Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 ✝ Sigríður Gísla-dóttir fæddist á Hofsstöðum í Garðahreppi 20. febrúar 1921. Hún lést á Vífilsstöðum 6. janúar sl. Foreldrar henn- ar voru Gísli Jak- obsson, bóndi á Hofsstöðum, f. 24. nóvember 1882, d. 23. febrúar 1962, og Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja á Hofsstöðum, f. 29. desember 1887, d. 24. desember 1977. Systkini Sigríðar voru: Sigurlaug, f. 28. maí 1918, d. 28. janúar 2010, Guðrún, f. 9. september 1923, d. 28. maí 2008, Halldór, f. 11. jan- úar 1925, d. 18. s.m., Halldóra, f. 31. mars 1926 og Sesselja, f. 21. ágúst 1927, d. 26. mars 1988. Sigríður giftist 27. október 1944 Sveinbirni Jóhanni Jóhann- essyni, f. 10. ágúst 1912, d. 19. ágúst 1997. Börn þeirra eru: 1) Sigrún Kristín, f. 18. nóvember 1945. Maður hennar er Jón Ög- mundsson, f. 18. september 1945. Börn þeirra eru: Sveinbjörn, f. 11. Soffía Böðvarsdóttir, f . 23. jan- úar 1958. Dætur þeirra eru: Erna, f. 23. nóvember 1983, mað- ur hennar er Davíð Bragi Kon- ráðsson, Marta, f. 26. janúar 1989, og Agnes, f. 8. febrúar 1994. 5) Áslaug, f. 25. júlí 1956. Maður hennar er Sveinn Auðunn Sæland, f. 29. október 1954, og eiga þau þrjú börn. Eva, f. 4. október 1978, maður hennar er Ragnar Eiríksson og eiga þau þrjú börn. Ragnar á að auki einn son, Axel, f. 30. desember 1980, kona hans er Heiða Pálrún Leifs- dóttir og eiga þau tvær dætur og á Axel fyrir einn son. Ívar f. 31. október 1983. Sigríður stundaði nám við barnaskóla sem starfaði á Vífils- stöðum og fór síðan í Kvenna- skólann í Reykjavík. Þau Svein- björn tóku við búi foreldra hennar á Hofsstöðum árið 1952 og stunduðu þar blandaðan bú- skap til ársins 1968 er búskap lauk sökum þéttbýlisins. Sigríður starfaði eftir það við Hofsstaða- skóla til 72 ára aldurs. Hún var einn af stofnendum Kvenfélags Garðabæjar og var þar gerð að heiðursfélaga. Einnig var hún stofnfélagi og heiðursfélagi Skógræktarfélags Garðabæjar. Útför Sigríðar verður gerð frá Vídalínskirkju í dag, miðviku- daginn 18. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. júlí, 1966, kona hans er Heiðrún Ólafs- dóttir og eiga þau tvo syni, Ásdís Guð- rún, f. 7. febrúar 1971, maður hennar er Sigurður Jón- asson. 2) Kristín Erla, f. 18. janúar 1947. Maður hennar er Gylfi Matthías- son, f. 3. janúar 1946. Börn þeirra eru: Sigurður Sveinbjörn, f. 20. júlí 1970, kona hans er Jórunn Jónsdóttir. Sigurður á eina dótt- ur og Jórunn á tvö börn. Erla Guðný, f. 21. október 1975. Mað- ur hennar er Jón Ólafur Guð- mundsson og eiga þau tvær dæt- ur. Þórdís Anna, f. 13. apríl 1981. 3) Sólveig Sveina, f. 18. apríl 1952, d. 10. október 1989. Maður hennar var Jóhannes Stein- grímsson, f. 8. ágúst 1950. Börn þeirra eru: Steingrímur f. 25. júlí 1979, Sigríður f. 14. apríl 1981, og Jóhanna, f. 24. apríl 1985. Kona Jóhannesar er Kristín Hall- dórsdóttir. 