Morgunblaðið - 11.01.2012, Page 12

Morgunblaðið - 11.01.2012, Page 12
Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Hvorki Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, né Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bank- ans, mættu við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þess í stað lögðu verjendur þeirra fram yfirlýsingu um að þeir neituðu sök í málinu. Lárus er búsettur erlendis og er í námi en Guðmundur var staddur er- lendis, eftir því sem fram kom hjá verjendum þeirra. Lárus og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir stórfelld umboðs- svik með því að hafa, 8. febrúar 2008, stefnt fé Glitnis í stórfellda hættu með því að lána Milestone 10 millj- arða, án trygginga og ábyrgða. Lán- ið var aldrei endurheimt og í ákæru sérstaks saksóknara segir að lán- veitingin hafi átt þátt í falli Glitnis haustið 2008. Þórður Bogason hrl., verjandi Guðmundar, hafði fyrir þinghaldið í gær óskað eftir afritum af úrskurð- um um leyfi til hlerana á síma Guð- mundar frá árinu 2008 og þar til ákært var í málinu. Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari sagði að engir slíkir úrskurðir sem vörð- uðu Guðmund hefðu verið kveðnir upp. Ekki hefðu heldur verið lagðar fram beiðnir um símhlustanir. Hann Neituðu ásökunum um umboðssvik  Óskaði eftir úrskurðum um hleranir  Engir úrskurðir til Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sóknin Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari með ráðgjafa sína til beggja handa, þá Jón Óttar Ólafsson og Guð- mund Hauk Gunnarsson. Hólmsteinn Gauti sagði enga úrskurði til um símhlustanir hjá Guðmundi. vildi í samtali við blaðamann ekki upplýsa hvort slíkir úrskurðir hefðu verið kveðnir upp varðandi Lárus. Þá vildi verjandi Guðmundar ekki ræða um tilefni þess að beiðni um þessa úrskurði var lögð fram. Dómarinn í málinu, Símon Sig- valdason, gaf verjendum frest, til 28. febrúar, til að skila greinargerðum. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vörnin Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, og Þórður Bogason, verj- andi Guðmundar Hjaltasonar, lögðu yfirlýsingar fyrir dóminn. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012 Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir, sem stofnaði Steina- safn Petru á Stöðvarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðsfirði í gærmorgun. Petra var 89 ára gömul, fædd að Bæjarstöðum við Stöðvarfjörð 24. desember 1922. Petra giftist Jóni Ingimundarsyni árið 1945 og eign- uðust þau fjögur börn; Ingimar, Svein Lárus, Elsu Lísu og Þórkötlu sem öll lifa móður sína. Jón lést 52 ára að aldri árið 1974. Sama dag og hann var borinn til grafar ákvað Petra að opna heimili sitt á Stöðv- arfirði, Sunnuhlíð, gestum og gangandi sem vildu skoða steinasafnið hennar. Upp frá því hefur húsið verið safn og lengi það fjölsóttasta á Austurlandi. Þangað koma mörg þúsund manns á hverju ári. Það var þó áfram einkaheimili Petru allt til ársins 2007 þegar hún flutti á hjúkr- unarheimilið Uppsali. Hún fylgdist þó áfram vel með safninu sem nú er rekið af börnum hennar og barnabörn- um. Petra hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir söfnun sína og safnastarf, m.a. riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu og hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands. Petra safnaði steinum frá tvítugsaldri en steinasöfn- unin hófst af alvöru árið 1946. Langflestir steinanna eru frá nágrenni Stöðvarfjarðar og