Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 ÞORRI NN 201 2 Þorrahlaðborð Nóatúns Sendum um land allt Gerum verðtilboð fyrir stærri þorrablót (50-500 manna) Upplýsingar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is ÞJÓÐLEG Á ÞORRA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Enginn þeirra íslensku lýtalækna, sem framkvæma brjóstastækkunaraðgerðir, hefur sent upplýsingar um umfang slíkra aðgerða hjá sér til landlæknisembættis- ins eins og óskað hefur verið eftir. Ein aðgerð heil- brigðisyfirvalda í PIP-brjóstapúðamálinu er að rann- saka umfang brjóstastækkunaraðgerða hér á landi frá árinu 2000 og afla upplýsinga um tíðni leka, hversu margar fyllingar hafi verið fjarlægðar og fjölda endur- ísetninga. Óskað var eftir þessum upplýsingum frá lýtalæknum og áttu þær að berast til embættis land- læknis eigi síðar en 13. janúar síðastliðinn. „Ég get staðfest að enginn lýtalæknir hefur skilað því sem beðið var um. Það hafa nokkrir haft samband við okkur, sumir eru erlendis og geta ekki skilað gögn- um í tíma og aðrir segja verkið í skoðun. Svo er því ekki að neita að menn eru að ræða hvort þetta séu upplýs- ingar sem þeir vilja láta frá sér,“ segir Geir Gunnlaugs- son landlæknir. „Við erum að skoða stöðuna og hver verða næstu skref. Þessar upplýsingar þurfa að koma frá öllum því það er ekki samræmd skráning og fólk fer á milli lækna.“ Ljóst er að þetta tefur PIP-brjóstapúðamálið svokall- aða því upplýsingarnar átti að nota til að varpa ljósi á umfang slíkra aðgerða hér á landi og leggja grunn fyr- ir upplýsta ákvarðanatöku í framhaldinu. Lýtalæknar sitja á upplýs- ingum um sílíkonaðgerðir Púðar Lýtalæknar tefja vinnslu í PIP-brjóstapúðamál- inu með því að gefa ekki upplýsingar um aðgerðir.  Enginn hefur skilað gögnum til landlæknis Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er talið að mikið bensín hafi komist í jarðveg og sjó eftir að olíu- flutningabíll frá Skeljungi valt í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi í fyrra- kvöld. 24 þúsund lítrar af bensíni láku úr tanki í vegrás en í gær var það hreinsað upp sem hægt var að ná. Bíllinn valt upp fyrir veg og hafn- aði í vegrás sem er sprengd inn í klöppina. Bensín náði að leka um ræsi sem liggur úr vegrásinni og út í sjó. Sást brák á sjónum. Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Vestfjarða, fylgdi brákinni eftir út með firðinum og segir að hún hafi minnkað stöðugt og verið horfin þegar komið var út hálfan fjörð. Bensín gufar fljótt upp og þynnist í vatni. Ekki hafa borist fregnir af fugla- eða fiskadauða enda lífríkið í lágmarki á þessum tíma árs. Sú olía sem sást í vegrásinni var sogin upp ásamt vatni og hreinsi- efnum. Segir Anton að um 30 þús- und tonn hafi náðst upp. Svo má bú- ast við að eitthvað af bensíninu hafi gufað upp. Anton segir að ekki komi í ljós hvað mikið hafi í raun og veru farið út í umhverfið fyrr en starfsmenn Skeljungs hafi skilið bensínið frá vatninu. Það taki ein- hvern tíma. Anton telur að ekki hafi orðið al- varlegt mengunarslys en segir að fylgst verði með staðnum áfram. „Aðstæður eru góðar þar sem bíll- inn fór út af og ekkert þar í hættu.“ Skammvinn eituráhrif Kristján Geirsson, deildarstjóri sviðs umhverfisgæða hjá Umhverf- isstofnun, tekur undir orð Antons um að umhverfið hafi ekki orðið fyr- ir skaða. Hann segir að bensín sé afar hættulegt mönnum og lífríki þegar svona óhöpp verða. Áhrifin séu hins vegar skammvinn vegna þess að það gufi fljótt upp og leysist upp í vatni og það sé að því leyti ólíkt öðrum olíutegundum. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum þegar hann kom af þurrum kafla inn á svellbunka. Bíllinn er ónýtur sem og tankurinn. Tjónið hleypur á tugum milljóna. „Við höfum verið að skoða það í dag og munum skoða betur en við höfum ekkert fundið sem stendur upp úr,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, þegar hann er spurður hvort tilefni sé til að breyta vinnulagi við eldsneytisflutninga af þessu tilefni. Hann segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til annars en að all- ur búnaður hafi verið í lagi og bíl- stjórinn reyndur og með öll réttindi. Megnið af bensín- inu náðist upp  Ekki alvarleg mengun í umhverfi eftir að olíubíll valt Ljósmynd/Hafþór Gunnarsson Hestfjörður Olíubíllinn valt ofan í vegrás, ofan við Djúpveg. Ekki var hægt að hefja dælingu úr tanknum fyrr en í gærmorgun vegna eldhættu en krani var notaður til að aftengja rafgeyma bílsins. Vegurinn var lokaður á meðan. Gjöld fyrir þjónustu Reykjavíkur- borgar við eldri borgara hafa hækkað um tugi prósenta á tveimur árum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gagnrýndu það á fundi borgarstjórnar í gær. Þannig hefur akstur hækkað úr 350 í 1000 kr. eða nærri þrefaldast. Heimaþjónusta hefur hækkað úr 530 í 1000 krónur sem svarar til 89% hækkunar. Gjald fyrir opið félagsstarf hefur hækkað úr 690 í 1100 krónur, eða um 59%. Önnur gjöld hafa hækkað frá 16 og upp í 40%. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að hækkanir á þjónustu við eldri borg- ara komi til viðbótar almennum gjaldskrárhækkunum sem leggjast á alla borgarbúa. „Þessar hækkanir eru allt of miklar og ósanngjarnar gagnvart því fólki sem byggði þessa borg upp.“ Hún segir að skort hafi á um- ræðu um málefni eldri borgara á þessu kjörtíma- bili og kominn sé tími til að gefa henni meiri gaum. „Við teljum að það sé lykilatriði að auka lífsgæði eldri borgara. Við eigum að vera óhrædd við aukið val um hvert fólk sækir þjónustuna. Hið opinbera á ekki að einoka þessa þjónustu. Aðr- ir geta allt eins veitt hana þótt fjár- hagslegur stuðningur komi frá borginni,“ segir Hanna Birna. Gagnrýna gjald- töku af öldruðum Hanna Birna Kristjánsdóttir „Ég er ekki bjartsýn á að þetta verði dregið til baka en við höfum ekki gefist upp,“ segir Ingibjörg Hulda Björnsdóttir, trúnaðarmaður sjúkraliða á öldrunarlækningadeild (E-deild) Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands á Akranesi. Ákveðið hefur verið að loka deildinni í vor vegna niðurskurðar fjárframlaga og eiga 26 starfsmenn hennar von á upp- sagnarbréfi um næstu mánaðamót. Ingibjörg segir að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hafi sagt á fundi um málið að aldraðir ættu ekki að vera í langtímaplássum á sjúkrahúsum. Hún segir að ein- hvers staðar verði fólkið að vera. Ekki séu að skapast ný hjúkrunar- pláss á dvalarheimilum aldraðra á Akranesi eða í Borgarnesi og fjöldi fólks bíði eftir að komast á deild eins og þá sem nú eigi að loka. Og ekki hætti aldrað fólk að veikjast. Þessi deild sé því nauðsynleg. Þá segist hún ekki sjá hvað verði um þá skjólstæðinga sem nú séu í langtímaplássi. Þeir eigi að fara á lyflækningadeild sjúkrahússins eða á dvalarheimilin. „Mér finnst ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta,“ segir Ingibjörg. „Útlitið er slæmt. Við höfum enga von um vinnu,“ segir Ingibjörg um stöðuna á vinnumarkaði. „Við erum allar með langan starfsaldur og héldum að við værum öruggar í starfi.“ Hún segist finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu við baráttu fyrir því að halda deildinni opinni. „Aðstandendur styðja okkur. Félag eldri borgara styður okkur.“ helgi@mbl.is Ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta  E-deild sjúkrahússins á Akranesi lokað Morgunblaðið/Ómar Frá Akranesi Blikur eru á lofti í at- vinnumálum á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.