Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ FYRIR MÉR... ...HVERNIG ÞAÐ VÆRI EF ÉG ÆTTI ÞIG EKKI... VÆRI ÉG HAMINGJU- SAMARI? ÞÚ KEMST ALDREI AÐ ÞVÍ HVAÐ!? ÆTLARÐU EKKI EINU SINNI AÐ LÍTA Á ÞAÐ!? ÞÚ MÁLAR MYND Á LOFTIÐ HJÁ HONUM. MYND UM SÖGU SIÐMENNINGARINNAR OG HANN ÆTLAR EKKI EINU SINNI AÐ SKOÐA HANA HUNDAR HAFA ALDREI VERIÐ NEITT SÉRSTAKLEGA SPENNTIR FYRIR SÖGU SIÐMENNINGARINNAR HELGA VILL AÐ ÉG SAFNI TIL MÖGRU ÁRANNA EN ÞAÐ ER BARA EITT VANDAMÁL... ...EF ÉG GEYMI MATINN MINN ÞANGAÐ TIL ÉG GRENNIST ÞÁ SKEMMIST HANN BARA GRÆNA RISANUM VAR BANAÐ AF CHIQUITA BANANA NÁGRANNARNIR ERU AÐ KOMA SÉR UPP HEITUM POTTI SVO ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÞAU HAFA VERIÐ AÐ VINNA AÐ ÞETTA KEMUR MÉR SAMT Á ÓVART, MÉR HEFUR ALLTAF FUNDIST ÞAU FREKAR GAMALDAGS. BJÓST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ ÞAU MYNDU FÁ SÉR POTT VIÐ HVERSKONAR FÓLK MYNDIR ÞÚ HALDA AÐ FENGI SÉR HEITAN POTT? ÁÐUR EN ÉG DREP ÞIG, HERRA STARK... ...ÞÁ VERÐURÐU FYRST AÐ ÞJÁST ÉG ÞOLI EKKI AÐ LÁTA STJÓRNA MÉR SVONA! KANNSKI HJÁLPAR ÞETTA Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Postul.málun kl. 9. Vatnsl.fimi kl. 10.50. Útskurður og post- ul. kl. 13. Vésteinn Ólason, próf. í ísl. fræðum kynnir Konungsbók Eddukvæða í máli og myndum kl. 14. Kaffi og með- læti á góðu verði. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl 10. Söngstund kl. 11. Handavinna kl. 12.30. Tölvunámskeið kl. 13. Brids kl. 13.30. Boðinn | Vatnsleikfimi kl. 9.30. styrkur og þol (lok. hópur) kl. 10.30. tækjasalur kl. 12. Glerlist kl. 13. Bónusrúta kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist, handavinna, kaffi/dagblöð, hádeg- ismatur. Bústaðakirkja | Í dag, 18. janúar, kl. 13 verður þorrablót í safnaðarheimilinu. Skrán. hjá kirkjuvörðum og greitt við inngang. Dalbraut 18-20 | Verslunarferð kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, vefnaður kl. 9. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar kl. 10. Söngvaka kl. 14. Söngfélag FEB æfing kl. 10. Skrán. hafin á námskeið í framsögn, leikrænni tján- ingu og upplestri sem hefst 24. febrúar s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbeinandi í handavinnu til kl. 15, botsía kl. 9.30/ 10.30, glerlist kl. 9.30/13. Miðasala á þorrablótið hefst kl. 10, borð verða frá- tekin frá sama tíma. Félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16 og bobb kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9. Tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10. Postulínsmálun, kvennabrids, málm- og silfursmíði kl. 13. Íslendingasögur kl. 16. Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 | Dagblöð og kaffi kl. 10. Handavinna kl 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns- leikfimi kl. 12.15, bútasaumur/brids kl. 13, tölvunámskeið í Sjálandsskóla kl. 16, skrán. hefur farið fram. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Gler, leir/mosaík kl. 9. Kaffi- spjall í króknum kl. 10.30. Botsía kl. 10.45. Kyrrðarstund í kirkju kl. 12. Handavinna kl. 13. Timburmenn Val- húsaskóla kl. 15. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Þorvaldur með harmonikkuna kl. 10, sungið, dansað og léttar leikfimiæf- ingar. Frá hád. spilasalur opinn. Fjöl- breytt dagskrá í Garðheimum og heitt á könnunni kl. 14. Fim. 10. febr. er leik- húsferð, Fanney og Alexander, skrán. hafin á staðnum og í s. 575 7720. Grensáskirkja | Samverustund í safn- aðarheimilinu kl. 14. Hraunbær 105 | Handavinna/ tréskurður kl. 9, brids kl. 13, tímapant. hjá fótafr. í s. 698 4938, hárgreiðslust. s. 894 6856. Hraunsel | Pútt kl. 10, bókmkl. næst 25. jan. kl. 10, línudans kl. 11, handavinna kl. 13, glerbræðsla kl. 13, bingó kl. 13,30, Gaflarakórinn kl. 16, þorrablót 28. jan. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/9.30. Vinnustofa kl. 9 hjá Sigrúnu. Sam- verustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður, mið- dagskaffi. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50, framshóp. Soffíu kl. 10/13, leirmótun kl. 10, gáfumannakaffi kl. 15. Hláturjóga kl. 13.30, kynning á Gardavatnsferð kl. 13.30 nk. föstud. Íþróttafélagið Glóð | Seniordansar kl. 15.30. Korpúlfar, Grafarvogi | Listasmiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13:30. Fim. 19. jan- úar er keila í Öskjuhlíð kl. 10. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Tryggvi Gíslason fv. skólameistari MA segir frá árunum á Akureyri o.fl. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Upp- lestur kl. 11. Hjúkrunarfr. kl. 10. Fé- lagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Setustofa kl. 9. Mynd- mennt kl. 9. Spænska (frh.) kl. 9.15. Spænska (byrj.) kl. 10:45. Verslunarferð í Bónus kl. 12.10. Tréskurður kl. 13. Kaffi- veit. kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og bókband kl. 9, handavinna kl. 9.30, morgunstund messa kl. 10.15, Bónus kl. 12.20, upplestur frh.saga kl. 12.30, dans kl. 14 með Vitatorgsbandinu. Mikið er rætt um iðnaðarsalt ímatvælum. Hallmundur Krist- insson veltir tíðindunum fyrir sér: Vegna orðs sem á umbúðum stóð, fyrst ekki var strax að því gáð, varð öll hin íslenska þjóð iðnaðarsalti að bráð. Ágúst Marinósson bætir við: Í meltingunni met ég kalt að mein sé við að glíma. Ég hef etið umdeilt salt í alltof langan tíma. Björn Ingólfsson er á öðru máli: Málið skal ég meta kalt: Meltingin er sallafín þótt ég æti umdeilt salt og alltaf batnar heilsa mín. Og Hjálmar Freysteinsson: Fyrst iðnaðarsalt þig best hefur bætt um bata er meiri von ef þú fengir nú í þig grætt iðnaðarsílikon. Kristbjörg F. Steingrímsdóttir leggur orð í belg: Efla og styrkja okkar trú alltaf mestu varðar; Íslendingar eru nú iðnaðarsalt jarðar. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir að gefnu tilefni: Hjartað í konu þú best getur brætt með bráðhollri máltíð, hún verður að gjalti ef díoxínkjötið er kadmíumbætt og kolsýruvatnið með iðnaðarsalti. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, lítur málið öðrum augum og segir að sinn sé siður í sveit hverri: Eitt vil ég segja fyrst um það er rætt hvað almennt sé vinsælt hjá snótum að hjartað í konunum hérna er brætt með hágæða landa, á blótum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af trú og iðnaðarsalti Lappir – fætur Þegar ég ólst upp voru dýrin sögð með lappir en mannfólkið með fætur. Í dag er það undantekning, flestir tala um lappir. Fyrir nokkrum árum fór ég með barn í 3-4 ára skoðun. Læknir á að giska um fertugt sagði við barnið: „Má ég skoða á þér lapp- irnar?“ Á fundi í haust var verið að fjalla um bættar samgöngur á Vestfjörðum. Þar sagði einn ágætur fundarmaður: „Vil ég biðja alla sem eru mótfallnir þessu að labba af fundi.“ Síðasta föstudag horfði ég á Útsvar þar sem allir, bæði þátttakendur og stjórnendur, hafa staðið sig frábærlega vel og er þetta mjög vinsæll þáttur, þá sagði annar stjórnand- inn: „Það má ekki fara með lappirnar yfir hvítu línuna.“ Kannski þýðir þetta nöldur í mér að ég er farin að eldast og þetta með lappir á fólki sé bara eðlileg þróun í málinu. Kannski? Ein fædd á síðustu öld. Velvakandi Ást er… … það sem nær út fyrir endamörk alheimsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.