Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Í síðustu viku var bú Ehald ehf. (áður Eik
Properties ehf.) tekið til gjaldþrotaskipta. Fé-
lagið var stofnað 2007 og árið 2008 voru félög-
in Eik fasteignafélag hf. og Fasteignafélag Ís-
lands ehf. sett undir hatt Eikar Properties.
Við þetta var Eik Properties orðið annað
stærsta fasteignafélag landsins á eftir Landic
Properties og var þá sagt 54 milljarða virði.
Garðar Hannes Friðjónsson, sem var og er
framkvæmdastjóri Eikar fasteignafélags varð
forstjóri Eikar Properties. Hann sagði í við-
tali við Morgunblaðið við sameininguna í júní
2008 að svona sameinað kæmi Eik Properties
sterkt til leiks á markaðinn. Í síðustu viku var
Eik Properties, nú Ehald ehf., úrskurðað
gjaldþrota. Tap kröfuhafa er á annan milljarð.
Eik aðeins eignarhaldsfélag
Í spjalli við Morgunblaðið segir Garðar að
Eik Properties hafi aldrei orðið meira en
eignarhaldsfélag utan um fasteignafélög, með
engri raunverulegri starfsemi, á meðan Eik
fasteignafélag hafi alla tíð gengið vel og gangi
mjög vel enn í dag. „Félagið Eik Properties
var fyrst stofnað sem eignarhaldsfélag vegna
kaupa á Eik fasteignafélagi,“ segir Garðar.
„Síðan rétt fyrir hrun eignaðist félagið hlutafé
í fleiri fasteignafélögum. Hugmyndin um stórt
fasteignafélag undir nafni Eikar Properties
var því í raun andvana fædd þar sem strax við
hrunið var ljóst að dæmið gengi ekki upp. Ég
var settur forstjóri fyrirtækisins en starfið
hefur aðallega fólgist í því að sjá um að gera
uppgjör fyrir félagið og skattframtal. Stjórn
Eikar Properties ákvað að óska eftir gjald-
þrotaskiptum, en í félagið er einungis einn
kröfuhafi, bankinn.
Ég hef aftur á móti allan tímann sinnt for-
stjórastöðu hjá Eik fasteignafélagi og það
gengur mjög vel. Ég hef leitt það fyrirtæki
frá árinu 2002 en Lýsing hf. fékk mig þá til
liðs við sig til að byggja upp fasteignafélag.
Við höfum komið mjög vel út úr hruninu. Að-
skilnaður á Eik Properties og Eik fasteigna-
félagi varð í raun að veruleika strax árið 2010
en þá settust kröfuhafar Eikar fasteigna-
félags í stjórn Eikar fasteignafélags,“ segir
Garðar.
Eik Properties orðið gjaldþrota
Eik fasteignafélag sem áður var undir Eik Properties er samt áfram sagt vera stöndugt félag
Morgunblaðið/Ómar
Eikin Eik Properties og Eik fasteignafélag
eru tvö aðskilin fyrirtæki.
Stuttar fréttir ...
● Atvinnuleysi mældist 8,2% að með-
altali í ríkjum OECD í nóvember, sem er
svipað hlutfall og fyrir ári.
Í Evrópu mældist atvinnuleysið að
meðaltali 10,3% í nóvember. Það hefur
ekki verið meira frá upphafi fjár-
málakreppunnar. Þetta endurspeglar
aukið atvinnuleysi í ríkjum á borð við
Portúgal (10,3%), Spán (22,9%), Ítalíu
14,6%) og Holland (5,5%).
Atvinnuleysi 8,2%
● Boðað hefur ver-
ið til skiptafundar
með kröfuhöfum
Glitnis hf. 31. jan-
úar nk. þar sem
auk annarra mála
verður fjallað um
greiðslu á for-
gangskröfum við
slitameðferð Glitn-
is, að því er fram
kemur í Lögbirt-
ingablaðinu í gær.
Þar kemur fram að kröfuhafar sem
hlut eiga að máli megi vænta þess að
greiðsla fari fram í samræmi við áform-
að uppgjör slitastjórnar í síðasta lagi
hinn 29. febrúar nk. Það er að því til-
skildu að ekki komi fram mótmæli við
áform um uppgjör. Rétt til fundarsetu
eiga þeir sem eiga kröfu á Glitni.
