Morgunblaðið - 11.01.2012, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
✝ IngigerðurJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. febrúar 1921.
Hún andaðist 4. jan-
úar 2012. Foreldrar
hennar voru Jón
Kristjánsson, f. 14.
ágúst 1883, d. 2.
febrúar 1938,
verkamaður í
Reykjavík, og Guð-
björg Sigríður
Jónsdóttir, f. á Melabergi á Mið-
nesheiði, Gull. 10. nóvember
1887, d. 12. apríl 1962, húsfreyja
í Reykjavík. Systkini Ingigerðar
eru: Jóna Guðbjörg, f. 27. júlí
1915, d. 28. júlí 1942; Sigurður, f.
1. október 1916, d. 7. febrúar
1998, Margrét, f. 17. nóvember
1918, d. 4. júlí 1990; Jóhannes
Guðmundsson, f. 23. október
1922 (ættleiddur), d. 17. júní
2008 og tvíburanir María og
Guðrún Steins, f. 23. nóvember
1925. Vegna veikinda móður ólst
Ingigerður frá sex ára aldri upp
ásamt Margréti systur sinni hjá
Þuríði Sigurðardóttur og ann-
aðist hún þær sem dætur. Þur-
Guðbrandsson, f. 1957, hjúkr-
unarfræðingur. 3) Guðbjörg, f.
1951, hjúkrunarfræðingur, maki
Steingrímur Þormóðsson, f.
1951, hæstaréttarlögmaður. 4)
Logi, f. 1952, lögmaður, maki
Anna Guðmundsdóttir, f. 1953,
framkvæmdastjóri. Barnabörnin
eru 10, barnabarnabörnin eru 21
og barnabarnabarnabarn er 1.
Ingigerður fór snemma að
vinna fyrir sér og var í vist hjá
góðu fólki í Reykjavík. Síðar
vann hún hjá leðuriðjunni Atson
og Vinnufatagerð Íslands enda
lék saumaskapur í höndum
hennar. Hún tók sér samt hlé
þegar börnin voru ung, en hóf
aftur störf hjá Vinnufatagerð-
inni og vann þar til starfsloka.
Húsmóðir var hún alla tíð, hélt
myndarlegt heimili með mikilli
reisn og gestrisni, lengst á
Laugavegi 58b og síðar á Afla-
granda 40. Ingigerður og Egill
ferðuðust mikið um landið með
góðum vinum og fóru margar
ferðir til Auðar dóttur sinnar og
Einars í Lúxemborg þegar þau
bjuggu þar. Síðastliðið ár naut
hún góðrar aðhlynningar, nær-
gætni og hjúkrunar á Droplaug-
arstöðum sem hér með er þakk-
að fyrir.
Útför Ingigerðar verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag, 11.
janúar 2012, og hefst athöfnin
klukkan 13.
íður var um margt
einstök kona og
frumkvöðull. Hún
kynnti sér t.d.
rekstur barnaheim-
ila í Danmörku og
stofnaði barna-
heimilið Vorblómið
1928, hið fyrsta á
Íslandi.
Ingigerður gift-
ist hinn 20. febúar
1948 Agli Ágústi
Kristbjörnssyni, f. í Reykjavík
24. ágúst 1916, síðast fulltrúa hjá
Innheimtustofnun sveitarfélaga
og frumkvöðli í hálendis- og
jöklaferðum. Foreldrar hans
voru Guðrún Jónsdóttir, f. 12.
nóv. 1889 í Reykjavík, d. 21. nóv.
1918, húsfreyja í Reykjavík og
maður hennar Kristbjörn Ein-
arsson, f. 19. nóv. 1881 í Reykja-
vík, d. 18. júní 1948 í Reykjavík,
skipstjóri og síðar gasvirkjari
við Gasstöðina í Reykjavík.
Börn Ingigerðar og Egils eru:
1) Auður, f. 1947, húsfreyja,
maki Einar Elías Guðlaugsson, f.
1946, flugstjóri. 2) Kristbjörn, f.
1949, líffræðingur, maki Ólafur
Hún var falleg litla stúlkan,
sem dró fyrsta vinningsnúmerið í
Happdrætti Háskóla Íslands, 10.
mars 1934, eins og sjá má af
myndum frá þeim atburði, en þá
var Inga, ásamt systur sinni Mar-
gréti, í fóstri hjá merkiskonunni
Þuríði Sigurðardóttur, vegna
veikinda móður þeirra. Þuríður
annaðist þær systur, eins og þær
væru dætur hennar. Stofnaði
barnaheimilið Vorblómið. Var
frumkvöðull á þessu sviði barna-
uppeldis, hér í bæ á þessum árum.
