Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 Í þungum þönkum Þær eru margar áhyggjurnar sem þjaka þingmenn og sumir þeirra sitja á Alþingi harla brúnaþungir dag eftir dag og stundum mætti halda að þeir væru að bugast. Ómar Í pólitískri refskák ganga stjórnmálamenn stundum lengra en almenn skynsemi segir. Verst er þegar þeir virða að vettugi grunnreglur réttarríkisins, beita blekkingum og rangfærslum. Það er með hreinum ólíkindum að fylgjast með viðbrögðum ein- stakra þingmanna við þings- ályktunartillögu Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra. Björn Valur Gíslason, formaður þing- flokks Vinstri grænna, telur rétt að vísa tillög- unni frá og koma þannig í veg fyrir að þingmenn fái að taka efnislega afstöðu til hennar. Undir þetta tekur Jónína Rós Guð- mundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst við vera að grípa inn í starf landsdóms og saksóknara, þannig að mér finnst óeðlilegt að við séum að fjalla um þetta mál,“ sagði Jónína Rós í viðtali við Morg- unblaðið 16. janúar. Þingmaðurinn situr í fimm manna saksóknaranefnd sem samkvæmt 13. grein laga um landsdóm á „að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til að- stoðar“. Þannig er beinlínis gert ráð fyrir að Alþingi hafi aðkomu að málsókn fyrir lands- dómi. Í 16. grein sömu laga er ítrekað að sak- sóknari skuli hafa „samráð við saksókn- arnefnd Alþingis“ í starfi sínu. Alþingi er því ekki aðeins ákærandi heldur hefur sérstök nefnd á vegum þess eftirlit og samráð með verkum saksóknara. Það er vont að þingmaður sem situr í saksóknaranefnd skuli vís- vitandi eða af fákunnáttu reyna að telja almenningi trú um að „óeðlilegt“ sé að Alþingi fjalli að nýju um ákæruna gegn Geir H. Haarde. Þekkir ekki lög um ráðherraábyrgð Margrét Tryggvadóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, situr einnig í saksóknaranefndinni. Í viðtali við Mbl.is 11. janúar upplýsti Margrét að Hreyfingin væri með tilbúna tillögu um að endurskoða ákæru á hendur ráðherrum, sem meirihluti Alþingi taldi að ekki ætti að ákæra. Þetta telur þingmaðurinn rétt að gera ef til- laga Bjarna Benediktssonar verður tekin til efnislegrar meðferðar. Þingmenn Hreyfing- arinnar telja eðlilegt að einstaklingar eigi stöðugt yfir höfði sér ákæru, jafnvel löngu eft- ir að ákæruvaldið [Alþingi í þessu tilfelli] hef- ur tekið ákvörðun um þeir skuli ekki sæta ákæru. Það er áhyggjuefni að þingmaður sem situr í saksóknaranefnd Alþingis, skuli ekki þekkja lög um ráðherraábyrgð betur en raun ber vitni. Í 14. grein laganna kemur skýrt fram að ekki sé hægt að höfða mál á grundvelli lag- anna „ef 3 ár líða frá því, er brot var framið, án þess að Alþingi hafi samþykkt ályktun um málshöfðunina“. Þá segir að sök „fyrnist þó aldrei fyrr en 6 mánuðir eru liðnir frá því, að næstu reglulegu alþingiskosningar, eftir að brot var framið, fóru fram“. Íslensku bankarnir féllu í október 2008 og alþingiskosningar fóru fram í apríl 2009. Hugsanleg sök þeirra þriggja ráðherra, sem ekki sættu ákæru frá Alþingi, er því fyrnd samkvæmt lögum. Þingmenn eins og aðrir geta haft misjafnar skoðanir á því hvort rétt sé að afturkalla ákæruna á hendur Geir H. Haarde. Að koma í veg fyrir að þingmenn taki málið aftur upp, meðal annast á grundvelli þess að landsdómur hefur þegar vísað veigamiklum ákæruliðum frá, á ekkert skylt við sanngirni. Hótanir sem byggðar eru á lögleysu eru ekki til marks um að þingmenn vilji tileinka sér ný vinnubrögð. Rangfærslur um að Alþingi hafi ekkert lengur með lögsóknina að gera eru til þess að blekkja almenning. Engin sannfæring Ein grunnregla íslensks réttarfars er að enginn sæti ákæru, nema því aðeins að meiri líkur en minni séu taldar á sakfellingu. Þing- menn sem ekki voru sannfærðir um að þetta, hvorki gátu né máttu styðja tillögu um ákæru. Draga verður í efa að allir þingmenn hafi gert sér grein fyrir þessu. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylk- ingarinnar og einn nefndarmanna í þing- mannanefndinni sem lagði til að ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm, skrifaði m.a. í Fréttablaðið 14. júní 2011: „Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sak- leysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og rétt- látrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu.“ Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 16. desember sl. gekk Magnús Orri enn lengra og spurði hvort ekki væri farsælast fyrir Geir H. Haarde, væri hann saklaus, „að fá stimpil á það frá landsdómi um að svo sé“. Björn Valur Gíslason skrifaði á heimasíðu sína 8. júní á liðnu ári: „Ég hef ekki hugmynd um hvort Geir H. Haarde er sekur eða saklaus.“ Hvernig ætli Birni Val myndi líða ef hann sætti ákæru og síðan kæmi yfirlýsing frá ákæruvaldinu um að engin sannfæring væri fyrir sekt – það hefði „ekki hugmynd“ um hvort Björn Valur væri sekur eða saklaus? Björn Valur og Magnús Orri líta á dómstóla sem eins konar tilraunastofur. Hvorugur var sannfærður um sekt og því töldu þeir best að vísa málinu til „okkar vísustu lögspekinga“ til að fá úr því skorið. Með því gengu þeir gegn meginreglu íslensks réttarfars. Kannski er það þess vegna sem þeir vilja ekki að þing- heimur fjalli um tillögu Bjarna Benedikts- sonar? Umræðan verður of óþægileg. Eftir Óla Björn Kárason »Hótanir sem byggðar eru á lögleysu eru ekki til marks um að þingmenn vilji tileinka sér ný vinnubrögð. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Blekkingar og rangfærslur Þrátt fyrir 50 milljóna viðbót- arfjárveitingu til Landspítala í loka- afgreiðslu fjárlaga verður líknardeild fyrir aldrað fólk til 10 ára lokað og starfshópnum sundrað. Fimmtíu milljónir var verðmiði framkvæmda- stjórnar og aðgerðin kynnt sem óhjá- kvæmilegur niðurskurður og þjón- ustuskerðing í kjölfar tillögu til fjárlaga ársins 2012. Frá þeim degi, tveimur mánuðum fyrir samþykkt fjárlaga, hefur framkvæmdastjórnin unnið einbeitt að því að loka deildinni, snúið málflutningi við og látið að því liggja að um gott og tímabært mál væri að ræða. Hvorki hefur verið léð máls á rökræðu né tekið opnum örm- um hópi velunnara sem vildu afla starfseminni stuðnings þingmanna og ríkisstjórnar. Líknardeild aldraðra er mannauðs- starfsemi sem byggist á nokkurra ára undirbúningi og tíu ára starfsþróun en ekki staðsetningu og er nú rifin niður í skyndi án þess að sýnt sé fram á fjárhagslegan ávinning eða aukin gæði. Aðgengi að þessari tegund sjúkrahúsþjónustu verður skert á tímum þegar gömlu fólki fjölgar stöð- ugt svo og nýgengi aldurstengdra sjúkdóma sem kalla á sérhæfða líkn- arþjónustu. Með líku lagi mætti leggja til einföldun Reykjanes- brautar. Það er full þörf fyrir framkvæmdir í Kópavogi sem styrktar verða af líknarsam- tökum til þess að mæta aukinni þörf á komandi árum. Þess í stað fækk- ar rúmum um fimm til sex og 50-60 manns á ári verða af sérhæfðri líkn- arþjónustu fyrir aldrað fólk. Enginn veit hverjir það verða og áhrifin verða trauðla rakin. Það er erfitt að samsama sig gömlu fólki á banabeði og því þarf að reiða sig á að þeir sem völdin hafa sýni visku og samfélagslegri stefnu- mótun trúnað. Margt er sérkennilegt. Landspítali er þekkingarfyrirtæki í opinberri vel- ferðarþjónustu í eigu þjóðarinnar, fyrir þjóðina og eitt stærsta fyrirtæki landsins. Þar er engin stjórn og því má ætla að Alþingi sé