Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 36
ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 18. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sex matvæli sem þú ættir ekki ... 2. Kærastan sú fyrsta sem ég sagði 3. Guðmundur: Vanvirðing við ... 4. Fálkaorðan til sölu á eBay »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Raftónleikar, þar sem kvenfólkið fer með öll völd, verða haldnir á Bar- böru í kvöld. Fram koma Yamaho (DJ), Kanilsnældur (DJ) og Tanya Pol- lock, sem mun þeyta skífum en einn- ig troða upp með „lifandi“ tónlist. Morgunblaðið/Ómar Kvenfólkið við völd á Barböru í kvöld  Þetta er í 22. sinn sem árslisti Party Zone er fluttur á Rás 2. Í þessum þriggja tíma þætti verða 50 bestu lög danstónlistar- innar kynnt og voru þau valin af yfir 50 plötusnúðum og frammá- mönnum í danssenunni og hlust- endum þáttarins. Umsjónarmenn eru þeir Helgi Már og Kristján Helgi. Árslisti Party Zone á laugardaginn  Sóley spilar á gogoyoko Wireless- tónleikaröðinni í KEX Hostel (Gym & Tonic salurinn) á fimmtudaginn. Sal- urinn verður opnaður kl. 21 og tón- leikarnir hefjast um kl. 22. Það er tónlistar- veitan gogoyoko sem hefur staðið að röðinni síðan í júní í fyrra og hafa viðtökurnar verið framar vonum að sögn skipuleggj- enda. Sóley órafmögnuð á „gogoyoko Wireless“ Á fimmtudag Norðvestan 10-15 m/s, en hægari á SV- og V-landi. Snjókoma eða él á norðanverðu landinu, annars úrkomulítið. Á föstudag Breytileg átt og stöku él, en slydda eða snjókoma um tíma á S- og SV-landi. Frostlaust syðst, annars 0 til 8 stiga frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 13-20, en vestan 20-28 við suð- ur- og suðausturströndina fram eftir degi. Snjókoma eða él. VEÐUR „Það var erfitt að sofna sem varnarmaður eftir tapið fyrir Króatíu og það var líka erfitt að vakna sem varnarmaður daginn eftir,“ segir Sverre Jakobsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handknattleik. Hann talar um vörnina í aðdraganda leiks liðsins gegn Noregi í dag á EM. Sverre býr sig undir stríð enda hafa leikir liðanna verið engu líkari síðustu ár. »3 „Erfitt að sofna“ Senn líður að úr- slitaleiknum um Ofurskálina í banda- rísku NFL-ruðnings- deildinni en hann fer fram í Indi- anapolis hinn 5. febrúar. Með sigri New York Giants á Green Bay Packers er nú allt opið, hvaða lið muni vinna meistara- titilinn í ár. »4 Allt opið hverjir vinna Ofur- skálina „Norðmenn eru með mjög gott lið og hafa uppi orð um að hefna sín og segja okkur hafa tekið fast á þeim í fyrra á HM. En fyrst og fremst verður þetta baráttuleikur tveggja góðra liða fram á síðustu mínútu reikna ég með,“ sagði Þórir Ólafsson, lands- liðsmaður í handknattleik, en Íslend- ingar mæta Norðmönnum á EM í Serbíu í kvöld. »1 Norðmennirnir ætla að hefna sín Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Þú getur gert þetta hvar sem er og hvenær sem er, það er þessi að- gengileiki sem heillaði mig,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson, sem gengur undir nafninu Óskar, aðspurður hvað hafi orðið til þess að hann lagði fyrir sig hina fáséðu list jójó. Tveir ungir Íslendingar eru á leið til Tékklands um helgina á Evrópumeistaramótið í jójó. Óskar er að fara í fyrsta skipti en með honum í för verður Páll Valdimar Guðmundsson Kolka, einnig þekkt- ur sem Palli Jójó, en hann er lengra kominn í jójó-listinni og hef- ur áður keppt bæði á Evrópu- og heimsmeistaramótinu. Báðir eru þeir sjálflærðir. „Palli er búinn að æfa í sjö ár en ég byrjaði ekkert að æfa af alvöru fyrr en í fyrra og er búinn að læra mikið af honum,“ segir Óskar. Samhæfni handa og augna Þeir félagar æfa saman en þegar til Tékklands er komið verða þeir keppinautar. Óskar segir ekki úti- lokað að þeir muni einhvern daginn keppa saman sem teymi, enda rak- ið að koma fram undir nafninu Páll Óskar, en þeir hafa ekki haft tíma til að samhæfa sig fyrir þetta mót. Jójó-æði hafa reglulega brotist út á Íslandi en þeir félagar eru talsvert lengra komnir en hinn al- menni jójó-leikari. Spurður hvað þurfi til að ná færni með jójóið seg- ir Óskar að það krefjist góðr- ar samhæfni handa og augna. „En í rauninni er það aðallega bara tími, agi og áhugi.“ Það eru ekki margir sem stunda jójó af al- vöru á Íslandi en fólk hefur samt mikinn áhuga á því að sjá þá sýna listir sínar. „Ég vinn sem bar- þjónn og geri þetta mikið þar og það er alltaf rosalega vinsælt. Palli er líka alltaf með jójóið á sér og lendir í því bara úti á götu að fólk biður hann um að sýna trikk.“ Það sem gerir þeim helst erfitt fyrir að stunda sportið er að hágæða jójó með álblönduramma fást hvergi hér á landi, heldur þarf að panta þau að utan og vonast þeir til að það breytist. Evrópumeistaramótið hefst í Prag á föstudag. Oft beðnir um að sýna trikkin  Keppa á Evrópumeistara- mótinu í jójó Morgunblaðið/Ómar Fimir Sigurhans Óskar og Páll Valdimar byrjuðu fyrst að fikta sig áfram með jójó þegar þeir voru í 8. bekk. Síðan hefur Páll varla lagt jójóið frá sér í 7 ár, en Óskar tók þráðinn upp aftur í fyrra og keppir nú í fyrsta skipti. Um 200 manns keppa á Evrópu- meistaramótinu í jójó um helgina en margfalt fleiri mæta til að fylgjast með. Strákarnir eru bún- ir að semja og æfa rútínu en keppnin fer þannig fram að fyrst er undan- keppni, þar sem þeir sýna trikkin í eina mínútu við lag að eigin vali fyrir dómnefnd. Þeir sem komast áfram til undan- úrslita sýna 3 mínútna rútínu. Á mótinu 2011 komst Páll í úrslit en hreppti að lokum 17. sæti og í ár stefnir hann að því að komast a.m.k. í eitt af 10 efstu sæt- unum. Strákarnir eru sjálflærðir og segja góða byrjun að læra grunn- tæknina, en eftir það þurfi að vera skapandi. „Þetta byggist allt á því hvað þú getur búið til úr því sem þú hefur og gert að þínu. Það eru trikkin sem skora hæstu stigin.“ Skiptir máli að vera skapandi 200 MANNS ALLS STAÐAR AÐ ÚR EVRÓPU KEPPA Skannaðu kóðann til að sjá þá félaga leika listir sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.