Morgunblaðið - 11.01.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Nemendur í 9. bekk Vogaskóla í Reykjavík
fengu í gær afhentar Kindle lestölvur, eða
„Kyndil“ eins og þær eru stundum kallaðar, til
afnota. Næstu mánuðina verður fylgst með því
hvernig tölvurnar nýtast þeim í námi og verður
m.a. kannað hvort lestraráhugi aukist. Nokkrir
piltar í skólanum skrýddust spariklæðnaði af
þessu tilefni og voru sammála um að þetta væri
gott framtak. Einn þeirra, Guðmundur Atli,
sagði það vera kost að lítið tæki kæmi í stað
þungra bókastafla. „En ég veit ekki hvort þetta
skiptir svo miklu máli í náminu,“ bætti hann við.
Nýir tímar gengu í garð hjá nemendum í 9. bekk Vogaskóla í gær
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Kampakátir með Kyndilinn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hjá þjóðskrá er að hefjast vinna við
lagfæringar á hugbúnaði til að hægt
verði að birta óskammstöfuð nöfn
sem flestra í tölvukerfi þjóðskrár.
Forstöðumaður þjóðskrár- og gæða-
sviðs segir þó ekki hægt að fullyrða
um hvenær breytingarnar nái fram
að ganga, það sé meðal annars háð
fjármagni sem fáist til verksins.
Einungis er hægt að birta full-
skrifuð nöfn sem hafa 31 staf eða
stafabil eða minna. Gripið er til
reglna um skammstöfun nafna, ef
nöfnin eru lengri og ekki næst sam-
komulag við foreldra.
Eftir að leyft var að skíra þremur
nöfnum og millinafni og kenna börn
við bæði móður sína og föður hefur
fjölgað þeim tilvikum sem nafna-
svæðið í þjóðskránni dugar ekki til.
Þessu lenti sambýlisfólkið Krist-
mundur Guðmundsson og Margrét
Sigríður Guðjónsdóttir í þegar þau
tilkynntu til þjóðskrár nafn dóttur
sinnar sem þau nefndu Jóhönnu Sig-
ríði Kristmundsdóttur. Í nafninu er
31 stafur og tvö bil og því tveimur
stöfuð ofaukið. Þeim var neitað um
að stytta föðurnafnið í Kristmundsd.
þar sem ekki má stytta fyrsta eig-
innafn og síðara kenninafn en boðið
að skrá hana Jóhönnu S. Krist-
mundsdóttur eða Jóhönnu Sigr.
Kristmundsdóttur.
Sólveig J. Guðmundsdóttir, for-
stöðumaður þjóðskrár- og gæða-
sviðs, tekur fram í upphafi samtals
þar sem skýringa er leitað að fullt
nafn landsmanna sé skráð í þjóð-
skrá, þótt ekki sé hægt að birta
nema 31 staf í tölvukerfinu. Þannig
séu vottorð sem þjóðskrá gefur út
með fullu nafni. Eins vegabréf að því
hámarki sem þar gildi sem er 38 staf-
ir.
Hún segir að gera þurfi breyting-
ar á tölvukerfinu til að stækka nafna-
svæðið. Það kosti vinnu og fjármuni.
Segir Sólveig að unnið sé að und-
irbúningi lagfæringa. Það sé á áætl-
un ársins en hún treystir sér ekki til
segja hvenær þeim ljúki.
Tilfinningamál hjá mörgum
Nöfn barna eru tilfinningamál,
eins og starfsfólk þjóðskrár finnur
oft fyrir þegar biðja þarf fólk að
stytta nöfn fyrir birtingu í tölvukerf-
inu. Jóhanna Sigríður Kristmunds-
dóttir er gott dæmi um það. Hún er
nefnd eftir móðurömmu sinni sem
fallin er frá og fellur foreldrum því
illa að þurfa að breyta nafninu.
Kristmundur hallast helst að því að
þau velji skammstöfun á síðara eig-
innafninu og dóttirin verði skráð Jó-
hanna S. Kristmundsdóttir.