4) Jóhannes, f. 15. maí 1954. Kona hans er Sigríður Elsku hjartans amma mín! Stundirnar sem við áttum sam- an voru óteljandi. Hver og ein þeirra er mér ómetanleg. Hofs- staðir voru nánast alltaf á leið minni, hvort sem ég fór í skólann eða í íþróttahúsið. Hesthúsin voru undantekning en þá var bara riðið heim að Hofsstöðum í staðinn. Margar af mínum bestu æsku- minningum tengjast þér og ég man hvað mér þótti gott að vera hjá þér. Skemmtilegustu dagarnir voru hjá þér heima á Hofsstöðum. Það var allt leyfilegt og margt sem stendur upp úr. Royal-súkku- laðikökurnar, jólaboðin, rússíban- aferðirnar niður stigann á búta- saumsteppunum, rabarbarasultan, öskudagsbún- ingarnir og allt föndrið. Þú varst einstök manneskja, nærvera þín svo góð og öðru eins jafnaðargeði hef ég ekki kynnst. Hlýleg, hjálpsöm, sanngjörn og dugleg. Þú varst minn fasti punkt- ur í lífinu, sama hvað gekk á, þá átti ég þinn stuðning vísan. Eftir hverja heimsókn horfðir þú á eftir mér trítla yfir kartöflugarðinn og heim í Hofslund. Viss um að ég kæmist heim heilu og höldnu. Mín ósk er sú að þú fylgist með mér áfram. Þakka þér fyrir allan þinn tíma og þolinmæði, öskudagsbúninga og súkkulaðikökur, spil og föndur, hugganir og húsaskjól, ást þína og umhyggju. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú skipar stór- an sess í mínu hjarta. Þú ert mín fyrirmynd og verður alltaf. Þórdís Anna Gylfadóttir. Ég er heppin. Svo heppin að hafa átt hana Siggu ömmu að. Amma var alltaf klettur, öxl og góður félagsskapur. Það var sama hvað bjátaði á, hún var alltaf til í að hlusta, hvetja og styðja mig. Þegar ég var lítil var ég oft í nokkrar vikur hjá ömmu og afa á Hofsstöðum. Þá stóð íbúðarhúsið orðið eitt eftir og var langt í næstu hús. Ég man að mér fannst langt að labba í heimsókn til Lillýjar, systur ömmu sem bjó í Hoftúni. Með ömmu fór ég og heimsótti langömmu Sigrúnu, bæði til Lil- lýjar og með strætó til Hafnar- fjarðar þegar langamma var á Sólvangi. Það var mikið ævintýri fyrir litla sveitastelpu að fara í strætó en amma passaði upp á mig. Þá var það líka mikið ævin- týri að labba með ömmu út í búð sem þá var á Flötunum. Á Hofs- stöðum voru kettir þegar ég var lítil. Þeir voru að vísu aldrei inni, fengu að búa í kjallaranum. Mér þótti skemmtilegt þegar við amma fórum og gáfum þeim Ora fiskibollur. Þá varð nú veisla og ég fékk að klappa köttunum. Þar kviknaði sennilega mín aðdáun á köttum og fyrsti kötturinn sem ég eignaðist kom nokkrum sinnum með mér í heimsókn til ömmu. Því varð gleði mín mikil fyrir nokkrum árum síðan þegar amma fékk aft- ur kött á Hofsstaði. Hún Kisa færði ömmu mikla gleði og fé- lagsskap og oft sátum við amma og skiptumst á sögum af köttunum okkar. Amma hafði mikla ánægju af blómum og ég fékk afleggjara af hinum ýmsum pottablómum sem varð að hálfgerðri áráttu hjá mér þegar ég var lítil. Ég safnaði hin- um ýmsum gerðum af kólusum og lísum og alltaf þegar ég fékk gerð sem ég hélt að amma ætti ekki þá passaði ég upp á að færa henni af- leggjara í næstu heimsókn. Þá hafði ég endalaust gaman af að skoða öll handavinnublöðin sem amma átti og auðvitað alla handa- vinnuna hennar. Ég ætlaði að prófa að gera allt saman þegar ég yrði stór. En þó ég nái sama aldri og amma þá er ég nokkuð viss um að ég nái ekki að afreka helming þess sem hún gerði. Því amma prjónaði, saumaði, málaði og óf þvílíkt magn listaverka sem nú gleðja okkur, afkomendur hennar, og sjálfsagt marga fleiri. Amma var af þeirri kynslóð sem henti engu, nema það væri örugg- lega ónýtt. Því varð ég hissa fyrir nokkrum árum þegar við Siggi skutluðum henni til að komast í blaðagám. Þar ætlaði hún að henda stórum bunka af Vikunni, blöð