Fjallað um greiðslur
á forgangskröfum
Steinunn
Guðbjartsdóttir
● Lántökukostnaður spænska ríkisins
fór verulega niður á við í ríkisskulda-
bréfaútboði í gær. Mikil umframspurn
var eftir bréfum til tólf og átján mán-
aða.
Alls tók Seðlabanki Spánar tilboðum
fyrir 4,88 milljarða evra en eftirspurnin
var upp á 16,7 milljarða evra.
Ávöxtunarkrafan er 2,049% á tólf
mánaða bréfum samanborið við
4,050% í síðasta útboði og 2,399% á
skuldabréfum til átján mánaða. Í síð-
asta útboði var ávöxtunarkrafan á átján
mánaða bréfum 4,226%.
Lánskjör spænska
ríkisins batna mikið
bankana. Sé horft til ávöxtunarkröf-
unnar á lengstu óverðtryggðu
skuldabréfaflokkum ríkisins í dag –
um 6,7% – er ekki óvarlegt að álykta
sem svo að Íbúðalánasjóður gæti
boðið óverðtryggð lán með föstum
vöxtum í kringum 8%, til tuttugu
ára.
Sigurður viðurkennir að fjár-
mögnunarumhverfið sé erfitt. „Við
erum að reyna að finna leiðir til að
geta kynnt til sögunnar óverðtryggð
lán á raunhæfum kjörum og skilmál-
um. Þetta er ákveðin fjármögnunar-
æfing.“
Íbúðalánasjóður
lækkar útlánavexti
Útgáfa óverðtryggðra bréfa gæti brátt orðið að veruleika
Morgunblaðið/Ómar
Betri tíð Mikil eftirspurn fjárfesta eftir verðtryggðum íbúðabréfum Íbúða-
lánasjóðs eykur líkurnar á því að útlánavextir geti lækkað frekar á árinu.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar vel
heppnaðs útboðs á íbúðabréfum
lækkað útlánavexti sjóðsins um 0,2
prósentur – íbúðalán með upp-
greiðsluákvæði verða með 4,2% vexti
og án uppgreiðsluákvæðis 4,7%.
Þrátt fyrir að kjörin séu hagstæð í
sögulegu samhengi, þá segist Sig-
urður Erlingsson, framkvæmda-
stjóri Íbúðalánasjóðs, í samtali við
Morgunblaðið eiga von á því að vext-
irnir gætu lækkað enn frekar á
árinu.
„Í ljósi takmarkaðs framboðs af
löngum verðtryggðum skuldabréf-
um á markaði á sama tíma og eft-
irspurn er góð þá er hugsanlega
þrýstingur til lækkunar á ávöxtunar-
kröfunni eins og staðan er í dag.“
Íbúðalánasjóður tók tilboðum í
íbúðabréf að nafnvirði 3,31 milljarð-
ur króna, sem samsvarar 5,79 millj-
örðum að markaðsvirði, og var með-
alávöxtunarkrafan 2,57%.
Eftirspurnin í útboðinu var hins veg-
ar fjórfalt meiri og segir Sigurður
það vera í takt við væntingar sjóðs-
ins.
Að sögn viðmælenda Morgun-
blaðsins bendir góð þátttaka í útboð-
inu til þess að fjárfestar hafi áhuga á
verðtryggðum íbúðabréfum sem aft-
ur eykur líkurnar á því að ávöxtunar-
krafan haldist lág í næstu útboðum
sjóðsins.
Íbúðalánasjóður fékk á síðasta ári
heimild frá Alþingi til þess að bjóða
viðskiptavinum sínum upp á óverð-
tryggð íbúðalán og hefur undirbún-
ingur slíkrar útgáfu staðið yfir að
undanförnu. „Sú vinna er enn í
gangi,“ segir Sigurður og bætir því
við: „Við erum að horfa til þess að út-
gáfa á óverðtryggðum bréfum gæti
orðið að veruleika um mitt þetta ár.“
Það er hins vegar ljóst að það mun
reynast þrautin þyngri fyrir íbúða-
lánasjóð að veita óverðtryggð lán á
föstum vöxtum til langs tíma á sam-
keppnishæfum kjörum við viðskipta-
Ákvörðun Seðlabanka Íslands að kaupa evrur í
skiptum fyrir íslenskar krónur er jákvætt skref í
átt til losunar hafta á fjármagnsviðskiptum, sam-
anber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyr-
ishafta frá 25. mars 2011, að mati matsfyrirtæk-
isins Fitch. Reuters greinir frá þessu í frétt í gær.
