Morgunblaðið - 11.01.2012, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Þegar farið er yfir
áramótaræður forseta
og forsætisráðherra Ís-
lands mátti heyra að
þau töluðu um Rúss-
land og Kína og norð-
urskautið, en lítið var
sagt um Evrópusam-
bandið.
Fjármálaráðherra
sagði við þessi tímamót
að ekki væri hægt að
taka upp erlenda mynt, fyrr en við
kæmum aga á eigin fjármálastjórn og
eins og þjóðin veit hefur Íslendingum
aldrei tekist að hafa aga á ríkisút-
gjöldum heldur aðlagað þjóðina að sí-
felldum gengisfellingum, þannig að
þjóðin gerir upp með jöfnu millibili
óráðsíuskuldir ríkisins með eign-
arýrnun á bæði fé og fasteignum.
Rekstrargrundvöllur fyrirtækja hef-
ur enginn verið, nema þeirra sem eru
í útflutningsgeiranum.
Íslendingar hafa lengi haldið að lé-
leg efnahagsstjórn væri sérgrein
okkar, en það er löngu liðin tíð. Þegar
alþjóðlegu auðhringarnir höfðu að
mestu flutt framleiðslu sína til lág-
launalanda og hættu að greiða skatta
til þjóðríkjanna sem þau voru kennd
við voru góð ráð dýr. Stjórn-
málamenn lögðust þá í lánavíking til
að bæta upp skattamissinn og héldu
áfram að gefa út skulda-
bréf, sem brjáluðu bank-
arnir keyptu, þar til
bankakreppan hófst
2008. Þá uppgötvaðist að
skuldir landa hvíta
mannsins voru löngu
orðnar ósjálfbærar. Lít-
ið var aðhafst í fyrstu, en
beðið eftir því að ósýni-
lega höndin myndi laga
ástandið, en nú er svo
komið að Evrópusam-
bandið veit ekki hvort
það er að koma eða fara.
Það eina sem hægt er að gera er að
prenta meiri peninga fyrir bankana og
fá síðan sömu banka til að kaupa rík-
isskuldabréf. Auðlindir eru engar og
vonleysið hefur tekið við. Frægustu
hagspámenn segja að það taki 15-20
ár fyrir Evrópusambandið að jafna
sig, en bæta við, að eftir þann tíma
muni hagvöxtur í Suðaustur-Asíu hafa
aukist um 20% , þannig að erfiðara
verði að koma sér á legg fyrir þjóðir
sem eru 350 milljónir manna, en ráða
yfir minna landsvæði en Grænland.
Þegar talað er um útþenslu ríkis-
bákna í ofangreindum löndum má
ekki tala um einn veigamesta þáttinn,
en oft er loforðalista stjórnmála-
manna kennt um.
Best er að skíra þennan leyniþátt
með aðstæðum í Sádi-Arabíu. Þar er
fjölkvæni og eignast konungborið fólk
mörg afkvæmi, nú er svo komið að um
5000 prinsar eru í Sádi-Arabíu, sem
allir eru settir á olíuspenann. Al-
menningur fær aðeins til nauðþurfta,
herinn fær þó meira því hann stendur
vörð um þjóðskipulagið.
Embættismenn og aðrir háttsettir
ríkisstarfsmenn eignast líka litla
prinsa og prinsessur sem þarf að
koma fyrir í kerfinu og helst í Bruss-
el, því þar eru forréttindin. Þetta er
að vísu miklu hægari þróun en í Ar-
abíunni, en þó komið yfir þolmörk og
nú þegar verið er að skera niður eru
það fyrst og fremst ófaglærðir sem
missa vinnuna.
Við Íslendingar þurfum að endur-
skoða okkar heimssýn og hætta að
elta Evrópusambandið, villuljós Sam-
fylkingarinnar, því það er margt sem
er að breytast í nágrenni við okkur.
Bretar neituðu síðustu úrræðum
Evrópusambandsins, sem hefur vissa
þýðingu. Bretar eru í góðu sambandi
við gamla samveldið, Kanada, Ástr-
alía o.fl. og fjármála-kerfið í London
er vel tengt í Singapúr og Hong Kong.
Skoskir þjóðernissinnar vilja fá fullt
sjálfstæði og stefnir í að svo verði í
fyllingu tímans. Grænland stefnir að
fullu sjálfstæði, þegar færi gefst og
heinar miklu auðlindir þess fara að
skaffa tekjur. Þegar sendinefnd frá
Evrópusambandinu kom til Græn-
lands og léði máls á því að Grænland
kæmi aftur í Evrópusambandið, svör-
uðu Grænlendingar því að þeir væru
ekki fleiri en 54.000 og það væri ekki
nægur mannskapur til að fást við
skrifræðið.
