Morgunblaðið - 30.12.2011, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011
✝ Anna SteinunnSigurðardóttir
fæddist á heimili
foreldra sinna í
Reykjavík 22. júlí
1924. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 22. desember
2011, á 88. aldurs-
ári. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ágústína Eiríks-
dóttir, f. 21. ágúst
1893 á Hóli við botn Önund-
arfjarðar, d. í Reykjavík 3.
ágúst 1989, og Sigurður Jó-
hannesson, fulltrúi hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins, f. á
Kvennabrekku í Dölum 15.
mars 1892, d. í Reykjavík 20.
fræðingur frá Gagnfræðaskól-
anum í Reykjavík þremur árum
síðar. Hún hóf strax störf á
vinnumarkaði og var 1. júlí 1943
skipuð í fast starf sem tal-
símakona hjá Landssímanum í
Reykjavík. Hún hóf störf hjá
Tryggingastofnun ríkisins í
byrjun desember 1946 og starf-
aði þar sem fulltrúi í bókhalds-
deild. Hún hætti störfum 57 ára
að aldri til að annast aldraða
foreldra sína.
Anna ferðaðist víða, bæði ut-
an lands og innan. Hún var list-
hneigð og málaði m.a. og skar
út í trjákubba og rekavið. Hún
sótti námskeið, m.a. í myndlist
og tungumálum, átti fjölbreytt
safn bóka og var félagi til
dauðadags í Ferðafélagi Íslands
og Guðspekifélaginu (nú Líf-
spekifélaginu).
Útför Önnu Steinunnar fer
fram frá Fríkirkjunni í Reykjvík
í dag, 30. desember 2011 og
hefst athöfnin kl. 13.
nóvember 1988.
Bróðir Önnu er
Flosi Hrafn Sig-
urðsson veðurfræð-
ingur, f. í Reykja-
vík 10. júlí 1928,
kvæntur Huldu
Sigfúsdóttur bóka-
safnsfræðingi, f.
24. júlí 1929. Þeirra
börn eru Ágústa
Lyons Flosadóttir,
f. 13. júlí 1958,
skjalaþýðandi og doktor í haf-
vísindum, og Sigurður Flosason
tónlistarmaður, f. 22. janúar
1964.
Anna lauk fullnaðarprófi frá
Austurbæjarskólanum í Reykja-
vík 12 ára gömul og varð gagn-
Teygaðu fegurð alls með eilífri þrá.
(Jakob Jóh. Smári)
Þegar ég minnist Önnu frænku
koma upp í hugann svo margar
stundir þegar umhyggja hennar
og list brá lit og ljóma á daga okk-
ar barnanna á neðri hæðinni. Þeg-
ar við komum heim af veðurstöð-
inni á Hveravöllum, rykug eftir
langa ferð, beið okkar í kvöld-
rökkrinu dekkað borð og húsið
uppljómað. Töfrarnir ógleyman-
legu þegar tekið var upp úr ferða-
töskunum eftir ævintýraferðir
hennar til Miðjarðarhafsins og
Egyptalands, fílabeinsstyttur,
tyrkneskar kaffikvarnir og Fen-
eyjagler. Enn á ég silfurhálsmen-
ið sem hún færði litlu frænku
sinni frá Jerúsalem árið 1962.
Ekki verða síður ógleymanlegar
jólaskreytingarnar sem hún gerði
fyrir alla í fjölskyldunni fyrir hver
jól, skreyttar af frumleik og kímni
með slaufum, silkiblómum, gor-
kúlum, englum og dvergum og
svo undur fallegar. Og öll undrin
sem við systkinin kynntumst í
gegnum bókasafnið hennar –
ferðasögurnar um Borneó og
Amazon, saga Grikkja og Róm-
verja, fornar grafir og fræði-
menn, tákn og töfrar í Tíbet, ind-
versk speki og alls kyns andans
undur. Svo var það myndlistar-
iðkunin sem átti hug hennar allan
og veitti okkur innsýn í enn annan
heim undra og töfra. Frænka var
kona sem lét ekki mikið á sér
bera, en hafði yfir sér ákveðna
tign. Hún stærði sig ekki af verk-
um sínum, lagði stund á austræna
speki og varðveitti sín hjartans
leyndarmál. Í lífinu sýndi hún
óbilandi hugarró og kvartaði aldr-
ei, heldur gladdist yfir hverjum
degi, jafnvel þegar hún var orðin
hálfblind og farlama og komst
hvorki út í náttúruna í sínu elsk-
aða Lyngholti né gat sinnt hugð-
arefnum sínum sem fyrr.
Föðurbræður Önnu, Jakob og
Yngvi, voru skáld og þýðendur, en
ritiðkun hennar tilheyrði henni
einni. Ferðadagbækur, uppá-
haldsljóð, glósur, spakmæli, jafn-
vel eigin kveðskapur, allt flæddi
úr penna hennar á löngum kvöld-
um í Drápuhlíðinni, í sæluhúsum,
á skipsfjöl eða í hótelsetustofum í
Barcelona, Aþenu eða Egypta-
landi. Allt var skreytt kortum,
miðum, myndum og teikningum.
