Morgunblaðið - 12.01.2012, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Síðustu dagahafa komið
fram tvær
skýrslur um
Vaðlaheiðargöng
og eru að ýmsu
leyti ólíkar. Sam-
kvæmt annarri skýrslunni
munu veggjöld ekki geta stað-
ið undir kostnaði við gerð
ganganna auk þess sem líklegt
sé að göngin verði mun dýrari
en áætlanir geri ráð fyrir. Hin
skýrslan, sú sem fyrrverandi
fjármálaráðherra pantaði, er
ekki eins neikvæð. Þar kemur
engu að síður fram að fjár-
hagsleg áhætta sé mikil og að
nokkrar líkur séu á að ganga-
gerðin mundi ekki standa und-
ir sér, en forsenda innanríkis-
ráðherra fyrir því að hleypa
framkvæmdinni af stað er ein-
mitt að göngin standi undir
sér án stuðnings ríkisins.
Þetta er vitaskuld allt sam-
an athyglisvert fyrir áhuga-
menn um Vaðlaheiðargöng,
sem vissulega yrðu mikil sam-
göngubót fyrir Norðaustur-
land, og einnig fyrir áhuga-
menn um aðhald í
ríkisfjármálum.
Fyrir áhuga-
menn um opna og
gagnsæja stjórn-
sýslu eða vinnu-
brögð á Alþingi og
í Stjórnarráði eru
það þó ekki fyrr-
nefndar tvær skýrslur sem
mestan áhuga vekja. Það er
þriðja skýrslan, sú sem enn
hefur ekki verið pöntuð vegna
þess að beiðnin um hana situr
föst í forsætisnefnd Alþingis
að kröfu fyrrverandi fjár-
málaráðherra, sem er áhuga-
verðust í þessu tilliti.
Skýrslan sem umhverfis- og
samgöngunefnd vildi að Hag-
fræðistofnun Háskóla Íslands
yrði fengin til að skrifa en ekki
hefur fengist leyfi til að panta
er sú sem segir mest um
vinnubrögðin hjá ráðamönn-
um þjóðarinnar í dag. Í öllu
talinu um gagnsæi og fagleg
vinnubrögð er ætlunin að kom-
ast hjá því að fá skýrslu frá
Hagfræðistofnun þrátt fyrir
eindreginn vilja þingnefndar.
Hvað veldur því að forsætis-
nefnd að kröfu fjármálaráð-
herra sest á slíka skýrslu-
beiðni?
Sú skýrsla sem
óskrifuð er segir
mikla sögu um
stjórnarhættina}
Þriðja skýrslan
Samtök at-vinnulífsinshafa skrifað
Jóhönnu Sigurð-
ardóttur og frá-
beðið sér fleiri lof-
orð frá ríkis-
stjórninni. Þetta er sennilega
í fyrsta sinn í rúmlega aldar
sögu Stjórnarráðsins sem
slíkt gerist. En það á sínar
skýringar eins og fram kem-
ur í bréfi samtakanna: „Fjöl-
mörg áform ríkisstjórnar-
innar hafa ekki náð fram að
ganga. Af 36 atriðum sem tal-
in eru upp hafa 24 ekki verið
efnd, eða í tveimur þriðju til-
vika, í sjö atriðum hafa mál
gengið eftir eins og um var
talað en í fimm atriðum eru
mál enn í gangi og gæti hugs-
anlega lokið farsællega. Af-
drifaríkast er að fjárfestingar
í atvinnulífi og opinberar
framkvæmdir hafa ekki auk-
ist eins og lagt var upp með.
Samstarf ríkisstjórnar og
aðila vinnumarkaðarins er af-
ar mikilvægt til þess að
stuðla að farsælum fram-
gangi efnahags- og atvinnu-
mála. Því miður hefur ríkis-
stjórnin ekki tekið þetta
samstarf alvarlega svo sem
bæði má merkja af van-
efndum á Stöðugleikasátt-
málanum frá júní 2009 og
yfirlýsingu vegna samning-
anna 5. maí sl.“
Sjötíu prósenta
svikahlutfall hlýt-
ur að vera með því
allra hæsta sem
þekkist í sam-
skiptum svo þýð-
ingarmikilla aðila.
Það er helst hægt að nálgast
hærra svikahlutfall með því
að skoða hin einstæðu svik
VG við sína flokksmenn og
kjósendur í Evrópumálum, en
slíka viðmiðun vill enginn
hafa. Og sama dag og þetta
einstæða afþökkunarbréf lof-
orða er sent ríkisstjórninni
hefur fjölmennt verkalýðs-
félag á Vesturlandi ályktað
að ríkisstjórnin ætti að segja
af sér hið snarasta. Og svo er
komið að jafnharðdrægur
fylgisveinn Samfylkingar
sem forseti ASÍ treystir sér
ekki til að verja svikaferil
ríkisstjórnarinnar gagnvart
félögum og samtökum innan
þess. Hann beinir því athygl-
inni að því að tala niður krón-
una og halda á lofti þeirri
hugmynd að evran sé ennþá
eftirsóknarverður kostur,
hinn sanni bjargvættur þjóða
í efnahagslegum bögglingi.