annars staðar úr fjórð- ungnum. Hún leitaði nær ekkert að steinum í öðrum landshlutum. Steinunum safnaði hún í bakpoka og gjarn- an voru börnin hennar, barnabörn og vinir með í för. Hún safnaði ýmsu öðru, s.s. pennum og lyklakippum. Hún hafði einnig mikinn áhuga á fótbolta og fór á lands- leiki ef færi gafst. Petra Sveinsdóttir steinasafnari Petra Sveinsdóttir í steinagarði sínum ásamt Ólafi Ragn- ari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaief. Andlát Látin er í Kaupmanna- höfn systir Elísabeth, 96 ára að aldri. Hún var ein Jósefssystra og starfaði á St. Jósefs- spítala í Landakoti frá 1945 til 1977. Þegar systurnar seldu ríki og borg spítalann árið 1977 flutti hún ásamt öðrum Jósefssystrum í systraheimilið í Garða- bæ. Þar var hún til 1998 þegar flestar syst- urnar fluttu á hvíldar- heimili Jósefssystra í Kaupmannahöfn. Hún starfaði lengst af í eldhúsi og bakaríi systranna og á efri árum fékkst hún mikið við hannyrðir. Systir Elísabeth var fædd 10. febrúar 1915 í þorpi nálægt Bozen í Suður- Týrol. Hún gekk í reglu St. Jósefssystra í Kaupmannahöfn árið 1939 og vann reglu- heitin 1945. Skömmu eftir það hélt hún til Ís- lands og var hér á landi í 53 ár. Fyrir nokkrum árum greindist hún með æxli í maga og var ekki unnt að fjarlægja það með uppskurði. Henni hrakaði mjög upp úr miðjum desem- ber sl. og hún lést síð- degis hinn 21. desember. Jarðarför hennar fór fram frá Immaculata- kirkjunni í Kaupmannahöfn 29. des- ember síðastliðinn. Andlát Systir Elísabeth Skopmyndateiknarinn Sigmúnd Jó- hannsson var í gær valinn Eyjamað- ur ársins 2011 hjá vikublaðinu Frétt- um. Sigmúnd, sem teiknaði skopmyndir í Morgunblaðið um ára- tugaskeið, fékk Fréttapýramídann fyrir frumkvöðulsstarf í öryggismál- um sjómanna auk þess að vera sam- viska þjóðarinnar í gegnum teikn- ingar sínar. Fleiri voru verðlaunaðir og valdi ritstjórn Frétta Margéti Láru Við- arsdóttur íþróttamann ársins. Fyrir- tæki ársins í Vestmannaeyjum er Grímur kokkur og verðlaun fyrir framlag til menningarmála í Vest- mannaeyjum árið 2011 hlaut Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og mark- aðsstjóri Vestmannaeyjabæjar, fyrir að hafa ýtt Safnanótt úr vör. Auk þess fengu skipstjórar og áhöfn á Herjólfi og starfsmenn Flug- félagsins Ernis blómvendi fyrir óeig- ingjarnt starf í samgöngumálum síð- asta ár. Sigmúnd varð 80 ára á síðasta ári, en hann er fæddur í Noregi 1931. Kom til Íslands þriggja ára en faðir hans var íslenskur og móðirin norsk. Eiginkona Sigmúnds er Helga Ólafs- dóttir og eiga þau tvo syni. Fyrir átti Sigmúnd einn son. Fyrsta skopteikning Sigmúnds birist í Morgunblaðinu 25. febrúar árið 1964 og tengdist fyrstu land- göngu í Surtsey. Í Heimaeyjargosinu árið 1973 varð Sigmúnd fastráðinn við Morgunblaðið og teiknaði skop- teikningar í blaðið allt til ársins 2008. Á vefnum sigmund.is getur að líta teikningar hans sem birtust á síðum Morgunblaðsins. Sigmúnd er menntaður vélstjóri, hefur hannað fiskvinnsluvélar og fann m.a. upp sjálfvirkan sleppibún- að gúmmíbjörgunarbáta. Sigmúnd Eyja- maður ársins  Verðlaunaður af blaðinu Fréttum Ljósmynd/Eyjafréttir Eyjar Sigmúnd með verðlaunin ásamt Helgu Ólafsdóttur. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Rýmum fyrir nýjum vörum. Yfir 40 tegundir af flísum. Mikil verðlækkun, verð frá kr. 900 pr m2. Einnig útlitsgallaðar vörur á niðursettu verði! Rýmingarsala á flísum og fleiru Gott verð fyrir alla alltaf – í 10 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.