Noregur er EEA-land eins og við,
Svíar og Danir hafa ekki tekið upp
evruna og eru hræddir um að þurfa að
taka þátt í óraunhæfri björgun evr-
unnar.
Mín hugmynd er sú að við Íslend-
ingar byrjum að beita okkur fyrir
nýju ríkjasambandi á gömlu EFTA-
nótunum, Norðurlönd, England,
Grænland og Kanada.
Allar þessar þjóðir eru staðsettar
við Norður-Atlantshaf og gætu tekið
þátt í þeirri þróun sem verður vegna
loftslagsbreytinga. Allar þessar þjóðir
hafa góðan hag-grunn til að byggja á
og eru gamlar samstarfsþjóðir.
Ég tel einn mann hæfari öðrum til
að leiða þessa þróun, en það er hr.
Ólafur Ragnar Grímsson, þá er hann
verður fyrrverandi forseti Íslands.
Ný veraldarskipan
Eftir Elías Krist-
jánsson »Mín hugmynd er sú
að við Íslendingar
byrjum að beita okkur
fyrir nýju ríkjasam-
bandi á gömlu EFTA-
nótunum, Norðurlönd,
England, Grænland og
Kanada.
Elías Kristjánsson
Höfundur er forstjóri.
Fjöldi heimila á Ís-
landi hefur vonlausa
skuldastöðu vegna
stökkbreytinga á verð-
tryggðum húsnæð-
islánum sem bundin
eru vísitölu neyslu-
verðs. Þá er ég ekki að
tala um þá sem skuld-
settu sig langt umfram
greiðslugetu – stjórn-
völd og fjármálastofn-
anir bjuggu til leið til
að bjarga þeim enda fyrirfram séð
að kröfurnar væru tapaðar. Hér er
sjónum beint að þeim sem keyptu
húsnæði 2006-2008, fóru varlega og
lögðu fram umtalsverðan eigin
sparnað við kaupin, hafa staðið í skil-
um með greiðslur af láni en tíma-
spursmál hve lengi það gengur.
Vegna gífurlegrar þenslu vísitölu
neysluverðs til verðtryggingar lána
á síðustu fjórum árum hefur ráð-
deildarsamt fólk tapað milljónum
króna og mánaðarlegar afborganir
lána hækkað gífurlega. Undirrituð
er í hópi þeirra sem sitja við þetta
borð. Það er réttmæt krafa að færa
niður höfuðstól verðtryggðra hús-
næðislána og breyta forsendum
verðtryggingar vegna forsendu-
brests.
Kynda stjórnvöld undir vanda
heimilanna?
Af yfirlýsingum Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, forsætisráðherra, má ráða
að ríkisstjórnin ætlar ekki að bregð-
ast við vanda heimilanna með raun-
hæfum lausnum vegna stórfelldra
hækkana vísitölu neysluverðs til
verðtryggingar. Verðbólgubálið er
nánast handstýrt með aðgerðum og
aðgerðaleysi núverandi ríkisstjórnar
sem hefur kynt undir
vísitölu neysluverðs
með stórfelldum hækk-
unum á vörum og þjón-
ustu hins opinbera
ásamt stóraukinni
skatttekju. Slíkt er á
allra vitorði. Í svari
efnahags- og við-
skiptaráðherra við fyr-
irspurn Margrétar
Tryggvadóttur, alþing-
ismanns, kemur fram
að áhrif skattahækk-
ana og annarra auk-
inna álaga af hálfu ríkisins sem hafa
áhrif á vísitölu neysluverðs, frá febr-
úar 2009 til október 2010, hafi hækk-
að verðtryggð fasteignalán heim-
ilanna um 15,6 milljarða króna.
Af fréttum má ráða að stjórnvöld
halda áfram uppteknum hætti og
kynda undir verðtryggingu – afleið-
ingarnar brenna á heimilunum í
landinu. Við slíkt verður ekki unað.
Á hvaða stoðum er
verðtrygging húsnæðislána
reist?
Hagsmunasamtök heimilanna
sendu kvörtun til umboðsmanns Al-
þingis og umboðsmaður krafði seðla-
bankastjóra skýringa á reglum sem
heimila verðtryggingu á höfuðstól
lána. Í svari Seðlabankans er vísað
til löggjafar (nr. 38/2001) þar er
áskilið að greiðslurnar skuli verð-
bæta. Hins vegar er vísað í reglur
Seðlabankans (nr. 492/2001) sem
kveða á um verðbættan höfuðstól
lána, hvort tveggja samkvæmt vísi-
tölu neysluverðs, efnislega leiði
sama niðurstaða af báðum þessum
reglum. Hagsmunasamtök heim-
ilanna hafa bent á að efnislegur
munur sé á þessum reiknisaðferð-
unum, og það að bæta verðbótunum
við höfuðstólinn og veita þar með
viðbótarlán og uppreikna höfuðstól-
inn mánaðarlega hafi ekki lagastoð.
