Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ífyrirspurnar-tíma á Al-þingi í gær
svaraði Stein-
grímur J. Sigfús-
son ýmsum spurn-
ingum sem ekki
voru fram bornar og bætti svo
við margvíslegum dylgjum og
skætingi eins og venja er. En
athygli vakti að hann svaraði
ekki einfaldri spurningu frá
Pétri H. Blöndal um það
hvort mælingar Hagstof-
unnar á þróun tekna heim-
ilanna á milli áranna 2009 og
2010 væru í samræmi við mál-
flutning um að staðinn hefði
verið vörður um heimilin.
Mæling Hagstofunnar sýn-
ir að sá fjórðungur sem hefur
lægstu tekjurnar missti 3,3%
tekna sinna á milli áranna
2009 og 2010, en hjá þeim sem
hærri höfðu tekjurnar hækk-
uðu þær um 4,1-5,8%.
Á árunum 2009 og 2010 sat
við völd sama norræna vel-
ferðarstjórnin og nú prýðir
Stjórnarráðið og þá hafði ver-
ið slegið upp þeirri sömu
skjaldborg um heimilin og
þau njóta enn.
Auðvitað er það rétt hjá
Pétri að niðurstöður Hagstof-
unnar eru í hróp-
legu ósamræmi
við fullyrðingar
forystu ríkis-
stjórnarinnar,
sem tók greinilega
þá afstöðu fyrir
nokkru að þeim mun oftar
sem fullyrt væri að hér sé allt
á réttri leið, þeim mun fleiri
tryðu fullyrðingunni.
En innihaldslaust glamur
af því tagi eða dylgjur Stein-
gríms þegar hann fær sjálf-
sagðar spurningar á Alþingi,
breyta ekki veruleika al-
mennings. Og staðreyndin er
sú að á meðan hér er ríkis-
stjórn sem beitir sér með öll-
um ráðum gegn atvinnu-
uppbyggingu og nýsköpun í
atvinnulífinu þá er ekki við
því að búast að hagur þeirra
sem verst hafa kjörin batni.
Farsælasta leiðin til að
bæta verstu kjörin er jafnan
sú að tryggja að sem flestir
geti fundið vinnu. Þegar rík-
isstjórn hafnar þeirri leið en
leggst þess í stað í hernað
gegn atvinnulífinu í heild og
einstökum greinum þess sér-
staklega er ekki við því að bú-
ast að velferðin aukist hjá al-
menningi.
Steingrímur J. svar-
ar spurningum um
velferð með hefð-
bundnum skætingi }
Minnkandi velferð
Í ritstjórnar-grein hér í
blaðinu var leitt
líkum að því fyrir
skemmstu að
Finnar hlytu að
vera orðnir ugg-
andi að sitja uppi
með vaxandi ábyrgð á björg-
unarsjóði ESB-ríkjanna. Hin
eftirsóknarverða einkunn,
þrefalt A, kemur þeim að
þessu leyti í koll, þar sem
evruríkjum með það traust
fækkar ört.
En óróleiki Finna yfir því
hvernig ESB-samstarfið er að
þróast, vegna vandræða evr-
unnar, kemur víðar fram.
Þannig hefur utanríkis-
ráðherra þeirra, Erkki Tuo-
mioja, lýst sig andvígan því að
Finnar styðji nýjan sáttmála á
vettvangi Evrópusambands-
ins, sem ætlað er að taka á
efnahagserfiðleikum evru-
svæðisins. Hann sagði um síð-
ustu helgi að sáttmálinn væri í
besta falli óþarfur en í versta
falli skaðlegur.
Þá gagnrýndi hann ESB
harðlega fyrir þá miklu pressu
sem sett hefur verið á ein-
stakar ríkisstjórnir að und-
irrita sáttmálann og taka upp
nýjar reglur sem hann kveður
á um. Þau vinnubrögð væru á
skjön við „alla eðli-
lega þinglega með-
ferð.“ Tuomioja
bætir því við að nýi
sáttmálinn muni
aðeins rugla í rím-
inu þá sem taka
þurfi ákvarðanir,
grafa undan hlutverki fram-
kvæmdastjórnar ESB og
stuðla að aukinni sundrungu
innan sambandsins. „Sam-
komulagið sem slíkt er í besta
falli óþarft og í versta falli
skaðlegt og Finnland hefur
ástæðu til þess að leggjast
gegn því eða í það minnsta
standa fyrir utan það,“ skrifar
Tuomioja.
