Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 ✝ Anna Hjart-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 9. desember 1931. Hún lést 19. desem- ber 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ásta Laufey Björns- dóttir, f. 24. nóv- ember 1908, d. 17. júní 2002, og Hjört- ur Hjartarson, f. 31. október 1902, d. 15. febrúar 1985. Systkini Önnu voru Björn, f. 12. febrúar 1928, d. 4. júní 1992, Hjörtur, f. 23. desember 1929, d. 24. júlí 2008, Grétar, f. 3. ágúst 1934, d. 28. maí 2002, tvíburar, f. 19. júlí 1941, tveir drengir, sem dóu skömmu eftir fæðingu, óskírðir, Anna Þórunn Ottesen, f. 18. júní 1942, Anna Þórunn er dóttir Sigurbjargar, móðursystur Önnu, en ólst upp hjá foreldrum Önnu frá fjögurra ára aldri. Eiginmaður Önnu var Að- alsteinn Kristjánsson, f. 14. nóv- ember 1925, d. 28. október 2011. Foreldrar hans voru hjónin grímsson, synir þeirra eru Hall- grímur, Benedikt, Aðalsteinn og Ríkharður. Barnabörnin eru 17 og barnabarnabörn einnig 17. Anna lauk gagnfræðaprófi frá Miðbæjarskólanum og síðar námi frá Húsmæðraskólanum. Hún sótti ýmis námskeið og lauk prófi frá ritaraskólanum. Hún starfaði við ýmis skrifstofustörf, meðal annars hjá Sakadómi og Ríkissaksóknara um árabil. Ásamt Ingveldi Hafdísi keypti hún Vélritunarskólann og rak hann um margra ára skeið þar til hún hóf störf sem tölvukenn- ari við MK þar sem hún starfaði þar til hún hætti störfum vegna aldurs. Hún vann ötult starf að félagsmálum og var félagi í Kvenfélaginu Hrönn og Sjálf- stæðisflokknum í áratugi en var svo vígð inn í Oddfellowregluna árið 1985 og var þá fyrst félagi í Rebekkustúkunni Sigríði en var svo einn af stofnfélögum Rebekkustúkunnar Barböru í Hafnarfirði og var fyrst und- irmeistari en síðar yfirmeistari þeirrar stúku. Hún var virkur félagi í Barböru til æviloka. Útför Önnu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 30. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Kristjana Guð- mundsdóttir, f. 12. september 1890, d. 3. janúar 1983, og Kristján Einarsson, f. 23. ágúst 1887, d. 26. júní 1927. Börn: 1) Ingveldur Haf- dís, dóttir Að- alsteins fyrir hjóna- band, f. 14. júlí 1951, d. 20. maí 2008, maki Óskar Jónsson, börn þeirra eru Guðbjörg Hrönn, Styrmir og Halla Þórlaug. Börn Önnu og Aðalsteins eru: 2) Hjörtur Aðalsteinsson, f. 1953, maki Auður Jacobsen, dætur þeirra eru Hjördís Bára og Agla Þórunn. Fyrir átti Hjörtur Að- alstein, Hlyn Geir, Gunnar Örn, Önnu Elísabetu og Ágúst Heið- ar. Auður átti fyrir Garðar. Þau áttu einnig dóttur, Báru, sem fæddist andvana. 3) Kristján Að- alsteinsson, f. 1957, maki Þóra Leósdóttir, dóttir þeirra er Laufey. Fyrir átti Kristján Láru. 4) Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, f. 1973, maki Þorsteinn Hall- „Það er skammt stórra högga á milli“ og „það er stutt á milli tengdra sálna“ eru setningar sem hefur oft borið á góma síðustu daga. Pabbi og mamma, þessi samrýmdu hjón gátu ekki verið hvort án annars. Pabbi hefur vilj- að fá mömmu til sín í sumarlandið sem fyrst og við vitum að mamma var farin að hlakka til að komast til hans. Þar sem við sátum öll hjá mömmu þegar hún kvaddi þennan heim var eitt ofar öðru í huga okk- ar. Það var þakklæti. Það er sárt að horfa á eftir foreldrum sínum yfir móðuna miklu en jafnframt svo margar fallegar minningar sem koma upp og fyrst og fremst þakklæti fyrir hversu góðar fyr- irmyndir og góðir foreldrar þau voru. Þakklæti fyrir að eiga mömmu sem var mikil félagsvera og náði svo vel til allra, sama hver það var, sem spjallaði við alla af virðingu og eignaðist vini hvar sem hún kom. Sem var alltaf svo blíð