sem voru orðin rúmlega 40 ára gömul. Greinilega á hún amma mín eitthvað í mér, því þessum gersemum tímdi ég alls ekki að henda og því er sá stóri bunki nú kominn inn í hillu hér heima hjá okkur Sigga. Þegar jarðskjálfti reið yfir Suð- urland árið 2000 var ég búsett í Reykjavík og komst ekki austur til að vera hjá mömmu, pabba, bróð- ur mínum og fjölskyldu þar sem þjóðveginum var lokað. Þá var það ómetanlegt að getað pakkað sænginni í bílinn og brunað til ömmu í Garðabæinn og eytt kvöld- inu og nóttinni hjá henni í stað þess að vera ein heima. Allt frá því ég man eftir mér þá stóð amma alltaf á tröppunum og veifaði þeg- ar við fórum frá Hofsstöðum. Þannig minnist ég þín í dag, elsku amma, og ég veifa til baka. Ásdís. Mig langar til að minnast ynd- islegrar ömmu minnar sem er lát- in. Amma var persóna sem ég bar ómælda virðingu fyrir. Hún var hæglát og nægjusöm, með ríka réttlætiskennd og hafði einstak- lega góða nærveru. Hún bar um- hyggju fyrir öllum, stórum sem smáum, mönnum og dýrum. Í hennar augum voru allir jafningj- ar og aldrei heyrði ég hana lasta nokkurn mann eða hlut. Allt frá því ég man eftir mér hef ég verið ákaflega stolt af því að geta sagt að Sigga á Hofsstöðum væri amma mín. Þegar ég hugsa til baka voru það mikil forréttindi að búa í næsta nágrenni við ömmu, geta hlaupið yfir túnið heim til hennar. Oft var hlaupið með stóran vina- hóp, því allir þekktu ömmu, Siggu á Hofsstöðum. Hún tók alltaf inni- lega vel á móti okkur, hversu mörg sem við vorum, sama hvert erindið var og alltaf gaf hún sér allan þann tíma sem til þurfti, hvort sem það var til að föndra, spila eða spjalla. Nú á síðustu árum voru þeir ófáir göngutúrarnir sem ég og dætur mínar fórum heim að Hofs- stöðum þar sem við nutum hlýju og góðmennsku ömmu og kvaddi hún okkur ætíð með sömu orðun- um; „komiði bara sem oftast“ og horfði svo á eftir okkur þar til við vorum komnar úr augsýn. Amma var mjög vel upplýst um það sem fólkið hennar var að gera hverju sinni og sýndi ávallt mik- inn stuðning. Hún sýndi áhuga- málum mínum og vinahóp mikinn áhuga á mínum yngri árum og á seinni árum voru það dætur mínar sem hún fylgdist áhugasöm með vaxa og þroskast. Ég kveð ömmu með söknuði en er jafnframt innilega þakklát fyrir allan þann tíma og þær mörgu góðu stundir sem við áttum sam- an. Öll handavinna hennar sem hún hefur gefið mér í gegnum tíð- ina, teppi, koddar, styttur, myndir og fleira, mun hlýja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Hvíl í friði elsku amma. Erla Guðný Gylfadóttir. Það verður ekki annað sagt en að jólin hafi verið kvödd með tár- um á okkar heimili þegar amma kvaddi okkur í hinsta sinn á síð- asta degi jóla. Amma hafði það alltaf fyrir sið að kveðja mann í útidyrunum á Hofsstöðum því ekki mátti fara með vitið úr hús- inu eins og amma sagði. Þegar við systkinin vorum sest inn í bíl og vorum að leggja af stað frá Hofs- stöðum sagði mamma: „Krakkar, veifið nú ömmu ykkar og afa bless,“ en þau stóðu ávallt í dyra- gættinni Hofsstaðir, þessi gamli sveita- bær í miðjum Garðabæ, já það er frekar ótrúleg sjón sem blasir við þeim sem kemur að Hofsstöðum í fyrsta skipti. Gamall bóndabær umkringdur nýjum húsum og nýrri kirkju í miðjum Garðabæ. Þótt húsin risu í kringum Hofs- staði og færu