Morgunblaðið - 11.01.2012, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2012
Sherlock Holmes í útgáfu Guy
Ritchies er svo langt frá þeirri per-
sónu sem Arthur Conan Doyle
skapaði að ástæða er til að velta
fyrir sér hversvegna í ósköpunum
karakterinn er bendlaður við hann.
En kannski er nafnið á hetju Doyle
söluvara enda er persóna hans
samkvæmt International Movie
Data Base (IMDB) vinsælasta
skáldaða persóna bíómynda í sög-
unni með 224 bíómyndir fram-
leiddar um sig.
Í meðförum Guy Ritchie er Hol-
mes bardagasnillingur sem lúskrar
á beljökum og hópum illmenna.
Meira í ætt við James Bond 19.
aldarinnar. Það gerir glímurnar
mjög frábrugðnar þeim sem les-
endur þekkja úr bókum Doyle þar
sem hinn gáfaði Holmes glímir
vitsmunalega við prófessor Mori-
arty. Í bókunum fer ansi lítið fyrir
kung-fu hæfileikum þess barda-
gaglaða Holmes sem er í þessari
bíómynd. Það gerir myndina ekk-
ert verri en hún er byggð á sömu
formúlu og Bond myndirnar, bara
sett í 150 ára gamlan búning. Það
er samt alltaf svolítið undarlegt að
láta 21. aldar karaktera með 21.
aldar húmor, lífssýn og skoðanir
leika í búningum frá 19. öld en það
venst.
Þetta er önnur myndin í þessum
flokki og er þetta hressileg form-
úlumynd með skemmtilegum trikk-
um og sjónrænum leikjum. Robert
Downey Jr. og Jude Law fara
ágætlega með sín hlutverk, sem
Holmes og Watson þótt þeir gætu
alveg eins heitið 007 og 008.
Myndin byrjar á dularfullum
hryðjuverkaárásum í Frakklandi og
Þýskalandi sem stjórnleysingjum
er kennt um. En í raun er það hinn
gáfaði en illi Moriarty sem stendur
að baki þeim. Hann er búinn að
eignast stóran hlut í vopnafram-
leiðslufyrirtækjum og er að hjálpa
þessum þjóðum til að fara í stríð
við hvor aðra. Enda er það ljóst að
þær munu hvort eð er fara í stríð
fyrr eða seinna og allt í lagi að
hjálpa þeim til þess að gera það
þegar fyrirtæki Moriarty hentar
það.
Þessa hjálpsemi Moriartys skilur
Holmes sem illmennsku og eig-
ingirni og setur líf sitt og vina
sinna í hættu við að afstýra því að
áform hans nái fram að ganga.
Fyrir utan tvö aðalhlutverk karl-
anna þá er illmennið Moriarty
þokkalega stórt hlutverk sem Ja-
red Harris fer ágætlega með.
Hin töfrandi leikkona Rachel
McAdams passar kannski ekki al-
veg í hlutverk sitt sem er bless-
unarlega frekar lítið og innkoma
Noomi Rapace í myndinni nær ekki
heldur að draga hana upp í ein-
hvern annan gæðaflokk en sem fína
formúlumynd sem er alveg hægt að
horfa á og njóta ef menn vita hvað
þeir eru að kaupa sig inn á.
bbbnn
Leikstjóri Guy Ritchie
Leikarar: Robert Downey, Jude Law,
Þríeykið Sherlock Holmes og Watson með dúndurkvendið Noomi Rapace í hlutverki sígaunakonunnar Sim.
KVIKMYNDIR
BÖRKUR
GUNNARSSON
Fín formúlumynd um Holmes
Rætt hefur verið um sjónvarps-
þætti, byggða á Star Wars-
myndunum, í nokkur ár en lítt hef-
ur þokast vegna fjármagnsskorts.
Þættirnir eru hins vegar komnir
með titill, Star Wars: Underworld,
að sögn framleiðandans, Ricks
McCallums. Sögusvið þáttanna er á
milli kafla III og IV, það er mynd-
anna Revenge of the Sith og A New
Hope og verður fylgst með upp-
vaxtarárum Loga Geimgengils.
McCallum segist þurfa fimm
milljónir dala á hvern þátt eigi
þetta að ganga upp; segist spenna
greipar næstu misserin.
„Þetta mun hafast. Vonandi lifi
ég nógu lengi til að sjá þetta.“
Ungur Logi veltir örlögum alheimsins fyrir sér á heimaplánetunni, Tatooine.
Star Wars-sjónvarpsþættir?
Útsendarar kvikmyndaritsins Emp-
ire gripu leikarann Tom Hiddleston
glóðvolgan á frumsýningu mynd-
arinnar War Horse á dögunum og
spurðu hann út í framhaldið á Thor,
ofurmennamyndinni sem Kenneth
Branagh leikstýrði. Hiddleston
leikur Loka í fyrri myndinni og gat
hann staðfest að tökur færu í gang í
London í sumar og leikstjóri yrði
Alan Taylor, sem er þekktur fyrir
að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttum á
borð við The Sopranos og Lost. Illur Tom Hiddleston sem Loki.
Loki ræðir um
framhaldið á Thor
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10 - 10:40 - 10:50 2D 12
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D VIP
NEW YEAR´S EVE kl. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 2D L
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:20 - 8 - 10:50 2D 12
FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:50 2D L
HAROLD & KUMAR Með texta kl. 8 2D 16
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L
/ ÁLFABAKKA
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 9:30 - 10:45 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 8 - 10:30 2D L
FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:30 2D L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 2D L
HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 7:20 3D 16
HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:10 2D L
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ KEFLAVÍK
/ AKUREYRI
/ SELFOSSI
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D L
FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:50 2D L
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:30 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:30 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 8 2D L
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG
100/100
-ENTERTAINMENT WEEKLY
-THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHH
TOM CRUISE, SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
H.V.A. - FBL
HHHH
"FLOTTUR HASAR."
H.S.S. - MBL
HHH
HHHH
„STÆRRI, BETRI
OG FYNDNARI.“
- EMPIRE
HHHH
- KVIKMYNDIR.IS/
SÉÐ OG HEYRT
EINSTAKUR LEIKHÓPUR FRÁ LEIKSTJÓRA
PRETTY WOMAN OGVALENTINE'S DAY
Sarah Jessica PARKER Jessica BIEL Ashton KUTCHER
Zac EFFRON Michelle PFEIFFER Robert DE NIRO Halle BERRY
Sofia VERGARA Katherine HEIGL Josh DUHAMEL Hilary SWANK
Jon BON JOVI Abigail BRESLIN Chris "Ludacris" BRIDGES
Hector ELIZONDO Seth MEYERS Lea MICHELE Til SCHWEIGER
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:40 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:50 2D 12
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
SÝND Í EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL
OG KRINGLUNNI
Pure Ebba - heilsuréttir
Ebba Guðný sýnir þér hvernig hægt er að matreiða
hollan og góðan mat með lítilli fyrirhöfn.
Fylgstu með í MBL sjónvarpi
alla miðvikudaga.