og góð að vinir okkar vildu allir koma til okkar og þannig kenndi hún okkur hvernig við áttum að hegða okkur í samskiptum við aðra. Sem komst að okkar dýpstu leyndarmálum þegar við sátum saman við eldhús- borðið á kvöldin með kakómalt og kringlu eða mjólk og kex. Sem spilaði við okkur rommí og rússa og ræddi við okkur um lífið og til- veruna. Þakklæti fyrir að eiga mömmu sem var áhugasöm um allar nýj- ungar og ávallt í takt við tímann, sama hvort það tengdist tísku, tækni, matreiðslu eða öðru. Hún bakaði pítsur og eldaði pasta þegar nánast enginn gerði það hér á landi. Hún var alltaf með hárið fínt, neglurnar lakkaðar og augnskugg- ann og varalitinn á sínum stað og alltaf var talað um hversu falleg og glæsileg hún væri. Þegar jafnaldr- ar hennar voru farnir að hugleiða það að setjast í helgan stein tók hún sig til og fór að kenna á tölvur í MK, komin hátt á sjötugsaldur. Það var ósjaldan sem fólk rak upp stór augu og spurði spurninga eins og: „Er mamma þín komin á átt- ræðisaldur og að senda þér sms?“ „Er mamma þín á facebook?“ „Er mamma þín sjötugur tölvukenn- ari?“ Þakklæti fyrir mjúka stjórn- semi hennar sem kenndi okkur að það þarf ekki alltaf að hækka róm- inn til að koma sínum skoðunum á framfæri. Hún brosti en hikaði kannski örlítið áður en hún svar- aði eða sagði hluti eins og: „Já, ætlarðu að hafa þennan púða þarna?“ Og þá vissum við ná- kvæmlega að púðinn átti ekki að vera þannig. Þakklæti fyrir fallega heimilið, góða matinn og kökurnar sem voru alltaf til. Þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar, fjölskylduferðirnar og fjölskylduboðin. Þakklæti fyrir æðruleysið í veikindunum og fyrir að kenna okkur að þrátt fyrir erfiðan sjúk- dóm er vel hægt að líta vel út og hafa húmorinn í góðu lagi. Einnig fyrir að gefa okkur styrk og hugg- un síðustu ævidagana. Þakklæti fyrir að eiga foreldra sem voru alltaf ástrík hvort við annað og við okkur öll, sem hrós- uðu okkur í sífellu og sögðu okkur hversu vænt þeim þótti um okkur og hversu stolt þau voru af okkur. Við reynum af fremsta megni að tileinka okkur allt sem okkur hefur verið kennt. Ástarkveðjur í sumarlandið, elsku mamma og pabbi. Hjörtur, Kristján og Ásta. Ég sit í eldhúsinu í Laugarnes- inu og hugsa til Önnu, ljúfu Önnu – tengdamóður minnar. Ég hugsa til hennar og sakna, sakna já- kvæðninnar og hjartahlýjunnar. Man fyrstu jólin mín í Búlandinu hjá tengdaforeldrum mínum, Guð blessi þau – nú eru þau aftur sam- an. Skyldu þau fá rjúpur? Það er Þorláksmessa og Mugison ómar í tölvunni, tregablandin tónlistin kveikir tilfinningar og minningar. Minningar um góðar stundir, perutertu, kaffisopa, ferðalög um landið og lopapeysur. Hvað er ís- lenskara en að sitja fyrir utan tjald í björtu sumrinu fyrir vestan, sötra kaffi og maula kleinur, tala um allt og ekkert og vera með rúll- ur í hárinu – í sólinni. Vera saman um jólin, skiptast á uppskriftum og klingja saman tékkneskum kristalsglösum. Jólin í fyrra voru þau síðustu. Dóttir Reykjavíkur er farin til Sumarlandsins. Ég er þakklát fyrir tímann, tímann sem við áttum saman og allt sem ég lærði. Takk. Þóra Leósdóttir. Hún Anna amma mín var sönn fyrirmynd. Ég man þegar ég sem barn mætti í matarboðin og á súpu- diskunum sigldu bútterdeigssvan- ir. Þá svignuðu borðin undan kræsingum sem jafnan voru fram- reiddar á einstaklega fallegan máta. Þannig var allt í kringum hana Önnu ömmu, gott og fallegt. Hún sjálf var sérlega glæsileg kona sem bar sig vel og hafði sterka útgeislun og góða nærveru. Þegar ég stálpaðist sá ég líka að hér var á ferð sterk kona. Hún tók áföllum af einstöku æðruleysi, hún faldi