að þrengja að bæn- um missti hann aldrei sálina, gula bárujárnshúsið með rauða þakið, dularfullan kjallara og með marr- andi gólf. Það var frekar skrítið að koma á Hofsstaði síðasta sumar eftir að þú fluttir í Holtsbúð og seinna á Vífilsstaði. Það var samt notalegt að koma þangað og hitta Jóhönnu og rifja upp skemmtileg- ar minningar frá Hofsstöðum, þær eru jú mjög margar. Í fjóra mánuði fékk ég að búa hjá þér þegar ég var að vinna í Reykjavík, það var mér bæði mik- ill heiður og það var gott að fá að búa hjá þér á Hofsstöðum. Þú hafðir reyndar orð á því við hana Stínu hvað Jóhanna væri byrjuð að drekka mikinn bjór á kvöldin eftir að ég flutti inn til ykkar! Nú er komið að því að kveðja þig í hinsta sinn. Ekki ætla ég að láta þig fara með vitið úr bænum og mun að sjálfsögðu fylgja þér síðasta spölinn. Takk fyrir mig, takk fyrir allt og ég bið að heilsa afa. Ívar Sæland. Við andlát Siggu systur minnar minnist ég æskuáranna heima á Hofsstöðum með gleði og birtu í huga. Það var alltaf sólskin. Við vorum fimm systurnar og gengum allar í barnaskóla á Vífilsstöðum. Það er margs að minnast. Pabbi okkar var einu sinni spurður hvort það væri ekki erfitt að búa og eiga bara stelpur. Hann hélt nú ekki, þær ynnu ekki síður en strák- arnir. Á Hofsstöðum var sveitabú- skapur og öll sú vinna sem því fylgdi. Að sumrinu gegndum við allar systurnar þegar aldurinn leyfði því ábyrgðarstarfi að flytja mjólkina á hestakerru til kaup- enda í Hafnarfirði og seinna í Mjólkurbúið við Lækjargötu. Einn fagran dag rétt fyrir jólin sat ég hjá henni systur minni sem var núna komin á hjúkrunarheim- ilið á Vífilsstöðum. Við vorum að horfa út um suðurgluggann en hún var þar ein í herbergi og henni leið vel. Við þekktum vel Vífilsstaðahagana þar sem við fór- um oft í berjamó austur í Vífils- staðahlíð og víðar. Það rifjast ým- islegt upp þegar maður lætur hugann reika og það var alltaf svo bjart yfir okkar æskuárum. Guð geymi þig elsku systir. Halldóra. Nú hefur móðursystir mín kvatt okkur eftir langa ævi og margs er að minnast af þakklæti. Þegar ég ólst upp í Hoftúni sem var byggt út úr Hofsstaðalandinu var gaman að koma að Hofsstöð- um þar sem var sveitabúskapur og alltaf mikið um að vera. Um- hverfis voru holtin og mýrarnar, víðáttan ein og fátt um byggð sem síðar varð. Sigga var húsfreyja á Hofs- stöðum og kom ég oft þangað til að leika mér við frændsystkini mín allan ársins hring. Mæður okkar voru samrýndar með lík áhugamál en feður okkar kannski síður. Samt var enginn útundan og samheldni í hópnum sem má þakka fyrir. Í heyskapartíð var ævintýri að fá að vera með og hjálpa til. Þegar Sigga bauð mér matarbita man ég vel eftir því hvað mér fannst brauðið hennar miklu betra en mömmu minnar sem notaði víst minni sykur í deig- ið en gert var á Hofsstöðum. Þegar báðar voru orðnar eldri og höfðu misst sína eiginmenn voru þær enn samtaka og fylgdust að í mörgum sínum áhugamálum eins og áður. Sigga bjó enn á Hofsstöðum og móðir mín aðeins austar á holtinu í Hofslundi. Þær tóku þátt í hvers konar fé- lagsstarfi sem höfðaði til þeirra svo sem ferðalögum, handavinnu, útivist og trjárækt. Traust var mikið milli þeirra og ávallt gagn- kvæmur stuðningur. Síðustu árin fékk ég tækifæri til að koma oft að Hofsstöðum og heimsækja