í raun stjórn sjúkrahússins. Ráðherra velferð- armála og forstjóri sjúkrahússins eru í tímabundnum ábyrgðarstöðum gagnvart starfseminni. Leiðarljós þeirra ætti að vera fyrirliggjandi stefnumótun. Styðja skal aldrað fólk til sjálfstæðrar búsetu svo lengi sem verða má en viðeigandi þjónusta verði til staðar þegar allt um þrýtur. Meðallegutími þeirra sem nutu þjónustu líknardeildar aldraðra á síðasta ári var einn mánuður. Óheft aðgengi að sjúkrahúsþjónustu síð- ustu daga lífsins veitir fólki það öryggi sem þarf til að búa heima sem lengst. Ef það ör- yggi er ekki til staðar reynir fólk að sýna fyr- irhyggju og leita eftir vistun á hjúkr- unarheimili. Það ferli tekur lengri tíma en mánuð og verður á endanum sam- félagslega kostnaðarsamara. Margir þeirra sem notið hafa þjónustu líkn- ardeildar fyrir aldrað fólk hafa greinst skyndilega með banvænan sjúkdóm þar sem sjúkrahúslega var eini kosturinn og var það raunar ein af forsendum þeirrar gæðaþróunar sem leiddi til opnurnar sérstakrar líknardeildar. Hin meginforsendan var sú að umönnun þeirra sem eru deyjandi með alvarleg og sár ein- kenni er engu síður sérhæfð en lækn- ingar. Fyrir 14 árum var skýrsla um for- gangsröðun samþykkt sem þings- ályktunartillaga á Alþingi. Skýrslan var unnin að tilstuðlan heilbrigð- isráðherra af þverpólitískri og þver- faglegri nefnd og hvílir að hluta á aldagömlum siðfræðilegum sjón- armiðum. Í skýrslunni segir að hugað skuli að þjóðfélagshópum í viðkvæmri stöðu og aldrað fólk nefnt sér- staklega. Verkefnum heilbrigðisþjón- ustunnar er forgangsraðað og er líkn- arþjónusta í öðrum flokki af fjórum. Forgangsröðun fortíðar var að ætla fagfólki eða fólki í valdastöðum að sjá um verkið í kyrrþey eða ómeðvitað. Í þeim fjölmörgu þjóðríkjum sem látið hafa vinna skýrslur um forgangs- röðun er slíku verklagi hafnað. Lögð er áhersla á að fylgja vel ígrunduðum leiðbeiningum og ef út af þeim verði brugðið sé það einungis gert eftir opna og lýðræðislega umræðu. Þarf Alþingi að endurskoða forgangs- röðun og stefnumótun í málefnum eldra fólks í ljósi þess að fyrirliggj- andi stefnumótun er sniðgengin? Vinnulag innan sjúkrahússins í þessu máli er ekki í anda þess sem búast mætti við í þekkingarfyrirtæki. Málið var unnið í þröngum hópi, ákvörðunin tilkynnt og verklagi þagnarinnar beitt. Faglegir yfirmenn lækninga og hjúkrunar ræddu ekki við daglega stjórnendur deildarinnar sem búa yfir mikilli reynslu og þekk- ingu á þörfum og þjónustu við aldr- aða. Skilaboðin: truflið ekki með rök- ræðum. Ekki ósvipað því sem gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Málið var falið rekstrarlegum yf- irmanni til framkvæmda. Líknardeild fyrir aldrað fólk er lít- ið ævintýri. Það hófst í grasrótinni, stutt af Framkvæmdasjóði aldraðra og kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, þáverandi fram- kvæmdastjórn Landspítala og heil- brigðisráðherra. Á deildinni hefur fólki verið hjúkrað af miklum kær- leika. Hópurinn hefur unnið sem einn maður, þroskast og þekking vaxið undir mildri stjórn Bryndísar Gests- dóttur. Tíu ára afmælið er minn- isstætt. Starfsfólkið kom með veit- ingar og Björg Þórhallsdóttir með töfrandi söng. Það hefur verið gef- andi að kynnast heilum hug vel- unnarasamtaka líknardeildanna. Allt þetta góða ber nú að þakka. » Þarf Alþingi að endurskoða for- gangsröðun og stefnu- mótun í málefnum eldra fólks í ljósi þess að fyrirliggjandi stefnu- mótun er sniðgengin? Pálmi V. Jónsson Höfundur er yfirlæknir öldrunar- lækninga á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Líknardeild fyrir aldrað fólk lokað Eftir Pálma V. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.