Niðurstaða umboðsmanns liggur
ekki fyrir.
Að binda verðbætur húsnæðislána
við vísitölu neysluverðs er full-
komlega órökrétt. Ljóst er að end-
urskilgreina þarf forsendur verð-
tryggingar og binda við raunhæf
viðmið – með lagasetningu.
Íbúðalánasjóður fer með
stærstan hluta húsnæðislána
Af greiðsluseðlum Íbúðalána-
sjóðs, jafngreiðslulán, leggur sjóð-
urinn fullar verðbætur á mán-
aðarlegar afborganir og vexti sem
staðgreitt er mánaðarlega. Jafn-
framt bætir Íbúðalánasjóður verð-
bótum við höfuðstól lánsins og upp-
reiknar mánaðarlega. Höfuðstóllinn
á húsnæðisláni mínu hækkaði um
eina milljón króna árið 2011. Þá hafa
mánaðarlegar afborganir hækkað
um 37% vegna verðbóta á afborganir
og vexti á síðustu fjórum árum, þ.e.
viðbót sem nemur í dag á fjórða tug
þúsunda á mánuði. Á sama tíma hef-
ur höfuðstóllinn, þ.e. skuld mín við
Íbúðalánasjóð hækkað um fleiri
milljónir vegna hækkana vísitölu
neysluverðs til verðtryggingar. Hin
hliðin á þessu dæmi er sú að mitt
eigið fé sem nam 35% af kaupverði
íbúðar hefur nánast brunnið upp –
eða með öðrum orðum, eign mín hef-
ur verið gerð upptæk og millifærð á
efnahagsreikning Íbúðalánasjóðs.
Fjöldi heimila er í sömu stöðu.
Hvað er til ráða?
Ríkisstjórnin hefur ekki verið
reiðubúin til að grípa til aðgerða og
færa niður höfuðstól verðtryggðra
húsnæðislána og taka upp önnur
raunhæf viðmið. Þar á bæ virðast
aðrir hagsmunir en heimilanna vera
í fyrirrúmi. Framkvæmd verðtrygg-
ingar snýst um klára eignaupptöku –
í þágu hvers?
Hagsmunasamtök heimilanna
hafa haldið uppi málefnalegri um-
ræðu og baráttu. Í viðræðum við rík-
isstjórnina árið 2010 lögðu samtökin
fram tillögu til að bæta stöðu heimila
með verðtryggð lán, þ.e. að verð-
bótaþáttur verðtryggðra lána yrði
lækkaður og miðað við janúar 2008,
og takmarkist við efri mörk verð-
bólgumarkmiðs Seðlabankans, að
hámarki 4% á ári. Þessu hafnaði rík-
isstjórnin en gekk að kröfum fjár-
málafyritækja. Þessi krafa er ennþá
til staðar í áskorun Hagsmuna-
samtaka heimilanna sem liggur
frammi og hátt í 38.000 manns hafa
skrifað undir. Í nafni almanna-
hagsmuna er krafist almennra og
réttlátra leiðréttinga á stökk-
breyttum lánum heimilanna
(www.undirskrift.heimilin.is). Und-
irrituð hvetur alla sem vilja breyta
óviðunandi ástandi að skrifa undir
þessa áskorun. Það hefur sýnt sig að
röngum ákvörðunum stjórnvalda má
hnekkja með samtakamætti og bar-
áttu fólksins í landinu.
Grípa þarf til raunhæfra aðgerða
Eftir Hörpu Njáls » Stjórnvöld halda
áfram uppteknum
hætti og kynda undir
verðtryggingu – afleið-
ingarnar brenna á heim-
ilunum í landinu. Við
slíkt verður ekki unað.
Harpa Njáls
Höfundur er félagsfræðingur og fé-
lagi í Hagsmunasamtökum heim-
ilanna.
Fyrir Alþingi liggur tillaga frá
Bjarna Benediktssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins, um að Alþingi
dragi til baka ákæru sína á hendur
Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra.
Það er með ólíkindum og reyndar
illskiljanlegt hvað sumir menn láta
hafa sig í að gera á (hinu háa) Al-
þingi. Að fella
niður ákæru á
hendur valda-
mesta manni
þjóðarinnar, sem
með vítaverðu
andvaraleysi,
kæruleysi, fram-
kvæmdaleysi og
jafnvel heimsku
veldur stórum
hluta þjóð-
arinnar stórkostlegu tjóni er
hneyksli og þeim aðilum til skamm-
ar, sem að slíkri tillögu standa.
Ég ætla með rökum og stað-
reyndum að staðfesta þessa fullyrð-
ingu mína.
Í lögum um ráðherraábyrgð frá
1963 segir meðal annars eftirfar-
andi:
Í 1. gr. segir: Ráðherra ber
ábyrgð á stjórnarframkvæmdum
öllum eftir því sem fyrir er mælt í
stjórnarskrá og lögum þessum.
