Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. J A N Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  14. tölublað  100. árgangur  ÖRRÁÐSTEFNA UM KYNLÍF OG KRABBAMEIN ROKKSVEITIN BRAIN POLICE HEFUR ÁHRIF Á VARNIR LÍKAMANS RÆST MEÐ LÁTUM 32 LÆKNADAGAR 2012 12STEINAR DEILIR REYNSLU 10 Neikvæð langvinn streita slæm fyrir líkamlega heilsu Helgi Bjarnason Ómar Friðriksson Formlegar viðræður eru ekki hafnar um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs, en bæjar- fulltrúar margra flokka ræddu saman í gær. Meiri- hluti Samfylkingar, VG, Lista Kópavogsbúa og Næstbesta flokksins sprakk í gær vegna deilna um vinnubrögð vegna uppsagnar bæjarstjórans. Myndun meirihluta er flókin í Kópavogi vegna þess hversu mörg framboð eiga fulltrúa. Eini mögu- leikinn á tveggja flokka stjórn er að Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking vinni saman. Annars þarf samstarf þriggja eða fjögurra flokka. Bæjar- fulltrúar voru byrjaðir að tala saman en í gærkvöldi virtust ekki vera komnar skýrar línur í málið. „Það er verkefni bæjarfulltrúa núna að mynda nýjan meirihluta og eðli málsins samkvæmt hefur Sjálfstæðisflokkurinn áhuga á því að koma að hon- um,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæð- ismanna. „Það vilja allir ræða við Framsóknar- flokkinn,“ sagði Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. „Það eru mín skilaboð að menn vandi sig,“ sagði Guðríður Arnardóttir, odd- viti Samfylkingarinnar, um myndun meirihluta. Vill fyrst afgreiða bæjarstjóramálið Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins, sleit meirihlutasamstarfinu í gær og sagði ástæðuna þá að hann styddi ekki hvernig meirihlutinn stóð að uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Hann sagði í gærkvöldi að enginn hefði rætt við sig um myndun nýs meirihluta enda hefði hann óskað eftir pínulitlu fríi frá slíku á meðan mál bæjarstjórans væri óafgreitt. Í yfirlýsingu bæjarfulltrúa gamla meirihlutans, án Hjálmars, segir að erfitt hafi reynst fyrir Guð- rúnu Pálsdóttur að fylgja eftir breytingum á stjórn- sýslu bæjarins og meirihlutinn því talið einsýnt að annar einstaklingur þyrfti að taka við. Óformlegar viðræður  Slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Kópavogs vegna vinnubragða við uppsögn bæjarstjóra  Línur ekki farnar að skýrast með nýjan meirihluta Morgunblaðið/Kristinn Bæjarráð Uppsögn bæjarstjóra var rædd í gær. Kylfingar láta ekki deigan síga þó svo að umhleypingar hrelli landsmenn þessa dagana og þorri sé að byrja. Með hverjum degi lengist sólargangur og þegar vorið kemur verða þessir kappar án efa tilbúnir í slaginn. Þangað til er gott að sveifla kylfum og iðka íþróttina í Básum í Grafarholti eða á öðrum æfingasvæðum. Morgunblaðið/Golli Kylfum sveiflað í Básum Baldur Arnarson Pétur Blöndal „Ég lýsti því yfir innan þingflokksins fyrir jól, þegar málið fór til meðferðar þar, að mér þætti lýðræðislega eðli- legt að málið kæmi fyrir Alþingi ef fram kæmi ósk um að endurskoða málið. Það er sjálfsögð krafa að málið fái umfjöllun Alþingis,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður VG, spurður um þá tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að vísa beri ákærunni á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi frá. „Það er ekki lýðræðislega rétt að vísa málinu frá,“ segir Jón og vill þar með að þingið ræði tillögu Bjarna. „Það er réttur hvers þingmanns að fylgja sannfæringu sinni í málinu.“ Tæpum þriðjungi snúist hugur Þegar Alþingi greiddi á sínum tíma atkvæði um hvort ákæra ætti fjóra fyrrv. ráðherra fyrir landsdómi greiddu allir 15 þáverandi þingmenn VG atkvæði með því að ákæra fjór- menningana. Skv. heimildum blaðsins líta nokkrir þingmenn VG svo á að þeir séu óbundnir af afstöðu flokks- forystunnar í málinu. Grein Ögmundar Jónassonar inn- anríkisráðherra um ákæruna gegn Geir olli titringi innan þingflokks VG í gær, en hann lýsti sig þar fylgjandi því að draga bæri málið til baka, líkt og flokkssystir hans, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, hefur gert. Eftir að greinin birtist skrifaði Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „En nú virðast flestir sótraftar á sjó dregnir til varnar Flokknum … sbr. t.d. greinaskrif í Morgunblaðinu í dag [í gær].“ Tillaga um að vísa beri málinu á hendur Geir frá er á umræðustigi inn- an VG og hafa engar ákvarðanir verið teknar í þeim efnum. Rætt er við Atla Gíslason, fyrrv. þingmann VG og formann þing- mannanefndar sem fjallaði um rann- sóknarskýrsluna, í Morgunblaðinu í dag. Lýsir Atli þar yfir stuðningi við að tillaga Bjarna verði tekin til efnis- legrar meðferðar á þingi og er andvíg- ur því að vísa málinu frá. Andri Árnason, verjandi Geirs, seg- ir meirihluta þingmannanefndarinnar munu verða kallaðan fyrir landsdóm. MMeirihluti þingmannanefndar »8 Jón og Atli vilja umræðu um tillöguna  Vilja ekki vísa frá tillögu Bjarna Sammála Ögmundi » Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, tekur undir með Ögmundi Jónassyni um að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. » Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn flokks- ins óbundnir í málinu.  Ein skýring á því að atvinnuleysi minnkar hægar á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum er að atvinnu- laust fólk á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir því að komast í ódýrara leiguhúsnæði á Suðurnesjum. Þetta segir Hjördís Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri fjölskyldu- og félags- málasviðs Reykjanesbæjar. Mikið framboð er á leiguhúsnæði á Suðurnesjum, m.a. á Ásbrún. Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið spenna á leigumarkaði og leiga hef- ur hækkað. Fólk sem ekki fær leigt á höfuðborgarsvæðinu reynir því að fá leigt á Suðurnesjum þar sem leiguverð er lægra. »4 Ódýrara að leigja á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.