Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
✝ Jakob Thor-arensen fædd-
ist á Akureyri 21.
júlí 1937, hann lést
á heimili sínu, Kei-
lusíðu 3a, Ak-
ureyri, þriðjudag-
inn 10. janúar 2012.
Foreldrar hans
voru Valdemar
Thorarensen, f.
26.9. 1910, d. 9.10.
1974, og Lára Hall-
grímsdóttir, f. 28.12. 1917, d.
24.1. 1973. Systkini Jakobs eru:
Guðrún Ólína, f. 1938, Júlíus, f.
1940, Soffía, f. 1942, d. 2.4. 2008,
Valdemar, f. 1944, Leifur, f.
1945, Miriam, f. 1950, Lára, f.
1952, Margrét, f. 1953, og Halla,
f. 1958.
Hinn 21. júlí 1967 kvæntist
Jakob Margréti
Lilju Sigurvins-
dóttur, f. 7.6. 1930,
hún lést 20. maí
1997. Fósturdóttir
þeirra er Margrét
Lilja Friðriksdóttir,
f. 15.2. 1982, sam-
býlismaður hennar
er Sigvaldi Berg-
mann Magnússon,
f. 30.3. 1984.
Lengst af var
Jakob bóndi í Eyjafjarðarsveit,
síðar vann hann hjá verk-
smiðjum Sambandsins á Ak-
ureyri og loks hjá Skógrækt Ey-
firðinga þar til hann hætti
störfum.
Útför Jakobs verður gerð frá
Glerárkirkju í dag, miðvikudag-
inn 18. janúar 2012, kl. 10:30.
Mig langar með ljóði að minn-
ast elsku fósturföður míns eða afa
eins og ég kallaði hann alltaf.
Ég kveð þig, elsku afi minn
og allan þakka kærleik þinn
sem beindist alltaf beint að mér
og blessun ætíð fylgi þér.
Með þér átti ég marga stund.
Með þér sólin skein á grund.
Hjá þér var mér létt í lund
langaði alltaf á þinn fund.
Héðan ertu horfinn mér.
Hjartans þakkir fylgja þér.
Ég man þig lengi, man þig vel
man þig gegnum sól og él.
(Benedikt Ingimarsson)
Á stundum sem þessum skortir
mann orð. Mig langaði bara að
segja takk fyrir allt elsku hjartans
afi minn, takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og allt sem þú
veittir mér, takk fyrir allar sam-
verustundirnar sem við áttum og
alla þá ást sem þú veittir mér. Ég
mun aldrei gleyma þér og ávallt
geyma þig í hjarta mér. Söknuð-
urinn er mikill en ég veit að þú ert
kominn á betri stað og í hjarta
mínu trúi ég því að amma sé með
þér.
Hvíldu í friði, elsku afi minn, ég
elska þig alltaf.
Margrét Lilja Friðriksdóttir.
Látinn er bróðir minn, Jakob
eða Kobbi bróðir, eins og við
nefndum hann alltaf. Kobbi var
elstur af okkur tíu systkinunum
og hefði orðið 75 ára næsta sumar.
Kobbi var 16 árum eldri en ég og
var fluttur að heiman þegar ég
man fyrst eftir mér. En Kobbi var
duglegur að koma við á æsku-
heimilinu og það var eins og
mamma fyndi það á sér ef von var
á Kobba því þá var alltaf settur
aukadiskur á stóra matarborðið
heima.
Lengst af starfaði Kobbi við bú-
skap í Eyjafirði ásamt konu sinni,
Margréti Sigurvinsdóttur frá
Völlum í Eyjafirði, en hún lést fyr-
ir tæpum 15 árum.
Síðustu árin bjó Kobbi á Ak-
ureyri og starfaði meðan starfs-
kraftar leyfðu á gömlu verksmiðj-
unum á Akureyri og allra síðustu
árin við skógrækt.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Kobba öll árin. Kobbi var mjög
hlýr og góður maður og sérstak-
lega barngóður og var gott að
koma á heimili þeirra hjóna þar
sem boðið var upp á veglegar veit-
ingar og frísklegar umræður um
öll heimsins mál og fórum við allt-
af glöð í hjarta eftir heimsókn til
þeirra hjóna.