Þuríður lést 20. júlí 1938. Urðu
þær systur upp frá því að sjá um
sig sjálfar. Er tengdamóðir mín
fór á Droplaugarstaði í byrjun síð-
asta árs, háöldruð, hafði hún með
sér mynd af Þuríði, sem henni
þótti greinilega afar vænt um.
Tengdafaðir minn hefur sagt
mér frá, er hann sá Ingu sína
fyrst. Hann hafi þá verið ásamt fé-
lögum sínum á jeppaferðarlagi,
staddur í Hallormsstaðarskógi, er
hann kom auga á fagra skógardís,
sem ekki vék úr huga hans frá
þeirri stundu. Er Inga fór aftur í
bæinn, hafi hann ekið á eftir rút-
unni, til að líta hana augum á
áfangastöðum. Í Fnjóskadal hafi
jeppinn hins vegar bilað og þeir fé-
lagar orðið að hefja viðgerðir. Eg-
ill fann Ingu sína aftur. Áttu þau
saman langa og góða ævi. Bestu
stundir Ingu held ég hafi verið, er
hún ferðaðist með bónda sínum
um landið, sem Egill gjörþekkti.
Lengi ferðuðust þau Inga og Egill
með Steina tannlækni og Löbbu
konu hans. Var gaman að hitta
hjónin, hvar þau höfðu reist tjöld
sín í hvömmum er Egill hafði valið
af kostgæfni. Var nándin við landið
þeim mikils virði og lífsins notið í
botn.
Lengi bjuggu Inga og Egill að
Laugavegi 58 b. Var gestagangur
mikill. Aldrei man ég eftir öðru en
eldhúsborðið væri veisluborð, ef
Inga hafði ekki bakað, fór hún út í
Alþýðubrauðgerð og í Sandholts-
bakarí og keypti dýrindis bakkelsi,
rjómakökur og annað góðgæti, en
á þessum tíma, upp úr 1970, er ég
fór að venja komur mínar á heimili
hennar, eftir að hafa klófest dótt-
urina Guðbjörgu, vann Inga á
saumastofu Sveins Valfells, sem
henni líkaði vel.
Það var viðburður er Margrét
systir Ingu kom í heimsókn. Mikil
hefðarkona með hatt á höfði, rauða
rós á barmi, brúnhærð og svart-
klædd, minnti á spákonu og seið-
konu í senn, algjör andstæða Ingu
sem var ljós yfirlitum og öllu lát-
lausari í háttum. Inga tók vel á
móti systur sinni. Voru þær greini-
lega nánar, systurnar. Höfðu alist
upp saman við erfiðar aðstæður.
Alþýðukonur sem sögðu umbúða-
rlaust meiningu sínu á málefnum
líðandi stundar. Héldu sko ekki
með íhaldinu eins og menn þeirra.
Inga var ákveðin og orðheppin.
Man ég eftir því einhverju sinni,
er við vorum stödd norður á Gunn-
fríðarstöðum í Langadal. Ég ætl-
aði að ganga með þeim hjónum að-
eins fram í dalinn. Sýna þeim
Gálgagil, aftökustað Húnvetninga
til forna. Er við vorum búin að
ganga langa stund og ekki kom
gilið, sagði Inga. Ég held þú gang-
ir bráðum af göflunum, Steingrím-
ur. Nú sný ég við.
Síðustu 20 æviárin bjuggu Inga
og Egill að Aflagranda í góðri
íbúð, þar sem þau undu hag sínum
vel. Er heilsunni hrakaði fluttu
þau á Droplaugarstaði, þar sem
Inga andaðist, eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Vakti Egill yfir henni
og hafði á orði eftir að Inga skildi
við: Hún er enn svo falleg.
Steingrímur Þormóðsson.
Elsku fallega amma mín, Inga,
söknuðurinn og minningin verða
ávallt í hjarta mínu, því engan hef
ég elskað jafn mikið og misst. Ég á
eftir að sakna þín óendanlega mik-
ið.
Ég treysti góðum Guði til að
annast sál ömmu minnar.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin, hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð, hann þig, amma mín, geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan, hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa)
Ég elska þig, elsku amma mín.