Menn hljóta að þurfa þétta
eyrnatappa og myrkvunar-
tjöld til að komast algjörlega
hjá því að fá fréttir úr evru-
landi vilji þeir klappa þennan
steininn áfram, úr því sem
komið er.
Samtökum atvinnu-
lífsins þykir sjötíu
prósenta svikahlut-
fall heldur hátt}
Afþakka loforð
H
ún er ekki geðsleg tilhugsunin
um andlitslaust vald sem hefur
vit fyrir þegnunum, segir þeim
hvað þeim sé fyrir bestu og tal-
ar niður til þeirra. Það er nær
ómögulegt að ímynda sér að einhver kjósi
slíkt vald yfir sig. Samt gerist það stundum.
Og þetta vald lét á sér kræla í Reykjavík
sunnudag einn fyrir skömmu.
Borgarbúar vöknuðu upp við það að komin
var gríðarleg hálka og ófærð, þannig að ekki
var óhætt að hætta sér út í bíltúr eða í göngu-
ferð. Það er á slíkum stundum sem óbreyttir
borgarar gera ósjálfrátt ráð fyrir að þau
borgaryfirvöld sem þeir hafa kosið til valda
bregðist við. En það var helgi og borgaryfir-
völd kusu að sofa fram eftir. Þegar fréttastof-
um tókst loks að vekja borgaryfirvöld brugð-
ust þau illa við að vera vakin af værum blundi. Þeim
tókst þó að senda frá sér skriflega yfirlýsingu sem er
þess eðlis að maður spyr sig hver sé höfundur þessa
hrokafulla samsetnings. Sá sem samdi yfirlýsinguna þjá-
ist annaðhvort illilega af valdhroka eða hefur verið í sér-
lega erfiðu fýlukasti þennan sunnudag. Allavega lýsir yf-
irlýsingin dæmalausu yfirlæti. Skilaboðin voru þau að
borgaryfirvöldum hefði ekki þótt skynsamlegt að bregð-
ast við mikilli hálku og ófærð – sem er náttúrlega afar
sérkennileg skýring. Svo var gefið í og sagt að rétt væri
að hafa í huga að það væri helgi. Þess vegna hefði al-
menningur lítið að gera og ætti því að geta gefið sér betri
tíma til að komast á milli staða og auk þess
væri umferðin minni en á virkum dögum.
Hvers konar skilaboð eru þetta til borgar-
búa? Á þessum degi fór fjöldi manns á slysa-
varðstofu, umferð tepptist og borgarbúar
áttu margir í stórfelldum vanda. Það skap-
aðist hætta á götum Reykjavíkur og borgar-
yfirvöld gerðu ekkert til að koma í veg fyrir
hana. Þessi sömu borgaryfirvöld tala svo
beinlínis niður til borgarbúa og segja að ekki
hafi tekið því að gera neitt vegna þess að það
var sunnudagur. Þetta er sérkennilegt sam-
bland af hroka og leti.
Engin stjórnvöld eru svo merkileg að þeim
leyfist að sýna kjósendum lítilsvirðingu og
dónaskap. Borgarstjórinn, Jón Gnarr, virðist
hafa áttað sig á þessu og hefur síðustu daga
sýnt vott af iðrun – nokkuð sem er ekki al-
gengt að sjá í fari ráðamanna. Vonandi hefur hann áttað
sig á því að borgaryfivöld bera ákveðna ábyrgð og hún
fellur ekki úr gildi á sunnudögum.
Næst þegar kemur að því að borgaryfirvöld þurfa að
senda fjölmiðlum skriflega skýringu ættu þau að gæta
þess að vera vel vakandi þegar hún er samin, fara vel yfir
orðalagið og skoða hvort þar sé farið eftir sjálfsögðum
kurteisisreglum. Það er einfaldlega óþolandi þegar ráða-
menn tala til fólks eins og þeir séu að tala við illa siðaðan
lýð sem sé stöðugt til vandræða og sem alltaf þurfi að
hafa vit fyrir. Slíkir ráðamenn eiga helst skilið að missa
starfið sem fyrst. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Valdhroki í borginni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Margir ökumenn á höfuð-borgarsvæðinu hafabrugðist við slæmrifærð undanfarið með
því að flýja í öryggi nagladekkjanna.
Þau hjólbarðaverkstæði sem Morg-
unblaðið hafði samband við í gær
hafa öll merkt meiri sölu á nagla-
dekkjum en síðustu ár en þróunin
hefur verið sú að bíleigendur færi
sig í auknum mæli yfir á vetrar- eða
heilsársdekk.