Kobbi hafði gaman af því að
ferðast, sérstaklega lokkaði há-
lendið og var þá stundum gist í
tjöldum. Þau hjón heimsóttu okk-
ur vestur á Flateyri þegar við
bjuggum þar. Þeim þótti leiðin
löng og tóku sér náttstað þegar
tæpur klukkutími var á leiðar-
enda, mikið var hlegið þegar þau
mættu í morgunkaffið daginn eft-
ir. Þetta var fyrir tíma farsímanna
þegar fólk var í stöðugu sam-
bandi.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar Kobbi varð 65 ára.
Kom hann til okkar til Þorláks-
hafnar þar sem við slógum upp
skemmtilegri afmælisveislu þar
sem systkinin og frændfólk heiðr-
aði hann. Dagurinn var sérstak-
lega skemmtilegur og gladdi það
hann mikið.
Það var mikill gleðidagur í lífi
þeirra Möggu og Kobba þegar
Margrét Lilja kom inn í líf þeirra
og varð þeim mikill gleðigjafi alla
tíð en þau hjón voru barnlaus.
Margrét Lilja reyndist þeim af-
burðavel og var Kobbi afar stoltur
af henni og hefur hún svo sann-
arlega endurgoldið honum um-
hyggjuna, sérstaklega síðustu ár-
in þegar heilsan tók að þverra.
Hún hugsaði mjög vel um Kobba
síðustu árin og fyrir það erum við
systkinin þakklát.
Kæri Kobbi, ég og fjölskylda
mín þökkum þér alla velvildina í
okkar garð og óskum þess að þú
eigir góða heimkomu og ég er viss
um að mamma hefur bætt við ein-
um disk á borðið sitt.
Sendum öllum vinum og að-
standendum okkar samúðar-
kveðjur. Far þú í friði kæri bróðir.
Margrét systir
og fjölskylda
Þorlákshöfn.
Elsku bróðir. Nú ertu horfinn á
braut, þá braut, sem allir verða að
fara. Ég sakna þín. Þó að við vær-
um ekki að öllu leyti alin upp sam-
an varstu mér samt kær bróðir.
Við vorum aðskilin þegar ég var
sex ára og þú sjö ára. Þú varst
alltaf svolítill prakkari við systur
þína eins og þegar þú bast saman
skóna mína í kirkjunni einu sinni,
en ég fyrirgaf þér það allt. Svo
liðu árin. Við gengum bæði í
hjónaband og það var alltaf gam-
an þegar þið Magga konan þín
komuð í heimsókn til mín. Ég
sendi Möggu yngri innilegar sam-
úðarkveðjur.
Kæri bróðir. Vertu sæll og
hafðu þökk fyrir allt.
Guðrún Ólína
Valdemarsdóttir.
Jakob Thorarensen var aðeins
fimm ára gamall þegar hann kom
í sumardvöl að Munkaþverá í
Eyjafirði. Þetta var árið 1942 og á
þeim tíma og lengi fyrr og síðar
var algengt að kaupstaðarbörn
væru send í sveitina til að dvelja
þar sumarlangt, en líkast til sjald-
an svo ung að árum. Jakob aðlag-
aðist strax vel lífinu í sveitinni og
leiddist aldrei, að eigin sögn, enda
átti hann þar góða daga hjá Hall-
grími afa sínum og Sesselju konu
hans, og minntist Jakob þeirra
ætíð með mikilli hlýju. Hann féll
vel inn í stóran hóp frændsystkina
á staðnum og við sem vorum á
svipuðum aldri munum hann sem
góðan félaga, en við áttum mikið
saman að sælda í leik og starfi.
Við rákum saman kýrnar fram á
Tungur, fórum til berja upp í
Nauthóla og busluðum í Eyja-
fjarðará meðan heyskapur stóð
yfir á Bökkunum á móti Hrafna-
gili. Jakob var tápmikill og at-
hafnasamur drengur og mjög
skapgóður. Snemma kom í ljós að
sveitastörfin áttu vel við hann og
fylgdist hann með búskap afa síns
af lífi og sál.