Þín
Auður Björk.
Elsku amma, það er einkenni-
legt að sitja hér saman, systkinin,
og skrifa niður minningar um
manneskju sem hefur fylgt okkur
frá upphafi. Minningarnar eru
óteljandi og margar góðar stundir
höfum við átt saman. Þú lagðir
alltaf mikið upp úr því að öllum liði
vel í kringum þig, litlum veislum
var slegið upp hvar sem fjölskyld-
an kom saman og þurfti ekki sér-
stakt tilefni til. Okkur var alltaf
tekið opnum örmum og kossarnir
aldrei sparaðir.
Síðastliðin ár höfum við systk-
inin notið þeirra forréttinda að
hafa ykkur hjónin hjá okkur yfir
jól og áramót. Þessum stundum
gleymum við aldrei. Jólin ein-
kenndust vanalega af mikilli
spennu, ærslum og látum, en vera
ykkar bar alltaf með sér rólyndi,
nægjusemi, hlýju og gleði. Þegar
þið afi komuð í hús þá vissum við
systkinin að jólin voru komin. Það
var einnig ómetanleg stund að
geta kvatt gamla árið og hafið það
nýja í faðmi svo margra ástvina.
Þó heyrnin hafi verið farin að
veikjast undir lokin þá fann maður
alltaf fyrir gleði þinni og ástríki.
Þú lagðir mikið uppúr því að fylgj-
ast með því sem gekk á í lífi okkar
allra, láta í ljós ánægju þína og
stolt.
Það er sárt til þess að hugsa að
við munum ekki njóta hlýlegrar
nærveru þinnar lengur en minn-
ing þín mun lifa með okkur áfram.
Gestrisni einkenndi þitt ljúfa fas
ómældur hlýleiki, en ekkert þras.
Með brosi og kossum þú tókst oss í
mót,
stolt og glöð yfir pilti og snót.
Með nýlagt hárið þú faðminn út
breiddir,
settir upp svuntuna og kökuna
sneiddir.
Um fjöll og firnindi fóruð að sumarlagi,
ferðalög voru af ýmsu tagi.
Broncoinn fór þar í fararbroddi,
í bústað eða tjaldi þar lék á als oddi.
Maríuerlan mun alltaf á þig minna,
iðin og ötul hreiðri sínu að sinna.
Með söknuð í hjarta við kveðjum þig
nú,
ástkær amma okkur varst þú.
Þinnar gleði og hlýju við ávallt munum
minnast,
þökkum fyrir að hafa fengið því að kynn-
ast.
Elskuleg amma mín,
blessuð sé minning þín.
Þín sonarbörn,
Ingigerður Stella,
Agnes og Egill Karel.
Nú kveð ég elskulegu ömmu
mína með mikinn söknuð í hjarta.
Maður veit að lífið er ekki enda-
laust og langaði mig aldrei að
kveðja hana ömmu mína en nú sit
ég og hugsa um hana og fara ótal
margar hugsanir og minningar í
gegnum hugann, ferðalög innan-
og utanlands, heimsóknir, gisting-
ar og fleira. Hún var ótrúlega dug-
leg og sterk kona. Þegar maður
kom í heimsókn til ömmu og afa þá
var hún alltaf svo glöð og setti fram
hlaðborð og alltaf fór hún inn í
geymslu og náði í nammi í skál
þrátt fyrir að maður var að eldast
og fullorðnast. Hún kvartaði aldr-
ei, var alltaf lífsglöð og ánægð enda
átti hún stóra og góða fjölskyldu.
Amma var mikil kökumanneskja
og átti ég eina af hennar uppá-
haldskökum sem ég bakaði alltaf
fyrir þau á þeirra afmælum og
gladdi það hana mikið og hvíslaði
hún að mér að ég bakaði bestu kök-
ur í heimi. Á mínum skólaárum var
ég tíður gestur á heimili þeirra í
hádeginu þar sem amma var búin
að útbúa hádegisverð fyrir mig og
tók ég stundum vinkonu með og
var það engin fyrirstaða, sem var
lýsandi dæmi um ömmu mína sem
var alltaf tilbúin að gera allt fyrir
alla. Það eru svo margar minning-
ar sem eru mér ógleymanlegar og
geymi ég þær í mínu hjarta að ei-
lífu.
