Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Enn meiri afsláttur -40% Stakir jakkar í úrvali Fyrsti vinningur stefnir í 250 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 3.650 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is SPILAÐU TIL SIGURS! ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 18. JANÚAR 2012 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 SÖ LU LÝ KU R KL . 1 7 Helgina 13.-15. janúar stóð Blindrafélagið fyrir námskeiði í sjónlýsingum (audio description) þar sem fyrstu Íslendingarnir fengu þjálfun. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Joel Snyder frá Bandaríkjunum. Sjónlýsingar eru þjónusta sem nýtist blindum á söfnum, í leikhúsum, kvikmynda- húsum og ýmsum viðburðum. Þeir sem luku námskeiðinu voru: Bryndís Snæbjörnsdóttir, Eva Björk Káradóttir, Guðbjört H. Leman, Halla J. Guðmundsdóttir, Hilmar J. Magnússon, Sara Frið- geirsdóttir, Sigrún Broddadóttir, Snorri Welding, Þórný Björk Jak- obsdóttir og Þórunn Hjartardóttir. Blindrafélagið mun leita eftir samstarfi við þessa einstaklinga til að vekja athygli á þessari nýju þjónustu þar sem hún getur nýst, til dæmis hjá menningarstofn- unum. Luku námskeiði í sjónlýsingum Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika er haldin árlega 18.-25. janúar. Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu kristninn- ar. Hér á landi er bænavikan undir- búin af samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samkirkjulegum hópum á Akureyri og víðar. Af dagskrá vikunnar má nefna að fimmtudaginn 19. janúar kl. 18.00 verður blessun vatnsins í Nauthólsvík á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þriðjudag- inn 24. janúar kl. 16-18 verður mál- þing í Seltjarnarneskirkju um sam- kirkjumál á alþjóðlegum vettvangi og á heimaslóðum. Dagskrá bæna- vikunnar, biblíulestra og bænir er að finna á vefnum kirkjan.is/baena- vika. Vatn blessað á bænavikunni Föstudaginn 20. janúar heldur Gerry Hassan fyrirlestur um sjálf- stæði Skotlands. Fyrirlesturinn verður í fundasal Þjóðarbókhlöðunnar kl. 12-13:15. Fundarstjóri verður Stefán Pálsson sagnfræðingur. Gerry Hassan er þekktur rithöfundur í Skotlandi og sérfróður um sjálfstæðismál lands- ins. Fyrirlesturinn verður á ensku. Allir eru velkomnir. Sjálfstæði Skota Áhugi á ræktun nytjajurta er vaxandi hér- lendis. Miðviku- daginn 18. jan- úar verður fyrirlestur á vegum Garð- yrkjufélags Ís- lands þar sem finnski garðyrkju- meistarinn Leif Blomqvist fjallar um þróun berjaræktunar og reynslu af ræktun ýmissa tegunda og yrkja af berjarunnum í heimalandi hans. Leif Blomqvist er íslensku garðyrkju- áhugafólki að góðu kunnur en frá garðyrkjustöð hans er nú kominn fjöldi tegunda og yrkja af ávaxta- trjám í ræktun hér á landi. Fyrirlest- urinn verður haldinn í ráðstefnusal Arionbanka í Borgartúni 19 og hefst kl. 20.00. Hann verður fluttur á ensku og túlkaður eftir þörfum. Öll- um er heimill aðgangur. Fjallar um þróun berjaræktunar STUTT - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Lögreglu barst í fyrradag tilkynn- ing um að maður hefði reynt að tæla átta ára gamlan dreng upp í bíl til sín á Seltjarnarnesi. Lög- reglan gat ekki veitt frekari upp- lýsingar um málið í gær. Lögreglan kannast einnig við að hafa fengið tilkynningu um að mað- ur á stórum dökkum bíl hefði elt unga skólatelpu á leið heim úr skóla í Víkurhverfi í Reykjavík í gær. Nokkuð var um sams konar til- kynningar á höfuðborgarsvæðinu í haust en þá var greint frá því að tveir menn hefðu reynt ýmsar leiðir til að lokka börn upp í bíl hjá sér. Reyndi að tæla dreng upp í bíl til sín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.