Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Óánægja er meðal margra foreldra
nemenda í Hamraskóla og Húsa-
skóla í Grafarvogi með fyrirhug-
aðan flutning unglingastigs skól-
anna í Foldaskóla næsta haust.
Undirskriftalistar eru í gangi en
foreldrar í Hamrahverfi hafa boð-
að borgarfulltrúa og embættis-
menn til fundar við sig í næstu
viku til að fá skýrari svör um
þessa sameiningu og hvaða ávinn-
ingi hún muni skila. Áhyggjur eru
einnig meðal margra starfsmanna
skólanna, þó að fyrirheit hafi verið
gefin um að engum verði sagt upp
vegna þessa.
Áform um þennan flutning ung-
lingastigsins í Foldaskóla eru hluti
af tillögum um sameiningar grunn-
og leikskóla í Reykjavík sem borg-
arstjórn samþykkti sl. vor. Þá var
samþykkt að Foldaskóli yrði heild-
stæður safnskóli á unglingastigi
fyrir nemendur í Hamraskóla og
Húsaskóla. Undirbúa átti breyt-
ingarnar núna þetta skólaár með
þátttöku foreldra og starfsfólks
skólanna og stýrihópur skipaður af
því tilefni. Einnig var samþykkt í
borgarstjórn að skoða rekstur
Hamraskóla og Húsaskóla með til-
liti til betri nýtingar á húsnæði og
hugsanlegrar sameiningar í stjórn-
un eða sameiningar við leikskóla í
nágrenninu.
Áhyggjufullir foreldrar
Stýrihópurinn hefur komið
nokkrum sinnum saman og starf
hópsins var kynnt fyrir foreldrum
á fundi í Foldaskóla fyrir jól.
Linda Kristín Pálsdóttir á sæti í
stýrihópnum sem annar fulltrúi
foreldra í Hamraskóla. Hún segir
foreldra ekki ennþá hafa fengið
nægjanlega skýr svör frá borg-
aryfirvöldum um hvaða ávinningur
sé af flutningi unglingastigsins og
hvernig verði staðið að honum.
Ekki sé búið að sýna fram á fjár-
hagslegan ávinning og foreldrar
séu mjög óánægðir með hvernig
staðið hafi verið að málum af hálfu
borgarinnar. Áhyggjur séu uppi
um námslega og félagslega stöðu
nemenda með flutningi í Folda-
skóla og bendir Linda Kristín á að
Hamraskóli hafi komið mjög vel út
úr öllum samanburði við aðra
skóla og þar sé unnið mjög gott
starf. Þá hafa foreldrar áhyggjur
af því hvað verður um unglinga í
sérdeild fyrir einhverfa nemendur,
sem starfað hefur í Hamraskóla.
Áhyggjur eðlilegar
Formaður stýrihópsins um
breytingarnar í suðurhluta Graf-
arvogs, Auður Árný Stefánsdóttir,
skrifstofustjóri á skóla- og frí-
stundasviði borgarinnar, segir
mikilvægt að foreldrar vinni með
skólunum að undirbúningi breyt-
inganna, þannig náist bestur ár-
angur. Það sé eðlilegt að fólk hafi
áhyggjur en skóla- og frístunda-
sviðið og starfsfólk skólanna muni
leggja allt í sölurnar til að verk-
efnið verði farsælt. „Þar er þátt-
taka og jákvætt viðhorf foreldra
mikilvægt,“ segir Auður.
Aðspurð um rökstuðning fyrir
þessum breytingum vísar Auður í
skýrslu starfshóps sem skilaði fyr-
ir tæpu ári af sér tillögum um
sameiningar leikskóla, grunnskóla
og frístundaheimila í Reykjavík.
Betri unglingamenning
Í rökstuðningi starfshópsins fyr-
ir tillögu um safnskóla í Folda-
skóla segir m.a. að fámennar ung-
lingadeildir séu í skólunum og
aukið framboð valgreina fáist fyrir
nemendur á unglingastigi. Með því
að byggja upp sterka unglinga-
deild í Foldaskóla megi ætla að
unglingamenningin styrkist og
sérhæfing kennara verði meiri. Í
skýrslunni segir einnig að ná megi
fram 12 milljóna króna sparnaði á
ári með því að sameina félagsmið-
stöðvar fyrir unglinga í Folda-
skóla, Húsaskóla og Hamraskóla.