Nafnið of langt fyrir þjóðskrá
Unnið að breytingum á tölvukerfi þjóðskrár til að hægt sé að fullskrifa fleiri nöfn Skammstafa þarf
síðara eiginnafn Jóhönnu Sigríðar Kristmundsdóttur sem gefið var nafn látinnar ömmu sinnar
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Frá því Bauhaus auglýsti eftir
starfsfólki í 60-80 störf í bygginga-
vöruverslun fyrirtækisins í Reykja-
vík og þar til í gær höfðu hátt í
1.200 manns sent inn umsókn. Enn
er vika eftir af umsóknarfrestinum.
„Þetta er rosalega jákvætt og við
erum mjög kát,“ segir Halldór Ó.
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Bauhaus á Íslandi. Umsóknirnar
séu miklu fleiri en hann hafi búist
við. Hann telur að ástæðan fyrir
þessum mikla fjölda umsókna sé
m.a. sú að töluvert hafi verið rætt
um Bauhaus undanfarin ár og að
fólk skynji að þetta verði spennandi
vinnustaður.
Þegar auglýst var eftir starfs-
fólki í september 2008 sóttu 1.250
manns um 150 störf.
Ekki er búið að taka saman hvert
hlutfall karla og kvenna er í hópi
umsækjenda. Halldór segir að
merkja megi töluverðan mun eftir
deildum. Þannig hafi fleiri konur
sótt um störf á skrifstofu en fleiri
karlar vilji vinna í verkfæradeild.
„Það eru ekki margar konur sem
sækja um þar.“
Umsóknarfrestur rennur út 18.
janúar og Halldór gerir ráð fyrir að
fleiri umsóknir bætist við þangað
til. Starfsmenn Bauhaus hér á
landi, í samvinnu við starfsmanna-
deildina ytra, fari yfir umsóknirnar
í sameiningu. Nýir starfsmenn
munu síðan koma til starfa 1. mars.
Stefnt er að því að opna verslun
Bauhaus á vormánuðum og að sögn
Halldór er allur undirbúningur á
áætlun.
Tæplega 1.200 manns hafa
sótt um störf hjá Bauhaus
Konur sækja frekar um á skrifstofu Karlar í verkfærin
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Bauhaus Fjöldi umsókna borist.
Utanrík-
isráðherra kynnti
í gær ríkisstjórn-
inni ákvörðun
sína um að ráða
Tim Ward QC til
að vera aðal-
málflytjandi í
samningsbrota-
málinu sem Eft-
irlitsstofnun EFTA hefur höfðað
vegna ábyrgðar á lágmarkstrygg-
ingu á Icesave-reikningunum. Tim
Ward er starfandi lögmaður við lög-
mannsstofuna Monckton Chambers í
London og hefur m.a. flutt mörg mál
fyrir Evrópudómstólnum.
Málflytjandi ráðinn
til að verja Ísland
Sex tómir gámar
fuku af Selfossi,
gámaskipi Eim-
skipafélagsins, í
brjáluðu veðri í
fyrrinótt. Skipið
var á leið á
Grundartanga en
í gærmorgun
þegar birti varð
skipstjóri þess var að nokkra gáma
vantaði. Í tilkynningu frá lögreglu
var talið að gámana, sem eru 20
feta langir, ræki í átt að Kjalarnesi.
Beðið var með að reyna að end-
urheimta gámana þar til þá ræki á
land. Öllum þar til bærum yfirvöld-
um var tilkynnt um málið og sjófar-
endur látnir vita af gámunum í
sjónum.
Sex gámar fuku af
Selfossi og í sjóinn
Allt að sex heiti geta verið í
nöfnum barna sem skírð eru
eða nefnd. Samkvæmt reglu-
gerð skulu fyrsta eiginnafn og
síðara kenninafn ávallt halda
sér. Ef ekki næst samkomulag
við foreldra barna um skráningu
nafna kveður reglugerð sem
innanríkisráðuneytið gaf út á
síðasta ári um að fyrst skuli
skammstafa millinafn, ef á þarf
að halda, næst fyrra kenninafn,
þá þriðja eiginnafn og loks ann-
að eiginnafn.
Millinöfn stytt
SKAMMSTÖFUN NAFNA
– fyrst og fre
mst
ódýr!
OPIÐ
LENGUR!
10-20
Breyttur opnunartími á
Akranesi, Bíldshöfða og Granda
Opið alla daga frá kl. 10-20