Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 15
SJÓSLYSIÐ Á ÍTALÍU
Heimild: Reuters
300 km
Róm
ÍTALÍA
Miðjarðarhaf
10 km
Föstudag kl. 18.30 Skemmtiferðaskipið, með yfir 4.200
manns um borð, siglir frá ítalska hafnarbænum Civitavecchia
21.00 Skipið fer of
nálægt eyjunni Giglio
og siglir á rif
21.30 Fyrstu
viðvörunarhljóðmerki
heyrast. Skipstjórinn
reynir að sigla skipinu
aftur til hafnar
Laugardag 00.00
Skipið fer á hliðina
og sekkur nálægt
ströndinni
Í T A L Í A
290 m
31 m
8,2 m
Tyrrenahaf
Venjuleg leið
Civitavecchia
Toscana
Eyjar,
þjóðgarður
Verndar-
svæði
hvaldýra
Miklar
skemmdir á
skrokknum
Stjórn Ítalíu hyggst lýsa yfir
neyðarástandi vegna hættu á að
olía leki úr skipinu og valdi
umhverfisspjöllum, að sögn
umhverfisráðherra landsins
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Göt voru sprengd á kjöl skemmti-
ferðaskipsins Costa Concordia í gær
til að auðvelda björgunarmönnum að
komast inn í það og leita að fólki sem
er enn saknað eftir að skipið sigldi á
sker skammt frá eyjunni Giglio á
Ítalíu á föstudagskvöld.
Ítölsk yfirvöld skýrðu frá því að
fimm lík hefðu fundist í flaki skips-
ins í gær. Björgunarmennirnir hafa
nú fundið alls ellefu lík, þar af lík
þriggja manna sem stungu sér í sjó-
inn eftir að skipið sigldi á skerið og
lagðist á hliðina. Áður en líkin fimm
fundust í gær sagði ítalska strand-
gæslan að 29 manns væri saknað;
fjórtán Þjóðverja, sex Ítala, fjögurra
Frakka, tveggja Bandaríkjamanna,
eins Ungverja, Indverja og Perú-
manns.
Aðstæðurnar mjög erfiðar
Gera þurfti hlé á björgunarað-
gerðunum í fyrradag þegar skipið
færðist til vegna hvassviðris en tals-
maður strandgæslunnar sagði að
veðrið hefði batnað á slysstaðnum í
gær. Skipið væri nú stöðugt.
„Aðstæðurnar inni í skipinu eru
hörmulegar,“ hafði fréttaveitan
AFP eftir Radolfo Raiteri, sem
stjórnar aðgerðum kafara strand-
gæslunnar á slysstaðnum. „Þetta er
mjög erfitt. Allt er á rúi og stúi í
göngunum og það er mjög erfitt fyr-
ir kafarana að synda um þau.“
Sérfræðingar ítalska sjóhersins
notuðu litlar sprengjur til að
sprengja göt á kjöl skipsins til að
auðvelda björgunarmönnum að fara
á svæði í skipinu sem þeir höfðu ekki
komist á til að leita að farþegum.
Lýst yfir neyðarástandi
Aðstæðurnar gætu versnað aftur
þar sem spáð er hvassviðri á svæð-
inu á morgun. Í skipinu eru 2.380
tonn af olíu og umhverfisráðherra
Ítalíu sagði í gær að lýst yrði yfir
neyðarástandi vegna hættu á að olía
læki í sjóinn og ylli umhverfisspjöll-
um.
Skipafélagið Costa Crociere, eig-
andi skipsins, hefur fengið hollenska
björgunarfyrirtækið Smit til að dæla
olíu úr skemmtiferðaskipinu. Fyrir-
tækið segir að tekið geti tvær til
fjórar vikur að ná allri olíunni.
Hópmálshöfðun boðuð
Í skipinu voru yfir 4.200 manns og
um 70 þeirra hafa þegar ákveðið að
taka þátt í málshöfðun gegn eiganda
skipsins til að krefjast skaðabóta.
Markmiðið er að hver farþegi fái að
minnsta kosti 10.000 evrur, jafnvirði
1,6 milljóna króna, að sögn ítalskra
neytendasamtaka sem ætla að
standa fyrir málshöfðuninni. Þau
sögðust vera vongóð um að yfirvöld
heimiluðu slíka hópmálshöfðun.
Ellefu lík hafa fundist og
margra er enn saknað
Reuters
Björgun Bátur björgunarmanna við ítalska skemmtiferðaskipið sem fór á hliðina eftir að hafa siglt á sker.
Göt sprengd á kjöl skemmtiferðaskipsins til að auðvelda leit að fólkinu
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
Noregi stafar
mest hætta af ísl-
ömskum öfga-
mönnum, sam-
kvæmt nýrri
skýrslu norsku
öryggislögregl-
unnar (PST).
Janne Krist-
iansen, yfirmað-
ur PST, segir að
íslamskir öfgamenn séu enn fáir í
Noregi en þeir láti meira að sér
kveða en áður og þeim kunni að
fjölga. Fleiri ungmenni úr röðum
múslíma fari í þjálfunarbúðir á
átakasvæðum og snúi síðan aftur til
Noregs. Að mati PST er hættan á
hryðjuverkum hægriöfgamanna
óbreytt, félögum í hægriöfgahreyf-
ingum hafi ekki fjölgað.