aldrei vandamálin en lét þau heldur aldrei verða að neinu aðalatriði í sínu lífi. Þetta kom hvergi betur fram en eftir að hún veiktist. Þá hélt hún áfram að vera styrkur, stoðin og gleðin hans afa þó að hún sjálf glímdi við erfið veikindi og þannig var það allt þar til hann dó einungis nokkrum vikum áður en hún sjálf kvaddi þennan heim. Það var alltaf létt í kringum hana Önnu ömmu. Ég minnist þess þegar hún var orðin mjög veik og ég fór með stelpurnar mín- ar tvær að hitta hana, þetta var á aðventunni og margskonar áreiti og stress í gangi eins og stundum á þessum tíma. Ég vissi að amma var orðin mjög veik og ég vonaði að heimsóknin okkar gæti létt hennar lund. Þegar ég gekk inn á stofuna til hennar mætti okkur sama hlýja og glaðlega fasið og endranær og þegar ég gekk út í skammdegið aftur þá fann ég að það sem ég hafið vonast til að gefa henni hafði hún gefið á móti. Elsku Anna amma, takk fyrir allar góðu minningarnar, ég mun geyma þær í hjarta mér. Ég veit að afi tekur glaður á móti þér og syngur nú fyrir þig, ljúfu Önnu sína. Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir. Elskulega amma mín. Ég man svo vel eftir öllum skiptunum sem við komum að heimsækja þig og afa í Búlandið, það var alltaf eins og að koma í þetta fínasta hlað- borð af allskonar kræsingum, allt- af betri og betri, og þaðan fæ ég ást mína á bakstri beint frá þér, amma mín, þú kenndir mér margt eins og hvernig á að búa til besta ís í heimi og kleinur sem ég bý til hérna í Ameríkunni stundum og alltaf eru þær eins vinsælar. Svo fengum við Gústi stundum að gista hjá ykkur og ég man hvað þú varst alltaf þolinmóð við mig af því að ég var alltaf að vesenast og vildi fá að sofa á milli þín og afa og leyfðir þú mér það, ég held það nú, alltaf svo hlý og góð. Og ekki voru nú fá skiptin sem þú fórst með mig í sund í Laug- ardalslaugina og hvað við skemmtum okkur alltaf vel, ég vildi fara tugi ferða í stóru renni- brautina og þú beiðst eftir mér og leyfðir mér að fara alveg eins og ég vildi, þolinmæðin uppmáluð. Svo má nú alveg minnast á það hvað þú varst alltaf fin og vel til höfð alveg sama hvað á gekk, bara alveg eins og fínasta dama sem fundist getur. Síðast þegar ég sá þig bjugguð þið afi ennþá í Núpalindinni og ég kom í heimsókn með hana Mckaylu mína og tók mynd af ykkur saman, sú mynd hefur alltaf verið mér mjög kær og þá sérstak- lega núna. Ég man ennþá þegar pabbi sagði mér frá því að þú værir kom- in með þennan sjúkdóm hvað ég var leið að geta ekki komið og ver- ið hjá þér og verið þér til stuðn- ings á meðan þú gekkst í gegnum þetta allt saman, en þú varst mér alltaf ofarlega í huga, en núna ertu farin, elsku amma mín, til að vera með afa, þið gátuð ekki verið án hvort annars svo núna eruð þið komin aftur saman. Ég sé ykkur alveg fyrir mér svo ástfangin og yndisleg. Ég er svo stolt að vera skírð í höfuðið á eins yndislegri mann- eskju eins og þér, þær gerast ekki betri sama hvar er leitað. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín mikið. Ástar- og saknaðarkveðjur. Anna Elísabet Hjartardóttir. Elsku Anna amma. Það er skrýtið að hugsa til þess að á svo skömmum tíma hafið þið bæði kvatt, þú og afi. Á sama tíma má segja að ég sjái ykkur ekki öðru- vísi fyrir mér en samferða. Um leið og ég kveð þig þyrpast margar góðar minningar að um heimsóknir í Búlandið og Núpa- lindina, ferðalög, söng og gleði. Það var alltaf gott að vera í kring- um þig og einstakt að sjá hvernig þú mættir hverri hindrun af æðru- leysi og jákvæðni hversu mikil sem hún var. Góða ferð, amma mín, og takk fyrir allt. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Styrmir Óskarsson. Elskuleg föðursystir mín, Anna Hjartardóttir, er látin. Þegar amma Ásta dó fyrir rúm- um níu árum var aldrei spurning hver myndi halda uppi merkinu. Það var auðvitað Anna. Hún Anna var „frænka“ með stórum staf. Hún lét sér annt um ættartengslin og var í góðu sambandi í allar átt- ir. Hún var í forystuhlutverki í sjálfskipaðri ættarmótsnefnd Ánanaustaættarinnar sem var reyndar til skamms tíma „frænku- nefnd“ sem hefur staðið vaktina með sóma. Við andlát Önnu frænku fækkar enn samnefnurun- um í fjölskyldunni. Það kemur því í hlut okkar sem yngri erum að tryggja ættartengslin til framtíð- ar, þó að ekki væri nema í minn- ingu Önnu og ömmu Ástu sem báru þann kyndil um áratuga skeið. Ég á bara góðar minningar um Önnu frænku. Minningabrotin eru mörg og ná aftur til áranna í Grænuhlíð, einnig mörg tengd stórfjölskyldunni sem gjarnan kom saman á Reynimel við Bræðraborgarstíg. Hún Anna reyndist móður minni góð vinkona og trúnaðarvinur. Ég mun ekki gleyma faðmlögum hennar á erf- iðum stundum við fráfall mömmu fyrir hartnær 30 árum. Það er ekki hægt að minnast Önnu frænku án þess að Alla sé einnig getið. Þeirra samband var fallegt og í raun má segja að um áratuga tilhugalíf hafi verið að ræða, því auk þess að eiga barna-, barnabarna- og barnabarna- barnaláni að fagna, var ekki annað að sjá en þau væru alltaf jafn ást- fangin og samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Kannski er það til marks um hversu samhent þau voru Anna og Alli, að lífsljósið hennar Önnu dofnaði fljótlega eft- ir að Alli kvaddi okkur í lok októ- ber og slokknaði loks í friði og ró. Ég trúi því að Anna frænka hafi kvatt þennan heim sátt við guð og menn. Síðustu ár hefur Anna barist við illvígan sjúkdóm sem hún að lokum laut í lægra haldi fyrir í faðmi fjölskyldunnar. Allan tím- ann hélt Anna frænka þó reisn sinni, nú síðast þegar hún hélt með glæsilegum hætti upp á 80 ára afmælið. Því miður misstum við Svana af veislunni en þökkum fyrir boðið. Það verður ekki annað sagt en hún Anna frænka hafi kvatt með stæl. Þannig munum við minnast hennar. Frændsystkinum mínum, þeim Hirti, Kristjáni og Ástu Laufeyju og fjölskyldum þeirra votta ég innilega hluttekningu. Blessuð sé minning Önnu og Alla. Páll Grétarsson. Anna frænka okkar hefur fylgt okkur alla ævi og höfum við ætíð litið upp til hennar og þótt mikið til hennar koma. Hún er síðust barna þeirra hjóna Ástu L. Björnsdóttur og Hjartar Hjartar- sonar að kveðja þennan heim, að- eins rúmum mánuði eftir að Að- alsteinn Kristjánsson maður hennar lést og einungis tíu dögum eftir að hún hélt upp á stórafmæli sitt með myndarbrag eins og henni var einni lagið. Anna var einstök manneskja sem geislaði af orku, jákvæðni og gleði. Hún var ávallt stórglæsileg og munum við sérstaklega eftir öllum fallegu skónum hennar með háu hælunum sem hún leyfði okk- ur að staulast um á hvenær sem við óskuðum sem litlar stelpur. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann núna þegar við kveðjum Önnu frænku í hinsta sinn. Allar góðu stundirnar sem við systur áttum í Búlandinu þeg- ar okkur var boðið í mat á sunnu- dögum. Þá var mikið spjallað og hlegið auk þess sem Anna var iðin við að upplýsa okkur um sögu ætt- ar okkar sem við kunnum vel að meta. Þetta var ómetanlegt og við erum innilega þakklátar fyrir þá umhyggju og tryggð sem þau hjón sýndu okkur meðan við bjuggum einar í Reykjavík á menntaskóla- árunum. Þá minnumst við einnig glæsi- legra áramótaboða í Búlandinu þar sem Anna reiddi fram dýrind- is mat. Það eru ýmsir réttir sem við tengjum svo sterklega við hana