Siggu, drekka með henni kaffi og lesa dagblöðin á morgnana. Stundum ræddum við um liðna tíma og var gaman að fræðast um þá veröld sem nú er horfin. Alltaf var ég velkominn og fann vel þá hlýju sem einkenndi allar móðursystur mínar og gerir enn. Guð blessi minningu Siggu frænku minnar á Hofsstöðum. Stefán Sólmundur. Vinkona mín Sigríður á Hofs- stöðum er látin. Fyrst hún gat ekki verið heima á Hofsstöðum vegna heilsubrests var gott að það voru Vífilsstaðir. Kynni okkar Siggu hófust er við skúruðum samtíða nýjan Hofsstaðaskóla þá í Safnaðarheimilinu frá haustinu 1977, þá spjölluðum við oft saman. Ég vil meina að Sigga hafi ræktað Garðbæinginn upp í mér alla tíð síðan. Oft hef ég leitað fróðleiks til hennar um örnefni sem henni var í mun að glötuðust ekki, um Vífils- staði sem voru henni svo kærir. Móðir hennar Sigrún Sigurðar- dóttir var fædd og uppalin á Vífils- stöðum, en foreldrar hennar hættu búskap um 1913. Á Hælinu vann Sigrún þar til hún giftist Gísla Jakobssyni og gerðist hús- freyja á Hofsstöðum, þar sem Hofsstaðasystur fæddust og ólust upp. Sigríður og Sveinbjörn mað- ur hennar tóku við búskapnum eftir foreldra hennar um 1945 og hættu búskap á sjöunda áratugn- um, er byggðin hafði risið um- hverfis og þrengdi að. Áfram bjuggu þau á Hofsstöðum og ólu upp börn sín þar. Við Sigga vorum samferða á kvenfélagsfundi út á Garðaholt, frá því að ég gekk í félagið, svo lengi sem hún treysti sér. Hún var stofnfélagi þess og hafði lengi það hlutverk að taka myndir á fund- um, sem hún raðaði í albúm og af- henti félaginu, þannig stuðlaði hún að varðveislu sögu félagsins. Sag- an var henni áhugamál, stofnuð var minjanefnd Kvenfélagsins sem við Sigga og Greta Håkans- son störfuðum í. Nefndin safnaði og skráði muni sem Kvenfélagið afhenti síðan bæjarstjóra. Komið var upp vísi að safni í sýningar- skápum í anddyri bæjarskrifstofa, sem stóð þar í nokkur ár. Ekki kom minjasafn, dvínaði því áhugi kvenna á að gefa muni. Skógræktarfélagið naut krafta Siggu frá fyrstu tíð, enda var hún í undirbúningsnefnd að stofnun fé- lagsins árið 1988. Sigga lét sig ekki vanta á vinnukvöld félagsins við að moka skít, gróðursetja og hlúa að plöntum enda naut hún útivistar í góðra vina hópi. Fjöldi mynda er til af Siggu á vettvangi félagsins við störf og á ferðalögum, safn þeirra var afhent á níræðisafmæli hennar. Þær voru sýndar í afmæl- inu, þar sem fjölskylda hennar hafði sett upp sýningu á fjöl- breyttu handverki hennar. Ég naut þeirra forréttinda að kynnast Siggu og vera vinkona hennar, sem var einstaklega ljúf og jákvæð manneskja, en ekki skoðanalaus. Hún sagði mér að sér og manni sínum hefði sárnað að kirkjan á Hofsstöðum hefði ekki fengið nafn staðarins, sem þau bjuggust við. Minjagarðurinn á Hofsstöðum heldur uppi nafni staðarins til framtíðar. Siggu var ætíð hugsað til sam- félags okkar og hafði mikinn áhuga á ritun sögu Garðabæjar sem höfundur afhenti Garðabæ nýlega, handrit upp á fleiri þúsund blaðsíður. Sigríður var einstaklega hógvær, hrósaði sér ekki af verk- um sínum, þó að ekki séu verk hennar tíunduð á prenti ennþá er ég þess fullviss að hún kom að ýmsum verkefnum s.s. að endur- reisn Garðakirkju á fyrstu árum Kvenfélagsins, eins er Samkomu- húsið á Garðaholti var stækkað. Ég kveð