Telur mesta hættu
stafa af íslömskum
öfgamönnum
Janne Kristiansen
NOREGUR
Hagstofa Kína
skýrði frá því í
gær að íbúar
borga landsins
væru nú í fyrsta
skipti orðnir
fleiri en íbúar
dreifbýlisins. Af
1,35 milljörðum
íbúa Kína búa
um 51,27%, eða
690,8 milljónir, í
þéttbýli. Um 21 milljón flutti úr
dreifbýlinu í borgirnar á liðnu ári í
von um betri lífskjör og búist er við
að um 100 milljónir manna flytji í
borgirnar fyrir árið 2020.
Borgarbúarnir fleiri
en dreifbýlisfólkið
Borgirnar í Kína
þenjast út.
KÍNA
Keppinautar Mitts Romneys í for-
kosningum repúblikana í Banda-
ríkjunum gerðu harða hríð að hon-
um í sjónvarpskappræðum í
fyrrakvöld. Romney neyddist til að
verja störf sín sem áhættufjárfestir
og ríkisstjóri Massachusetts á árum
áður. Skoðanakönnun, sem Wash-
ington Post birti í gær, bendir þó til
þess að fylgi Romneys hafi aukist
fyrir forkosningar sem fram fara í
Suður-Karólínu á laugardag. Um
35% sögðust styðja Romney, 17%
Newt Gingrich og 16% Ron Paul.
Á atkvæðaveiðum Mitt Romney heils-
ar stuðningsmönnum í Suður-Karólínu.
Romney í vörn í
kappræðum
Reuter
BANDARÍKIN
Japanskir vísindamenn hafa þróað
nýja tækni til að bera kennsl á fólk
og koma í veg fyrir bílstuldi – bún-
að sem ber kennsl á sitjanda bíleig-
andans. Vísindamennirnir segjast
hafa þróað lak sem hægt sé að setja
á bílstjórasætið. Lakið sé með 360
skynjara sem mæli stærð sitjand-
ans, þrýstingsmynstur og fleiri
þætti sem gera búnaðinum kleift að
bera kennsl á eigandann. Búnaður-
inn hefur náð 98% nákvæmni en vís-
indamennirnir eiga enn eftir að
sníða nokkra vankanta af honum
áður en hægt verður að setja hann
á markað.
Bossaskanni gegn
bílþjófum?
JAPANKomið hefur í
ljós að skip-
stjóri Costa
Concordia virti
að vettugi fyrir-
mæli hafnar-
starfsmanns
um að fara aft-
ur um borð í
skipið til að
stjórna björgunaraðgerðum eft-
ir að hafa yfirgefið það áður en
farþegar voru fluttir frá borði.
Þetta kemur fram í afriti af sam-
tali sem fjölmiðlar á Ítalíu birtu í
gær.
Ennfremur kom fram að
áhöfn skipsins gafst upp á því
að bíða eftir fyrirmælum frá
skipstjóranum um að flytja far-
þegana frá borði og hóf björg-
unaraðgerðirnar 15 mínútum áð-
ur en hann gaf loks fyrirmælin.
Hermt er að skipstjórinn hafi
siglt skipinu nær strönd eyj-
unnar Giglio til að gleðja yfir-
þjón skipsins sem er frá eyjunni.
Á fréttavef Spiegel kemur fram
að systir yfirþjónsins skýrði frá
því á facebook-síðu sinni
skömmu áður en slysið varð að
skipið myndi „sigla mjög, mjög
nálægt“ eyjunni innan skamms.
Neitaði að
fara um borð
SKIPSTJÓRINN VIRTI
FYRIRMÆLI AÐ VETTUGI
Skipstjóri
Costa Concordia.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í
gær undirbúning málshöfðunar gegn stjórnvöld-
um í Ungverjalandi vegna umdeildra breytinga á
lögum um seðlabanka landsins, verndun persónu-
upplýsinga og dómstóla. Framkvæmdastjórnin
telur að lögin stofni sjálfstæði seðlabanka og dóm-
stóla landsins í hættu og séu brot á sáttmála Evr-
ópusambandsins.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands,
fékk mánaðar frest til að bregðast við kröfum
framkvæmdastjórnarinnar. Talsmaður ungversku
stjórnarinnar sagði að hún væri tilbúin til að
semja við framkvæmdastjórnina um öll deilumál-
in. Gert er ráð fyrir því að Orban ræði við Jose
Manuel Barroso, forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar, í Bruss-
el á þriðjudaginn kemur. Verði
deilurnar ekki leystar getur
framkvæmdastjórnin sektað
stjórn Ungverjalands fyrir
brot á sáttmálum Evrópusam-
bandsins og skotið málinu til
dómstóls sambandsins.
Flokkur Orbans, Fidesz, er
með tvo þriðju sætanna á þingi
landsins og andstæðingar hans segja að markmið-
ið með lögunum sé að auka áhrif flokksins í seðla-
bankanum og dómstólunum. Lögin gera stjórninni
m.a. kleift að skipa nýjan aðstoðarseðlabanka-
stjóra og nýja dómara í stað 274 dómara sem eiga
að fara á eftirlaun fyrr en gert var ráð fyrir sam-
kvæmt eldri lögum.
Stjórn Ungverjalands neitar því að lögin grafi
undan sjálfstæði seðlabankans og dómstólanna.
Fréttaskýrendur telja líklegt að samið verði um
málamiðlunarlausn á deilunum vegna skulda-
vanda Ungverja sem vilja ná nýju samkomulagi
við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn um lán að andvirði allt að 20 milljarða evra.
Skuldir Ungverjalands eru nú um 82% af vergri
landsframleiðslu og gengi gjaldmiðils landsins
hefur aldrei verið lægra en nú gagnvart evrunni.
ESB í mál við Ungverjaland
Ný lög sögð stofna sjálfstæði seðlabanka og dómstóla landsins í hættu
Viktor Orban