Morgunblaðið - 11.01.2012, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
„Lifandi gyðja“, Kumari, tekur hér þátt í trúarhátíð í
Katmandú, höfuðborg Nepals. Hefð er fyrir því í Kat-
mandú-dal að velja Kumari-gyðju úr röðum ungra
stúlkna. Kumari þýðir „hrein mey“ og stúlkan sem
verður fyrir valinu er álitin holdtekja gyðjunnar Taleju
þar til hún byrjar að hafa tíðir. Þá er gyðjan talin fara
úr líkama stúlkunnar og ný Kumari-gyðja er valin.
Gyðjan dvelur í nær algerri einangrun í lítilli höll í Kat-
mandú og fær aðeins að fara út á hátíðisdögum þegar
hún er höfð til sýnis í vagni sínum á götum Katmandú,
með þykkan farða og í skrautbúningi.
Kumari-gyðjan er sögð þurfa að vera með „flekk-
lausan líkama, bringu eins og ljón og læri eins og
hjartardýr“. Þótt stúlka uppfylli þetta skilyrði er ekki
víst að hún verði fyrir valinu, því sagt er að hún þurfi
að sanna hugrekki sitt með því að dvelja eina nótt í her-
bergi með höfðum fórnardýra án þess að gráta.
Núverandi Kumari, Matina Shakya, var þriggja ára
þegar hún varð fyrir valinu í október 2008 og tók við af
ellefu ára gamalli stúlku. Ríkisstjórn maóista, sem tók
við völdunum í Nepal eftir að konungdæmið var afnum-
ið, heimilaði að haldið yrði í þessa hefð.
Reuters
Dvelur í nær algerri einangrun í höll í Katmandú
Stúlkan álitin holdtekja gyðju
Franski kvikmyndaleikarinn Eric
Cantona, sem gerði garðinn frægan
í fótboltanum með Manchester
United, virðist nú ætla að hasla sér
völl í stjórnmálunum. Cantona
stefnir að því að vera í framboði í
forsetakosningunum í Frakklandi í
apríl og maí, að sögn franska dag-
blaðsins Liberation. Til þess að
geta boðið sig fram þarf hann að
safna undirskriftum 500 kjörinna
fulltrúa á þingi Frakklands og í
sveitarstjórnum. Ólíklegt þykir að
Cantona fái mikið fylgi verði hann í
framboði og
sjálfur segir
hann að megin-
markmiðið sé
ekki að fá for-
setaembættið,
heldur að berjast
fyrir málstað
„gleymdra fjöl-
skyldna“ í
Frakklandi. Can-
tona kveðst einkum ætla að beita
sér fyrir úrbótum í húsnæðis-
málum.
Cantona í forsetaframboð?
Eric Cantona
Frakkland
Breska stjórnin hefur lagt blessun
sína yfir áætlun um nýtt hrað-
lestakerfi þrátt fyrir harða and-
stöðu umhverfisverndarsamtaka.
Áætlað er að lestakerfið kosti jafn-
virði 6.300 milljarða króna. Gert er
ráð fyrir því að fyrsti áfanginn,
milli London og Birmingham, verði
tekinn í notkun árið 2026 og kerfið
á síðar að ná til borga í norðan-
verðu Englandi. Ferðatíminn með
lestum milli London og Birm-
ingham á að styttast um tæpan
helming.
Hraðlestakerfi samþykkt
Bretland
Reuters
Umdeilt Hraðlestirnar eiga að fara
um þetta svæði.
24 ára kona hefur verið handtekin
og ákærð fyrir tilraun til að stela
nýfæddu barni á sjúkrahúsi á Nýja-
Sjálandi. Konan er sögð hafa blekkt
fjölskyldu sína, þóst vera barnshaf-
andi og farið á fæðingardeild
sjúkrahússins í þeim tilgangi að
stela barni. Eiginmaður konunnar
hafði ekið henni á sjúkrahúsið í
þeirri trú að hún væri að fara þang-
að til að fæða barn. Hjúkrunar-
fræðingi tókst að stöðva konuna
þegar hún reyndi að laumast út úr
fæðingardeildinni með tveggja
daga gamalt barn. Stjórnendur
sjúkrahússins sögðu að öryggis-
reglur sjúkrahússins yrðu endur-
skoðaðar vegna málsins.
Nýja-Sjáland
Reyndi að stela kornabarni
Fylgstu með Ebbu útbúa
einfalda og bragðgóða
heilsurétti í MBL sjónvarpi
á hverjum miðvikudegi.
- heilsuréttir
Okkar markmið er
að gera betur við ALLA
okkar viðskiptavini
Þjónusta við heyrnarlausa/heyrnarskerta á að vera til staðar
á sem flestum sviðum samfélagsins. Í sérverslun á fagþjón-
usta að vera til staðar fyrir alla sem þangað leita. Við hjá
Optical Studio, sérverslun með gleraugu, linsur og sjón-
mælingar viljum leggja okkar af mörkum á þessu sviði.
Heiða Millý Torfadóttir, táknmálstúlkur og starfsmaður
hjá Optical Studio Smáralind til margra ára, veitir heyrnar-
lausum/heyrnarskertum aðstoð við sjónmælingar, linsumát-
anir og kennslu við notkun á linsum. Auk þess veitir hún
ráðgjöf við val á umgjörðum og glerjum.
Nánari upplýsingar og tímapantanir í sjónmælingar (fyrir
heyrnarlausa/heyrnarskerta) hjá Heiðu Millý í síma 695-2619
og í netfangið heidamilly@opticalstudio.is