Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/RAX Fræðsla Efla þarf starfsfólk sem vinnur að málefnum innflytjenda. Samvinna » Hópurinn lagði til að skap- aður yrði vettvangur þar sem sérfræðingar í málefnum inn- flytjenda gætu kynnt rann- sóknir, úttektir og þróun- arverkefni í málaflokknum. » Vilhjálmur segir að betur þurfi að skilgreina hlutverk rík- is og sveitarfélaga í innflytj- endamálum en að því sé unnið um þessar mundir. sem sat í hópnum. Vilhjálmur segir að slíkt teymi myndi líklega hafa aðsetur í Reykjavík en starfa á vegum SSH og þá væri æskilegt að ríkið stæði að því með einhverjum hætti. Það yrði t.d. skipað lögfræðingi og sér- fræðingum í málum innflytjenda og til þess gætu starfsmenn sveitarfé- laganna leitað um ráðgjöf og að- stoð. Vilhjálmur segir markmið hóps- ins fyrst og fremst hafa verið að koma á og formgera samstarf sveitarfélaganna um málaflokkinn en það verði síðan þróað áfram og hugsanlega aukið. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Efla þarf samvinnu sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu um fræðslu og þjálfun starfsfólks sem kemur að málefnum innflytjenda og samræma reglur um túlkaþjón- ustu til að tryggja gæði hennar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum framtíðarhóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu sem fjallaði um málefni innflytjenda en þær hafa verið lagðar fram til umfjöllunar hjá sveitarfélögunum sex. SSH skipaði svokallaða framtíð- arhópa til þess að fjalla um mögu- leika á samstarfi sveitarfélaganna í ýmsum málaflokkum og voru þeir skipaðir fulltrúum allra sveitarfé- laganna. Hópurinn sem fjallaði um málefni innflytjenda ræddi m.a. kosti þess að endurvekja þjónustu í anda Alþjóðahúss en brýnna þótti að treysta þá þjónustu sem þegar er í boði hjá sveitarfélögunum. „Það var mikið talað um að það vantaði ráðgjöf og stuðning í flókn- um málum og þá kviknaði sú hug- mynd að vera með sérfræðiteymi sem hægt væri að leita til með erf- ið mál,“ segir Vilhjálmur Haralds- son, mannauðsstjóri Garðabæjar, Efla samvinnu um málefni innflytjenda  Sérfræðiteymi ráðleggi og aðstoði í erfiðum málum  Vilja samræma reglur um túlkaþjónustu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 segir Kristján að hjartalokan sé pressuð saman í sex millimetra rör í ísköldu vatni en við það breytist málmurinn. Þá er skorinn rúmlega sentimetra skurður í náranum á sjúklingnum og hjartalokan þrædd þaðan upp í gegnum æð til hjartans. Til að fá leið- sögn um hvar staðsetning lokunnar á að vera er notuð gegnumlýsing og myndataka. Hjartalokan þenst svo út þegar hún er komin á sinn stað. Þessar aðgerðir taka skemmri tíma en venjulegar hjartalokuaðgerðir og sjúkling- urinn er fljótari að jafna sig því hann er ekki með skurð á bringunni né sagað bringubein. Aðgerðin er ekki áhættulaus, frekar en aðrar aðgerðir, en ef vel tekst til reynist hún sjúk- lingnum auðveldari eftir á. Fyrir aldraða sjúklinga „Þessi aðgerð er ætluð sjúklingum sem vegna aldurs, annarra sjúkdóma og oft fyrri aðgerða geta ekki farið í opna skurðaðgerð vegna áhættunnar sem er þá orðin mjög mik- il. Þetta er fólk sem er komið með þrengingu á hátt stig og er yfir áttrætt, fólkið er þá sjálft hikandi við að fara í aðgerð og skurð- læknarnir hikandi við að taka það í aðgerð. Þrír af þessum fjórum sjúklingum sem við höfum nú þrætt hjartalokur í fóru í krans- æðaaðgerðir þegar þeir voru yngri. Svo eru þeir allir aldraðir svo að áhættan við hefð- bundna skurðaðgerð væri tölvert mikil. Því er boðið upp á þessa aðgerð. Það er viss áhætta sem fylgir öllum aðgerðum en ef allt gengur vel jafnar sjúklingurinn sig fyrr.“ Kristján segir opna skurðaðgerð enn not- aða á yngra fólk og þá sem þola slíka aðgerð. „Við erum mjög ánægðir með hvað þetta hef- ur gengið vel og hvað allir hafa staðið sig vel í þessu. Við vitum ekki alveg hvað við eigum eftir að gera margar svona þræðingar að meðaltali á ári en við sláum á að þetta geti orðið 10 til 12 aðgerðir á ári.“ Þræða hjartalok- una í gegnum æð Læknadagar 2012 Ósæðarlokuviðgerð með þræðingartækni og áhrif streitu á heilsuna Morgunblaðið/Eggert Hjartaaðgerðir Kristján Eyjólfsson yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítalanum gerir nú nýj- ar hjartalokuaðgerðir með þræðingu í gegnum æð frá nára.  