neytenda. Tölur Hagstofunnar sýna að í júní hækkaði verð á kjöti um 7%. Hafa ber í huga að á sama tíma fengu bændur hækkun. Kaffi hækkaði um 20% Dæmi eru um að innfluttar mat- vörur hafi lækkað á árinu. Þannig lækkuðu hrísgrjón um 7% og verð á hveiti breyttist sáralítið. Samt hækk- aði verð á brauði um 6,2%, en alþjóð- legur samanburður sýnir að verð á brauði á Íslandi er mjög hátt. Verð á kaffi hækkaði hins vegar um rúmlega 20%. Á sama tíma og búvörur hafa hækkað talsvert í verði hefur verð á grænmeti lækkað milli ára. Ein und- antekning er þó á því, en kartöflur hækkuðu um tæplega 23% á árinu. Ávextir hafa ekki hækkað mikið á árinu, ef ber eru undanskilin sem hækkuðu um 17% á árinu. Aftur á móti hefur verð á ávaxtasafa hækkað mikið eða um 14%. Verð á áfengi hef- ur ekki haldið í við verðbólgu og hækkað aðeins um 3,5%. Verð á opinberri þjónustu hefur hækkað talsvert á árinu. Þannig hef- ur sorphreinsun hækkað um 20% og holræsagjöld um 35%. Strætógjald hefur hækkað um 28%. Þá hafa leik- skólagjöld hækkað um 11% á árinu, en sem kunnugt er hafa sveitarfélög boðað verulega hækkun á leikskóla- gjöldum um áramót. Búvöruverð hækkaði um 11% í ár  Búvörur hækkuðu minna en verðbólga 2008-2010, en í ár hafa þær hækkað mun meira en verðlag  Innfluttar matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um 71% frá ársbyrjun 2008 en búvörur um 36% Verðbreytingar á árinu 2011 Heimild: Hagstofan -10% -5% 0% 0% +5% +10% +15% +20% +25% LÆKKUN HÆKKUN Verðbólga Matur og drykkjarvörur Kjöt Fiskur Mjólk Grænmeti Kartöflur Kaffi Viðhald á húsnæði Sorphreinsun Bílar Reiðhjól Bensín og olía Póstur Raftæki Blóm og garðyrkja Leikhús og tónleikar Gisting Leikskólar +5,2% +6,7% +12,5% +9% +9,6% +22,9% +20,5% +10% +20% +3,7% +19,2% +11,7% +21,4% +13,2% +16,5% +7,3% +10,8% –0,8% –4% Eftir hrun efnahagslífsins haustið 2008 hefur þjóðin breytt neyslumynstri sínu tals- vert. Í stað þess að kaupa nýja bíla eða fara til útlanda nota margir tímann í að ferðast inn- anlands, fara í leikhús eða tón- leika, hjóla, huga að viðhaldi hússins eða vinna í garðinum. Athyglisvert er að þessir liðir hafa einmitt hækkað talsvert mikið í verði á árinu. Pakkaferðir innanlands hafa hækkað um 13%, reiðhjól um 19%, leikhús og tónleikar um 16,5%, blóm og garðyrkja um 13%, íþróttaiðkun og tóm- stundir um 10% og viðhald og viðgerðir húsa um 10%. Það eru helst þeir sem hanga inni og spila tölvuleiki sem geta glaðst en verð á tölvuleikjum lækkaði um 6,6% á árinu og á tölvum um 9,3%. Ef tölvan bilar ertu hins vegar í vondum málum því að kostnaður við tölvu- viðgerðir hækkaði um 9,7% á árinu. Reiðhjól og leikhús hækka FLEST HÆKKAÐI Á ÁRINU FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Nýbyggingar eru enn í lágmarki á höfuðborgarsvæðinu sé tekið mið af tölum um fasteignamarkaðinn frá þjóðskrá. Nýbyggingar á svæðinu voru um 6% seldra eigna í nóvember og október. Síðustu tvö ár fyrir hrun námu nýbyggingar allt frá 11% og upp í 22% seldra eigna en hlutfallið hefur farið ört lækkandi síðan, ef frá er talið öfgagildi upp á 22% í nóv- ember árið 2009. Í skýrslu greiningardeildar Arion banka frá í september segir að nægt framboð sé af íbúðum á fasteigna- markaði eins og staðan er í dag, hins vegar megi gera ráð fyrir skorti á íbúðarhúsnæði árið 2013 taki ný- bygging ekki við sér. Ólíklegt sé þó að það gerist á meðan byggingar- kostnaður sé um fjórðungi hærri en markaðsverð fasteigna. Fasteignaverð hefur hækkað um nær 8% á árinu en vísitala