Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það virðistvera nokk-ur hreyf- ing í íslenskum stjórnmálum þessa stundina. Langt er síðan nokkurs lífs- marks varð vart hjá núver- andi ríkisstjórn, en veruleg- ur vandræðagangur í kringum dauðastríð hennar og óvíst hvort hún ljúki því fremur en öðru. Nú hafa þrír af þingmönn- um Hreyfingarinnar upplýst opinberlega að ríkisstjórnin hafi verið í stjórnarmynd- unarviðræðum við hana upp á síðkastið. Stjórnmála- hreyfingin virðist meta stöð- una þannig að Steingrímur og Jóhanna hafi leitað eftir aðstoð við að reikna út hvort þau stæðu af sér að kasta Árna Páli og Jóni Bjarnasyni út úr ríkisstjórninni, eins og hugur þeirra stendur til. Þessir leiðtogar hafa í þreifingum sínum gengið út frá því að þingmenn Hreyf- ingarinnar séu jafnhræddir við kosningar og kjósendur og þeir sjálfir. Það kann að vera rétt mat. Þingmenn Hreyfingar segjast alls ekki vera að leita eftir frama eða vegtyllum fyrir sjálfa sig. Þeim væri nóg að fá skýr lof- orð frá forystu ríkisstjórn- arinnar um framgang tiltek- inna stefnumála Hreyfingarinnar. Það ætti ekki að vefjast eitt einasta augnablik fyrir Steingrími og Jóhönnu að gefa slík loforð. Þau og þjóð- in öll hafa reynslu af því hvernig þau tvö gáfu loforð á báðar hendur við gerð svo- kallaðs „stöðugleikasátt- mála“, sem aðilar á vinnu- markaði gerðu sín á milli. Aðilarnir hafa marglýst því að ekkert hafi verið að marka þessi loforð rík- isstjórnarinnar og þau verið svikin hvert af öðru. Og Steingrímur og Jó- hanna hafa ekki gleymt því hversu hræbillega þau sluppu með háttsemi sína. Afleiðingar hennar urðu ekki aðrar en þær, að þeir Gylfi og Vilhjálmur fitjuðu upp á trýnið í fáeinar mínútur áður en þeir fóru að lúlla og höfðu öllu gleymt þegar þeir vökn- uðu aftur. Ódýrara gat það ekki orðið. Og svo voru öll sviknu loforðin um skjald- borg og norræna velferð. Með vísun til þess lærdóms verður að ætla að þreifingar með Hreyfingu endi farsæl- lega fyrir alla, nema kannski helst þá Jón og Árna Pál. Og það er meiri hreyfing á hlutum um þessar mundir en þessi. Össur Skarphéðinsson mætti í viðtal við Viðskiptablaðið og opnaði í því glufu inn í skúmaskot Samfylking- arinnar. Þótt það sem glitti í væri ekki endilega fyrir við- kvæma var sumt áhugavert. Össur hlóð þar miklu lofi Jó- hönnu Sigurðardóttur. Menn vita hvað það er kallað. Oflof- ið var reyndar svo hlaðið að varla sást glitta í rýtinginn. En í framhaldi af skjalli og skrumi benti hinn gamli fallni formaður Samfylking- arinnar á að það þyrfti hið snarasta að fá nýjan formann í flokkinn sem raunar yrði að koma sér upp stefnu í leið- inni. Nú vill svo til að Jóhanna var endurkosinn formaður í Samfylkingunni, með dúndr- andi lófataki á Landsfundi, fyrir aðeins fáeinum vikum og ekki er vitað annað en að Össur hafi verið á fundinum. Og þótt vissulega hafi ekki borið mikið á neinni stefnu á þeim fundi, sem hönd var festandi á, er heldur ekki vit- að til þess að neinn hafi minnt á að hana vantaði. En því er ekki að neita að það eru alvarlegar ábendingar frá þaulreyndum foringja í Samfylkingunni að óhjá- kvæmilegt sé að skipta í snatri um formann og jafn brýnt að koma sér upp stefnu (annarri en ESB) í flokknum hið allra fyrsta, ætli flokkurinn að sjá út úr augum í þeim kosningum sem sífellt styttist í. Og Össur gerði betur en þetta í hinu gagnmerka við- tali í Viðskiptablaðinu. Hann nefndi fjölda manns til sög- unnar sem upplögð for- mannsefni. Hafði reyndar áður sagt að til væru „for- ingjaefni á færibandi“ í Sam- fylkingunni. Þeir sem heim- sótt hafa fjölmörg frystihús á ferli sínum telja ekki ólík- legt að þessi fullyrðing Öss- urar gæti verið rétt. Þess er því með öðrum orðum að vænta að nokkurt sprikl kunni að verða í pólitíkinni á næstunni. Viðræður við Hreyfinguna eru augljóslega í góðum gír og gangi og fag- urt er á færibandið að líta, sem komið er á hreyfingu í Samfylkingunni. Það vantar formann og stefnu. Töluverð vöntun það.