Jakob var elstur í hópi tíu
systkina og þurfti að fara að vinna
fyrir sér fljótlega eftir fermingu
og átti ekki kost á frekari skóla-
göngu. Ég býst við að hann hafi
tekið því með hugarró eins og
öðru mótdrægu í lífinu. Hann var
fróðleiksfús, bókhneigður og mjög
minnugur, og hefði eflaust notið
sín vel í námi. Rúmlega tvítugur
hóf hann búskap á Völlum í Saur-
bæjarhreppi ásamt konu sinni,
Margréti Sigurvinsdóttur, sem
var frá þeim bæ. Þau bjuggu á
fleiri stöðum í Saurbæjarhreppi,
síðast í Ytra-Dalsgerðum, en flutt-
ust til Akureyrar árið 1982. Á Ak-
ureyri stundaði Jakob ýmis störf,
síðast hjá Skógræktinni í Kjarna-
skógi, þar sem hann undi sér vel
og eignaðist góða vini. Síðasta
áratuginn fór heilsu Jakobs mjög
að hnigna og átti hann orðið erfitt
með gang. Ekki vildi hann þó gef-
ast upp fyrr en í fulla hnefana og
kvartaði aldrei um hlutskipti sitt.
Fyrir rúmum þremur árum
hittumst við nokkur frændsystk-
ini í tilefni afmælis frænda okkar á
Akureyri og fórum í ánægjulegt
ferðalag um Eyjafjörð og Öxnadal
og komum á nokkra bæi þar sem
forfeður okkar höfðu búið áður
fyrr. Á einum staðnum fórum við
inn í gamla íbúðarhúsið og var upp
háar tröppur að fara. Ekki leist
okkur á að Jakob kæmist upp
tröppurnar á tveimur hækjum og
einhver hafði orð á því við hann.
„Ætli ég reyni ekki samt,“ svaraði
Jakob og upp komst hann með
hægðinni og sterkum vilja. Og nú
er Jakob horfinn úr hópnum. Ég
og bræður mínir, Einar, Kristján
og Eysteinn, kveðjum hann með
þakklæti fyrir liðna tíð og sendum
ástvinum hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Kristín Jónsdóttir.
Nú ertu farinn Kobbi minn. Þú
hringir ekki oftar til að segja mér
frá fólki sem við þekktum og dán-
arfregnunum sem komu í Morg-
unblaðinu.
Þú varst vanur að koma með
kjúkling handa Susan því þú vissir
hvað henni þóttu þeir góðir.
Stundum ofbauð þér hvað ég var
æstur yfir ýmsum málefnum líð-
andi stundar og reyndir að róa
mig og sagðir að þó svo að þetta
væri út úr kortinu þá væri til
einskis að æsa sig svona.
Þú ert búinn að vera svo stór
hluti af lífi okkar í svo mörg ár að
það er svo erfitt að missa þig. Við
deildum stundum en þú þoldir mig
í öll þessi ár og stóðst með mér og
hjálpaðir mér svo mikið.
Ég þakka þér fyrir allt og allt.
Þú skilur eftir stórt skarð. Guð
geymi þig og blessi.
Kveðja,
Friðrik Gestsson.
Kveðja frá Skógræktarfélagi
Eyfirðinga
Látinn er á Akureyri Jakob
Thorarensen bóndi og verkamað-
ur. Jakob var starfsmaður Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga frá því
um 1993 og allt til starfsloka. Jak-
ob fæddist á Akureyri en stóran
hluta ævi sinnar var hann ná-
tengdur landbúnaði í Eyjafjarðar-
sveit. Það var lán fyrir Skógrækt-
arfélag Eyfirðinga að fá Jakob til
starfa um þær mundir sem félagið
var að hefja nýtt landnám á Hálsi í
Saurbæjarhreppi. Þar biðu fjöl-
mörg verkefni sem féllu í hans
hendur.
Jakob undi sér vel á Hálsi, í
sveitinni sem hann þekkti svo vel.
