Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 36

Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 36
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Anna Mjöll óskar eftir skilnaði 2. Snjó kyngir niður 3. Þungfært vegna fannfergis 4. Samskiptin við Ólaf alltaf eðlileg »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur óskað eftir skilnaði við eiginmann sinn, Cal Worthington. Í frétt dægurmenning- armiðilsins TMZ kemur fram að Anna Mjöll hafi óskað eftir því að fá fjár- hagslegan stuðning frá eiginmann- inum fyrrverandi. Anna Mjöll óskar eftir skilnaði  Gæðasveitin Leaves mun senda frá sér nýja hljóðversplötu á næsta ári að sögn Arnars Guðjóns- sonar, gítarleikara og söngvara. Eftir sveitina liggja alls þrjár plötur en sú síðasta, We Are shadows, kom út árið 2009. Áður höfðu komið út plöturnar Breathe (2002) og The Angela Test (2005). Ný Leaves-plata á næsta ári  Tökur hefjast 3. janúar næstkom- andi á tólf sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á barnasöngleiknum Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Mar- íu Sigurðardóttur, Kikku. Þættirnir fjalla í grunninn um ein- elti og hvernig láta megi af óæskilegri hegðun en varðveita um leið vináttuna. Tökurnar fara fram í myndveri Latabæjar og hefjast sýningar á þáttunum á Stöð 2 haustið 2012. Leikstjóri er Sæv- ar Guðmundsson. Ávaxtakarfan í 12 sjónvarpsþáttum Á laugardag (gamlársdagur) Suðlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él sunnan- og vestanlands, annars hægari og úrkomulítið. Hiti yfir- leitt 0 til 5 stig, en fer kólnandi síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 13-18 m/s, með snjókomu syðra, en síðan rigning eða slydda síðdegis. Frost 0-8 stig. Snýst í suð- vestan 13-18 með skúrum eða slyddu suðvestantil í kvöld. VEÐUR Hlynur Bæringsson lét skyn- semina ráða för á dögunum þegar hann framlengdi samning sinn við Sundsvall um þrjú ár. „Mér fannst þetta góður kostur því ég er með þrjá grislinga og þarf svolítið öryggi. Ég er í þeirri stöðu að ég get ekki verið háður frammi- stöðu eða heilsufari á hverju ári til að fá samning árið eft- ir,“ sagði Hlynur við Morg- unblaðið. »2 Með þrjá grislinga og þarf öryggi Kristinn Steindórsson, sóknarmað- urinn skæði úr Breiðabliki, hefur ákveðið að ganga til liðs við sænska liðið Halmstad. Leikmenn úr Breiðabliki hafa verið iðnir við að halda út í atvinnu- mennsku en Krist- inn er sá fjórði á skömmum tíma sem heldur utan. »1 Enn einn Blikinn í atvinnumennsku „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég átti alveg von á þessu,“ sagði Heiðar Helguson við Morgunblaðið en hann framlengdi í gær samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið QPR og er nú bundinn því fram til vors 2013. Heið- ar hefur spilað frábærlega með nýlið- unum á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni með sjö mörk. »1 Heiðar búinn að framlengja við QPR ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson Kjartan Kjartansson Fannfergið á höfuðborgarsvæðinu olli íbúum miklum vandræðum í gær og snjómoksturstæki höfðu vart undan. Björgunarsveitir og lögregla höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt og framan af degi við að aðstoða öku- menn að losna úr snjónum og koma fólki í og úr vinnu. Kostnaður við snjómokstur hjá bæði Vegagerðinni og Reykjavíkurborg er kominn langt fram úr áætlunum ársins. Snjódýpt hefur ekki verið jafn- mikil í desembermánuði í Reykjavík frá því að veðurmælingar hófust árið 1921. Klukkan níu í gærmorgun mældist dýptin 33 cm og hafði þá á einum sólarhring aukist um 13 cm, sem að sögn Þórönnu Pálsdóttur veðurfræðings verður að teljast ágætis úrkoma á einum sólarhring þó að dæmi séu um mun meira magn á einum degi. Til að finna meiri snjó í Reykjavík en mældist í gær þarf að fara allt aftur til febrúarmánaðar árið 1984 þegar 43 cm dýpt mældist 5. febrúar. Fyrir rúmum tíu árum, eða 2001, fór dýptin í Reykjavík í 31 cm hinn 3. og 5. desember. Snjóa- metið í Reykjavík er síðan í febrúar 1952 þegar dýptin fór í 48 cm, sem var það mesta frá upphafi mælinga 1921. 27 alhvítir dagar af 29 Samkvæmt upplýsingum frá Þór- önnu var mikill snjór einnig í Reykjavík áramótin 1978-1979. Á gamlársdegi 1978 mældist snjódýpt- in 32 cm en daginn eftir, nýársdag 1979, hafði enn meira bæst við og dýptin fór í 39 cm. Ef aðeins er skoð- aður desembermánuður var snjór- inn töluverður í Reykjavík árið 1984, eða 32 cm djúpur hinn 21. og 22. des- ember það ár. Þóranna segir desembermánuð þetta árið einnig sérstakan að því leyti hve margir dagar hafi verið alhvítir, eða 27 af 29 mögulegum í gær. Um met er að ræða en mest var það áður 24 dagar í desember. Al- hvítt var orðið í Reykjavík 26. nóv- ember sl. og hefur snjór verið yfir meira og minna síðan. Snjómoksturstæki höfðu í nógu að snúast í gær. Bara í Reykjavík voru um 50 tæki á ferðinni og alls um 75 manns að störfum við moksturinn. Áhersla var lögð á að ryðja stofn- brautir og helstu umferðargötur en tvo daga gæti tekið að ryðja allar gangstéttir. Þar var borgin aðeins með átta tæki til taks. Kostnaður við mokstur stefnir vel yfir 300 milljónir króna á þessu ári, sem er nokkuð umfram áætlun. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að kostn- aður við snjómokstur gæti farið í um 1.900 milljónir kr. á þessu ári en heildarfjárveiting til vetrarþjónustu var áætluð 1.630 milljónir. MÓfærð í Reykjavík »14-15 Mesti snjór í Reykjavík í 27 ár  Snjódýptin ekki verið meiri í desem- ber síðan mælingar hófust árið 1921 Morgunblaðið/RAX Ófærð Fólk fékk aldeilis að kenna á snjónum í gær, m.a. þessi starfsmaður Toyota í Kópavogi sem þurfti að hreinsa mikinn snjó af bílunum á stæðinu. Þegar litið var yfir upplýs- ingakort Vegagerðarinnar í gær yfir færð og veður voru vegir að- eins auðir gegnum jarðgöngin, merktir grænum lit. Á öllum öðrum vegum var ýmist hálka, snjókoma, þæfingur, skafrenn- ingur, ófærð eða verið að moka. Jón Hálfdán Jónasson hjá upp- lýsingaþjónustu Vegagerðar- innar segir þessa stöðu hafa verið nokkuð algenga í desem- bermánuði og mikið hafi verið hringt í upplýsingasímann, 1777. HRINGVEGURINN Aðeins autt í göngunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.