Finnar voru lengi frægir
fyrir það hve leiðitamir þeir
væru leiðtogunum í Brussel og
fengu þess vegna iðulega
klapp á kollinn þaðan. En þeim
er bersýnilega hætt að lítast á
blikuna. Þegar heyrist úr
þeirri átt að niðurstaða síðasta
neyðarfundar, sem öllu átti að
bjarga, sé í besta falli óþörf og
í versta falli skaðleg, þá er
mikið sagt. Sú einkunn frá
AAA Finnum þýðir á táknmáli
matsfyrirtækjanna að neyðar-
fundurinn fær einkunnina Ö-
mínus. Það er næstum öllu
stafrófinu fyrir neðan rusl-
flokk.
Finnar segja niður-
stöðu síðasta neyð-
arfundar ESB í besta
falli gagnslausa í
versta falli skaðlega}
Neyðarfundurinn fær Ö mínus
Þ
egar íslensku bankarnir hrundu
haustið 2008 var ljóst að við tæki
uppgjör, sem ekki yrði auðvelt.
Það var sömuleiðis ljóst að sú
umræða yrði ekki alltaf heiðar-
leg. Reynt yrði að afbaka hana og skrum-
skæla, enda miklir hagsmunir í húfi og sigur-
inn ekki endilega fólginn í að komast að réttri
niðurstöðu, heldur að ná stjórn á umræðunni
og slík barátta getur orðið hatrömm.
Það sást reyndar einnig á árunum fyrir
hrun þegar baráttan um yfirráðin á Íslandi
stóð sem hæst og endurspeglaðist hvað skýr-
ast í umræðunni í kringum fjölmiðlafrum-
varpið, þar sem gripið var til varna af óbeisl-
uðu offorsi þegar setja átti skorður við þeim
ítökum, sem hægt væri að ná á Íslandi. Markmiðið var ekki
aðeins að afstýra því að sett yrðu bönd á eignarhald á fjöl-
miðlum, heldur sýna svo ekki yrði um villst hvernig þeim,
sem ögruðu valdinu, myndi farnast. Að vissu marki tókst
það og varð ef til vill til þess að kæfa gagnrýni þegar hengi-
flugið nálgaðist.
Þegar Alþingi ákvað að ekki skyldi draga fyrir landsdóm
þá fjóra stjórnmálamenn, sem greidd voru atkvæði um,
heldur aðeins einn, Geir H. Haarde, fór málið út af sporinu.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsir því svo í
grein í Morgunblaðinu í gær að í sínum huga hafi málið
þarna tekið eðlisbreytingu, málaferli, sem átt hefðu að snú-
ast um ábyrgð „stjórnmálanna“ í aðdraganda hrunsins,
hefðu breyst í málsókn á hendur einum einstaklingi. Við
þetta hefði atkvæðagreiðslan á þinginu tekið á
sig „afskræmda flokkspólitíska mynd“. Þetta er
hörð gagnrýni og ljóst af viðbrögðum við grein
Ögmundar að undan henni svíður.
Gagnrýnendum Ögmundar finnst fráleitt að
hér hafi verið um að ræða pólitískan kapal, en
þeir geta ekki komist undan því að þegar þing-
menn ákveða að hlífa samherjum úr sínum
flokki, en setja á sakamannabekk einstakling úr
öðrum flokki – sem í þokkabót var með þeim í
samsteypustjórn – getur það ekki kallast neitt
annað en „flokkspólitík“.
Ögmundur Jónasson hefur ekki verið leiði-
tamur í þessari ríkisstjórn, enda hefur hann einu
sinni verið settur af sem ráðherra, en átti endur-
komu auðið. Með gagnrýni sinni á framgang rík-
isstjórnarinnar í Icesave-málinu kallaði hann yfir sig
harða gagnrýni. Þó var hann ekki langt frá málflutningi
Steingríms J. Sigfússonar um Icesave þegar hann var í
stjórnarandstöðu. „Í ljósi þessa er mesta örlagastundin í
Icesave-málinu í raun enn eftir. Enn er hægt að afstýra
stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn
hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur
snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grund-
velli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði
ekki dug í sér til að standa gegn,“ skrifaði Steingrímur í
Morgunblaðið í janúar 2009, en ákvað nokkrum mánuðum
síðar að gera þvingunarskilmálana að sínum. Þá fylgdi Ög-
mundur sannfæringu sinni og nú gerir hann það aftur þótt
það sé þeim, sem vilja stjórna umræðunni, þvert um geð.
Karl Blöndal
Pistill
Að stjórna umræðunni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Andri Karl
andri@mbl.is
Fæstir hafa líklega hugsaðsér næturmyrkrið semnáttúruauðlind og viljalýsa hjá sér sem mest þeir
geta í svartasta skammdeginu. Þó
eru sífellt fleiri að komast á þá skoð-
un að fleira búi í myrkrinu en áður
var talið og jafnvel megi nota það til
markaðssetningar landsins. Einn
fárra sem berjast fyrir því að stjórn-
völd komi böndum á ljósmengun hér
á landi er Snævarr Guðmundsson
landfræðingur, en hann kortlagði
ljósmengun yfir höfuðborgarsvæð-
inu í ritgerð sinni til BS-gráðu við líf-
og umhverfisvísindadeild Háskóla
Íslands.