eins og beinlausir fuglar. Einnig er tíminn sem við áttum saman í sumarbústöðunum í Mun- aðarnesi minnisstæður, sem og þegar Anna og Alli heimsóttu okk- ur í Stykkishólm í gamla daga. Þetta voru góðar stundir og minn- ingin um þær mun ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Það var sárt að sjá veikindi Önnu draga smátt og smátt úr henni allan mátt. Þetta var bar- átta sem hún háði með miklu hug- rekki fram á síðustu stund en hún varð undan að láta að lokum. Kæra fjölskylda, ykkar missir er mikill á stuttum tíma. Þið eigið samhug okkar allan. Sigurbjörg Ásta og Þóra. Þegar ég minnist elskulegrar frænku minnar Önnu Hjartar- dóttur er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að vinkonu allt frá barnæsku minni. Árin á milli okkar í árum talið voru auð- vitað alltaf þau sömu en þó er eins og þeim hafi fækkað með árunum og vinátta hennar varð mér enn dýrmætari. Anna ólst upp á Bræðraborg- arstíg 22 í húsinu Reynimel. For- eldrar hennar voru Ásta Björns- dóttir föðursystir mín og Hjörtur Hjartarson kaupmaður. Anna og bræður hennar voru elstu barna- börn Björns Jónssonar og Önnu Pálsdóttur sem bjuggu í næsta ná- grenni á Sólvallagötu 57 og systk- inin kynntust því vel lífinu í fjöl- skylduhúsinu á þessum árum. Anna ólst upp á stóru og mynd- arlegu heimili þar sem gestkvæmt var alla tíð. Hjörtur rak verslun á Bræðraborgarstíg 1, margt frændfólk Önnu í föðurætt bjó þar í næsta nágrenni. Anna var alla tíð einstaklega hlý og skemmtileg og hafði þá góðu eiginleika sem foreldrar hennar voru svo rík af, að gleðjast með samferðafólki og sýna áhuga velferð annarra, ekki síst unga fólksins. Anna giftist ung Aðalsteini Kristjánssyni og eignaðist með honum þrjú börn Hjört, Kristján og Ástu Laufeyju. Aðalsteinn lést 28. október sl. Anna vann sem ung kona ritari hjá Sakadómi. Hún kenndi við Vélritunarskólann hjá Grétari bróður sínum, en tók síðan við rekstri skólans ásamt Dísu dóttur Aðalsteins, sem Anna leit á sem eitt af börnunum sínum. Þeg- ar starfsemi skólans var hætt réði Anna sig til Menntaskólans í Kópavogi þar sem hún kenndi tölvufræðslu í nokkur ár. Anna og Alli ferðuðust alla tíð Anna Hjartardóttir ✝ Georg Guð-laugsson fædd- ist á Siglufirði 5. febrúar 1927. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. des- ember 2011. Georg kvæntist Margréti Marvins- dóttur árið 1964. Margrét var fædd 12. apríl 1927, hún lést 23. september 2001. Þau eignuðust þrjá syni; 1) Árni, f. 24. nóvember 1953, hann er kvæntur Ásdísi Matthías- dóttur, þau eiga þrjú börn, 2) Baldur, f. 8. október 1955, hann var kvæntur Margréti Helgadótt- ur, þau eiga þrjú börn saman. Baldur og Margrét skildu árið 2000. Baldur er nú kvæntur Åse Ma- rit frá Noregi. 3) Guðlaugur, f. 20. mars 1960, hann er kvæntur Lovísu Jó- hannsdóttur, þau eiga tvö börn sam- an, fyrir átti Guð- laugur tvö börn. Fyrir átti Margrét tvö börn, Dag- björtu, f. 1947 og Sigurð, f. 1945. Georg verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 30. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Mig langar til að minnast fyrr- verandi tengdaföður míns. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minningin lifir um góðan mann. Takk fyrir allt og allt, Deddi minn. Kveðja, Margrét Helgadóttir. Elsku afi og langafi, við þökk- um þér fyrir allar samverustund- irnar okkar saman, við geymum minningarnar um þig í hjörtum okkar. Guð blessi þig og hvíldu í friði. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson.) Þín barnabörn og barnabarna- börn, Helga Rut, Inga Sigrún og börn. Georg Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.