Morgunblaðið - 11.01.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þær Dýrleif Skjóldal ogRagnheiður Guðmunds-dóttir, betur þekktar semDilla og Heiða, gáfu nýver-
ið út bókina Ungbarnanudd. Bókin er
byggð á áratuga reynslu Dillu af ung-
barnanuddi og skreytt með fallegum
krílamyndum úr smiðju ljósmynd-
arans Heiðu.
Nuddaði soninn á hverju ári
Dilla lærði nudd í Noregi á ár-
unum 1986-1989. En þegar hún eign-
aðist sitt fyrsta barn árið 1987 fékk
hún gefins bók um ungbarnanudd.
„Í fyrstu var þetta bara ætlað
mér og syninum en eftir að þær kom-
ust að þessu í ungbarnaeftirlitinu á
Akureyri báðu þær um að fá að fylgj-
ast með nuddinu. Það varð úr og eftir
það báðu þær mig að kenna þetta á
Akureyri sem ég gerði í ein 20 ár. Nú
er ég í raun komin á annan hring og
er farin að kenna ömmubörnum.
Ömmurnar eru farnar að reka á eftir
mæðrunum,“ segir Dilla í léttum dúr.
Hún segir nuddið virka vel á þeim
börnum sem það er prófað á en eins
og komi fram í bókinni þá þurfi börn-
in stundum að venjast þessu.
„Það þarf að passa stað og stund
og fylgjast með því hvernig barninu
líður. Mikilvægt er að þeim sé ekki
kalt og þau séu ekki orðin of svöng
eða þreytt þannig að það ruglist ekki
saman við hvort nuddið sé óþægilegt
eða ekki. Stundum eru þau bara orðin
dauðþreytt eða of svöng. Því varðar
svo miklu að þekkja inn á rútínur hjá
börnum og þekkja sitt barn. Þetta
náttúrulega hjálpar til þess.
En þau láta líka alveg vita ef
eitthvað er óþægilegt,“ segir Dilla.
Gott fyrir börn með kveisur
Dilla segist hugsa nuddið þannig
að það sé gott fyrir öll börn, ekki ein-
göngu þau sem séu með einhverja
kvilla. Hins vegar sé staðreynd að
nuddið henti vel börnum sem séu
með innantökur eða líði á einhvern
hátt illa.
„Börn sem eiga erfitt með að
sætta sig við þennan yfirgang frá því
að vera fóstur yfir í að vera barn hafa
sérstaklega gott af þessu. Yfirleitt
nýtist þetta kveisubörnum mjög vel
og það tekur aðeins nokkrar vikur að
losa þau úr þeim vítahring. Oft kunna
börnin ekki að losa sig við loft. Eins
getur verið að foreldrarnir kunni ekki
að hafa þau á brjósti og börnin liggi
þá þannig að þau gleypi of mikið af
lofti í baráttu við að halda geirvört-
unni upp í sér. Því þarf að skoða
hvernig þau liggja á brjósti
og hjálpa þeim síðan að losa sig
við loftið,“ segir Dilla.
Ekki á klukkunni
Heiða hefur starfað sem ljós-
myndari á Akureyri, þar sem hún býr
ásamt eiginmanni og fjórum börnum,
frá árinu 2004. Síðastliðin ár hefur
hún sérhæft sig í að taka myndir af
litlum krílum og segir myndatökur
fyrir bókina hafa gengið vel.
„Það gekk mjög vel að mynda
því við gáfum okkur endalausan tíma.
Kærleiksrík sam-
vera með krílum
Nuddarinn Dýrleif Skjóldal og ljósmyndarinn Ragnheiður Guðmundsdóttir taka
höndum saman í fallega myndskreyttri bók sem kallast Nuddbókin. Þar er að
finna leiðbeiningar um ungbarnanudd en það getur dregið úr ýmsum kvillum er
hrjá börn, til að mynda magakveisu. Þær Dýrleif og Ragnheiður starfa báðar á
Akureyri en þar hófst samstarf þeirra á ljósmyndasýningu Ragnheiðar.
Samstarf Heiða og Dilla gáfu í sameiningu út Nuddbókina.
Kósí Börnum finnst gott að láta nudda sig í þægilegu umhverfi.
Mikið er til af skemmtilegum og
kostulegum hlutum í henni veröld.