Ein helsta ástæða þess að
Snævarr réðst í skoðun ljósmeng-
unar var sú að gerðar hafa verið
rannsóknir erlendis sem sýna fram á
hvernig ástatt er í helstu borgum.
Engin rannsókn hafði verið gerð hér
á landi en um það rætt að þótt ljós-
mengun teljist í fjölmörgum borgum
mikil væri hún engu að síður meiri í
Reykjavík. „Til þess að staðreyna
þetta þurfti að hafa samanburð og ég
notaði tvær dæmigerðar borgir í
Evrópu,“ segir Snævarr. „Í sam-
anburði við þær er ljósmengun
miklu meiri hér, og því má segja að
fótur sé fyrir þessari fullyrðingu.“
Mun meira ljósflæði
Ljósmengunina má skoða á
margan hátt, meðal annars sem
áhrif lýsingar á himininn fyrir ofan
lýsingarstað, svonefndan ljóshjúp
sem má sjá á meðfylgjandi mynd, en
einnig sem ljósflæði á lýsingarstað.
Ljósflæði, mælt í mælieining-
unni lúmen, ef mælt sem meðalbirt-
unotkun á íbúa í sveitarfélagi, er um
2.900 lúmen á höfuðborgarsvæðinu,
eða því svæði sem Orkuveita
Reykjavíkur sér um. Það er umtals-
vert meira en í Padua á Ítalíu, 220
þúsund manna borg og í Ösnabruck í
Þýskalandi, 160 þúsund manna borg,
þar sem meðalbirtunotkun er um
1.300 lúmen. Og í Tuscon í Arizona-
ríki, þar sem bjuggu um 800 þúsund
manns þegar mæling var gerð, var
meðalbirtunotkun um 700 lúmen.
„Ljósmengun er afleiðing af þessu
og þetta hefur því meiri áhrif á him-
ininn hjá okkur en í samanburðar-
borgum. Þá má spyrja, hvers vegna
þurfum við svona mikið ljós?“
Leiðir til að minnka ljósmengun
eru meðal annars þær að reyna að
minnka ljósflæði en einnig skerma
birtuna af. Þannig má sjá að í grón-
um hverfum er mun minni ljós-
mengun en í þeim nýrri.
Brugðist verður við
Nú kann að vera að eitthvað fari
að draga úr ljósmengun í Reykjavík
því umhverfisráðherra upplýsti það
á Alþingi á mánudagskvöld að innan
skamms fengi skilgreining á ljós-
mengun stað í byggingarreglugerð.
„Í drögum að þeirri reglugerð, sem
gert er ráð fyrir að taki gildi á næstu
vikum, er sett fram sú skilgreining
að ljósmengun sé þau áhrif sem
verða á umhverfið af mikilli og óhóf-
legri lýsingu í næturmyrkri,“ sagði
Svandís Svavarsdóttir og bætti við
að gerð væri tillaga um að í reglu-
gerðinni yrði ákvæði um að við hönn-
un á útilýsingu skyldi gæta þess að
ekki yrði um óþarfa ljósmengun að
ræða frá flóðlýsingum mannvirkja
og frá götu- og veglýsingu.
Þannig á að tryggja að útilýs-
ingu sé beint að viðeigandi svæði og
nota skuli skermaða lampa sem
varpi ljósi niður og
valdi þess
vegna
minni
glýju og
nætur-
bjarma.
Lýsing ekki öllum
jafn eftirsóknarverð
Ljósmynd/Snævarr Guðmundsson
Ljóshjúpur Mynd þessi er tekin frá Bláfjöllum að næturlagi og sýnir vel að
bjarminn frá Reykjavík er mjög áberandi úr jafnvel svo mikilli fjarlægð.
Ljósmengun var rædd á Alþingi
á mánudagskvöld en þá svaraði
Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra fyrirspurn Marðar
Árnasonar, þingmanns Samfylk-
ingarinnar, sem vildi vita hvort
ráðherrann hygðist beita sér
fyrir því að athuguð yrði ljós-
mengun á Íslandi og lögð á ráð-
in um varnir við slíkri mengun.
Svandís sagði það ekki á
áætlun ráðuneytisins en tók vel
í hugmynd Marðar um að skipa
starfshóp um málið og sagðist
ætla að skoða það á næstu dög-
um.
Svandís sagði Mörð vera ötul-
asta kyndilbera
í baráttunni
fyrir varð-
veislu nætur-
himinsins og
bætti við að þar
væri um að ræða
sérstakan anga
náttúruverndar
sem kalla mætti
myrkravernd.
Myrkravernd
til skoðunar
STARFSHÓPUR SKIPAÐUR