sómakonu og votta fjölskyldu og vinum hennar sam- úð, við minnumst þess sem hún gaf okkur. Erla Bil Bjarnardóttir. Kveðja frá Skógræktarfélagi Garðabæjar Við minnumst kærs félaga, Sig- ríðar á Hofsstöðum. Hún var í undirbúningshóp og stofnfélagi Skógræktarfélags Garðabæjar árið 1988. Sigríður var gerð að fyrsta heiðursfélaga á aðalfundi félagsins 18. apríl 1999. Ekki vildi Sigga sitja í stjórn er stungið var upp á því við stofnun félagsins, heldur vildi vera virkur félagi í skógræktarstarfinu. Það hefur hún svo sannarlega verið alla tíð síðan þar til sjónin fór að svíkja hana fyrir nokkrum árum og erfitt var að ganga um í skógræktinni. Alla tíð hefur Sigga fylgst með og hvatt til dáða. Því vorum við fé- lagar hennar í Skógræktarfélag- inu glöð er hún ásamt systur sinni og dóttur mætti í sumar upp í Smalaholt við formlega opnun nýrra útivistarstíga og trjásýnir- eits. Smalaholtið er okkur skóg- ræktarfólki sérlega kært því það er fyrsta svæði félagsins. Sigga hafði gaman af að taka þátt í ferðum félagsins s.s. upp í Brynjudal þar sem félagið ræktar jólatrjáaskóg, austur að Gadd- stöðum í Aldamótaskóga Skóg- ræktarfélaganna, einnig við gróð- ursetningar í Garðakirkjugarði að ógleymdum haustferðum félags- ins. Eitt sinn bauð hún stolt skóg- ræktarfélögum til dóttur sinnar og tengdasonar að skoða ræktun þeirra að Espiflöt í Bláskógar- byggð; „hvílíkt blómahaf“. Skógræktarfélagið varðveitir minningar um Siggu við ýmis skógræktar- og félagsstörf þar sem hún var jafnan kát er sest var í kaffipásum og spjallað. Hún var útivistarkona sem átti mörg áhugamál, henni var annt um heimabyggð sína og miðlaði fróð- leik til okkar hinna um fyrri tíð og örnefni í Garðabæ. Skógræktarfélagar minnast heiðursfélaga síns sem ljúfrar og elskulegrar konu. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda hennar. Fyrir hönd Skógræktarfélags Garðabæjar, Kristrún Sigurðardóttir og Barbara Stanzeit. Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar Miðvikudaginn 18. janúar kveðjum við hinstu kveðju Sigríði Gísladóttur frá Hofsstöðum í Garðabæ, heiðursfélaga Kven- félags Garðabæjar. Sigríður bjó alla sína tíð á Hofsstöðum og var ætíð kennd við bæinn. Sigríður, ásamt systrum sínum, var árið 1953 einn af stofnfélögum Kvenfélags Garðahrepps eins og félagið hét upphaflega og vann hún eins og hinir stofnfélagarnir að endurreisn Garðakirkju, en endurreisn Garðakirkju var meg- intilgangur þess að konur komu saman og ákváðu að stofna kven- félag í Garðahreppi. Hún var öflug kvenfélagskona og tók virkan þátt í starfi félagsins af sinni alþekktu hógværð. Hún sat í ýmsum nefnd- um, var mjög áhugasöm um gróð- urreiti og ræktunarstarf félagsins og ekki má gleyma ljósmynda- áhuga hennar, en í myndum henn- ar speglast saga fyrstu ára félags- ins. Hún lá heldur aldrei á kröftum sínum við fjáraflanir og basara. Sigríður var gerð að heiðurs- félaga á 50 ára afmæli félagsins árið 2003 í þakklætisskyni fyrir farsælt og heilladrjúgt starf í þágu félagsins. Að leiðarlokum þökkum við Sigríði áralangt og gott samstarf og vottum ástvinum hennar öllum samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Gísladóttur á Hofsstöðum. Jóna Rún Gunnarsdóttir, formaður. Sigríður Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.