Frænka ferðaðist mikið með
Ferðafélagi Íslands á sínum
yngri árum og átti einu sinni
stóra stund í fjallshlíð í Þórsmörk
– andlega upplifun sem hún lýsti
ekki með orðum. Hún málaði
fjölda landslagsmynda, margar
með lifandi andlitum náttúrunn-
ar, og hún hélt alla tíð tryggð
bæði við Ferðafélagið og Guð-
spekifélagið.
Hún elskaði foreldra sína og
virti og annaðist þau í hárri elli
þangað til hún sjálf var orðin illa
farin og þreytt. Síðustu orð henn-
ar við mig voru að bera allri fjöl-
skyldunni kveðju. Aldrei gleymi
ég þegar hún opnaði undurblá
augu á dánarbeðinum og ham-
ingjubrosið ljómaði þegar ég
sagði henni að einhver hefði nefnt
að kannski væri amma mín ein-
hvers staðar nærri. Nú kveð ég
konuna sem kenndi mér vers
Steingríms Thorsteinssonar:
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
Ég þakka kynnin við sannan
Stóumann, listamann og frænku.
Ágústa H. Lyons
Flosadóttir.
Í Drápuhlíð 39 ólumst við
systkinin upp á tvöföldu heimili
og nutum þrefaldrar gæfu. Á
fyrstu hæðinni bjuggum við í
góðu yfirlæti hjá kærleiksríkum
foreldrum. Á hæðinni fyrir ofan
höfðum við frjálsan aðgang að
öðrum heimi; undraheimi annarr-
ar kynslóðar þar sem amma
spann endalausar sögur úr sveit-
inni, en afi las þjóðsögur og
kenndi vísur. Anna frænka bjó
hjá afa og ömmu ógift og barn-
laus – þriðja gæfan á öðru heim-
ilinu og fimmta manneskjan í
okkar sterka stuðningsneti. Hún
litaði og teiknaði með okkur, las
1001 nótt og sýndi bækur um
framandi menningarheima.
Áhugamál hennar; myndlist, and-
leg málefni og ferðalög, útvíkk-
uðu og dýpkuðu heimsmynd okk-
ar, mynd sem hægt og rólega
skýrðist, séð út um glugga Hlíða-
hverfisins með Esjuna í baksýn.
Við kölluðum Önnu Steinunni
aldrei annað en Frænku og ég
man aldrei eftir að hún skipti
skapi eða væri annað en yfirmáta
góð við okkur börnin. Hún hafði
alltaf tíma þegar til hennar var
leitað, gerði sér far um að sinna
okkur og hún gaf höfðinglegar
gjafir – ekki bara stórar, heldur
skemmtilegar. Kortin voru líka
sérhönnuð, margar blaðsíður með
vönduðum teikningum.
Anna frænka var um margt
óvenjuleg og hæfileikarík kona.
Tíðarandi og aðstæður ollu því
hinsvegar að hún blómstraði ekki
út á við á sama hátt og hún hefði
gert hefði hún verið fædd nokkr-
um áratugum síðar. Hún blómstr-
aði hinsvegar inn á við. Frænka
hafði augljósa myndlistarhæfi-
leika; hún teiknaði, málaði, saum-
aði og skar út. Frumleikinn naut
sín best þegar hún málaði reka-
viðardrumba sem reyndust vera
híbýli trölla, álfa og allskonar
kynjavera eftir að hún hafði farið
penslum um sjórekinn viðinn.
Hún sýndi andlegum og trúarleg-
um málefnum mikinn áhuga, las
og skrifaði upp heilu bækurnar af
tilvitnunum í ólíka andans fröm-
uði allra tíma og heimshorna.
Ferðalög, bæði innanlands og ut-
an, voru líka mikið áhugamál. Um
miðja síðustu öld, löngu áður en
Íslendingar gerðust almennt víð-
förlir, hafði hún heimsótt Egypta-
land, Ísrael, Tyrkland og fjölmörg
önnur lönd. Ísland var henni þó
ávallt kærast og þar skipaði Þórs-
mörk sérstakan sess.
Kannski er fórnfýsi eitt meg-
ineinkennið á lífi og persónu
Frænku. Hún vildi til dæmis ekki
fermast – ekki sökum trúar-
skorts, heldur vegna þess að
henni fannst fjölskyldan ekki hafa
efni á því og hún vildi ekki vera
íþyngjandi. Hún var góður náms-
maður en lærði ekki umfram
gagnfræðapróf – fannst að hún
þyrfti að vinna og leggja til heim-
ilisins. Hún hætti svo störfum
strax og hún gat, aðeins 57 ára að
aldri, til að hugsa um aldraða for-
eldra sína. Allar þessar ákvarðan-
ir snúast um að hugsa fyrst um
aðra, ábyrgðartilfinningin og
hjálpsemin ríkjandi, en kannski
kemur tíðarandinn hér líka við
sögu, almennt viðhorf til kvenna
og meðfætt lítillæti.