Góð félagsaðstaða sé í Foldaskóla.
Foreldrar í Grafarvogi óánægðir
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hamraskóli Um 60 nemendur eru á unglingastigi í Hamraskóla og nærri 90
í Húsaskóla. Í Foldaskóla verða að óbreyttu um 500 nemendur næsta haust.
Undirskriftum safnað í Hamra- og Húsahverfi vegna áforma um flutning unglingastigs í Foldaskóla
Foreldrar kalla eftir skýrari svörum frá borginni og segjast ekki sjá ávinninginn af flutningnum
Flutningur unglingastigs í Foldaskóla
áform um flutning 8.-10 bekkjar í Hamra- og
Húsaskóla í Foldaskóla haustið 2012
Loftmyndir ehf.
Foldaskóli
365 nemendur í dag
þar af 114 á unglingastigi
Hamraskóli
210 nemendur í dag
þar af 60 á unglingastigi
Húsaskóli
263 nemendur í dag
þar af 86 á unglingastigi
G
ul
lin
br
ú
Hallsvegur
Fjallkonuvegur
Foreldrar í
Hamrahverfi
hafa boðað borg-
arfulltrúa og
embættismenn
til fundar við sig
í Hamraskóla
fimmtudags-
kvöldið 26. jan-
úar nk. kl. 19.30.
Marta Kristín
Hreiðarsdóttir er meðal þeirra for-
eldra sem skipuleggja fundinn og
hún segir formann skóla- og frí-
stundaráðs, Oddnýju Sturludóttur,
hafa neitað boði um að koma á
fundinn. Búið væri að taka ákvörð-
un um flutning unglingastigsins
og málið væri í samráðsferli með
foreldrum. „Við erum ekki ánægð
með þessi svör,“ segir Marta og
bætir við að fá svör hafi fengist á
kynningarfundi í Foldaskóla í des-
ember sl. Upphaflega hafi fjár-
hagsleg rök fyrir sameiningu ung-
lingastigsins vegið einna þyngst
en nú sé talað um faglegan ávinn-
ing.
Marta segir margt mæla gegn
þessari sameiningu og mörgu sé
ósvarað. Hamraskóli hafi komið
mjög vel út í öllum matsskýrslum
og nemendum líði þar vel. Engar
almenningssamgöngur séu úr
Hamrahverfi í dag og hætt við að
umferð milli hverfa verði þung. Þá
sé ekki vitað hvað verði um sér-
deild fyrir einhverfa nemendur,
svo dæmi séu tekin um athuga-
semdir foreldra.
Oddný Sturludóttir svaraði ekki
skilaboðum blaðsins í gær.
FORMAÐUR SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐS REYKJAVÍKUR
Oddný
Sturludóttir
Neitaði boði foreldra um fund
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Á þessu ári eru 150 ár liðin frá því
Akureyri hlaut kaupstaðarréttindi.
Tímamótunum verður fagnað allt
árið en hápunkturinn verður sér-
stök afmælisvika sem hefst föstu-
daginn 24. ágúst og lýkur með veg-
legri bæjarhátíð rúmri viku síðar.
Afmælisdagur bæjarins er 29.
ágúst.
„Við lögðum sérstaka áherslu á
þátttöku sem flestra bæjarbúa við
undirbúning afmælisársins; að allir
leggi sitt af mörkum við að gera ár-
ið sem eftirminnilegast,“ sagði Sig-
ríður Stefánsdóttir við Morgun-
blaðið í gær, en hún er
framkvæmdastjóri afmælisársins.
Hún segir mikla grósku í bænum og
ótrúlega margar skemmtilegar
hugmyndir hafi komið fram frá
fólki, þegar auglýst var eftir þeim.