Ekki voru mældar eða vegnar all-
ar þær vinnustundir sem hann
starfaði að viðhaldi girðinga, lagn-
ingu vatnsveitu og hirðingu á
þessu nýja landnemasvæði. Þegar
Jakob var ekki að sinna störfum á
Hálsi var hann starfsmaður í
Gróðrarstöðinni í Kjarna. Hann
var mættur til vinnu á undan öll-
um öðrum í hvaða veðri sem var
og búinn að hella upp á könnuna
þegar fyrstu menn komu til vinnu
á morgnana.
Jakob gekk ekki alltaf heill til
skógar þau ár sem hann starfaði
hjá skógræktarfélaginu. Kraftur-
inn í fótunum fór þverrandi en það
gerði honum erfitt síðustu starfs-
árin. Ekki minnist ég þess þó að
hann hafi verið frá vinnu vegna
veikinda. Trúmennska og ósér-
hlífni eru þeir eiginleikar í fari
Jakobs sem koma mér í hug nú við
andlát og útför þessa dygga þjóns.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
sendir aðstandendum Jakobs
innilegar samúðarkveðjur.
Hallgrímur Indriðason.
Jakob
Thorarensen
✝ Alda Jón-asdóttir fædd-
ist í Stykkishólmi
11. janúar 1935.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 8. jan-
úar 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jónas Guð-
jónsson f. 25. apríl
1897, d. 24. júní
1969 og Jófríður
Pétursdóttir fædd 4. september
1900, d. 27. október 1948. Bróðir
Öldu var Guðjón Jónasson fædd-
ur 24. apríl 1931, d. 30. maí
2007. Þann 29. desember 1962
giftist Alda Ólafi Eysteinssyni
frá Klungurbrekku og víðar á
Skógarströnd. Foreldrar hans
voru Eysteinn Finnsson f. 1. maí
dís Súna Pétursdóttir f. 1967. 3)
Sigurður Marjón Ólafsson f.
25.12. 1964, sambýliskona Sess-
elja Guðmundsdóttir f. 1972.
Sonur hans er Daníel Örn f.
1983, sambýliskona Rebekka Jó-
hannesdóttir f. 1984. Dóttir
þeirra er Anika Sjöfn f. 2009.
Alda ólst upp á Emmubergi á
Skógarstönd. Fljótlega eftir lát
móður sinnar, flutti hún til
Keflavíkur ásamt föður sínum
og bróður. Þar fengu þeir vinnu
hjá varnarliðinu og sá Alda um
heimilið. Eftir að Alda og Ólafur
hófu búskap bjuggu þau á Vest-
urgötu 17 alla tíð. Hún var
lengst af húsmóðir, en vann í
nokkur ár við fiskvinnslu. Síð-
ustu 20 starfsárin starfaði hún
með Ólafi eiginmanni sínum við
húsvörslu og þrif í flugturninum
á Keflavíkurflugvelli.
Útför Öldu var gerð frá
Keflavíkurkirkju 17. janúar
2012.
1880, d. 29. apríl
1956 og k.h. Jó-
hanna Oddsdóttir f.
27. nóvember 1876,
d. 4. september
1960. Synir Ólafs
og Öldu eru: 1) Jón-
as Eggert Ólafsson
f. 1.8. 1962, eig-
inkona Guðrún Ár-
mannsdóttir f.
1963. Börn þeirra
eru: a) Alda Hrönn
f. 1984, sambýlismaður Ásgeir
Alexandersson f. 1984. Þeirra
börn: Guðrún f. 2008 og Alex-
ander f. 2011. b) Agnar Logi f.
1989. c) Eyþór Ármann f. 1999.
d) Kolbrún Björk f. 2001. 2)
Friðrik Ólafsson f. 25.9. 1963, d.
10.5. 1992. Sonur hans er Árni
Ólafur f. 1990. Barnsmóðir Þór-
Elsku amma.
Morguninn 8. janúar fengum
við þær slæmu fréttir frá pabba
að þú værir látin eftir erfiða
nótt. Við vorum svo sorgmædd
en samt var þetta svo óraun-
verulegt og er enn. Við áttum
erfitt með að trúa því að þú
værir farin frá okkur fyrir fullt
og allt.