Í fyrsta skipti framkvæmt hérlendis í vikunni BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fjórar aðgerðir þar sem hjartalokur eru settar inn með þræðingartækni hafa verið gerðar á Landspítalanum í þessari viku. Þessar aðgerðir hafa aldrei verið gerðar hér á landi áður en verða vonandi gerðar hér framvegis að sögn Kristjáns Eyjólfssonar, yfirlæknis hjartaþræðinga hjá LSH. „Þetta er tækni sem er að þróast í heim- inum og við reynum að fylgjast með. Hér hef- ur verið einn danskur sérfræðingur okkur innan handar, Lars Söndergaard sem er yf- irlæknir á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn. Hann er mjög reyndur í þessu og okkur til halds og trausts,“ segir Kristján. Söndergaard talaði á Læknadögum í gær þar sem hann sagði frá ósæðarlokuviðgerð með þræðingartækni. Pressuð og þrædd til hjartans Spurður hvernig þessi aðgerð fari fram Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Neikvæð streita getur verið áhættu- þáttur fyrir ýmsa líkamlega sjúkdóma, svo sem kransæðasjúkdóma. Hún get- ur haft áhrif á sýkingavarnir líkamans og hugsanlega á djúpstæðari varnir líkamans til dæmis varnir gegn krabbameini,“ segir Ólafur Þór Æv- arsson geðlæknir. „Það eru að birtast kenningar um það hvað streitan getur verið heilsu- spillandi. Kannski meira en við héld- um. Ef streitan nær ákveðinni dýpt og stendur ákveðið lengi getur hún orðið að sérstöku vandamáli. Þá er ekki bara nóg að fara heim úr vinnunni þar sem álagið er of mikið heldur þarf að losna úr vítahringnum sem getur leitt fólk yfir í veikindi.“ Ólafur hélt fyrirlestur á Læknadög- um í gær um áhrif streitu á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. „Það sem er svo flókið við streituna er að hún hefur áhrif á mannskepnuna alla; áhrif á hegðun okkar, samskipti og á bæði andlega og líkamlega heilsu. Rannsóknir á streitu eru mjög fjöl- breytilegar, það eru sálfræði- og mannfræðirannsóknir, vinnu- staðarannsóknir og svo er læknis- fræðin að koma meira inn á þetta svið.“ Með þessum auknu rannsóknum er að birtast talsvert ný mynd af því hver eru neikvæð áhrif streitu að sögn Ólafs. „Það er alveg ljóst að langvinn neikvæð streita hefur áhrif á grunn- varnir líkamans. Svokallað streitu- kerfi, sem er samspil taugakerfisins og hormónakerfa líkamans, fer úr lagi. Við mikið og langvinnt álag myndast ójafnvægi í því kerfi og það heldur áfram þó að orsakirnar fyrir streit- unni séu horfnar. Þá er fólk fast í víta- hring sem leiðir það oft inn í mikla vanlíðan og getur leitt til kvíða og þunglyndis.“ Streita getur legið í ættum Samkvæmt nýjust rannsóknum er ýmislegt sem bendir til þess að streita geti legið í ættum. „Það eru að koma fram nýjar erfðafræðilegar rann- sóknir sem að útskýra betur hvernig t.d lærð hegðun getur færst á milli kynslóða. Í sumum fjölskyldum er stressaðra fólk en í öðrum. Sál- fræðilegu kenningarnar hafa gengið mikið út á umhverfi og uppeldis- aðferðir. Nú eru að koma rannsóknir sem sýna að þetta gæti líka verið að miklu leyti efnaskipti sem þróast með kynslóðum.“ Ólafur segir að fólk sé að verða meira vakandi fyrir áhrifum streit- unnar og læknar orðnir góðir í að greina streitu hjá þeim sem til þeirra leita. Hans tilfinning er samt sú að streitan sé að aukast hér. „Ég upplifi að streitan sé mjög mikil og að hún sé mjög lúmsk. Fólk á Íslandi er kannski tilbúið að bíta á jaxlinn, vinna af hörku og taka þátt í hraðanum. Það er fínt að hafa brjálað að gera en ekki fínt að viðurkenna að vera stressaður. Það er erfitt að svara því hvort streitan er að aukast en við höfum þá tilfinningu.“ Þarf að breyta lífsstíl og hugarfari Streita sem slík er ekki alltaf nei- kvæð að sögn Ólafs. Streita hjálpar okkur en á einhverju stigi verður hún of sterk og stendur of lengi og þá verð- ur hún neikvæð og getur orðið heilsu- spillandi. Með því að takast á við streit- una getur fólk verið að koma í veg fyrir sjúkdóma. En það er ekki alltaf auðvelt að fá fólk til að gera eitthvað í sínum málum. „Það getur verið snúið því það snýst um að breyta lífsstíl eða breyta hugar- fari og það er ekki hægt að gera með einföldum hætti. Þetta snýst um að fá fólk til að horfast í augu við að það er að fást við streitu, greina álagsþættina og vinna úr þeim.“ Streita hefur áhrif á varnir líkamans  Neikvæð lang- vinn streita slæm Neikvæð og jákvæð streita » Jákvæð streita er nauðsynleg, hún eyk- ur getu og eflir varnir. Neikvæð streita breytir; efnaskiptum, starfsemi líkamans, heilastarfsemi, líðan og hegðun. » Neikvæða streita hefur bein áhrif á fjóra af tíu algeng- ustu sjúkdómsflokk- unum sem orsaka 80% af allri dánar- tíðni; hjarta- sjúkdóma, slag, slys og sjálfsvíg. Hún get- ur haft óbein áhrif á krabbamein, lang- vinna lifrar- og lungnasjúkdóma. » 30% af heimsókn- um til heimilislækna í Evrópu eru vegna streitutengdra sjúk- dóma. Þeir lækka lífs- líkur um tíu ár. Morgunblaðið/Ómar Stress Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir neikvætt stress geta haft mjög slæm langvinn áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.