Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 11
Ljósmynd/SCANPIX Þunglyndi Það getur lagst þungt á karlmenn að ná ekki að standa sig í svefnherberginu. upp úr því greindist ég,“ segir Steinar. Ræddi ekki óþægindin Steinar segir óþægindin ekki hafa haft mikil áhrif á karlmennsku- ímynd sína á meðan hann var með þau í felum. Hann lét þáverandi eig- inkonu sína ekki vita þó að það væri óþægilegt þegar þau stunduðu kyn- líf og ræddi ástandið ekki við hana fyrr en meinið var orðið að upplýstu krabbameini. „Það sem skiptir mestu máli í þessu öllu saman er að ræða við þá sem eru manni næstir. Eftir á að hyggja gerði ég alls ekki nóg af því. En þegar fólk skilur vandamálið þá þarf í raun ekkert meira en skilning, ást og umhyggju,“ segir Steinar. Eistað var fjarlægt með aðgerð en við slíkt tekur hitt eistað alfarið við testósterónframleiðslu. Þetta varir þó aðeins tímabundið og í kringum 2005 fór Steinar því að finna til þreytu og minnkandi áhuga á kynlífi. „Ég náði honum ekki upp oft á tíðum og fann til flestar þær ástæð- ur sem ég gat fyrir að stunda ekki kynlíf. Það var mjög erfitt fyrir mig að takast á við þetta. Enda er mín skoðun sú að það að menn geti ekki staðið sig í svefnherberginu sé oft spurning um líf eða dauða. Þá á ég við að þetta leggst svo þungt á marga karlmenn. Margir skilja í kjölfarið og leggjast í þunglyndi. Það er mikilvægt að muna að þetta er ákveðið getuleysi sem hægt er að laga og ekki eitthvað sem er manni sjálfum að kenna,“ segir Steinar. Óttaðist að verða trítilóður Í ljós kom að testósterónmagn- ið í líkama Steinars var úr skorðum, sem gerist oft þegar annað eistað er tekið, og því hafði kynlífslöngun hans minnkað til muna. Það kom að því að Steinar sett- ist niður með Sigurði Björnssyni krabbameinslækni sem vildi að Steinar skoðaði möguleikann á því að fá testósterón. „Í fyrstu vildi ég ekki fá testó- sterónsprautu því ég sá fyrir mér trítilóðan vaxtarræktarmann. En þetta snerist bara um að ná ákveðnu jafnvægi og ég var í raun erfiðari í skapi af því að mig vantaði þetta. Ég kannaði málið áður en ég tók þá ákvörðun að nota testósterón enda vildi ég virkilega fá bót meina minna. Síðan þá hefur þetta verið á uppleið. Ég þarf að sprauta mig núna á sjö vikna fresti og er örugg- lega einn af mjög fáum íslenskum karlmönnum sem er heimilt sam- kvæmt íslenskum lækningalögum að sprauta sig í rassinn með testó- steróni,“ segir Steinar í léttum dúr. En þetta hefur gert það að verkum að almenn orka hans og áhugi á kynlífi yfir höfuð hefur aukist. Hann segir þó testósterónið ekki skipta öllu máli í dag heldur að hann hefur getað talað um vanda- málið. Með þessu sé til að mynda auðveldra að viðhalda nánd við maka sem geri kynlífið um leið betra. Samfélagið á Sólheimum hefur um nokkurra ára skeið stutt við upp- byggingu á Heimili friðarins (Ikha- ya Loxolo), systurþorpi Sólheima í Suður-Afríku. En árlega styrkja Sólheimar uppihald fimm heimilis- manna. Í tilefni 80 ára afmælis Sól- heima, árið 2010, var ákveðið að Sólheimar styrktu byggingu nýs húss í samfélaginu. Húsið er nú tilbúið og hefur hlotið nafnið Sól- heimahús og hýsir nokkra heimilis- menn. Auk þess er útieldhús áfast húsinu, en eldað er yfir opnum eldi líkt og víða tíðkast í álfunni. Heim- ili friðarins er stórt sveitaheimili þar sem fatlaðir einstaklingar búa ásamt starfsfólki og sjálf- boðaliðum. Heimilið er rekið af þýskum hjónum, þeim Alex og Michael, en þau leitast við að mennta og þjálfa íbúana með að- stoð sjálfboðaliða og starfsfólks úr nágrenninu. Á heimilinu fer fram ýmiskonar búskapur og ræktun. Fjármögnun starfsins er með fjölbreyttum hætti, bæði með sölu