Þú hefur alltaf átt sérstakan
stað í hjarta mínu og margar
minningar hellast yfir mig þeg-
ar ég fer yfir tímann sem við
áttum saman. Ég veit líka að ég
var í miklu uppáhaldi hjá þér
þegar ég var lítil stelpa, þar
sem ég var fyrsti kvenafkom-
andi þinn sem og nafna. Þú
varst mikið með mig þegar ég
var lítil og passaðir mig fyrir
mömmu og pabba sem voru þá í
háskólanámi.
Fyrsta minningin mín af þér
er þegar þú varst fótbrotin. Ég
man nú ekki hvernig þú fót-
brotnaðir en fyrir mér varstu þá
amma með hvíta fótinn.
Eftir að við fjölskyldan flutt-
um austur á Stöðvarfjörð sá ég
ykkur afa sjaldnar, en þegar við
áttum ferð suður voru það alltaf
fagnaðarfundir. Þú beiðst alltaf
tilbúin með saltkjötshakksbollur
í kvöldmatinn sem voru í miklu
uppáhaldi hjá mér. Hjá ykkur
tíðkaðist það að fá kvöldkaffi og
alltaf áttir þú til dýrindis marm-
araköku og kleinur ásamt fleiri
kræsingum. Í þessum heim-
sóknum voruð þið líka dugleg að
taka okkur systkinin með ykkur
upp í flugturn á Keflavíkurflug-
velli, þar sem þið unnuð sem
húsverðir. Aðalsportið var þeg-
ar þið gáfuð okkur aura til að
setja í sjálfsalana sem höfðu að
geyma leyndardómsfullt banda-
rískt sælgæti og framandi litríkt
morgunkorn.
Í gegnum árin voru farnar
ófáar ferðir í sumarbústað ykk-
ar afa í Biskupstungum. Þar átt-
uð þið nokkra hesta og áttum
við ógleymanlegar stundir sam-
an, bæði þegar ég var barn og
einnig eftir að ég komst á full-
orðinsár.
Þið afi voruð mér alltaf svo
kær og þótti mér mjög vænt um
þegar þið komuð norður í út-
skrift mína og Ásgeirs úr
Menntaskólanum á Akureyri.
Að sjálfsögðu lagðir þú svo land
undir fót þegar Guðrún, dóttir
okkar Ásgeirs, var skírð, en þá
var afi því miður fallinn frá.
Þegar við Ásgeir vorum flutt
suður til að fara í háskólanám
varð það fastur liður hjá okkur
að fara í mat til ömmu í Keflavík
og hlökkuðum við alltaf mikið til
að hitta þig. Þú reiddir fram
ilmandi gamaldags heimilismat
og iðulega fylgdi ís í kjölfarið.
Það vakti mikla lukku hjá Guð-
rúnu langömmustelpunni. Þér
þótti nú afar vænt um Guðrúnu
sem alltaf gat komið þér til að
engjast um af hlátri eins og þér
einni var lagið. Ekki þótti þér
síður vænt um langömmustrák-
inn þinn, Alexander, sem kom í
heiminn 4 dögum fyrir 75 ára
afmælið þitt á síðasta ári. Því
miður fékkst þú ekki jafn mik-
inn tíma með honum en þið hitt-
ust þó þegar við heimsóttum þig
á sjúkrahúsið nú rétt fyrir jól.
Þú varst svo hress og glöð þeg-
ar við komum til þín og við
bjuggumst ekki við því að þú
yrðir tekin frá okkur svona
skjótt. Ég er mjög þakklát fyrir
að hafa átt svona yndislega
ömmu og minningar mínar um
þig munu fylgja mér um
ókomna tíð.
Alda Hrönn.
Elsku amma.
