Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HÉRNA KOMA JAÐARHÓPARNIR HALLÓ, HÉRNA UPPI!BRJÓTIÐ GLERIÐ Í NEYÐ BRJÓTIÐ GLERIÐ Í NEYÐ BRJÓTIÐ GLERIÐ Í NEYÐ HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR HRÓLFUR? LÁTUM OKKUR NÚ SJÁ... ...EITTHVAÐ SEM RENNUR VEL NIÐUR, MEÐ FLÓKNU BRAGÐI OG ER EINSTAK- LEGA SKANDI- NAVÍSKT! KOMDU MEÐ EINA FLÖSKU AF BRENNIVÍNI! ÉG HEYRÐI AÐ ÞÚ HEFÐIR FARIÐ Í FEGRUNAR- AÐGERÐ SÉST ÞAÐ Á MÉR? FYRIRGEFÐU AÐ ÉG SETTI ALLT Á FLOT Í KJALLARANUM OG SKEMMDI BLÖÐIN ÞÍN *AND- VARP* ÞAÐ VERÐUR AÐ HAFA ÞAÐ ÉG ÆTLA AÐ REYNA AÐ GERA ÞAÐ SEM ÉG GET TIL AÐ LAGA ÞETTA ÉG SKIL ÞETTA EKKI, IRON MAN RÉÐST Á MIG... EN STÆRSTA SPURNINGIN ER... AF HVERJU ERUM VIÐ AÐ SLÁST? ...SVO FLÝR HANN ÞEGAR HANN ER AÐ VINNA Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Dalbraut 18-20 | Söngstund fellur niður í dag. Óskum gestum félagsmiðstöðv- arinnar gleðilegs nýs árs. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í Boðanum, Boðaþingi 9 kl. 13.30. Stjórnendur Örn Aanes og Fríða. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.15, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20. Starfsfólk Gjábakka óskar gestum sínum gleðilegrar hátíðar og minnir á kynningu á starfseminni til vors sem verður 3. jan. kl. 14. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofan opin. Kynning á vetrastarfi í Gullsmára mið. 4. janúar kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opið í Jónshúsi frá kl. 9.30. Innritun í íþróttir og námskeið 3.-6. janúar. Sjá heilsíðuauglýsingu í Garðapóstinum í gær. Starfsfólk Jónshúss óskar eldri borgurum og þjónustuþegum öllum far- sældar á nýju ári og þakkar góð sam- skipti á árinu sem er að líða. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Bænastund kl. 10.15. Norðurbrún 1 | Myndlist/útskurður kl. 9. Bingó kl. 14. Vesturgata 7 | Setustofa kl. 9, enska kl. 10.15, tölvukennsla byrj. kl. 12.30, tölvu- kennsla framh kl. 14.10, sungið v/flygil kl. 13.30. Dansað í aðalsal kl. 14.30. Bróðursonur Davíðs HjálmarsHaraldssonar býr í borginni og var á ferðinni í gærmorgun. Taldi hann ekkert að færi þarna syðra; þetta væri bara föl, og hann hefði komist allra sinna ferða á fólksbíl. Hins vegar hefðu víða ver- ið til vandræða bílar, strandaðir á sínum sléttu sumardekkjum, enda hvetur lögreglan menn til að þvæl- ast ekki um á vanbúnum bílum. Davíð Hjálmar sendir vísu suður af því tilefni: Í Reykjavík nú rembast menn við að ryðja snjó með skafýtum og tólum og borgarlöggan biður menn um það að búa ökutækin fjórum hjólum. Stefán Vilhjálmsson býr líka fyr- ir norðan, trúir varla sínum eigin eyrum og skrifar pistil: „„Bara föl“, hvaða vitleysa er þetta í drengnum! Ég heyrði sjálfur í útvarpinu í morgun að allt væri meira og minna ófært í Rvk „eftir fannfergið í nótt“. Í hádegisfréttum var reynd- ar búið að breyta í „eftir fannkom- una í nótt“. Málfarsráðunauturinn hefur komist í málið. En vissulega er betra að vera bærilega útbúinn: Í Reykjavík er ruddi um sinn, rekur skafla saman. Þar getur dugað Gráni minn með glæný dekk að framan.“ Það fylgir sögunni að Gráni er Citroën BMX árg. 1988. Pétur Stefánsson hefur lifað hinu ljúfa lífi yfir hátíðirnar og yrkir: Aftur kominn er ég á ról eftir veisluhöld og fleira. Ég hef þyngst um þessi jól 3 pund, eða jafnvel meira. Tvö af erindum úr ljóðabók Bjarna Valtýs Guðjónssonar misrit- uðust er þau birtust í Vísnahorninu á Þorláksmessu. Er hann beðinn velvirðingar á því. Svona eru þau rétt: Hillti undir land úr hafi himins mót ljósu trafi, árgeisli bjarma bar. Ákaft nú áfram haldið, eflt skyldi konungsvaldið, synt yfir mjúkan mar. Víkinga leiðir lágu ljóst yfir öldur háu, nærtækust norðurátt. Kóngurinn Gormsson gáði glöggskyggn að sínu ráði, sendimann sótti brátt. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af föl og fannfergi Sonur Hamas Athyglisverð bók er nýlega komin út. Bók- in fjallar um átök Ísr- aela og Palest- ínumanna. Höfundur bókarinnar er ungur Palestínumaður, sem elst upp á „Vest- urbakkanum“ við ógn- ir stríðsátaka. Þessi ungi maður segir þarna sögu sína og frá upplifun margra harmleikja. Við lestur bókarinnar þurfa þeir sem alltaf hafa búið við frið án stríðs svo sannarlega að búa sig undir að opna augun fyrir viðhorfsbreytingum, í mörgu tilliti. Höfundur sýnir fram á, með nánast óþægilegum hætti, hvað upplifun er allt annað en umræða og fréttaflutningur. Höfundur elst upp sem múslimi, kynnist gyðingdómi og gerist loks kristinn. Fléttu trúar- bragða, hernaðarátaka og harm- leikjasögu pólitískra mistaka, þar sem af- skipti erlendra ríkja grundvallast oftar en ekki á fáfræði og of- læti, kemur höfundur vel til skila. Bókin tek- ur á málum eins og þau eru í nútíðinni en fjallar lítið um sögu- legan bakgrunn. Hið sterka þema bók- arinnar er að höf- undur afhjúpar vanda- málin, án ákæru og ódýrra svara við vand- anum sem virðast vera djúp andleg sár deilu- aðila sem eitruð hafa verið af heimsdrottnum myrkursins. Bókin er í vandaðri þýðingu Sig- urðar Júlíussonar sem á heiður skil- inn fyrir framtakið. Ársæll Þórðarson húsasmiður. Velvakandi Ást er… … að reyna eftir fremsta megni að kyssa hann ekki á meðan hann keyrir. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.