Þar kemur fram að matsfyrirtækið Fitch telji að
þetta stuðli að því að Ísland nái að endurheimta
traust á fjármálamörkuðum heims. Þá geti það
aukið líkur á að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins
verði hækkuð hjá Fitch.
Segir í frétt Reuters að þrátt fyrir að Seðla-
bankinn bjóðist nú til þess að kaupa allt að 100
milljónir evra séu um 3,8 milljarðar Bandaríkja-
dala bundnir í íslenskum krónum.
Í frétt frá Seðlabanka Íslands frá því á föstudag
kemur fram að markmið þessara aðgerða er að
selja krónur fyrir gjaldeyri til aðila sem ákveðið
hafa að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eða í skulda-
bréfum ríkissjóðs sem verða í vörslu í fimm ár.
Aðgerðin stuðli þannig að því að fjármagna rík-
issjóð á hagkvæman hátt til langs tíma og draga
með þeim hætti úr endurfjármögnunarþörf auk
þess að laða til landsins erlendan gjaldeyri í lang-
tímafjárfestingar og auðvelda þannig losun gjald-
eyrishafta.
Í frétt Reuters er fjallað um merkjanlegan
árangur í efnahagsmálum Íslands. Hagvöxtur hafi
mælst 4,8% á þriðja ársfjórðungi og ríkisbréfa-
útboð á síðasta ári sýni að Ísland sé komið inn á
kortið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þrátt
fyrir það vanti enn töluvert upp á að fullum bata sé
náð. Áhætta sé mikil í fjármálakerfinu og útlit fyr-
ir að Icesave-deilan verði langvinn.
Lítið en jákvætt skref
Fitch telur Seðlabankann vera á réttri leið með
kaupum á evrum fyrir íslenskar krónur
Morgunblaðið/Ómar
Áhætta Fitch telur enn mikla áhættu í fjármála-
kerfinu þótt ákveðinn árangur hafi náðst.
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðn-
um desembermánuði, metinn á
föstu verði, var 2,1% minni en í des-
ember 2010. Á árinu 2011 jókst afl-
inn um 1,7% miðað við árið 2010, sé
hann metinn á föstu verði.
Aflinn var 41.690 tonn í desem-
ber 2011 samanborið við 53.562
tonn í desember 2010, samkvæmt
frétt á vef Hagstofunnar.
Botnfiskafli jókst um rúm 1.000
tonn samanborið við desember
2010 og var um 32.500 tonn. Þar af
var þorskaflinn rúm 15.500 tonn,
sem er aukning um rúm 1.800 tonn
frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum
4.300 tonnum sem er um 100 tonn-
um meiri afli en í desember 2010.
Karfaaflinn jókst um tæp 800 tonn
samanborið við desember 2010 og
nam um 5.600 tonnum. Um 3.900
tonn veiddust af ufsa sem er rúm-
lega 100 tonnum minni afli en í des-
ember 2010. Um 3.300 tonn veidd-
ust af öðrum botnfiskafla, sem er
samdráttur um tæp 1.600 tonn frá
desember 2010.
Tæpum 7.000 tonnum var landað
af uppsjávarafla í desember síðast-
liðnum, samanborið við tæplega
20.300 tonna afla í desember 2010.
Þar af var um 6.900 tonnum landað
af síld, sem er um 6.300 tonna sam-
dráttur frá fyrra ári. Enginn loðnu-
afli var í desember 2011 en tæp
5.400 tonn veiddust af loðnu í sama
mánuði 2010.
Verðmeiri
afli í des-
ember
2,1% samdráttur
á föstu verði
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.-/
+0+.1/
+,,.2+
,+.32-
,4.53,
+5.025
+3+.-0
+./,45
+04.,+
+10.4,
+,-.5/
+0,.43
+,3.+5
,+.--5
,4.503
+2.4-
+3+.2/
+./,1-
+04.52
+10.-/
,+0.523-
+,1.4/
+0,.1
+,3.13
,+.1+
,4.21-
+2.403
+3,.,3
+./34+
+0+.31
+10.0
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á