Morgunblaðið - 11.01.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.01.2012, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. „Erfiðast að segja 5 ára dóttur…“ 2. Kate Middleton felldi tár 3. Fanney stendur í fæturna 4. Þung færð á höfuðborgarsvæðinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dagana 27. janúar til 9. febrúar stendur Græna ljósið ásamt öðrum að Franskri kvikmyndahátíð í Há- skólabíói. Að venju verða sýndar tíu úrvalsmyndir og ber þar helst að nefna opnunarmyndina, The Artist. Frönsk kvik- myndahátíð  Þýski house/ techno- stuðboltinn Joac- him Spieth spilar á Faktorý á laug- ardaginn. Spieth rekur útgáfuna Affin sem nýtur mikillar virðingar innan alþjóðlegu danstónlistarsenunnar og hefur veg- ur hennar vaxið hratt frá stofnun árið 2008. Einnig leika þeir Sean Danke (Grétar G.) og Exos. Joachim Spieth spilar á Faktorý  Ný EP-plata með Mike Pollock eða Michael Dean Odin Pollock & Sigga Sig. er komin út á tonlist.is og gogo- yoko. Hún er fjögurra laga og það er Synthadelia Re- cords sem gefur út. Innihaldið er blús- kennt mjög en Pol- lock gerði garð- inn frægan með Utangarðs- mönnum á sínum tíma. Mike Pollock og Siggi Sig. með plötu Á fimmtudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart að mestu. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Á föstudag Sunnan 10-18 m/s og rigning eða súld. Hlýnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-15 á NA-horninu, annars frem- ur hæg vestlæg átt. Dálítil él með N- og V- ströndinni, annars bjart á köflum. Frost 0 til 8 stig. VEÐUR Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á Ís- landsmótinu í íshokkí karla í Egilshöllinni í gærkvöld. Leikmenn Skautafélags Reykjavíkur fögnuðu sigri, 7:4, en þeir höfðu und- irtökin þrátt fyrir að Björn- inn hefði skorað fyrsta mark leiksins. Björninn, SR og SA Víkingar eru í mikilli baráttu um að komast í úr- slitarimmuna um titilinn. »2 Skautafélagið fagnaði sigri Guðjón Valur Sigurðsson þarf að fá að pústa en vill ekki fara út af. Róbert Gunnarsson skorar mörk sem virka niðurdrepandi á andstæðinginn. Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svav- arsson hafa bætt sig heil- mikið. Atli Hilmarsson fer yf- ir kosti og galla landsliðsmannanna fjögurra. »3 Þarf að fá að pústa en vill ekki fara út af Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr Keili, stendur mjög vel að vígi fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á La Manga á Spáni. Tinna er í 5. sæti af 102 kepp- endum á La Manga en um 35 kylf- ingar komast áfram í lokaúrtöku- mótið sem hefst 15. janúar. Tinna hækkaði sig um þrjú sæti með góðri spilamennsku í gær. »1 Tinna stendur vel að vígi á La Manga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höldum okkar striki með allt. Kjötsúpan var tilbúin klukkan hálf- sex eða sex í morgun og við erum tilbúin í útkall til að dæla olíu á snjó- ruðningstækin, eins lengi og við kom- umst uppeftir,“ segir Stefán Þormar Guðmundsson, veitingamaður í Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg. Þótt Hellisheiði hafi verið lokuð frá því í fyrrakvöld var opið í Litlu kaffi- stofunni, eins og flesta daga ársins. Ekki voru viðskiptin þó mikil, eins og nærri má geta. „Þetta eru okkar daufustu dagar, viðskiptin eru heldur bágborin. Við getum þó aflað upplýs- inga og miðlað þeim til viðskiptavina og þeirra sem þó eru á ferðinni,“ seg- ir Stefán. Hafa verkefni að vinna Þótt slæmt veður hafi verið um allt land í gær og flestir vegir ófærir vegna snjóa eða blindu var lítið um útköll hjá björgunarsveitunum. „Ég fer að halla mér núna, það er ekkert annað að gera í stöðunni, en býst við að taka við vaktinni aftur eft- ir átta tíma,“ sagði Bjarni Gunnar Jó- hannsson, félagi í björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka, í gærmorgun. Hann stóð með félaga sínum vaktina í fyrrinótt við Þrengslavegamót og Litlu kaffistofuna. Báðir eru þeir at- vinnulausir og finnst gott að nota tímann í eitthvað gagnlegt. „Maður hefur þá verkefni til að sinna og er ekki sofandi allan sólarhringinn,“ segir Bjarni. Full vinna við ráðleggingar Um kvöldið þurftu þeir að aðstoða ökumenn með því að draga upp bíla eða gefa start. Hellisheiðinni var lok- að en umferðinni austur fyrir fjall beint um Þrengslaveg og reynt að halda honum opnum. Nokkrir ökumenn töldu sig vera það vel útbúnir að þeir gætu farið Hellisheiðina en Bjarni segir að það hafi verið misskilningur. Ekkert vit hafi verið í því að hleypa mönnum yf- ir. Segir hann að þeir hafi tekið því vel. Þá var talsvert um útlendinga sem ekki áttuðu sig á aðstæðum og töldu sig geta farið austur að Gull- fossi og Geysi eða í Mýrdal. „Það var full vinna að ráðleggja ökumönnum,“ segir Bjarni. Kjötsúpa löguð alla daga  Lítið að gera í Litlu kaffistofunni þegar Hellisheiðin er lokuð Morgunblaðið/Golli Óveður Björgunarsveitarmenn frá Eyrarbakka stóðu vaktina við Þrengslavegamót og beindu umferðinni um Þrengslin enda Hellisheiðin ófær. Margir útlendingar eru á ferð- inni í vetur. Þeir reyna alla daga við Hellisheiðina. Stefán Þormar í Litlu kaffi- stofunni segir að japönskum ferðamönnum hafi brugðið verulega þegar þeir óku inn í lít- inn skafl við Litlu kaffistofuna í gærmorgun og festu sig. „Þeir urðu skelkaðir, greyin. Við sner- um þeim til Reykjavíkur, sögð- um að best væri fyrir þá að verja deginum í höfuðborginni.“ Urðu skelk- aðir, greyin ÚTLENDINGAR Á FERÐINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.