Þegar mamma hringdi í mig
rétt rúmlega níu sunnudaginn 8.
janúar og sagði mér að þú værir
dáin helltist yfir mig mikil sorg,
auk þess sem minningar um
elsku ömmu í Keflavík urðu mér
ljóslifandi. Það var ljóst hvert
stefndi síðustu dagana þína og
aðeins vantaði 3 daga í 77 ára
afmælið þitt. Margt kemur upp í
huga mér á þessum tíma. Mér
er sérstaklega minnisstætt hvað
þú hafðir gaman að því að gefa
okkur systkinunum eitthvað
gott að borða í kaffinu. Und-
antekningarlaust fengum við
systkinin bestu kleinur og
marmarakökur sem sögur fara
af. Einnig er minningin um þig í
sumarbústaðnum í Tungunum
mjög ofarlega. Ég og afi vorum
alltaf eitthvað að stússast í
kringum hestana eða viðhald á
bústaðnum, en okkur fannst
alltaf best að vita af því að þeg-
ar okkar verkum lyki kæmumst
við í kaffi inn til þín. Þér var nú
ekki alltaf vel við umgengnina
mína í kringum hrossin hans
afa, fannst ég heldur kaldur. Þú
minntir mig reglulega á það
þegar ég var þriggja eða fjög-
urra ára og skottaðist inn í girð-
ingu til hestanna áður en aðrir á
heimilinu voru vaknaðir. Svo
fóru allir í ofboði að leita að mér
og þú fannst mig standandi inni
í girðingunni innan um hestana.
Það kom í ljós að þeir gerðu
mér ekki neitt og voru jafn for-
vitnir og ég. Minningin um ferð-
ir í flugturninn í Keflavík vegna
vinnu ykkar afa er alltaf ofar-
lega. Ég fæ ekki skilið nú í
seinni tíð hvernig þið gátuð um-
borið að hafa mig með ykkur
þar upp frá. Ég jafn forvitinn og
börn eru, skokkaði milli starfs-
manna þar erlendra sem inn-
lendra og spurði þá spjörunum
úr.
En núna ertu farin og ég mun
ekki fá kleinur eða marmara-
köku hjá þér aftur, en fyrst þú
ert komin til afa og Frikka
munu þeir njóta þeirra í staðinn.
Minning þín lifir.
Agnar Logi.
Elsku amma.
Mikið urðum við sorgmædd
þegar mamma og pabbi hringdu
í okkur að morgni 8. janúar og
sögðu að þú værir dáin. Við
vissum að þú varst orðin mjög
veik en nú ertu laus við allar
kvalir og komin til afa og
Frikka frænda.
Við hugsum til þín með gleði
og margar yndislegar minning-
ar koma upp í hugann. Allar
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman í Keflavík með þér
og afa en hann dó 2007. Við
munum hvað þér fannst gaman
þegar Kolbrún spilaði eitthvert
lag sem þú þekktir á skemmt-
arann. Þá söngstu gjarnan með
og dansaðir og hvattir Kolbrúnu
til að spila meira, stundum
greipst þú harmonikkuna og
spilaðir fyrir okkur gamla valsa
en við vorum feimnari við að
dansa en þú svo við horfðum
hugfangin á þig spila.
Við munum líka hvað það var
auðvelt að fá þig til að hlæja og
skemmtilegast fannst okkur
þegar þú fékkst hláturskast og
gast ekki hætt og það endaði
alltaf með því að allir voru farn-
ir að hlæja með. Við munum líka
alltaf eftir kvöldkaffinu þínu en
það var hefð sem þú hélst fast í,
þá barstu á borð kleinur, marm-
araköku og köku með hvítu
kremi eins og við kölluðum
hana.
Einn sælureit áttir þú en það
var sumarbústaðurinn þinn í
Reykholtshverfi í Biskupstung-
um. Þangað fórst þú á hverju
sumri og við komum stundum í
heimsókn og dvöldum þá gjarn-
an í nokkra daga. Í minningum
okkar var alltaf gott veður og
skemmtilegt í bústaðnum.
Elsku amma, við erum svo
heppin að hafa átt þig að og
mikið eigum við eftir að sakna
þín en minningin um þig mun
fylgja okkur í gegnum lífið.
Hvíl í friði.
Þín ömmubörn,
Eyþór Ármann og
Kolbrún Björk.
Alda Jónasdóttir