Elsku amma, ég á eftir að sakna
þín óendanlega mikið og skrítið að
geta ekki komið til þín og afa í
heimsókn, en ég var svo lánsöm að
eiga þig fyrir ömmu og þegar ég
hugsa um þig þá hlýjar það mér
um hjartarætur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elska þig, amma mín, þín
Ingunn Hrund.
Ingigerður
Jónsdóttir
✝ Kristján Sig-urðsson fæddist
á Seyðisfirði 19.
apríl 1930. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 2. janúar
2012.
Hann var sonur
hjónanna Sigurðar
Arngrímssonar, rit-
stjóra og kaup-
manns á Seyðisfirði,
f. 28. ágúst 1885, d. 10. október
1962 og Ólafar Kristjánsdóttur,
húsmóður og ljósmóður, f. í
Reykjavík 29. september 1902, d.
6. apríl 1981. Systkini Kristjáns
eru Hjördís Selma Constance f.
12. janúar 1924, Bragi Sigurðs-
son f. 3. september 1926, d. 13.
fjölskyldan suður. Kristján var
íþróttakennari frá Laugarvatni.
Hann starfaði lengst sem sölu-
maður hjá heildverslun Péturs
Péturssonar í Reyjavík og síðan
sjálfstætt í Reykjavík fyrir Am-
aro á Akureyri. Hann gat sér
gott orð sem sölumaður og hon-
um hlotnuðust ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir vel unnin störf hjá
sölumannadeild V.R. Kristján
spilaði mikið brids, var lunkinn
spilari og vann iðulega til verð-
launa. Hann var tónlistarunn-
andi og sótti m.a. alltaf tónleika
Karlakórsins Fóstbræðra. Hann
var mikill sundmaður og þau
hjónin voru daglegir gestir sund-
laugar Kópavogs seinni árin
meðan heilsa hans leyfði. Krist-
ján hafði áhuga á stjórnmálum
og starfaði fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Hann var fé-
lagslyndur og þau hjónin afar
gestrisin.
Útför Kristjáns fór fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 9.
janúar 2012.
október 2000 og
Arngrímur Sigurðs-
son f. 11. febrúar
1933. Eftirlifandi
eiginkona Kristjáns
er Oddný Helga-
dóttir f. í Reykjavík
9. júlí 1932. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Helgi
Einarsson f. á Eyr-
arbakka 16. júlí
1903, d. 13. janúar
1995 og Kristín Andrea Sæby
Friðriksdóttir f. á Siglufirði
29.des. 1906, d. 14. apríl 2005.
Kristján og Oddný gengu í
hjónaband í Reykjavík 3. ágúst
1971.
Kristján ólst upp á Seyðisfirði
fyrstu ár ævinnar en síðan flutti
Elsku Kristján er búinn að
kveðja okkur. Eftir veikindi síð-
ustu ár hefur hann nú fengið
hvíld.
Það er merkilegt að hugsa til
þess hversu lítið maður veit
stundum um líf fólks áður en
maður sjálfur kemur inn í það, ef
til vill er maður ekki nægilega
forvitinn. Við höfum þó oft heyrt
um íþróttakennaramenntunina
frá Laugarvatni og unga mynd-
arlega manninn sem fór að venja
komur sínar á Rauðarárstíginn
til að hitta Diddu. Hitt er víst að
við kynntumst honum mjög vel
sem börn og fullorðin. Kristján
var jú náinn fjölskyldumeðlimur
og hann og Didda fastagestir á
heimilinu og við hjá þeim.
Oft var setið og spilað, Krist-
ján var góður í brids og vann þar
til margra verðlauna. Með okkur
spilaði hann aðallega vist og
kenndi okkur einnig önnur spil,
kenndi okkur að „telja“ og
„sýna“ og þess háttar. Annað
sem náði hjarta barnanna voru
fullar ísskálar, ekki bara venju-
legur ís í skál heldur ís með
ávöxtum, rjóma og íssósu. Þau
hjónin voru afar gestrisin og
héldu oft hnallþóruafmæli og
glæsileg matarboð.
Þegar við eldumst kynnumst
við fólki á annan hátt og við sáum
þá að Kristján hafði gaman af að
ferðast innanlands og erlendis.
Þá var hann alltaf vaknaður
fyrstur allra og tók stöðuna á
veðri og þjóðmálum í útvarpinu.