Það er mikil gæfa að eiga góða
að og hrein forréttindi að hafa átt
frænku eins og mína. Ef himnarn-
ir opnast ekki með fagnaðarsöng
þegar engill snýr aftur, þá veit ég
ekki hverju ætti að fagna þar á
bæ. Ég fel í fjórum stöfum það
sem ég vil segja við mína góðu
Frænku að leiðarlokum: Takk.
Sigurður Flosason.
Anna Steinunn
Sigurðardóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEINN GUÐMUNDSSON,
Boðaþingi 5,
áður Háaleitisbraut 31,
andaðist miðvikudaginn 28. desember.
Anna Þorvaldsdóttir,
Dóra Steinsdóttir, Páll Guðbergsson,
Ásta Steinsdóttir, Jörgen Pétur Guðjónsson,
Guðmundur Steinsson,
Þorvaldur Steinsson, Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg unnusta mín, stjúpmóðir, dóttir og
systir,
G. EYRÚN GUNNARSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðju-
daginn 3. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á
styrktarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi,
sími 543 1159.
Árni Snær Kristjánsson,
Jóhann Grétar Árnason,
Gunnar Þórðarson, Rannveig Rúna Viggósdóttir,
Unnur Guðný Gunnarsdóttir, Gísli Jóhannsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURBJÖRN ÓSKAR KRISTINSSON
málarameistari,
Naustahlein 21,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut á
aðfangadag 24. desember.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Margrethe Kristinsson,
Björn U. Sigurbjörnsson, Bjargey Einarsdóttir,
Anna G. Sigurbjörnsdóttir, Sævar G. Jónsson,
Edda B. Sigurbjörnsdóttir, Eiríkur Benediktsson,
Helga S. Sigurbjörnsdóttir, Rúnar J. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
HAFLIÐI GUÐMUNDSSON,
Skógargerði 5,
Reykjavík,
andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans
við Hringbraut mánudaginn 26. desember.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. janúar
kl. 13.00.
Arndís Sigurðardóttir,
Arnar Hafliðason, Shauna Laurel Jones,
Sigurður Hafliðason, Matthildur Hannesdóttir,
Guðrún Jenný Sigurðardóttir,
Halldór Sigurðsson.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
THEODÓRA JÓNA MÝRDAL,
lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn
20. desember.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 3. janúar kl. 13.00.
Björk Mýrdal, Árni Marz Friðgeirsson,
Þór Mýrdal, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Sigursteinn Mýrdal,
barnabörn og barnabarnabörn.✝
Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og barna-
barn,
ARNÞÓR INGI ANDRÉSSON,
sem lést sunnudaginn 18. desember, verður
jarðsunginn frá Bessastaðakirkju miðviku-
daginn 4. janúar kl. 15.00.
Andrés R. Ingólfsson, Guðlaug Helga Konráðsdóttir,
Ása Andrésdóttir,
Auður Ásta Andrésdóttir, Benjamin Beier,
Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Hilmar Þór Sunnuson,
Hafliði G. Guðlaugsson, Elva Dröfn Adolfsdóttir,
Konráð G. Guðlaugsson, Eygló Árnadóttir,
Ásta Haraldsdóttir, Steinþór Nygaard,
Ragnheiður Halldórsdóttir, Ingólfur Konráðsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BJARNEY BJARNADÓTTIR,
dvalarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði,
lést að kvöldi annars dags jóla.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugar-
daginn 7. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á að láta dvalarheimilið Hornbrekku
njóta þess.
Kristjana Sigurjónsdóttir, Magnús Sigursteinsson,
Bjarni Sigurjónsson, Sigríður M. Jóhannsdóttir,
Jónas Sigurjónsson, Hallfríður Einarsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
ÓSKAR MARÍUSSON
efnaverkfræðingur,
Árskógum 6,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn
28. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristbjörg Þórhallsdóttir,
Maríus Óskarsson, Katrín Hildur Jónasdóttir,
Ragnar Óskarsson,
Þórhallur Óskarsson, Lilja Björgvinsdóttir
og barnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
fráfalls og útför föður okkar og tengdaföður,
HARALDAR Þ. THEODÓRSSONAR.
Guðjón Haraldsson, Sigríður Siemsen,
Þórir Haraldsson, Mjöll Flosadóttir.
✝
Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐJÓNU JÓNSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Sturlu-Reykjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra í Borgar-
nesi fyrir einstaka umhyggju og hlýju.
Jóhannes Kristleifsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Aldís Eiríksdóttir,
Snorri Kristleifsson, Vilborg Pétursdóttir,
ömmu- og langömmubörn.