„Þetta er afmælishátíð allra Ak-
ureyringa, og allra gesta okkar líka,
að sjálfsögðu,“ sagði Sigríður.
Upphaflega var hugmyndin sú að
hafa einn hápunkt í hverjum mán-
uði en Sigríður sagði snemma hafa
orðið ljóst að af því gæti ekki orðið
„vegna þess að hápunktarnir verða
miklu fleiri!“
Fjölbreytt dagskrá var kynnt í
gær á Minjasafninu á Akureyri,
sem fagnar einmitt 50 ára afmæli í
ár. Nefna má að í næsta mánuði
verður haldin hátíðin Éljagangur,
sem orðin er árleg, í maí verður
uppskeruhátíð þar sem áhersla
verður lögð á það sem fram fer í
skólum bæjarins í vetur og í fé-
lagsstarfi aldraðra, og í júlí verða
danskir sunnudagar í innbænum.
Hermt er að í gamla daga hafi verið
töluð danska á sunnudögum í höfuð-
stað Norðurlands og ekki ólíklegt
að einhverjir taki þann sið upp á
sumri komanda.
Bjarni Hafþór Helgason hefur
samið sérstakt afmælislag, stefnt er
að frumsýningu leikrits eftir Sögu
Jónsdóttur, tvær nýjar bækur
verða gefnar út, annars vegar um
Lystigarðinn á Akureyri og hins
vegar um sérkenni og kennileiti í
bænum, og bæjarlistamaðurinn Ey-
þór Ingi Jónsson stendur fyrir kór-
verkatónleikum í Menningarhúsinu
Hofi, svo eitthvað sé nefnt.
Minjagripir verða framleiddir og
má þar nefna Monopol-spil með
götum bæjarins, púsluspil og ís-
skápssegla en seglunum verður
dreift inn á öll heimili bæjarins í
þessari viku.
Í afmælisnefnd bæjarins sitja
Tryggvi Þór Gunnarsson, formað-
ur, Helena Þ. Karlsdóttir og Úlf-
hildur Rögnvaldsdóttir. Starfsmenn
nefndarinnar eru Hulda Sif Her-
mannsdóttir, Pétur Bolli Jóhann-
esson og Sigríður Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri.
„Afmælishátíð allra Akureyringa“
Í ágúst verða 150
ár frá því Akureyri
fékk kaupstaðar-
réttindi Fjöl-
breyttir viðburðir
allt árið
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Komu færandi hendi Krakkar af Krógabóli færðu Akureyrarbæ afmæliskort sem þau höfðu föndrað. Frá
vinstri: Bergvin Daði Heimisson, Mikael Örn Reynisson, Emma Líf Birgisdóttir, Skírnir Ingi Hermannsson,
Sveinfríður Hanna Ólafsdóttir og Kristín Edda Eggertsdóttir. Myndin á bak við þau er tekin í garði apótek-
arahjónanna Odds og Ölmu Thorarensen við Aðalstræti 4 á góðvirðisdegi á fyrsta áratug 20. aldar.
Öllum er boðið að senda Akureyri heima-
tilbúin afmæliskort í tilefni tímamótanna
og bæjarbúar raunar hvattir sérstaklega
til þess. Nokkur bárust þegar í gær, og í
einu var eftirfarandi vísa, frumsamin:
Af alúð bæ mótið að norðlenskum sið
heilbrigði hljótið, hamingju og frið
lífið þið lofið, lífsgleði njótið
í samlyndi sofið sátt eins og við.
Það var bæjarstjórinn, Eiríkur Bj.
Björgvinsson sem las umrædda vísu á
kynningarfundi um afmælisárið í gær, en
kortið og vísan var einmitt frá honum og
bæjarstjórafrúnni, Ölmu J. Árnadóttur,
með kærleikskveðju. Kort skulu send
Amtsbókasafninu, Brekkugötu 17, og öll
þau kort sem berast verða til sýnis á
safninu undir lok ársins.
Í samlyndi sofið
sátt eins og við …
HVETJA FÓLK TIL AÐ SENDA KORT
Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður t.v. tekur
við afmæliskorti frá bæjarstjórahjónunum.