Hafði gaman af að hlusta á tón-
list og þegar Óskar fór að syngja
með Fóstbræðrum sótti hann
alltaf tónleika og spurðist alltaf
fyrir um það sem var á döfinni.
Kristján fór mikið í sund og
hafði mikinn áhuga á pólitík enda
flokksbundinn í Sjálfstæðis-
flokknum. Mikið var rætt um
pólitík og hafði Kristján sterkar
skoðanir á hlutunum og í hans
augum voru hlutirnir oft annað-
hvort hvítir eða svartir. Hann var
félagslyndur maður og hafði un-
un af að hitta fólk. Hann starfaði
mikið fyrir sölumannadeild
Verslunarmannafélags Reykja-
víkur og fékk viðurkenningu fyrir
vel unnin störf fyrir félagið.
Eftir veikindi undanfarin ár
hefur hann nú kvatt okkur og
sendum við Diddu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Kristín Huld, Óskar Smári,
Örn Helgi og Einar Birgir.
Kristján
Sigurðsson
Hanna var ávallt kölluð Hanna
Bóbós til aðgreiningar frá Hönnu
Einars. Bóbó eða Vigfús og Ein-
ar voru bræður móður minnar
Báru Sigurjónsdóttur. Tengda-
dæturnar voru báðar kallaðar
Hanna svo einhvern veginn varð
nú að greina þær í sundur.
Hanna og Bóbó eignuðust
fjögur börn. Andrés, Sigurjón,
Hinrik og Rannveigu. Auk þeirra
var Hrefna sem Bóbó eignaðist
áður en Hanna kom til skjalanna.
Síðastliðin ár dvaldist Hanna á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Afi minn
Sigríður Jóhanna
Andrésdóttir
✝ Sigríður Jó-hanna Andr-
ésdóttir, Hanna
Andrésar, fæddist
á Siglufirði 15. des-
ember 1923. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 26.
október 2011.
Útför Hönnu fór
fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 3.
nóvember 2011.
Sigurjón Einars-
sonar skipstjóri,
sem einatt var
kenndur við togar-
ann Garðar, og
amma mín Rann-
veig Vigfúsdóttir
voru frumkvöðlar
að byggingu dvalar-
heimila fyrir sjó-
menn og veittu
Dvalarheimili sjó-
manna forstöðu á
þeim tíma sem uppbyggingin átti
sér stað í Laugarásnum í
Reykjavík.
Allt viðmót Hönnu einkennd-
ist af hlýju auk fórnfýsi og ósér-
hlífni. Framlag hennar sem sjálf-
boðaliða við Hafnarfjarðarkirkju
og Slysavarnafélagið var mikið
að vöxtum. Minnisstætt var að
koma með börnin okkar Þóru
Hrannar til fermingar í Hafnar-
fjarðarkirkju en þar stóð Hanna
vaktina og færði fermingarbörn-
in í kyrtlana hvítu.
Góðar minningar sem upp
koma í hugann frá æskuárunum
eru fjölmargar. Við Andrés og
Sigurjón lékum okkur mikið
saman og átti ég þá öruggt skjól
á efri hæðinni á Austurgötu 40
hjá Hönnu.
Seinna keyptum við Þóra
Hrönn húsið Austurgötu 40 og
hófum þar búskap. Tvær minn-
ingar koma upp í hugann frá
þeim tíma. Hin fyrri þegar
Hanna flutti úr Austurgötunni
upp á Álfaskeið. Þá færði hún
okkur að gjöf íslenska fánann
sem fylgt hafði húsinu í 60 ár.
Það er augnablik sem ekki
gleymist og fáninn skipar sér-
stakan virðingarsess í fánahill-
unni. Nokkrum árum seinna
færðu Hanna og sonur hennar
Hinni okkur ljósmyndir af öllum
togurunum sem afi Sigurjón
hafði verið skipstjóri á. Þessar
myndir í fallegum römmum
höfðu verið á kontórnum hjá afa
og Hanna vildi að þær fengju að
fylgja Austurgötuhúsinu.
Og þannig var Hanna. Hlý,
gjafmild, fórnfús og ósérhlífin.
Við fjölskyldan Austurgötu 40
sendum börnum Hönnu, þeim
Rannveigu, Hinriki, Sigurjóni,
Andrési og Hrefnu og þeirra fjöl-
skyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Þóra Hrönn Njálsdóttir
og Sigurjón Pétursson.