landbúnaðar- afurða svo sem grænmetis, kjúk- linga, fræja og græðlinga og með sölu handverks. Með sumum íbú- anna er greidd framfærsla frá suðurafríska ríkinu en jafnframt hafa Alex og Michael þurft að treysta á stuðning utanaðkomandi aðila um fjármagn og hafa Sól- heimar styrkt starfið um árabil. Samfélagið á Sólheimum Sólheimahús í Suður-Afríku Sólheimahús Sómir sér vel á Heimili friðarins. Ræktun Grænmeti er selt til fjármögnunar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 Dr. Woet Gianotten hefur starfað um árabil við lækningar og ráðgjöf á sviði kynfræði (sexology) við há- skólasjúkrahúsin í Utrecht og Rott- erdam í Hollandi. Sérhæfing hans felst í ráðgjöf og meðferð um kyn- heilsu þar sem sjúkdómar, líkamleg fötlun og læknisfræðileg inngrip eru meginástæða kynlífsvanda skjól- stæðingsins. Algengt að dragi úr löngun Þegar dregur úr kynlífslöngun eft- ir krabbameinsmeðferð segir Gia- notten í fyrsta lagi mikilvægt að gera greinarmun á kynferðislegri andúð og því að dragi úr löngun og áhuga fólks. Andúðin skapist þegar fólk elski ekki maka sinn lengur og sé í nöp við hann. Að það dragi úr löng- uninni sé hins vegar algengur fylgi- fiskur krabbameins og krabbameins- meðferðar. En ástæður fyrir því geta verið skortur á nauðsynlegum horm- ónum, aukaverkanir af lyfjum, blóð- leysi, þreyta, tilfinningalegt umrót og eymsli við kynmök. Svo aðeins fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að greina þarna á milli því annars getur fólk talið sér trú um að það að finna ekki til löng- unar sé til marks um það að þau elski ekki lengur hvort annað. Sé um raunverulega andúð að ræða getur fólk þurft á aðstoð að halda við að bjarga sambandinu. En hafi einfald- lega dregið úr áhuga fólks tímabund- ið má grípa til ýmissa ráða. Stundum reynist vel að gefa fólki nauðsynlega hormóna eins og testósterón og svo getur þurft að byggja upp nánd á ný eftir mikla fjarveru í veikindunum,“ segir Gianotten. Að njóta þess sem hægt er Hann mælir með því að pör reyni að breyta samskiptamynstri sínu þegar kemur að kynlífinu. Það sé t.d. mikilvægt fyrir heilbrigða makann að eiga frumkvæðið. Þá sé mikilvægt að muna að annar aðilinn er ef til vill ekki tilbúin/n til að fara alla leið og getur átt erfitt með að ná fullnæg- ingu. Því sé mikilvægt að láta vel hvort að öðru eins og hægt er en festa sig ekki í að „þurfa að“ hafa fullar samfarir. Það verði oft til þess að of mikil spenna skapist og fólk einblíni á það sem ekki tekst frekar en að njóta þess sem hægt er að gera. Þetta auðveldi fólki líka að end- urheimta nánd í sambandinu. Húmorinn verður að vera með Gianotten minnir fólk líka á að gleyma ekki húmornum í svefn- herberginu. Stundum gangi ekki allt sem skyldi og þá sé sérstaklega mik- ilvægt að geta bara slegið því saman upp í grín. Eftir langt kynlífshlé geti verið erfitt að byrja aftur. Þetta sé svolítið eins og með íþróttir, það sé ekki auðvelt að byrja en þegar fólk sé komið af stað uppgötvi það hvað íþróttirnar geti verið góðar. Til að auka nánd í sambandinu mælir Gianotten með því að gera alls konar hluti saman eins og að fara í sund og gufubað, dansa og taka til hendinni heima fyrir. Þá sé mikil- vægt að makinn sem enn hafi fulla kynlífslöngun reyni að tæla maka sinn en um leið að gera makanum ljóst að hann/hún vilji nánd og krefj- ist ekki „ fullrar frammistöðu“. Loks sé mikilvægt að vera óhrædd/ur að ræða þessi mál við lækninn og muna að hann hefur ekki endilega frumkvæðið að slíkri um- ræðu en geti gefið mörg góð ráð sjái sjúklingurinn sér fært að opna sig. Kynfræðingur Woet Gianotten. Húmorinn með í svefnherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.