Ákvæði almennra hegningarlaga
um brot í opinberu starfi ná einnig
til ráðherra eftir því sem við á.
Í 2. gr, segir: Ráðherra má krefja
ábyrgðar samkvæmt því sem fyrir
er mælt í lögum þessum fyrir sér-
hvert starf eða vanrækt starfa er
hann hefur orðið sekur um ef málið
er svo vaxið að hann af ásetningi
eða stórkostlegu hirðuleysi hefur
farið í bága við stjórnarskrá lýð-
veldisins önnur landslög eða að
öðru leyti stofnað hagsmunum rík-
isins í fyrirsjáanlega hættu
Í 13. gr. segir: Hafi ráðherra
bakað almenningi eða einstaklingi
fjártjón með framkvæmd eða van-
rækslu, o.s.fv.
Þetta er aðeins hluti úr lögum
um ráðherraábyrgð en í þeim eru
skýlaus ákvæði um ábyrgð ráð-
herra á gjörðum sínum.
Að sjálfsögðu, eftir að Alþingi
samþykkti að stefna æðstu emb-
ættismönnum framkvæmdavalds-
ins fyrir landsdóm, átti að ákæra
alla ráðherrana í ríkisstjórn Geirs
fyrir afglöp í starfi, en þó fyrst og
fremst þá er þingnefndin nefndi og
þar var Geir fremstur í flokki.
Í 65 gr. Stjórnarskrár Íslands
segir að allir séu jafnir fyrir lögum
og njóti mannréttinda án tillits til
trúarbragða, kynferðis, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar, lit-
arháttar, efnahags, ætternis og
stöðu að öðru leyti.
Svo til allir sem fara með manna-
forráð í fyrirtækjum eða stofnunum
bera ábyrgð á gjörðum sínum
gagnvart þriðja aðila, einnig iðn-
meistarar, skipstjórar, flugstjórar
og jafnvel óþroskaður unglingur, 17
ára bílstjóri, sem af andvaraleysi
og kæruleysi veldur fjártjóni eða
manntjóni. Fyrir slíkt ábyrgð-
arleysi í athöfnum eru menn
ákærðir og dæmdir.
Ef æðstu og valdamestu menn
þjóðarinnar sæta engri ábyrgð fyr-
ir þau afglöp í starfi, sem koma
heilli þjóð í stórkostlegan vanda,
hundruðum manna og kvenna fjár-
tjóni svo skiptir milljörðum, fólks-
flótta frá landinu og jafnvel mann-
tjóni, þá er það svívirðing við
réttlætisvitund þjóðarinnar. Þjóð-
inni verður svo misboðið að fyr-
irlitning hennar á pólitík verður al-
ger.
Alþingismenn eru ekki hátt skrif-
aðir. Láti þeir það henda sig að
meta meira flokkspólitíska sér-
hagsmuni og brjóta þannig lög, sem
þeir sjálfir hafa samið, þá er fokið í
flest skjól hjá þessari þjóð.
HAFSTEINN
SIGURBJÖRNSSON,
eldri borgari.
Ábyrgðir
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni
Hafsteinn Sig-
urbjörnsson
Bréf til blaðsins
Jólamót á Reyðarfirði
Jólamót Bridgesambands Aust-
urlands var haldið 30. desember
2011 á Reyðarfirði. Að þessu sinni
tóku 16 pör þátt í mótinu. Efstu
pör:
Guttormur Kristmss. - Magnús Ásgrss. 53
Pálmi Kristmannss. - Þorsteinn Bergss.
46
Óttar Ámannsson - Skúli Sveinss. 28
Bridsdeild Félags eldri borg-
ara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, mánudaginn
9. janúar. Spilað var á 13 borðum.
Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S:
Axel Láruss. - Bergur Ingimundars. 404
Auðunn Guðmss. - Björn Árnason 367
Örn Ísebarn - Ragnar Björnsson 367
Árangur A-V:
Bjarnar Ingimars - Albert Þorsteinss.
380
Oddur Jónsson - Óskar Ólafsson 369
Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 342
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 8/1 var spilaður
eins kvölds tvímenningur. Úrslit
urðu þessi í Norður/Suður:
Hulda Hjálmarsd. - Unnar A. Guðms. 213
Þorleifur Þórarins. - Haraldur Sverris.188
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 188
Austur/Vestur:
Berglj. Aðalstd.- Björgvin Kjartans. 202
Garðar Jónss. - Sigurjón Guðms. 197
Svanh. Gunnarsd.- Magnús Láruss. 187
Næsta sunnudag verður spilað-
ur eins kvölds tvímenningur. Síðan
hefst fimm kvölda tvímennings-
keppni.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum klukk-
an 19.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is