} Holl Hreyfing Á ramót eru til margra hluta nyt- samleg. Fyrir utan hátíðahöld og veisluglaum eru þau tilvalinn vett- vangur til að staldra við, líta yfir farinn veg og íhuga framtíðina. Áramót eru líka tilvalinn vettvangur til að byrja upp á nýtt. Taka upp nýja siði og varpa þeim gömlu fyrir róða. Strengja þess heit að framkvæma það á nýju ári sem hugur hefur lengi þráð, en andinn ekki verið reiðubúinn sem skyldi. Það er bæði gott og hollt að fá nýtt og ferskt ár upp í fangið á 365 daga fresti. Ekki væri skemmtilegt ef alltaf væri sama árið, þá stæðum við ekki reglulega frammi fyrir þess- um tímamótum. Með nýju ári koma ný tæki- færi og nýjar áskoranir. Allt byrjar upp á nýtt. Núllstilling í hvítu snjófergi í svörtu skamm- degi. Hvað mun þetta nýja ár, 2012, bera með sér? Við mun- um líklega ganga að kjörborði enn eina ferðina. Spurn- ingin er bara: hversu oft? Hvað verður um Icesave, mun eitthvert ólukkans eldfjall gjósa, missa fleiri atvinnuna eða munu hin fáséðu hjól atvinnulífsins kannski silast í gang? Verður áframhaldandi fólksflótti? Munum við kannski fá að upplifa norrænt velferðarkerfi á eigin skinni, án þess að þurfa að flytja til hinna Norðurlandaþjóðanna? Halda bið- raðirnar við húsnæði hjálparsamtaka áfram að lengjast og þurfum við að halda áfram að skerða þjónustu við aldraða, sjúka og börn? Eitt sinn var það trú manna að álfar flyttu búferlum á nýársnótt. Núna flytja Íslendingar unnvörpum af landi brott, ekki bara á nýársnótt, heldur allan ársins hring. Af orðum sumra ráðamanna mætti helst halda að allur þessi fólksfjöldi, mörg þúsund manns, væri ósýnilegur sem álf- ar og huldufólk, því þeir neita því staðfastlega að um fólksflótta sé að ræða. „Nýlega datt ýmsum í hug að yfirgefa land og þjóð og ganga í vinnumennsku í framandi landi.“ Þetta sagði Hermann Jónasson, fyrr- verandi forsætisráðherra, í nýársávarpi sínu 1938-1939. Á þessum tíma var stjórn hinna vinnandi stétta, hin síðari, nýtekin við völdum. Hún var eingöngu skipuð framsóknar- mönnum. Árin á undan var fyrri stjórn hinna vinnandi stétta við völd, einnig undir forsæti Hermanns, en þá var Alþýðuflokkurinn einnig með í ríkisstjórn. Rúmum sjö áratugum eftir að Hermann Jónasson velti vöngum yfir fólksflótta end- urtekur sagan sig. Stjórn hinna vinnandi stétta virðist hafa haft svipaðan fælingarmátt á landslýð og „norræna velferðarstjórnin“ hefur nú. Þetta eru býsna stórfenglegar nafngiftir á ríkisstjórnum og einhver gæti auðveldlega glapist til að halda að um væri að ræða stjórnir í Norður- Kóreu eða einhverju öðru ríki þar sem yfirdrifin og mik- ilfengleg lýsingarorð eru gjarnan notuð til að lýsa valda- mönnum og ofurmannlegum afrekum þeirra. Lítillæti er vanmetin dyggð sem margir hefðu nú gott af að tileinka sér á ári komanda. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Ósýnilegir álfar flýja land STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Í slendingum sem leggja stund á háskólanám fjölgar stöð- ugt. Á tímum sögulega mik- ils atvinnuleysis þarf að skapa fjölda starfa sem hæfa þessum hópi, aðeins til að halda í við nýliðunina. Á hinum enda vinnu- markaðarins horfa ófaglærðir fram á eitt erfiðasta umhverfi á vinnumark- aði sem þeir hafa staðið frammi fyrir síðustu áratugi. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að óbreyttu útlit fyrir að þeir sem hafi minnstu formlegu menntunina gangi nú í gegnum nokkurra ára tímabil óvissu, allt frá efnahagshruninu 2008. Annar hver sem nú sé án vinnu hafi ekki meiri menntun en grunnskólapróf en til samanburðar eigi það við um þriðj- ung vinnuaflsins. „Þetta er með erfiðustu samdrátt- arskeiðum sem við höfum lent í. Koma þar bæði til snögg umskipti á vinnumarkaði haustið 2008 og lengd tímabilsins þar sem er mikið atvinnu- leysi. Síðustu áratugi hafa komið toppar í atvinnuleysinu sem hafa ver- ið lægri eða staðið skemur. Nú er uppi langtímaatvinnuleysi sem við höfum ekki séð áður.“ Ekki auðvelt að finna vinnu Katrín S. Óladóttir, framkvæmda- stjóri Hagvangs, merkir aukna hreyf- ingu á atvinnumarkaði. Staðan sé þó langt frá því að vera nógu góð. „Þetta ár hefur verið erfitt en síðari hluta nóvembermánaðar fór staðan aðeins að lagast. Manni finnst vera meira um ráðningar. Þrátt fyrir það er ekki auðvelt fyrir fólk að finna sér vinnu í dag, óháð því hver á í hlut. Heilt yfir hefur verið erfitt fyrir há- skólamenntað fólk að fá vinnu í ár, sér- staklega þá sem hafa litla reynslu. Ný- útskrifaðir háskólastúdentar eru ekki aðeins að keppa við stúdenta úr sama árgangi heldur líka fólk með sömu menntun en talsvert meiri reynslu. Það eru ekki bara atvinnulausir sem eru að leita sér að vinnu heldur líka fólk sem er í starfi. Það er enginn öruggur með sína stöðu og þess vegna er hreyfing á fólki. Sam- keppnin kemur því úr mörgum átt- um, eins og raunar alltaf er. En þegar framboð af störfum er svo lítið verður vandamálið enn stærra. Fyrirtækin hafa ekki getað bætt við sig fólki vegna þess að veltan hefur ekki verið nægjanleg. Það er vandamálið. Fyr- irtækin takmarka vinnuaflið eins og þau geta og keyra á lágmarksmann- skap af því að eftirspurnin er ef til vill ekki næg. Svo vantar ný fyrirtæki og nýjar stöður. Við héldum að þetta ár yrði ekki eins rólegt og raunin varð. Nú vonar maður að úr fari að rætast þannig að fólk sem er að ljúka námi fái tækifæri til að sanna sig og þeir sem hafa flutt til útlanda flytji aftur heim.“ Engin störf koma í staðinn Þegar fjármálakerfið riðaði til falls haustið 2008 missti fjöldi háskóla- menntaðra vinnuna. Katrín víkur að stöðu þessa hóps. „Nú um áramótin er verið að segja upp fólki hjá skilanefndum og í bankakerfinu. Ætlar vinnumarkaður- inn að mæta þessu fólki? Störfin eru ekki til. Við eigum mikið af hæfu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að skapa verðmæti. Manni finnst hins vegar skorta á skilning á því að það þurfi að skapa tækifæri til að búa til verðmæti. Þá horfi ég fyrst og fremst til þess að aflétta hinum ýmsu gjöld- um sem hafa verið lögð á fyrirtæki. Þau setja mikinn strik í rekstur fyr- irtækja, eins og tryggingagjaldið sem er gríðarlega mikið.“ Ófaglærða jafnt sem lærða vantar vinnu Morgunblaðið/Golli Á Laugavegi Mismunandi kaupmáttur einstaklinga var gerður að umtals- efni í aðdraganda jóla. Þótti ýmsum spjaldtölva vera óraunhæf jólagjöf. Árið 1997 voru 8.554 Íslend- ingar skráðir í nám við háskóla eða við sérskóla á háskólastigi. Aldamótaárið 2000 var talan komin í 10.478, 17.107 árið 2005 og 19.889 árið 2010, að því er fram kemur í gögnum á vef Hagstofu Íslands. Það er ekki nóg með að ásókn í háskóla og þar með störf sem krefjast háskólamenntunar auk- ist. Þjóðinni fjölgar hratt. Ís- lendingar eru nú um 318.500 en verða orðnir um 344.000 árið 2020, að því er svonefnd „háspá“ Hagstofunnar áætlar. Gríðarleg fjölgun MENNTAVEGURINN Hugverk Mynd úr vinnusal CCP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.