Eitt af því eru minjagripir sem geta jú
verið misfallegir. Á vefsíðunni shelf-
ofshame.com gefur að líta nokkra
slíka gripi. En nafnið gefur kannski til
kynna að gripirnir væru best geymdir
ofan í skúffu. Hvað um það. Á vefsíð-
unni gefur að líta gripi frá Noregi,
Skotlandi og Ítalíu svo fáein lönd séu
nefnd. Aðstandendur síðunnar hafa
viðað minjagripunum að sér hér og
þar um heiminn en fólki er líka frjálst
að senda inn minjagrip. Með hverri
mynd fylgir skondinn texti og nú er
bara að athuga í skúffuna og sjá
hvort þú átt þar kannski eitthvað
skemmtilega ósmekklegt til að setja
á þína hillu.
Vefsíðan www.//shelfofshame.com
Morgunblaðið/Heiddi
Bjórdósir Á ferðum fólks um heiminn viðar það að sér ýmsum hlutum.
Skemmtilega ósmekklegt
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin í
Reykjavík fer fram nú um helgina.
Viðburðurinn er haldinn í þeim til-
gangi að hjálpa einstaklingum að
koma hugmyndum sínum í fram-
kvæmd, en að helginni standa Innovit
nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og
Landsbankinn í samstarfi við Reykja-
víkurborg.
Erlend fyrirmynd viðburðarins er
StartupWeekend þar sem þátttak-
endur mæta með eða án hugmyndar,
skipta sér niður í teymi og vinna frá
föstudegi til sunnudags við að byggja
upp viðskiptahugmyndir. Markmiðið
er að klára frumgerð, eða komast
sem næst því að klára frumgerð af
vörunni eða þjónustunni sem unnið
er að yfir helgina. Fjölmargir sér-
fróðir aðilar mæta yfir helgina og
hjálpa þátttakendum við uppbygg-
ingu hugmyndanna. Allir geta tekið
þátt; þeir sem hafa hugmynd að vöru
eða þjónustu og einnig þeir sem vilja
hjálpa hugmyndum annarra við að
verða að veruleika. Hugmyndir þátt-
takenda geta verið margskonar og
mislangt á veg komnar. Þátttaka er
ókeypis en nánari upplýsingar má
nálgast á anh.is.
Endilega …
… komdu með góða hugmynd
Ljósmynd/norden.org
Hönnun Hugmyndirnar geta verið af ýmsum toga og mislangt á veg komnar.
Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi
við Krabbameinsfélagið, embætti
landlæknis og Prentsmiðjuna Odda
býður grunnskólanemendum í 7.-10.
bekk að taka þátt í samkeppni um
hönnun og gerð á nýju tóbaksvarn-
arveggspjaldi, en samkeppnin er
haldin í tilefni af sýningunni Þetta
er allt sama tóbakið! sem nú stend-
ur í Horni Þjóðminjasafnsins.
Til mikils er að vinna en fyrir þrjú
bestu veggspjöldin verða veittar
spjaldtölvur og tónhlöður. Að auki
ætlar Prentsmiðjan Oddi að prenta
sigurveggspjaldið og mun það fara í
dreifingu í grunnskóla og félags-
miðstöðvar. Einnig munu allir þeir
sem lenda í þremur efstu sætunum
fá eintak af ritinu Hlutavelta tím-
ans: menningararfur á Þjóðminja-
safni.
Tillögunum skal skilað annaðhvort
á pappír til Þjóðminjasafns Íslands,
Suðurgötu 41, 101 Reykjavík eða á
tölvutæku formi á netfangið sam-
keppni@thjodminjasafn.is eigi síðar
en föstudaginn 27. janúar 2012.
Veggspjöldin mega vera í stærð
A3 eða A2 og þar skal koma fram
boðskapur gegn hvers kyns tóbaks-
notkun, til dæmis reykingum eða
munntóbaksnotkun unglinga.
Úrslit verða síðan kunngjörð á
Safnanótt, föstudaginn 10. febrúar
2012.
Veggspjaldasamkeppni grunnskólanema
Gegn tóbaks-
notkun
Forvarnir Á veggspjöldunum verður boðskapur gegn hvers kyns tóbaksnotkun.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
ÞORRI
NN 201
2
Þorrahlaðborð
Nóatúns
Sendum um land allt
Gerum verðtilboð fyrir stærri
þorrablót (50-500 manna)
Upplýsingar í síma 822-7005
eða veislur@noatun.is
ÞJÓÐLEG
Á ÞORRA