fasteigna- verðs stóð í stað í síðasta mánuði. Augljóst er að dragi úr framboði nýrra eigna mun það stuðla að hækkun fasteignaverðs. Veltuaukning á markaði Samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands er veltuaukning á höfuðborgarsvæðinu 57%. Velta á fasteignamarkaði á landinu öllu hef- ur aukist um 45% á milli ára en heildarviðskipti með fasteignir á landinu öllu numu rúmum 170 millj- örðum króna samkvæmt upplýsing- um frá þjóðskrá. Um 6.600 kaup- samningum var þinglýst og nemur því meðalupphæð hvers samnings um 26 milljónum króna. Velta síð- asta árs nam tæpum 119 milljörðum en á bak við þá tölu eru 4.707 kaup- samningar. Fjölbýli dýrast í miðbænum Tölur frá Þjóðskrá Íslands yfir fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu sýna að fermetraverð í fjölbýli er dýrast í litlu fjölbýli í Reykjavík, það er undir 50 fermetrum. Hagkvæm- ast er að kaupa í Garðabæ en þar kostar fermetri í 200 metrum og stærra 160 þúsund krónur. Það er svo aftur spurning hversu margar eignir eru á bak við þá tölu. Í sjálfu sér þarf ekki að koma á óvart að smærri íbúðir séu dýrari, enda fyrstu fermetrarnir oft dýrast- ir. Staðsetning skiptir líka máli og margir eru til í að borga meira fyrir íbúðir sem eru í og við miðbæðinn en í úthverfi. Þegar horft er á sérbýlin eru þau stærstu með ódýrasta fermetra- verðið. Í Reykjavík fer fermetrinn á eign sem er 250 fermetrar og stærri á 196 þúsund á meðan hann er á 187 þúsund krónur í Mosfellsbæ. Dýr- astur er hins vegar fermetrinn í sér- býlum í Seltjarnarnesi sem eru á bilinu 100-150 fermetrar. Þar kostar hver fermetri 322 þúsund krónur. Nýbyggingar enn í lágmarki Hlutfall nýbygginga af seldum fasteignum 25% 20% 15% 10% 5% 0% Höfuðborgarsvæðið 2006 (júlí-des.) 2007 2008 2009 2010 2011 (jan.-nóv.)  Fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu lægst í stóru fjölbýli í Garðabæ  Dýrasti fermetrinn í með- alsérbýli úti á Seltjarnarnesi  Nær helmingsveltuaukning á fasteignamarkaði frá árinu 2010 Meðalverð á fermetra á höfuðborgarsvæðinu miðað við stærð og gerð íbúðar (fermetraverð í þús. kr.) 50- 100 Sérbýli Fjölbýli m2 <50 100- 150 150- 200 200+ 50- 100<50 100- 150 150- 200 200+ Hæsta verð á Seltjarnarnesi Lægsta verð í Mosfellsbæ Hæsta verð í Reykjavík Lægsta verð í Garðabæ 350 300 250 200 150 100 50 0 Fe rm et ra ve rð íþ ús .k r. 32 2 27 4 26 0 27 3 25 7 23 4 20 2 19 4 18 7 28 6 24 2 25 8 22 1 24 4 21 8 22 2 21 8 16 0 Lægst Hæst Hæst Lægst „Fasteignamarkaðurinn hefur tek- ið mjög vel við sér síðan um mitt ár 2010. Árið 2011 hefur verið upp á við og raunveltuaukningin um 60%,“ segir Ingibjörg Þórð- ardóttir, formaður félags fast- eignasala. Hreyfing sé enn of lítil á markaði miðað við fjölda fasteigna sem sé um 120.000 á Íslandi. Kaupsamningar séu farnir að ná 100 á viku en hins vegar vanti tals- vert upp á að markaðurinn sé bú- inn að ná eðlilegu jafnvægi. Til þess þyrftu kaupsamningar að vera um 200 á viku. „Hækkunin á fasteignaverði nemur að meðaltali um 8% þótt margar spár hafi lotið í aðra átt,“ segir Ingibjörg. Fasteignin hafi því komið best út sem fjárfest- ingakostur. Hvað nýbyggingar varðar fari að verða skortur á þeim en 2.500 íbúðir þurfi árlega til eðlilegrar endurnýjunar og uppbyggingar. „Þá ráðum við varla við það þar sem vélakostur er að ganga úr sér og mannaflinn farinn annað. Þetta þarf að byggja upp aftur.“ Vantar upp á jafnvægi FASTEIGNAMARKAÐUR Ingibjörg Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.