Sturla Pétursson, eigandi
Gúmmívinnslustofunnar í Skipholti,
segir nagladekkjasöluna hafa aukist
mikið vegna þess hve lengi snjór og
hálka hafa legið yfir borginni.
„Það var minni sala í haust en
eftir að allur þessi snjór og hálka
kom hefur hún verið mikil. Það kom
líka mikill kippur á milli hátíðanna.
Þetta er töluvert meira en síðustu
ár. Þetta er búið að vera mjög gott
fyrir hjólabarðasala,“ segir hann.
Hjá hjólbarðaþjónustunni Sóln-
ingu er svipaða sögu að segja að
sögn Sigurðar Björnssonar, sölu-
stjóra fyrirtækisins. Salan á nagla-
dekkjum og nöglum hafi farið hægt
af stað í haust en orðið mun meiri en
þeir hafi átt von á. Þannig hafi fyrir-
tækið fengið þrjár sendingar af
nöglum frá því í haust en venjulega
hefur það tekið eina sendingu á
vetri.
„Þetta tíðarfar virðist bjóða vel
upp á naglana,“ segir Sigurður.
Heilsársdekkin duga ekki
„Það er ekkert sem kemur í
staðinn fyrir nagla á blautt svell eins
og hefur verið hér út um allt,“ segir
Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB-
blaðsins og -vefjarins. Hann segir
félagið fyrst og fremst mæla með
góðum vetrardekkjum, helst negld-
um, sem eru sérstaklega gerð fyrir
vetrarakstur við aðstæður eins og
þær sem ríkt hafa á landinu undan-
farið.
„Nagladekkin eru öryggisbún-
aður. Þau veita smágrip þegar skil-
yrðin eru verst og það er blautur ís.
Að vera á ónegldu í svoleiðis færi
uppi á heiði í hliðarvindi, það er bara
ekkert sniðugt. Við teljum mannslíf
meira virði en malbikið í götunum.“
Stefán segir heilsársdekkin
ekki duga því þau séu oft aðeins
sumardekk með grófu mynstri.
Gúmmíblandan sé harðari en í
vetrardekkjum, hún harðni í kulda
og verði þá flughál.
„Galdurinn við góð vetrardekk
er að hafa efni í slitfletinum sem er
mjúkt þótt það sé kalt, sem heldur
mýktinni og hefur samt þokkalega
gott slitþol,“ segir hann.
Það séu helst stóru dekkjafram-
leiðendurnir sem hafi tekist þetta
ágætlega og öruggast sé fyrir bíleig-
endur að kaupa þau dekk.
Fólk vanrækir
ástandsskoðun dekkja
Ástand dekkja getur haft áhrif
á stöðu þeirra ökumanna sem lenda í
óhöppum en Sigrún A. Þorsteins-
dóttir, forvarnarfulltrúi hjá VÍS,
segir það ekki algengt að tjónþoli fái
verri bætur vegna slæmra dekkja.
Það sé eitt af því sem sé skoðað í al-
varlegum umferðarslysum. Ekki
hafi verið mikið af þeim í tíðarfarinu
undanfarið en þeim mun meira um
smápústra.
„Það er nokkuð áber-
andi á þeim bílum sem
koma í tjónaskoðunar-
stöðina okkar hvað
margir eru á illa búnum
dekkjum, bæði fólksbílar
og jeppar. Þetta eru
sumardekk, mikið slitin
dekk og nagladekk þar
sem þarf að leita að nögl-
Nagladekkin snúa
aftur í hálku og snjó
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Ófærð Mörgum hefur orðið hált á svellinu undanfarnar vikur og fest bíla
sína. Sala á nagladekkjum hefur aukist töluvert með slæmri tíð í vetur.
Umferðarslys hafa aukist mjög
vegna færðarinnar undanfarna
daga og vikur en að sögn Sig-
rúnar A. Þorsteinsdóttur, for-
varnarfulltrúa hjá VÍS, liggja
tölur enn ekki fyrir þar sem
það tekur skýrslur einhverja
daga að berast tryggingafélög-
unum.
Dæmi eru um það í hálkunni
undanfarið að mannlausir og
kyrrstæðir bílar hafi runnið á
aðra á bílastæðum.
Sigrún segir að í slíkum til-
fellum sé tjónið ekki bótaskylt
úr ábyrgðartryggingu bílsins
þar sem hann sé ekki í
notkun. Ef bíllinn
sem rennur sé í
kaskó taki sú
trygging á
tjóninu og eig-
andi bílsins
sem runnið er
á þurfi að leita
í sína kaskó-
tryggingu.
Kyrrstæðir
bílar á ferð
HÁLKUSLYSUM FJÖLGAR